Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Side 11

Dagblaðið Vísir - DV - 14.02.1989, Side 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. FEBRÚAR 1989. 11 Utlönd Boesak í hungurverkfalli Allan Boesak, mannréttindaleidtogi i Suöur-Afríku, hefur nú hafið hungur- verkfall. Vill hann með því lýsa samstöðu með þrjú hundruð suður-afriskum föngum. Símamynd Reuter Mannréttindaleiðtoginn Allan Bo- esak hefur farið í hungurverkfall í samúðarskyni með þrjú hundruð fongum í Suður-Afríku sem fastað hafa í þrjár vikur. Desmond Tutu erkibiskup mun í dag ráðgast við aðra kirkjuleiðtoga um hvort hann eigi einnig að taka þátt í hungurverk- fallinu. Fangarnir þrjú hundruð, sem eru samviskufangar, eru með hungur- verkfallinu að mótmæla því að rétt- arhöld hafa aldrei farið fram í máli þeirra. Fjórtán fanganna hafa nú verið fluttir illa haldnir á sjúkrahús. Boesak hvatti í gær erlend yfirvöld til þess að þrýsta á Suður-Afríku- stjórn að láta undan kröfum fang- anna. Tutu hefur einnig rætt við kirkjuleiðtoga og háttsetta erlenda embættismenn, þar á meðal Margar- et Thatcher, forsætisráðherra Bret- lands, Helmut Kohl, kanslara Vest- ur-Þýskalands, og James Baker, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna. Stjórnin hefur sýnt harða afstöðu gagnvart fóngunum sem eru í hung- urverkfalli og um helgina voru bann- aðir fundir þar sem mótmælt var fangelsun án réttarhalda. Alls eru nú um þúsund samviskufangar í Suður-Afríku. Reuter Skæruliðar setja á útgöngubann Vinstri sinnaðir skæruliðar á Sri Lanka settu á útgöngubann á mörgum stöðum í suðurhluta landsins í morgun. Höfðu skæru- hðar málað slagorð á veggi þar sem fólk var varað viö því að taka þátt í kosningunum sem fram fara á morgun. Fátt fólk er sagt vera á ferh óg umferð lítil. Rúmlega þrjú hundruð manns, þar á meðal þrettán frambjóðend- ur, hafa verið myrtir í kosninga- baráttunni sem hefur verið sú blóð- ugastá hingað til í landinu. Yfirvöld hafa sakað vinstri sinnaða skæru- hða um mörg morðanna og hafa fjörutíu þúsund lögreglumenn og hermenn verið sendir til eftirlits á staði þar sem helst má búast við óeirðum. Almenningur hefur veriö hvattur til að hafa að engu hótanir skæru- liða og koma á kjörstaði til að taka þátt í fyrstu þingkosningum á Sri Lanka í meira en áratug. í forseta- kosningunum í desember síðast- liðnum var kosningaþátttakan undir tuttugu prósentum á ýmsum stöðum í suðurhluta landsins. Kosningaþátttaka var einnig lítil í norðurhéruðunum þar sem að- skilnaðarsinnar tamíla berjast fyr- ir sjálfstæðu ríki. Reuter • Bangs yore SI ÐUR- ( indland) Bengalflói Polksund \ Madrai J _ \ ^ f Stækkað\ ™ | * svæði ( J .Cohömbo V <j □ ! INDLANDSHAF Fyrstu þingkosningarnar i áratug fara fram á Sri Lanka á morgun. Ný sportvöruverslun UTSALA V\V- 15-40% afsláttur af öllum vörum p,°an _ St. Ur: áó<Jr 0Ú ’■<%*>" ATH. Allt nýjar vðrur ÚTI SPORT VERSLUNARHÚSINU SF., GERÐUBERGI 1 Sími 72277. HVERVANN? 5.173.843 kr. Vinningsröðin 11. febrúar: 221 -X2X-X1X-11X 12 réttir = 4.246.978 kr. Einn var meö 12 rétta - og fær í sinn hlut kr. 4.246.978,-. 11 réttir = 926.864 kr. 33 voru með 11 rétta-og fær hver í sinn hlut kr. 28.086,-. -ekkibaraheppni

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.