Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Page 7
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989. 7 Viðskipti Nýir eigendur taka við Gunnari Ásgeirssyni hf. - Snæbjöm, bróðir Gunnars, og flölskylda em aðaleigendur Snæbjöm Ásgeirsson, bróðir Gunnars Ásgeirssonar, og fjölskylda hans uröu aðaleigendur fyrirtækis- ins Gunnars Ásgeirssonar hf. um helgina. Gunnar Asgeirsson á áfram hluta í fyrirtækinu. Svili Snæbjöms, Einar Olafsson, fyrrum forstjóri Cargolux og nú framkvæmdastjóri Guinnes Peet Aviation í Stanford í Bandaríkjunum, og Kristján Zop- haníasson em enn fremur orðnir hluthafar. Kristján er jafnframt nýr framkvæmdastjóri Gunnars Ás- geirssonar hf. Búið er að stofna nýtt hiutafélag um rekstur fyrirtækisins. Það starfar undir nafninu Gunnar Ásgeirsson hf. Snæbjöm Ásgeirsson er 57 ára og yngstur þeirra Ásgeirssona. Hann er Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóösbækurób. 5,5-9 Sp Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 5,5-10 Vb.Sp 6mán. uppsögn 5,5-11 Vb.Sp 12mán. uppsögn 5,5-9,5 Ab 18mán. uppsögn 13 Ib Tékkareikningar, alm. 1-4 Ib.Sp Sértékkareikningar 3-9 lb,Ab,- Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1-2 Vb 6 mán. uppsögn 2-3,5 Sp.Ab,- Vb.Bb Innlán meðsérkjörum 3,5-16 Úb Innlán gengistryggð Bandaríkjadalir 8-8,5 Ab.Sb Sterlingspund 11,75- 12,25 Ab Vestur-þýsk mörk 4,25-5 Ab Danskarkrónur 6,75-8 Vb.Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð > Almennir víxlar(forv.) 12-18 Lb Viöskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 12-18 Lb Viöskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir Hlaupareikningar(yfirdr.) 15,5-21 Lb Utlán verðtryggð Skuldabréf 7,75-8,75 Lb Otlántilframleiðslu Isl. krónur 13-18 Lb SDR 9,5 Allir Bandaríkjadalir 11 Allir Sterlingspund 14,75 Allir Vestur-þýsk mörk 7-7,25 Úb Húsnæðislán 3,5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 21,6 MEÐALVEXTIR óverötr. feb. 89 13,2 Verötr. feb. 89 8.1 VÍSITÖLUR Lánskjaravísitalafeb. 2317stig Byggingavísitalafeb. 414stig Byggingavisitalafeb. 125,4 stig Húsaleiguvísitala Engin hækkun Verö- stöövun VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 3,544 Einingabréf 2 1,986 Einingabréf 3 2,315 Fjölþjóöabréf 1,268 Gengisbréf 1,634 Kjarabréf 3,515 Lífeyrisbréf 1.782 Skammtímabróf 1.230 Markbréf 1,864 Skyndibréf 1,074 Sjóösbréf 1 1,703 Sjóösbréf 2 1,435 Sjóösbréf 3 1,211 Tekjubróf 1,590 HLUTABRÉF Söluverö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 130 kr. Eimskip 380 kr. Flugleiöir 288 kr. Hampiöjan 155 kr. Hlutabréfasjóöur 151 kr. lönaðarbankinn 177 kr. Skagstrendingur hf. 200 kr. Útvegsbankinn hf. 134 kr. Verslunarbankinn 146 kr. Tollvörugeymslan hf. 126 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aöila, er miðaö við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki og Samvinnubanki kaupa viðskiptavixla gegn 31% ársvöxt- um og nokkrir sparisj. 30,5%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, 0b= Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánari upplýslngar um panlngamarkaö- inn blrtast i DV á Hmmtudögum. Þetta er nýja kynslóðin hjá Gunnari Ásgeirssyni hf. Frá vinstri er Kristján Zophaníasson, þá bræðurnir Ásgeir og Jón Snæbjörnssynir. Snæbjörn Ásgeirsson, bróðir Gunn- ars Ásgeirssonar, er aðaleigandi fyrirtækisins ásamt fjölskyldu sinni. Snæbjörn er stjórnarformaður í fyr- irtækinu. Einar Ólafsson, fyrrum forstjóri Cargoiux og nú framkvæmdastjóri Guinnes Peet Aviation í Bandarikj- unum, er annar stærsti hluthafinn i Gunnari Ásgeirssyni hf. DV-myndir BG framkvæmdastjóri og býr á Seltjam- amesi. Synir hans tveir, Ásgeir og Jón, em hluthafar í hinu nýja fyrir- tæki sem og dóttir hans og tengda- sonur, Steingrímur Bjömsson, lækn- ir í Glasgow í Skotlandi. Þetta em þau sem eiga meirihlutann í fyrir- tækinu og stjóma því. Snæbjöm er stjómarformaður. Annar stærsti hluthafinn er Einar Ólafsson, svili Snæbjöms. Hann er framkvæmdastjóri Guinnes Peet Aviation í Bandaríkjunum en það fyrirtæki kaupir, selur og leigir flug- vélar. Nýi framkvæmdastjórinn hjá Gunnari Ásgeirssyni hf., Kristján Zopaníasson, er 31 árs og lauk námi í viðskipta- og markaðsfræðum frá Winona ríkisháskólanum í Minne- sota um áramótin. „Komu mína í þetta fyrirtæki bar nokkuð brátt að,“ segir Kristján. „Eftir að ég kom frá námi fór ég á hveija ráðningarstofuna á fætur annarri og sótti um vinnu. Ásgeir, sonur Snæbjöms, hafði samband við mig. Viö erum kunningjar frá þvi við unnum báðir í Hljómbæ fyrir nokkr- um árum. Það varð úr að ég keypti smáhlut í fyrirtækinu og tæki við sem framkvæmdastjóri þess,“ segir Kristján Zophaníasson. Snæbjöm Ásegirsson hefur rekið fyrirtælúð Hurðir hf. í Skeifunni í mörg ár. Margir kannast þó kannski betur við hann frá þeim árum er hann sat í bæjarstjóm Seltjamar- ness en þar var hann í tuttugu ár. Snæbjöm segir að það hafi verið rétt fyrir síðustu áramót sem það kom tals að hann og synir hans keyptu sig inn í fyrirtækið Gunnar Ásgeirsson hf. Um fyrirhugaðar breytingar á fyr- irtækinu á næstunni, segir Snæ- bjöm:„Við ætlum okkur að fara fremur hægt í allar breytingar til að byrja með,“ segir Snæbjöm. -JGH Umfangsmikiö skinnauppboð í Kaupmannahöfn: Refaskinn hækka í verði Jón R. Bjömsson hjá Sambandi íslenskra loðdýrabænda segir aö verð á refaskinnum á skinnaupp- boðinu, sem nú er í Kaupmannahöfn, hafi hækkað um 10 til 15 prósent frá því í desember. Uppboðið í Kaup- mannahöfn hófst á sunnudaginn og því lýkur á fimmtudaginn. Þegar er búið að bjóða upp öll refaskinn þann- ig að eingöngu verða boðin upp minkaskinn það sem eftir er upp- boðsins. Alls vom seld tæplega 5.300 íslensk refaskinn á uppboðinu í Kaup- mannahöfn á sunnudaginn. Gæðin vom ekki eins mikil og á uppboðinu í Finnlandi í desember og verðið því lægra. Verðið á íslenskum blárefaskinn- um á sunnudaginn var 234 krónur danskar en 218 í desember, skinn af skuggaref var á 213 krónur danskar en 244 í desember, skinn af silfurref var á 555 krónur danskar en 598 í desember og loks var skinn af blue frost á 356 krónur danskar en 259 í desember. Af þessu sést að nokkur hækkun er á skinnum af blue frost og bláref. Skýringin er sú að af þessum tegund- um var um mun betri skinn að ræða en á uppboðinu í Finnlandi í desemb- er. Slátrun refa og minka var í nóv- ember og desember og gaf sú slátran um 65 þúsund refaskinn af sér. Það er sá fjöldi skinna sem þarf að selja á yfirstandandi sölutímabili. Fyrsta uppboðið á þessu sölutíma- bili var uppboðið í Finnlandi í des- ember, síðan var uppboð fyrr í þess- um mánuði í Finnlandi og nú er það uppboðið í Kaupmannahöfn. Næstu uppboð verða í Osló og Kaupmanna- höfn í mars og í Kaupmannahöfn í maí. SíðUstu uppboðin verða svo í september. Meðalverðið, sem fékkst á refa- skinnum í Kaupmannahöfn á sunnu- daginn, var svona: blárefur á 243 krónur danskar, skuggarefur á 213 krónur danskar, blue frost á 399 krónur danskar og silfurrefur á 543 krónur danskar. Verð íslensku skinnana er í öllum tilvikum undir meðalverði á upp- boðinu nema verðið á silfurref. Á uppboðinu í Kaupmannahöfn era seld skinn frá Danmörku, Sví- þjóð, Noregi, Finnlandi og íslandi. -JGff Nú er umfangsmikið skínnauppboð i Kaupmannahöfn. Verð á refaskinnum hefur hækkað litið eitt frá því í desember.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.