Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Side 10
10
ÞRIÐJUDAGUK 14. FEBRÚAR 1989.
Útlönd
Er nasisminn
ná fótfestu?
Teiknarinn Lurie er ekki i vafa um blómgun öfgamannanna til hægri.
Teikning Lurie
Gizur Helgason, DV, Reersnæs:
Sunnudaginn 29. janúar voru
borgarstjómarkosningar í V-Berl-
ín. Ollum til mikillar undrunar og
sumum til skelfingar og flestum til
umhugsunar valdi stór hluti verka-
lýðs Vestur-Berlínar að gefa repú-
blikönum atkvæði sitt.
Lítill vafi leikur á því að nafn
flokksins er felunafn því forystu-
menn flokksins myndu fremur til-
heyra nasistum en nokkrum öðr-
um flokki. í þeim hverfum Vestur-
Berlínar, sem hvað flestir verka-
menn búa, svo sem Wedding og
Neukölln, hirtu repúblikanar um
10 prósent af atkvæðunum frá
kristilegum demókrötum en þeir
höfðu aftur á móti fengið sama pró-
sentuhlutfall frá sósíaldemókröt-
um við borgarstjómarkosningam-
ar 1981 og 1984.
Útlendingahatur
Enginn vafi leikur á því hvað olli
flótta kristilegra demókrata til
nýnasista. Það var útlendingahat-
ur. Þó er það og athyglisvert að
sárafáir útíendingar búa í áður-
nefndum hverfum. í Kreuzberg-
hverfinu búa aftur á móti fjölmarg-
ir Tyrkir en þar náðu vinstri sósíal-
istar miklu atkvæðamagni.
Berlínarborg er árásargjöm og
hún framkvæmir það sem hentar
henni þegar það er hægt. í nýaf-
stöðnum borgarstjómarkosning-
um gafst borgarbúum í fyrsta sinn
tækifæri til þess að kjósa hrein-
ræktaöan hægri flokk og þeir gerðu
það óspart.
Bæjaraland
í Bæjaralandi er stórt autt gap
eftir Franz Josef Strauss sem lést
á síðastliðnu ári. Og það er afar
sennilegt að repúblikanar nái þar
flölda atkvæða vegna sambands
formanns flokksins á þessu svæði
því telja verður suðurhluta V-
Þýskalands heimahérað Franz
Schönhubers flokksformanns.
Annars er það auðvitað svo að rík-
isstjómin í Bonn getur haft mikil
áhrif á framtíðarþróun nýnasista í
V-Þýskalandi á komandi árum og
Helmut Kohl kanslara er að verða
það ljóst að sæti hans sem kanslara
og flokksfýlgi kristilegra demó-
krata í V-Þýskalandi er engan veg-
inn öruggt ef dæma má af atburð-
um og þróun mála síðustu tvö árin.
Leikari og ritstjóri
Franz Schönhuber er 66 ára gam-
all og orðinn nafn í V-Þýskalandi.
Hann hefur reyndar orðið það fyrr
en hjá honum hafa skipst á skin
og skúrir. Á sjötta áratugnum var
hann leikari og þótti standa sig
þokkalega. Hitler var reyndar mál-
ari á sínum sokkabandsárum en
þótti harla lélegur enda þótt verk
hans séu hátt metin í dag. Schön-
huber var einnig fréttamaður og
þótti standa sig mun betur í því
starfl. Hann var blaðamaður hjá
„tz“ í Munchen og var hvassyrtur
með afbrigöum. Varð hann einn af
ritstjórum blaösins. Hann var sós-
íaldemókrati og eiginkona hans,
sem er lögfræöingur, var einn af
borgarstjómarfulltrúum sósíal-
demókrata í Munchen.
Við hirð Strauss
Á sjöunda áratugnum flutti
Schönhuber sig yfir í hirð Franz
Josefs Strauss, systurflokk kristi-
legra demókrata. Úr blaðamennsk-
unni fór Schönhuber yfir til sjón-
varpsins og varð dagskrársijóri
Bayerische Rundfunk. Stjómaði
hann sem slíkur stjómmálaþáttum
og þótti góður spyrill í umræðu-
þáttum. Hann var formaður félags
fréttamanna í Bæjaralandi og síðan
heiðursfélagi í sama félagi.
í bjnjun níunda áratugarins
gerðist Franz Schönhuber repúbl-
ikani og formaður flokksins varð
hann svo 1985. Flokkurinn, sem er
yst á hægri væng v-þýskra stjóm-
mála, var stofnaður í mótmæla-
skyni við stjómmálastefnu Bonn-
stjómarinnar í málefnum komm-
únistaríkjanna. Sigur flokksins í
Berlínarkosningunum á dögunum
átti samt ekkert skylt við slíka
stefnu heldur mótmælti flokkurinn
erlendu vinnuafli, flóttamanna-
straumnum og heimihslausum
sem oft hafa sest að í húsum sem
standa auð um stundarsakir.
Sjálfboðaliði í SS
Kynni Schönhubers af nasistxun
hófust í kringum 1940 en þá gerðist
hann sjálfboðaliði 1 Waffen SS Leib-
standarte Adolf Hitler. Það er og
ein höfuðástæða þess að hann er
formaður Repúblikanaflokksins í
dag. Þegar upp komst um aðdáun
hans á nasistum síðari heimsstyij-
aldarinnar og þátttöku í SS þá fauk
heiðursnafnbótin í blaðamannafé-
laginu og staðan hjá sjónvarpinu.
Reyndar hefur Schönhuber verið
ötull við að haga seglum eftir vindi
og í eina tíð fékk hann leyfi banda-
rísku herstjómarinnar í V-Þýska-
landi til þess að láta fjarlægja með
skurðaðgerð SS-númerið sitt sem
hafði verið tattóyerað á hann sem
aðra SS-menn. Árið 1982 kom út
bók eftir Schönhuber í V-Þýska-
landi. Bók þessi var aðallega lof-
söngur um eigin persónu og hina
góðu, gömlu daga, „Ich war da-
bei“. Bók þessi hefur selst vel en
hún var honum einnig dýrkeypt.
Hluti tapsins er þó kominn til baka
í formi fullra launa um óákveðinn
tíma auk eftirlauna en það vom
þær skaðabætur sem sjónvarps-
stöðin Bayerische Rundfunk var
dæmd til þess að greiða honum
vegna ótímabærs brottrekstrar.
Áróöursmeistari
Schönhuber er talinn afburða vel
gefinn og ótrúlegur áróðursmeist-
ari sem kann þá list til fulls að
smjaöra fyrir áheyrendum og gefa
loforð og kasta sök á aðra. Óneitan-
lega dettur mörgum í hug áróðurs-
meistarar þriðja og flórða áratug-
arins í Þýskalandi.
Schönhuber er maður laga og
reglna og hefur í hávegum gamlar
dyggðir, svo sem hreinlæti og ná-
kvæmni. Hann vill að eiturlyfjasal-
ar verði dæmdir í ævilangt fangelsi
og álítur að það beri að endurvekja
dauðarefsingu. Stundum er erfitt
að gera sér grein fyrir afstöðu hans
í ýmsum málum því hann kann þá
list til hlítar að pakka róttækustu
hugsjónum sínum svo vendilega
inn í orðagjálfur að hlustandinn
verður að geta í eyðumar hveiju
sinni.
Flokksformaðurinn segir sjálfan
sig og flokksmenn sína fylgja
landslögum út í æsar. Það er at-
hyglisvert að stór hluti skráðra
flokksmanna em hermenn eða lög-
reglumenn.
Gyðingar
Formaðurinn segir líka að gyð-
ingahatur sé honum fjarri lagi því
hann beri mikla virðingu fyrir Ein-
stein og Chagall. En segir jafnframt
að hann geti auðvitað ekkert að því
gert þó Heinz Galinski, formaður
þýskra gyöinga, hegði sér eins og
fifl. Hann hljóti að fá alla venjulega
menn upp á móti sér. Schönhuber
segir að það hljóti auðvitað að vera
erfltt að vera jákvæður gagnvart
ákveðnum öflum og stofnunum í
þjóðfélaginu og nefnir sem dæmi
að Hotel Kempinski hafi ekki viljað
leigja út sah sína til fundarhalda
hjá repúblikönum vegna þess að
hótelið er rétt hjá bænahúsi gyð-
inga og að gyðingar virðist hafa
óeðlileg áhrif á útvarpsráðið í
Sender Freies Berlin útvarpsstöð-
inni. En reynt var að banna repúbl-
ikönum aðgang að útvarpsstöðinni
í kosningaslagnum.
Stór-Þýskaiand
Schönhuber er vissulega að eigin
sögn ekki á móti erlendu vinnuafli.
En þessir útíendingar verði að hafa
samninga og strax að samnings-
tímanum útrunnum beri útíend-
ingum að hypja sig til sins heima.
Útlendingar admennt eigi ekki að
dvelja um of í Þýskalandi og flótta-
mönnum beri að sameinast ijöl-
skyldum sínum erlendis hið fyrsta
en alls ekki í Þýskalandi. Schön-
huber óskar eftir sameiningu
þýsku ríkjanna sem fyrst og sömu-
leiðis eftir sameiningu þýskumæl-
andi ríkja almennt í Stór-Þýska-
land undir eins konar „þjóðemis-
hlutieysisstefnu". Hann kallar sig
íhaldssaman fóðurlandsvin og þeg-
ar fólk kallar hann gamlan SS-gaur
þá svarar hann gjaman áð eftir að
hafa unnið í 40 ár í og fyrir lýðræð-
ið þá ætti fremur að nefna hann
gamlan lýðræöissinna.
Nasismalykt
Síðastiiðið sumar var Schön-
huber því sem næst rekinn út úr
Berlínarborg. Hann hafði þá komið
með alls kyns yfirlýsingar sem
mönnum þóttu lykta verulega af
nasisma. Það þótti ekki bæta úr
skák aö yflrlýsingarnar vom gefn-
ar á fjölmennum útifundi fyrir
framan gamla þinghúsið í Berlín
sem er ákveðið tákn í hugum
margra eldri Þjóðverja. „Þegar
okkur tókst að krækja í 3 prósent
af Franz Josef Strauss, sem var
þungavigtarmaður í v-þýskum
stjórnmálum, við kosningarnar í
Bæjaralandi þá verður það létt
verk og löðurmannlegt að krækja
í 10 prósent frá léttvigtarmanni
sem Diepgen borgarstjóri óneitan-
lega er,“ sagði Schönhuber glott-
andi rétt fyrir kosningamar. Hann
náði í 7,5 prósent og 11 sætum í
borgarþinginu.
Ódýr auglýsing
Og menn vita varla enn hvaö eig-
inlega gerðist. Segja má að sigurinn
hafi verið andstæðingum hans að
kenna. Kosningabarátta hans var
auglýst upp úr öllu Valdi af and-
stæðingum hans þegar þeir reyndu
að stöðva hana. Götubardaginn við
hina alþjóðlegu vömsýningarmið-
stöð, þar sem Schönhuber hélt
ræðu yflr aðeins 400 áheymndum,
varð að ógnvekjandi mótmælaað-
geröum sem vöktu alþjóðlega at-
hygh. Þegar andstæðingar hans
reyndu að hindra framkomu hans
í sjónvarpi, sem dómstólamir
veittu leyfi tÚ, þá vakti málið gífur-
legt umtal í fjölmiðlum. Ódýr og
góð auglýsing. Engum datt reyndarf
í hug að flokkurinn næði því fylgi
sem hann fékk og nú sitja lands-
feðumir hníptir yfir úrshtunum og
spyrja hvert ferðinni sé eiginlega
heitið.
öryggisleysi
Almenningur í V-Þýskalandi er
orðinn óömggur um ágæti framá-
manna þjóðfélagsins. Traustið er
einfaldlega fokið út í veður og vind.
Hvert hneykshsmáhð á fætur öðra
hefur skotið upp kollinum og segja
má að upphafið hafi verið kosning-
ahneykshð í Schleswig-Holstein
þar sem sitjandi forsætisráðherra,
Uwe Barschel, beitti mafíuaðferð-
um við stjómmálaandstæðinga
sína en því máhjauk svo með
sjálfsmorði forsætisráðherrans,
nýjum kosningum og algjöra fylg-
ishruni kristilegra demókrata,
flokks Helmuts Kohl kanslara. Síð-
an hafa stjómmálamenn blandast
inn í mútuhneyksh, spilavítismál,
ólöglega flutninga á geislavirkum
úrgangsefnum, duldar bilanir í
kjamorkuverum, viðskipti við
kynþáttamisréttislönd, óleyfilega
sölu kjamaupplýsinga, óleyfilega
sölu á efnum til eiturefnafram-
leiðslu svo eitthvað sé nefnt.
Af áðumefndum ástæðum og
áróðurstækni öfgamanna langt tíl
hægri, sem ganga undir dulnefni
tíl þess að villa á sér heimhdir, er
nauðsynlegt að ráðamenn þjóð-
félagsins velti því fyrir sér hvort
Franz Schönhuber kann þá list
að pakka róttækustu hugmyndum
sínum inn í orðagjálfur. Flokkur
hans komst inn á þing í kosningum
í V-Berlín i janúarlok.
Símamynd Reuter
ekki sé tími th kominn að einbeita
sér að því að sagan frá fyrra helm-
ingi þessarar aldar endurtaki sig
ekki. Atvinnuleysið í V-Þýskalandi
veldur því einnig að almenningur
lítur erlent vinnuafl homauga og
flóttamannastraumur síðari ára th
V-Þýskalands hefur verið gífurleg-
ur.
Öskudagur
í V-Þýskalandi er það tíl siðs að
nota öskudaginn th fundarhalda og
svo var og nú. Sérlega frægir urðu
fundir Franz Josefs Strauss, fyrr-
um forsætisráðherra Bæjaralands,
en nú brá svo við að Max Streibl,
forsætisráðherra Bæjaralands, átti
í vandræðum með að fylla fundar-
höh flokksmanna sinna enda þótt
flokksformaðurinn, Theo Weigel,
hefði verið th aðstoðar. Hins vegar
átti Franz Schönhuber, formaður
repúblikana, ekki í neinum vand-
ræðum með að fyha Oberbayem
höllina í Bæjaralandi. Þar tekur
salurinn 3500 manns en inni voru
5000 manns og 2000 stóðu fyrir ut-
an. í ræðu sinni réðst Schönhuber
heiftarlega á Heinz Galinski fyrir
að reyna að hindra sættir á mihi
gyðinga og Þjóðveija. Hann kahaði
og aðalritara kristhegra demókrata
í Bæjaralandi Jesúmarxista, skrif-
borðsglæpamann og jafnframt
ómálefnalegasta sljórnmálamann
Þýskalands. Forseti V-Þýskalands,
Richard von Weizecker, fékk einn-
ig sinn skammt vegna þess að hann
endar ekki ræður sínar á „Es lebe
Deutschland“ eða „Þýskaland hfi“.
Hann dró einnig í efa að Þýskaland
bæri eitt ábyrgð á síðari heims-
styijöldinni og lýsti því hátíðlega
yfir að umskólun Þjóðveija væri á
enda.
Skoðanakönnun á fylgi flokk-
anna í Bæjaralandi á dögunum
sýndi og að repúblikanar myndu
fá 11,5 prósent atkvæða ef kosið
væri th þings í dag. Óhugnanlegar
niðurstöður í ljósi sögunnar.
Bannaður
Margir setja samasemmerki á
milli Repúblikanaflokksins v-
þýska og nasista. Hið opinbera hef-
ur ekki beinlínis gengið svo langt.
En aftur á móti tók innanríkisráð-
herra V-Þýskalands, Friedrich
Zimmermann, sig th á fimmtudag-
inn og bannaði nýnasistaflokkinn,
Nationale Sammlung. Var flokkn-
um jafnframt bönnuð þátttaka í
kosningum þeim sem fram eiga að
fara í Hessen-fylki eftir mánuð.
Snemma á fimmtudagsmorgun var
gerð skyndheit í öhu V-Þýskalandi
þar sem rannsökuð vom hibýh
leiðandi flokksfélaga. Lögreglan
fann bæði vopn og áróðursgögn
sem nú er hægt að nota th að sanna
að hér sé um að ræða flokk sem sé
fjandsamlegur stjómarskránni.
Nationale Sammlung var stofnaður
síðasthðið sumar og leysti af hólmi
bannaða nýnasistaflokka. Yfirvöld
hafa sagt að þessar aðgerðir séu í
engum tengslum við sigur repú-
blikana í kosningunum í Berhn og
bara það aö yfirvöld telja sig knúin
th þess að gefa út slíka tilkynningu
vekur gmnsemdir.