Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Blaðsíða 3
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989. 3 Fréttir Sigrún Björgvinsdóttir, DV, Egflsstööum; Nýlega keypti Jökuldalshreppur tæki til snjómoksturs. Þetta er 100 hestafla dráttarvél með snjóplóg. Vélinni var ekið austur frá Reykja- vík og tók sú ferð um einn sólar- hring. Tækið reynist ágætlega og ræður vel við að hreinsa af vegi þótt nokkur slóð hafi myndast og snjór þjappast. Áður voru Jökuldæhr með snjó- blásara á traktor en hann reyndist ónógur og kraftlítill. Hægt er að skekkja plóginn á nýja traktornum svo hægt er að ryðja vel út af vegi. Oftast er það svo að þær sveitir, sem fjærst eru Egilsstöðum, mega bíða lengst eftir opnun og þá eru slóð- ir gjama orðnar það harðar að miklu dýpra er að ryðja. Þegar dregur mik- ið í skafla er hentugt að hafa tæki við höndina því vegalengdir eru miklar á Jökuldal. Oft vill safnast spjór við efri brýmar yfir Jöklu en þær em of mjóar fyrir hin stóru tæki vegagerðarinnar svo þau geta ekki farið hringinn í dalnum. Opnun kemur sér best þá daga sem skólaböm em á ferðinni heiman og heim en oft er opnað upp á Dal um leið og Heiðarendinn er mddur en það er á þjóðvegi 1 austan Jökulsár áður en sveigt er inn í dalinn. Það er hins vegar gjama í miðri viku og kemur þá oftar en ekki skólaakstri að htlum notum. Nú geta Jökuldæl- ingar opnað þegar þeim hentar best og í því snjólagi sem þeir ráða best við. Flaggað á nýju heilsugæslustöðinni á Akranesi sl. fimmtudag. DV-mynd Sigurgeir Akranes: Heilsugæslu- stöðin fokheld Sigurgeir Sveinsson, DV, Akranesr Lokið var við að reisa nýja heilsu- gæslustöð við Sjúkrahús Akraness fimmtudaginn 16. febrúar. Fram- kvæmdir hófust sl. sumar og ráðgert er að ljúka byggingunni að utan í vor. Það er fyrirtækið Tréverk hf. sem sér um framkvæmdir. Lokaá- fanginn, það er innréttingar, lagnir og múrverk, verður boðinn út á þessu ári. Það er VT-teiknistofan á Akranesi sem hannaði bygginguna. Aukabúgrein hjá bændum: Útf lutningur á þúsund ára ís Nú ráða Jökul- dælir snjó- mokstri sjáffir Gerðu kröfur um gott og öruggt sumarleyfi þaö gera viöskiptavinir Atlantik Þú leggur mikið á þig fyrir gott frí. Þú væntir þess að fá raunverulega það sem þú telur þig vera að kaupa. Ekki „hér um bil" og „næstum því" það sem þú borgar fyrir. Þess vegna býður Ferðaskrifstofan Atlantik aðeins: • Hnökralausa þjónustu reyndra starfsmanna við undirbúning ferðar. • Beint leiguflug til Palma á Mallorka. • Fyrsta flokks hótel. Royaltur hótelin. • Fararstjórn sem sameinar þekkingu, þjónustulipurð og fjölþætta fyrirgreiðslu. Atlantik býður aðeins vandaða gistingu Royaltur hótelin, gististaðir Atlantik á Mallorka eru fádæma vel búin. Þau sameina mjög góðar íbúðir, fallega hótelgarða með góðum sundlaugum og ágætis veitingastaði, og öll nauðsynleg þjónusta er í næsta nágrenni. 14 daga páskaferð til Mallorka 23. mars-5. apríl Verð frá kr. 36.550,- miðað við 2 fullorðna og 2 börn undir 11 ára aldri. Mallorka 1989 Dagsetning brottfara í hverjum mánuði. Mars 23. / apríl 5. / maí 5., 23. / júní 2., 14., 23. / júlí 5., 14., 26. / ágúst 4., 16., 25. / september 6., 15., 27. / október 6., 25., 31. / nóvember 7. / desember 20. Hjá Atlantik er ekki útsala. Aðeins fyrsta flokks ferðir, gisting og þjónusta. OTKXVTIC HALLVEIGARSTlG 1 SlMI 28388 OG 28580 Júlía Imsland, DV, Höfiv Tuttugu tonn af ís fóru um horö í skip í Höfn sl. miðvikudag og verður hann sendur til Svíþjóðar. Þetta er ís sem tekinn er úr jökum á Jökuls- árlóni og sagaður í 30x40 sm stóra teninga. Það er norsk-sænska fyrir- tækið FECONA’S sem kaupir ísinn en Fiölnir og Stpinþór Torfasynir á Hala sjá um að saga ísinn og koma honum í fyrstigáma. ísinn þarf að vera tandurhreinn og tær sem gler. í þessari sendingu eru mismunandi prufur af ís og felst munurinn í þéttleika og loftmagni í ísnum. í Svíþjóð fer ísinn í verk- smiðju þar sem hann er sagaður nið- ur í htla teninga sem síðan eru seld- ir til veitingahúsa. Fulltrúi Fecona’s er Eyjólfur Jónsson og hefur hann umsjón með töku íssins og útflutn- ingi. „Norðmenn eru einnig með svipað- ar tilraunir á ístöku í Noregi en við teljum að okkar ís sé betri, alveg ómengaður og orðinn eitt til tvö þús- und ára gamall," sagði Fjölnir Torfa- son, „og ef allt gengur vel getur þetta orðið aukabúgrein hjá okkur bænd- um héma.“ Ekki þarf að óttast efnisvöntun fyr- ir þennan útflutning og sæmheg að- staða er við að taka ísinn við Jökuls- árslónið og í sjálfum jökhnum allt árið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.