Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Qupperneq 13
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989.
13
dv Fréttir
Stálgrindahúsiö á Djúpavogi er að
fá á sig nokkurn svip. DV-mynd SÆ
Djúpivogur:
Skemman rís
en veður
hefur tafið
framkvæmdir
Siguröur Ægisson, DV, Djúpavogi:
Slysavarnadeildin Bára á Djúpa-
vogi og Verkalýðs- og sjómannafélag-
ið standa sameiginlega að byggingu
húss, 230 fermetrar að stærð. Um er
að ræða stálgrindahús frá Garða-
Héðni og hljóðar tilboðið upp á 1.440
þúsund krónur fokhelt, án grunns.
Nú er búið aö reisa burðarbita
hússins og svo til allt efni er komið
til að gera húsið fokhelt. Leiðinleg tíð
hefur valdið því öðru fremur að ekki
hefur verið unnt að setja klæðning-
una á bitana en nú stendur til að
ráðast í það verk með hækkandi sól.
Á þessari mynd sést afstaða bygg-
ingarinnar sem er fyrir miðju.
Langabúð til hægri.
Selfoss:
Tveir iðnaðar-
menn án atvinnu
Regúia Thorarensen, DV, Selfossi:
í félagi byggingamanna í Árnes-
sýslu eru milli 140 og 150 félagsmenn
og aðeins tveir þeirra eru á atvinnu-
leysisskrá, að sögn Sigurðar Ólafs-
sonar, starfsmanns á skrifstofu fé-
lagsins. Nokkrir félagsmanna vinna
í Reykjavík en iðnaðarmenn úr Ár-
nessýslu hafa alltaf verið eftirsóttir
- duglegir og samviskusamir.
Höfii:
50 félagsmenn í
nýjum jeppaklúbbi
Júlía Imsland, DV, Höfii:
Nokkrir áhugasamir jeppaeigend-
ur á Höfn og nágrenni hafa formlega
stofnaö Jeppaklúbb Hornafjarðar og
eru félagsmenn 50. Hlutverk klúbbs-
ins er að vera vettvangur áhuga-
manna um jeppasport, keppni, ferða-
lög, almenna útivist og samheldni
félagsmanna.
Markmið klúbbsins er að auka
skilning yfirvalda og almennings á
jeppasporti og góðri umgengni um
landið. í stjórn klúbbsins eru fimm
menn og formaður er Ágúst Þórólfs-
son.
Stjórn jeppaklúbbsins. Frá vinstri
Egill Benediktsson, Gisli Hjáimars-
son, Gunnar Pálmi Pétursson, Ágúst
Þórólfsson formaður og Jón Helga-
son. DV-mynd Ragnar
SKOLAHOPAR
UTANLANDSFERDIR
Vegna hagstæðra samninga getum við boðið skólahóp-
um utanlandsferðir á sérstaklega góðu verði.
Allt verð miðast við 2 i íbúð eða hótelherbergi og
tveggja vikna ferðir sem hægt er að stytta eða lengja.
Grikkland - Aþena og baðströnd...........kr. 57.600,-
Rodos....................................kr. 48.650,-
Kýpur....................................kr. 49.870,-
Róm og Kapri.............................kr. 54.780,-
Vinarborg og Búdapest....................kr. 53.700,-
Moskva og Leningrad......................kr. 57.460,-
Thailand..............kr. 73.850,-
Malta.................kr. 47.200,-
Mallorka..............kr. 39.800,-
Um er að ræða takmarkaðan fjölda hópa á þessu kynn-
ingarverði.
— TFERDIR
==■ SOLHRFLUG
Vesturgötu 12 - Símar 15331 og 22100.
ER KOMINN TIL LXNDSINS
SKODA er fjölhœfur fjölskyldubill, sem hefur heldur
betur sannaö ágceti sitt í vetrarhörkunum undanfarið.
SKODA er sparneytinn, rúmgóður og léttur í stýri.
Ennfremur er SKODA miklu ódýrari en sambœrilegir
bílar og sérlega ódýr í rekstri. Eða hvað segir þú um splunku-
nýjan SKODA 120 L fyrir aðeins KR. 297.500.-
JOFUR HF
NYBYLAVEGI2 • SIMI 42600
OPIÐ KL. 9 - 18 VIRKA DAGA, OG KL. 13 - 17 LAUGARDAGA
SKODA