Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Side 10
10
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989.
Utlönd
Meinað að sækja boð Bush
George Bush Bandaríkjaforseti
heimsótti Suður-Kóreu í morgun.
Var þetta - þriðja Asíulandið sem
hann heimsækir í þessari fyrstu
heimsókn sinni, sem Bandaríkjafor-
seti, í aðra heimsálfu. Átti hann fund
með Roh Tae-Woo.
Bush hafði fimm klukkustimda
viðdvöl í Seoul. Áður hafði hann ver-
ið við útför Japanskeisara í Tokýo
og heimsótt Kína um helgina.
Tekið var á móti forsetahjónunum
á herflugvelli skammt frá Seoul. Her-
vörður var og börn í litskrúðugum
þjóöbúningum veifuðu litlum banda-
rískum fánum.
„Ameríka, okkar eilífi bandamað-
ur“ stóð á skilti við ílugvöllinn.
Suöur-kóreska lögreglan handtók
hins vegar fimmtán mótmælendur
við bandaríska sendiráðið þar sem
þeir reyndu að afhenda bréf sem
mótmælti heimsókn Bush.
Vitni sögöu að lögreglumenn í
borgaralegum klæðum hefðu hand-
tekiö mótmælendurna.
Við móttökuathöfnina, sem var
haldin fyrir Bush, sáust engin merki
um andúð á Bandaríkjunum, eins og
búist hafði verið við.
Bush hélt þegar með þyrlu til Bláa
hússins, sem er opinber móttökubú-
staður, til viðræðna við Rph Tae-
Woo, forseta Suður-Kóreu. Áður en
hann hélt frá Suður-Kóreu ávarpaði
Bush þing landsins. Var það fyrsta
meiri háttar ræða hans sem forseti
Bandaríkjanna á erlendri grundu.
Bush flaug til Seoul frá Peking. í
Kína stoppaði hann í tvo daga og lýsti
því yfir við komuna þangað að þetta
væri eins og að koma heim. í gær-
Bush Bandarikjaforseti og Deng Xiaoping skála í hádegisverðarboði í Pek-
ing í gær. Leiötogarnir drukku i botn. símamynd Reuter
Á meðan Bush Bandarikjaforseti átti fund með Roh Tae-Woo, forseta Suður-Kóreu, handtók óeirðalögregla fimmt-
án mótmælendur við sendiráð Bandaríkjanna i Seoul í morgun. Simamynd Reuter
kvöldi féll nokkur skuggi á Kína-
heimsókn forsetans þegar kínversk-
um andófsmanni var meinað aö
sækja kvöldverðarboð Bush sem
honum hafði verið boðið í.
Fang Lizhi sagði fréttamönnum að
kínversk yfirvöld hefðu snúið sér og
konu sinni frá hótelinu þar sem
kvöldverðarboðið fór fram.
Marlin Fitzwater, talsmaður Hvíta
hússins sagði fréttamönnum um
borð í flugvél forsetans á leið til
Kóreu að forsetinn hefði lýst yfir
áhyggjum sínum vegna atviksins viö
Wu Xueqian, aöstoðarforsætisráð-
herra Kína, við brottfórina þaðan.
Fitzwater sagði að fjórir aðrir and-
ófsmenn hefðu verið í boðinu. Þeir
hefðu komist inn án vandræða. Sagði
hann að forsetinn hefði skipað Wins-
ton Lord, sendiherra Bandaríkjanna
í Peking, að ganga á fund utanríkis-
ráðherra Kína til að lýsta yfir áhyggj-
um vegna atviksins.
í yfirlýsingu sem var gerð opinber
í Seoul sagði Fitzwater að Bush teldi
að heimsókn hans til Kína hefði ver-
ið árangursrík að mörgu leyti. Sagði
talsmaðurinn að sambandið milli
Bandaríkjanna og Kína væri ekki
hnökralaust og að ríkin greindi á um
til dæmis mannréttindamál og stöðu
Taiwans. Reuter
Farangurs-
hurð
orsökin?
Hurð á farangursrými, sem hugs-
anlega hefur opnast yfir Kyrrahafi,
Varmi
BlLASPRAUTUN / BlLARÉTTINGAR
AUÐBREKKU 14, KÚPAV., SÍMI 44250
TUNGSRAM- UMBOÐIÐ simi 68-86-60
Raftækjaverslun íslands hf.
er nú helst talin koma til greina sem
orsök þess aö risastórt gat myndaðist
á Boeing 747 flugvél frá bandaríska
flugfélaginu United Airhnes. Níu far-
þegar soguðust út um gatið.
Farþegarnir níu voru meðal þrjú
hundruö fimmtíu og fjögurra farþega
um borð í júmbóþotunni þegar gatiö
myndaðist á farþegarýmið tuttugu
og tvö þúsund fet fyrir ofan Kyrra-
hafiö síðasthðinn föstudag. Þotan var
á leið til Nýja Sjálands en sneri við
til Honolulu.
Enn hefur ekki verið gefin út opin-
ber skýring á því hvað kann aö hafa
valdið slysinu en rannsóknaraðilar
sögöu í gær að þeir væru að athuga
möguleikann á því að farangurs-
hurðin hefði opnast á flugi og að hún
hefði rifið með sér hluta af farþega-
rýminu.
„Þetta er eitt af þeim atriðum sem
við erum að athuga en það er allt of
snemmt að segja nokkuð með vissu
á þessu stigi,“ sagði Drucella Ander-
sen, talsmaður þeirrar stofnunar í
Bandaríkjunum sem hefur með ör-
yggismál varðandi samgöngur að
gera.
United Airlines tilkynnti í gær að
allar hurðir á farangursrými þeirra
Boeing 747 véla, sem félagið á, yröu
rannsakaðar. Ennfremur tilkynnti
félagið að á næstunni yrðu hurðir
skoðaðar sérstaklega rétt fyrir flug-
tak og rétt eftir lendingu. United
Airhnes á þrjátíu og eina Boeing 747
flugvél.
Rannsóknaraöilar sögðu eftir
fyTsta dag rannsóknarinnar að engin
merki væru um sprengju eða málm-
þreytu.
Samkvæmt framburði áhafnar vél-
arinnar komu engin viðvörunarljós
sem gáfu til kynna að eitthvað væri
að farangurshurðinni.
Bandaríska flugmálastjórnin skip-
aði í júh síðasthðnum flugfélögum
aö bæta læsingar á farangursrými
eldri gerða af Boeing 747 vélum fyrir
árslok 1989.
Russel Mack, talsmaður United
Airhnes, sagði aö læsingarnar á vél-
inni, sem lenti í slysinu á fóstudag,
hefðu staðist skoðun flugmálastjórn-
ar en aö læsingamar hefðu enn ekki
veriö endurbættar.
Hann sagði að endurbæturnar fæl-
ust í því að styrkja álhluta í læsing-
unum með stáli.
Bandaríski sjóherinn og strand-
gæslan, sem á tímabili voru með sjö-
hundruð manns í að leita að braki
og líkum á Kyrrahafinu, drógu úr
umfangi leitar sinnar í gær.
Reuter
Rannsóknarmenn á vegum bandarisku flugmálastjórnarinnar fylgjast með
þegar starfsmenn United Airlines bera farangur frá borði vélarinnar sem
lenti í slysinu síðastliðinn föstudag. Simamynd Reuter
jniTea V\