Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Side 9
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989. 9 dv Útlönd Þessi litla libanska stúlka var meðal þeirra múhameðstrúarmanna í Lí- banon sem hvöttu til aftöku Rush- dies í gær. Símamynd Reuter Vilja slíta stjórnmála- sambandi íranskir embættismenn hvöttu til þess í gær aö öllu sambandi viö Bret- land yröi slitið vegna útgáfu bókar- innar Söngva Satans eftir rithöfund- inn Salman Rushdie. Og þúsundir múhameðstrúarmanna í Iran, Líban- on og Frakklandi kröfðust þess aö Rushdie yrði tekinn af lífi. íranska þingið mun í dag ræða til- lögu embættismannanna um að stjómmálasambandi verði slitið við Breta sem lokuðu sendiráði sínu í Teheran í síðustu viku. Múhameðstrúarmenn á Indiandi, þar sem Rushdie er fæddur, hvöttu í gær til verkfalls í Bombay til að mótmæla skotárásinni á föstudag á þá sem efnt höfðu til hópgöngu gegn Rushdie. Tólf manns eru sagðir hafa beðið bana í skotárásinni og hafa nú alls nítján manns látið lífið í Indlandi og Pakistan í þessum mánuði vegna mótmælaaðgerða gegn Rushdie. Bresk yfirvöld báðu Sévardnadse, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, um aö ræða málið við Khomeini, trú- arleiðtoga írans, á fundi þeirra í gær. En íranska fréttastofan Irna sagði að Rushdie hefði ekki komið til tals. Það var þann 14. febrúar síðast- liðinn sem Khomeini sagði að Rush- die væri réttdræpur vegna bókarinn- ar sem múhameðstrúarmenn segia aðséguðlast. Reuter Taisverðar skemmdir urðu á Spáni um helgina í óveðrinu sem þar gekk yfir. Tólf manns biðu bana af völdum óveðursins. Símamynd Reuter Óveður á Spáni Að minnsta kosti tólf manns biðu bana í óveðri á Spáni um helgina og allt að þrjátíu og fimm sjómanna er saknað. Á laugardaginn létust sjö manns, þar af fimm í borginni Valen- cia, þegar miklir stormar gengu yfir landið úr vestri. Vindhraðinn var allt að 100 kíló- metrar á klukkustund og rifnuðu tré upp með rótum, vinnupallar hrundu niður og þakplötur fuku. Meðal þeirra sem létust á sunnu- daginn var kona sem varð fyrir krana er valt fyrir utan heimili henn- ar. Gamall maður lést einnig er hann fauk af svölum sínum. í Hollandi var einnig óveður um helgina og .í Bretlandi snjóaði tals- vert. Reuter Við borgum allt að kr fyrir gamla tækið þitt Já, ótrúlegt en satL Við hjá Heimilistækjum hf. erum tilbúnir að gefa allt að 5.000 krónur fyrir gamla tækið þitt; sjónvarpið eða þvottavélina og kr 3.500 fyrir gamla kæliskápinn þinn, án tillits til gerðar, ástands og aldurs. Við tökum tækið sem greiðslu upp í nýtt PHILIPS eða PHILICO sjónvarp, þvottavél eða kæliskáp. Tilboð þetta gildir aðeins í stuttan tíma. Sækjum og sendum. Að sjálfsögðu sendum við nýja tækið heim til þín og sækjum það gamla þér að kostnaðarlausu. (Gildir um Stór-Reykjavíkursvæöiö) Hafðu samband eða láttu sjá þig í verslunum okkar við Sætún 8 eða Kringlunni. Heimilistæki hf Sætúni 8 • Kringlunni SÍMI: 69 15 15 SÍML6915 20 ísamufUfitiH,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.