Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Blaðsíða 17
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989.
17
Lítið mál
verður stórt
Viöbrögð launþegasamtakanna
viö málshöfðun Flugleiða lýsa van-
metakennd sem er naumast sæm-
andi fyrir svo sterkar þjóöfélags-
stofnanir sem Alþýðusamband ís-
lands í reyndinni er.
Fyrir 30 árum átti ég prívatsam-
tal við einn kunnasta athafnamann
landsins og hann sagði á þessa leið:
Ég vil sjá launþegasamtökin með
sama sjálfstrausti og sannfæringu
og menn segja að við atvinnurek-
endur búum yfir og að forystu-
menn þeirra geti gengið til samn-
inga við okkur sem persónulega
jafningja í einu og öllu, hka þegar
kemur að því að velja vindla og vín
- sem við kunnum reyndar ekki
allt of vel sjálfir, en það stendur
væntanlega til bóta eins og annað.
Vindlar og vín
Með athugasemdum sínum um
vindla og vín var hann að vísa til
þess að hann hafði setið að kvöld-
verði með fulltrúum bandarískra
launþega og vinnuveitenda og voru
hvorir tveggja álíka kunnáttusam-
ir í vali sínu á lystisemdum veit-
ingastaðarins.
Meðal sósíalista er því stundum
haldið fram að bandarísk verka-
lýðsfélög hafi ekki sama mátt og
hin evrópsku eða norrænu. En þá
gleymist það gjarnan að bandarísk
verkalýðsfélög ráða yfir digrustu
KiaUariim
Ásmundur Einarsson
útgáfustjóri
kosningasjóðunum og veita þaðan
til frambjóðenda sem þeim líst á
og jafnframt verður að hafa í huga
að Bandaríkin urðu fyrst allra
þjóða til að gera bílinn að almenn-
ingseign, og talar það almennt sínu
máli um lífskjörin þar í landi, þótt
öryggisnetiö fyrir hina veikustu sé
ekki jafnþétt riðið og til að mynda
í Svíþjóð.
Persónulegt traust
En burtséð frá þessum útúrdúr
mætti hverjum vera ljóst að mikið
og gagnkvæmt persónulegt tfaust
ríkir yfirleitt milh samninga-
manna launþega og vinnuveitenda
þrátt fyrir tíðum hörð átök og birt-
ist það einmitt í því að menn í
vinnudeilum hafa gjarnan komið
sér saman um að láta málaferli nið-
ur falla vegna tjóna sem skapast
hafa í vinnudeilum og fella niður
éftirmál af öðru tagi.
Þarna ræður nokkru að báðir
aðilar gera sér ljóst að sjaldan veld-
ur einn þá tveir deila og ber sú af-
„Mál Flugleiða gegn Verslunarmanna-
félagi Suðurnesja snýst ekki um sak-
fellingu heldur formsatriði sem.æski-
legt gæti verið að fá úrskurð um,“
Átök í flugstöðinni á Keflavikurflugvelli. - Mildi er ofstopa sterkari, seg-
ir m.a. í greininni.
staða vott um gagnkvæman skiln-
ing.
Sveigjanleiki
Hinu er ekki að leyna að slíkar
ákvarðanir hafa farið í taugarnar
á mörgum vegna þess að það er
reyndar almenn regla að lögum
skuh fylgt og dæmt fyrir brot svo
menn fari ekki að gera sér að venju
að umgangast lögin að eigin geð-
þótta.
Á hinn bóginn held ég að við ís-
lendingar höfum ekki verið manna
fúsastir til að fylgja lögum né held-
ur að draga aðra menn fyrir dóm,
að úthella þeim refsingu og gjarnan
liðkað til ef svo hefur borið undir.
En þar með er ekki sagt að við
höfum verið ólöghlýðin þjóð.
Mál Flugleiða gegn Verslunar-
mannafélagi Suðurnesja snýst ekki
um sakfellingu heldur formsatriði,
sem æskilegt gæti verið að fá úr-
skurð um, úr því að aðilar ná ekki
samkomulagi sín á milli. Bóta-
krafan er nánast lögfræðilegt
formsatriði, að því er mér sýnist,
vegna þess hve hún er lág.
Komin af bernskuskeiði
Svar launþegasamtaka er að gera
tiltölulega lítið mál að stóru máli
með hótunum um viðskiptalegar
þvinganir gagnvart Flugleiðum. í
þessu máli var ekki talað um að
fella eftirmála niður þegar kjara-
deilu lauk enda ekki tilefni til þess
og skapast því ekkert fordæmi um
eftirmál með þessu tilfelli. Þau geta
áfram veriö samningsatriði.
Mildi er að mínu mati sterkari í
dómi en ofstopi. Jafnframt er það
styrkleiki að útkljá mál fyrir dómi
þegar ekki næst samkomulag um
ánnað. Engum dettur í hug að ís-
lenskir launþegar og samtök þeirra
standi ekki jafnfætis öðrum aðilum
fyrir íslenskum rétti. Sjálf eiga
launþegasamtökin völ á bestu lög-
fræðingum. Þau eru komin af
bernskuskeiði og inn á þýðingar-
mikið þroskaskeið.
Hótanir um viðskiptaþvinganir í
tehgslum við málaferli sýnast mér
harla barnalegar, hjá sterkum
samtökum sem eru fuhfær um að
svara fyrir sig og sinn málstað.
Sú var tíðin að alþýðusamtökin
störfuðu af tilfinningu fyrir fátækt
og þá gat verið eðlilegt að höföa til
samfélagslegs vanmáttar.
Sú tíö ætti að vera úti þótt ekki
séu allir jafnvel settir - en áfram
miðar vonandi.
Ásmundur Einarsson
Eru umferðarslys
óhjákvæmileg?
Umferðarmálin eru eins konar
eilífðarmál á íslandi. Svo virðist
sem erfitt sé að koma í veg fyrir
öll þau slys sem okkur berast
reglulega fregnir af. Einhvern veg-
inn virðist talsvert vanta á að nógu
ákveðið sé tekið á þessum mála-
flokki. Þó lýsa stjórnmálamenn því
yfir á hátíðastundum að ástandið
sé óviðunandi, eins og það reyndar
er, en láta þar viö sitja.
Of hraður akstur
Nýlega birtust opinberlega tölur
um umferðarslys á íslandi á árinu
1988 samkvæmt skráningu Um-
ferðarráðs sem fær upplýsingar frá
lögreglu um land allt. 939 manns
slösuðust og létust í umferðarslys-
um á síðasta ári. Þar er reyndar
um að ræða lítilsháttar fækkun frá
árinu á undan en þá hafði orðið
gífurleg fjölgun frá árinu 1986.
29 manns létu lífið í þessum slys-
um, þar af tíu í Reykjavík. 13 þeirra
voru 25 ára eða yngri. Þetta er há
tala, ekki síst ef hún er skoðuð í
ljósi þeirrar staðreyndar að þetta
er viðbót við þá 480 sem hafa látiö
lífið í umferðarsíysum frá árinu
1967. Það er mikil raun að standa
frammi fyrir þeirri staðreynd að
náinn ættingi hafi látið lífið með
voveiflegum hætti. Og það er ekki
síður bitur reynsla að aka á gang-
andi fólk sem síðan lætur lífið.
En hverjar skyldu vera helstu
orsakir alvarlegra umferðarslysa
hér á landi? Það hljómar kannski
eins og gömul tugga en er engu að
síöur staðreynd. Það er of hraður
KjaUarinn
Sigurður Helgason
upplýsingafulltrúi Umferðarráðs
akstur. Hann er aðal- eða hliðaror-
sök langflestra alvarlegra slysa. Og
því miður virðist hraðinn haífa auk-
ist mikið á götum Reykjavíkur á
síðustu misserum.
Mannslífið er dýrmætt. Við ís-
lendingar höfum sýnt og sannað
með margvíslegum hætti að við
viljum gera það sem við getum til
að koma í veg fyrir ótímabær
dauðsföll. Oft leiða slys til mark-
vissra aðgerða opinberra aðila. En
einhvern veginn er eins og margir
telji þá fórn sem færð er í umferð-
inni óumbreytanlega. En það er
hún ekki. Og þeir sem helst geta
breytt henni eru almenningur, þeir
sem eru í umferðinni á hverjum
degi.'
Þétt og hröð umferð
En ekki er svo að engar breyting-
ar hafi átt sér stað til góðs í um-
ferðinni. Til dæmis fækkaði mikið
slösuöum á síðasta ári, um rúmlega
20% miðað við árið á undan. 299
voru taldir mikið slasaðir á síðasta
ári en voru 380 árið á undan. Fjöldi
mikið slasaðra 1988 er hins vegar
svipaður og árið 1983, á Norræna
umferðaröryggisárinu, en þá náð-
ist mjög góður árangur í baráttunni
gegn umferðarslysum.
Þá er athyglisverð fækkun slas-'
aðra á Norðurlandi eystra og á
Austfiörðum. Fjölgunin er hins
vegar míkil í Reykjavík og ná-
grenni. Þétt og hröð umferð er þar
líklegasta skýringin.
Frá áramótum og þar til þetta et
skrifað hafa þrír látist í umferðar-
slysum hér á landi. Slys eru eðli
málsins samkvæmt erfið viður-
eignar. Það er erfitt að koma í veg
fyrir þau. En umtalsverðum hluta
þeirra á að vera hægt að komast
hjá. Það er í mannlegu valdi að
fækka þeim. Til þess að það geti
átt sér stað þarf að verða hugar-
farsbreyting. Það þarf að draga úr
hraða, það þarf aukna tillitssemi í
umferðinni og nauðsynlegt er að
skapa möguleika á að endurskoða
ökuréttindi þeirra sem ekki sýna
lágmarkshæfni í akstri. Þar er um
að ræða svokallað „punktakerfi"
sem byggt yrði á ökurferilsskrá.
Nauösynlegt er að setja reglur um
þetta kerfi. Það veitir mikilvægt
aðhald og styður starf lögreglu.
Sigurður Helgason
,,En einhvern veginn er eins og margir
telji þá fórn sem færð er í umferðinni
óumbreytanlega. En það er hún ekki.“