Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Side 2
2 MÁNUDAGUR 27. FEBRtJAR 1989. Fréttír Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna: Grænmetisverslun fram- leiðenda þýðir einokun - samtökin eru tilbúin í harða baráttu gegn nýrri einokun „Þaö er verið aö ryöja út sam- keppni. Skoöi maöur verölagsbreyt- ingar á kartöflum og kjúklingum á síðastliönum árum þá er það meö ólíkindum - svo miklar hafa hækk- anímar verið. Þannig má nefna aö kartöflur hafa hækkaö um 88,3% á sl. 12 mánuðum á meðan framfærslu- vísitalan hefur hækkaö um 18,3%. Þaö hefur veriö sett stýring á kjúkl- ingaframleiðslu og hún takmörkuð. Til að kóróna verkið er sett á ein dreifmgarstöö,“ sagöi Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytenda- samtakanna, í samtáli viö DV. Samtökin samþykktu harðorða ályktun á stjómarfundi á laugardag- inn. Ástæöan er drög aö reglugerð landbúnaöarráðuneytisins um af- urðastöövar fyrir kartöflur, nýtt grænmeti og sveppi. „Reglugeröin hefur veriö unnin af 3ja manna nefnd þar sem framleiðendasjónarmið ráða ferðinni," segir Jóhannes „Þetta er vegna dreifingar kartaflna í heild- sölu. Viö teljum aö verið sé að koma einokun á aftur og aö verið sé aö endurreisa Grænmetisverslun land- búnaöarins." Endurreisa grænmetisverslunina „Jón Helgason setti á sínum tíma Hækkun kartaflna sl. 12 mánudi 1001 Kartöflur Framfærsluv. Hækkun 48 mánaða Jan. 85 - jan. 89 4001 0 1 Kartöflur Fiskhakk Heilhvbr. Hækkun 19 mánaða Júni 87- feb. 89 Ostur Framf..vt. 3ja manna nefnd og þar réðu hrein og klár framleiðendasjónarmiö ríkj- um. Ef þessi reglugerð verður að veruleika er verið að fara mörg ár aftur í tímann. Það er bara verið að endurreisa grænmetisverslunina undir öðru nafni. Þeir neytendur eru vandfundinir sem óska þess að þetta fyrirkomulag verði í framtíðinni. í þessum reglum felst þaö ákvæði að til að dreifa kartöflum þurfl starfs- leyfi frá landbúnaðarráðherra. Síðan á ráðherra aö fá umsögn fimm manna nefndar þar sem framleið- endur eru í meirihluti. Í nefndinni eiga að sitja einn fulltrúi frá fram- leiðsluráöi landbúnaðarins, einn frá samtökum kartöflubænda og einn frá samtökum garðyrkjubænda. Auk þess eiga Verslúnarráð íslands og Neytendasamtökin að tilnefna einn fulltrúa hvor samtök. Ég vil taka fram aö við viljum á engan hátt vera með í slíkum hópi - það á ekki aö þurfa nefnd til að ákvaröa dreifmgu kartaflna. Svona nefnd á ekki að vera til - þessi málefni eiga heilbrigðis- yfirvöld að annast og enginn annar. Þaö ríkti alger samstaða hjá stjóm Neytendasamtakanna um að ekki kæmi til greina að taka þátt í nefnd- inni.“ Þýðir lakari kartöfiur „Síðan á að koma á ákveðinni af- setningarreglu með því móti að bændur sendi inn kartöflur til dreif- ingarstöðva í hlutfalli af uppskeru sinni. Við teljum að þetta sé upphafiö að kvótakerfl. Auk þess teljum við að framleiðendur byrji á að moka undan haugnum - sendi lökustu kartöflurnar fyrst inn, eins og í raun var á tímum grænmetisverslunar- innar. Þannig myndu gæði kartaflna til neytenda rýrna mjög. Þetta leiðir til þess að þegar innlend framleiðsla verður ekki fyrir hendi mega aðeins þeir dreifa kartöflum sem höfðu áður leyfi og þá aðeins í hlutfalli við það sem þeir dreifðu af innlendri framleiðslu. Það er ekkert tilht tekið til þess að ef einn innflytj- andi nær góðum samningum, til góða fyrir neytendur. Þá má hann ekki dreifa meiru en ákveönu magni. Einnig er í þessum drögum reglu- gerðarinnar gert ráð fyrir að upp- boðsmarkaður Sölufélagsins fái einn að flytja inn grænmeti og sveppi þeg- ar innlend framleiðsla fullnægir ekki eftirspurninni og þarf að flytja inn vörur. í reynd getur þetta þýtt að örlítið magn af t.d. papriku og tómöt- um sé framleitt allt árið undir ljósum - þar með er Sölufélagið komið með einokun á innflutningi þessara vara. Fræðilega séð leiöir þetta af sér ein- okun allt árið hjá dulbúinni græn- metisverslun framleiðenda. Neytendasamtökin voru búin að heyja harða baráttu fyrir því að ein- okun yrði afnumin. Við erum tilbún- ir í aðra slíka baráttu ætli framleið- endur að sniðganga sjónarmiö neyt- enda í þessu máli,“ sagði Jóhannes. -ÓTT Valt á leið vestur með klórbrúsa Búið er að ryðja snjó af skautasvellinu á Tjörninni og aðdáendur skauta- íþróttarinnar létu ekki á sér standa og hafa fjölmennt á svellið um helgina. Hér hefur einn fullorðinn fallið við og börnin eru að athuga með stöðu mála. DV-mynd KAE llla búnir jeppa- menn í hrakningum Vöruflutningabíll, sem var á leiö til Ísaíjaröar með um 9 tonn af vör- um, valt á Steingrímsfjarðarheiði á föstudag. Ekki urðu slys á fólki. Ekki hefur reynst unnt að koma bílnum af heiðinni og ekki hefur heldur tek- ist að losa vörurnar úr honum. Ótt- ast er að varan sé mikið skemmd ef ekki ónýt. Hluti vamingsins var klórbrúsar. Hætta er á aö brúsarnir hafi sprungiö og eyðilagt annað sem er í bílnum. Slæmt veður var á Ströndum um helgina og miklum snjó hefur kyngt niður. Lögreglan á Hólmavík fór á Steingrímsfjarðarheiði í gær til aö líta á verksummerki þar sem vöru- flutningabíllinn valt. Við venjulegar aðstæður ætti það ferðalag að taka um tvo tíma báðar leiðir. Lögreglan var tólf tíma að fara fram og til baka. Nokkuð er um veðurteppt fólk á Hólmavík. Þar á meðaí er bflstjóri sem er með bíl hlaðinn bjór. Ferðinni er heitiö til ísafjarðar. Ef fer sem horfir er ólíklegt að Vestfiröingar fái bjór 1. mars. Þá er vöruflutningabíll hlaðinn fiski veðurtepptur á Hólma- vík. „Þeir voru nú bara á nælonsokk- um og strigaskóm, blessaðir menn- irnir, svona rétt eins og þeir hefðu ætlað að hlaupa út í búð,“ sagði ísólf- ur Guðmundsson, bóndi á ísólfs- skála, í samtali við DV. Um klukkan tvö aðfaranótt mánu- dags leituðu tveir Hafnfirðingar skjóls í ísólfsskála. Þeir höfðu lagt af stað úr Hafnarfirði snemma á sunnudag og ætlað upp að Djúpa- vatni og þaðan til Grindavíkur. Um kvöldið hóf björgunarsveitin Fiska- klettur í Hafnarfirði leit að mönnún- um þegar ekkert hafði spurst til Jóhann Hjartarson tapaði fyrir Anatoly Karpov í 35 leikjum í 7. umferð stórmeistaramótsins í Linar- es á Spáni sem tefld var í gær. Þeir tefldu Lopez byrjun. Jóhann sat yfir þeirra. Þeir komust ekki lengra en rétt vestur fyrir ísólfssskála en mjög þungfært er þaðan til Grindavíkur. Leit var þegar hætt þegar mennirnir komu fram og dvöldu þeir að ísólfs- skála í nótt. „Þeir voru orðnir mjög blautir og hraktir enda afar illa útbúnir til feröalaga af þessu tagi,“ sagöi ísólfur Guðmundsson. „Þeir verða kannski betur búnir næst.“ Bíll þeirra félaga var sæmilega búinn en engin talstöð var með í fór- inni. í 6. umferð á laugardaginn. Með þessum sigri tók Karpov for- ystu í mótinu, er kominn með 5,0 vinninga. -S.dór Landbúnaöarráöherra: Skil ekki málflutning Neytenda- samtakanna „Ég verð að segja að ég skfl ekki alveg málflutning Neytendasamtak- anna því að þeir eru að tjá sig þarna um hluti gagnvart kartöflum sem hugsanlega verða gerðir. Menn láta mikið út af einhverjum drögum að reglugerö sem nefnd hefur verið að vinna að og eru ekki einu sinni kom- in til mín formlega ennþá því nefnd- in er enn aö vinna að þeim,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon landbúnað- arráöherra en Neytendasamtökin sendu honum um helgina harðorða yfirlýsingu vegna verðþróunar varð- andi kartöflur og kjúkhnga. „í sambandi við kjúklingana held ég að samtökin hafi verið að gagn- rýna áætlun mikils meirihluta kjúkl- ingaframleiðenda um að sameinast um eina dreifingarmiðstöð. Það er í sjálfu sér óháð verðlagningunni á kjúklingum sem hefur verið ákveðin sérstaklega." Ráðherra sagðist eiga eftir að skoða verðsamanburð Neytendasamtak- anna vandlega áður en hann gæti tjáð sig um þá veröþróun sem þeir segja aö hafi orðið á verði kjúklinga og kartaflna. „Það má vel vera að verðþróunin hafi verið þessum tegundum óhag- stæö að undanfórnu og ekki nema sjálfsagt að skoða það. Ég hefði þó haldið að til dæmis kjúklingarnir hefðu heldur verið að lækka ef tek- inn er lengri tíma samanburður." Ráöherra sagðist ætla að taka við þessu erindi Neytendasamtakanna , og skoöa á næstunni en hann sagðist þó hafa haldið að það ætti meira er- indi við verðlagsyfirvöld heldur en landbúnaðarráðuneytiö sem fag- ráðuneyti. -SMJ -sme Neyðarvakt vegna snjóflóðaliættu á Siglufirði: „Oft verið verra veður en þetta“ „Það hefur oft yeriö verra veður en þetta. Ég sé vel í gilið núna og tel ekki að sé raikil hætta á að snjó- flóð falli á húsið. Við verðum vænt- anlega heima í nótt Ég hef átt heima í þessu húsi nær alla mína ævi og treysti mér því tii að meta þetta sjálfur. Þegar faðir minn byggöi húsið, en hann var með þeim fyrstu sem byggðu hér syðst í bænum, bentu gamlir menn hon- um á hvar hann ætti aö hafa húsiö. Það háfa fallið snjóflóð beggja vegna viö húsið en aldrei á það,“ sagði Ómar Möiler á Siglufirði í samtali við DV í gær. Fjölskyldan var þá nýkomin heim eftir að hafa gist hjá öðru fólkl Ómar og fjölskylda hans hafa, eins og fleiri fjölskyldur á Sigiu- firöí, þurft að yfirgefa heimili sitt vegna snjóflóðahættu. Síðustu nætur hafa sex til sjö fiölskyidur á Sigiufirði þurft að leita skjóls hjá vinum og vandamönnum. „Þetta er óþægilegast fyrir þá sem þurfa að taka á móti okkur. Það er minnsta mál fyrir okkur að pakka sængurfotum niður og færa okkur á milli husa,“ sagði Ómar Möller. Almannavamanefnd Siglufiarð- ar hefur gert ráðstafanir vegna snjóflóðahættu. Sérstök vakt er höfö ailar nætur. Ekki er vitaö um nema eitt snjóflóö um helgina. Það féil vestan viö bæinn, á fiárhús sem eyðilögðust. Engin skepna var í húsunum. -sme -Pá Jóhann tapaði fyrir Karpov

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.