Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Qupperneq 18
18
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989.
Meiming_____________________pv
Alla leið á heimsenda
Leikfétag Reykjavíkur sýnir:
FERÐINA Á HEIMSENDA
Leikstjórn: Ásdis Skúladóttir
Leikmynd og búningar: Hlín Gunnars-
dóttir
Tónlist: Soffía Vagnsdóttir
Aöstoðarleikstjórn: Margrét Árnadóttir
Lýsing: Lárus Björnsson, Egill úrn
Árnason
Aðstoó við hreyfingar: Auður Bjarna-
dóttir
Söngtextar og lag Frostrósu: Olga Guð-
rún Árnadóttir
Mikiö er það gaman og guð láti
gott á vita að skyndilega virðast
hafa upp lokist þau sannindi fyrir
ráðamönnum „stóru“ leikhúsanna
að þeim beri að gera vel við blessuð
börnin, leikhúsgesti framtíðarinn-
ar.
Eftir aftakalélega frammistöðu í
fyrravetur hefur verið gerð bragar-
bót og núna eru á fjölunum framúr-
skarandi leiksýningar fyrir börn í
báðum húsunum.
Á laugardaginn var sem sé frum-
sýnt í Iðnó nýtt leikrit eftir Olgu
Guðrúnu Árnadóttur, Ferðin á
heimsenda, en æði langt er um lið-
ið síðan barnaleikrit var sett þar á
svið.
Og er þar skemmst frá að segja,
að þessi litríka og eldfjöruga sýning
hitti beint í mark og vakti óskipta
hrifningu. •
Það er kannske engin furða því
að þama koma bæöi fram álfar og
undraverur og líka galdrakarl og
hyski hans. Atök á milli góös og
ills eru meginþemað og auðvitað
sigrar hið góða að lokum.
En þaö sem veldur mestu um
hversu vel bömin lifa sig inn í at-
burðarásina em krakkarnir þrír,
sem fyrir tilviljun rjátlast inn í
ævintýralandið og blandast í átök-
in. Þetta er hin dæmigerða þrenn-
ing, þekkt úr ótal barnabókum, þar
sem foringinn er hress og frakkur
og kann ekki að hræðast. Fylgifisk-
Leildist
Auður Eydal
ar hans eru gáfaði krakkinn með
allt sitt á hreinu og svo hugleysing-
inn eða skræfan sem hefur engu
að síður þegar upp er staðið unnið
langstærsta afrekið, það er að segja
komist á leiðarenda þrátt fyrir
hræðsluna.
Olga Guðrún Árnadóttir, höfund-
ur leikritsins, vindur skemmtilega
upp á þessa gamalkunnu mynd og
lætur bæði foringjann og gáfnaljós-
ið vera stelpur, en skræfuna hins
vegar strák.
011 börn vilja vera dugleg og klár,
en þau finna engu að síður mjög til
samkenndar með þeim sem eru
„bara“ venjulegir.
í þremenningunum finna þau sitt
htið af hverju sem þau þekkja frá
sjálfum sér og ferðin-um dimma
dali og ókleif fjöll getur hafist.
Krakkarnir í Ferðinni á heims-
enda eru blessunarlega lausir við
afskipti hinna fullorðnu og eiga
sinn tíma sjálf enda í skólafríi.
Ætlunin er að bregða sér í útilegu
en þau vita hins vegar ekki að í
ævintýralandinu eiga sér stað vá-
legir atburðir.
Þar hefur Hrappur galdrakarl
komist yfir verndargripinn Geisla-
glóð sem bægir öllu illu frá álfun-
um. Nú eru góð ráö dýr vegna þess
að gripurinn verður að komast inn-
an þriggja sólarhringa aftur í hend-
ur álfaprinsessunnar í Ljósalandi
sem bíður á Fjalli fjallanna.
Leikritið fjallar síðan um það
hvernig gripurinn lendir í höndum
þremenninganna og kapphlaup
þeirra við tímann. Og að sjálfsögðu
bjargast allt fyrir hom á elleftu
stundu.
Grindin að verkinu og atburða-
rásin mun hafa orðið til í hópvinnu
þeirra sem kalla sig SMÁ-hópinn.
Olga Guðrún samdi síöan textann
sem oft er bæði hnyttinn og snjall
og hún leitar víða fanga.
En það sem gerir útslagið er
hversu textinn er alveg laus við
tæpitungu og innihaldslitla frasa,
sem þykja oft tilheyra þegar skrifað
er fyrir börn. Olga Guðrún talar
VIÐ bömin, en aldrei niður til
þeirra.
Hlín Gunnarsdóttir á heiðurinn
af einkar skemmtilegri leikmynd
og búningum þar sem litagleði og
óþrjótandi hugmyndaflug ráða
ferð. Leikmyndin er einföld að
grunni til, aðeins hallandi skáflöt-
ur með nokkrum þrepum í miðju,
en tekur síðan ýmsum breytingum
eftir því sem þörf gerist.
Þessi ytri umgjörð ásamt fjörlegri
leikstjórn Ásdísar Skúladóttur
skapar hið rétta yfirbragð ævin-
týralandsins þar sem allt getur
gerst.
Þau skötuhjúin Hrappur galdra-
karl og Skotta, hjálparhella hans,
mættu reyndar að ósekju vera dá-
lítið illúðlegri til að undirstrika
andstæðurnar í verkinu. Þau eru
varla meira en hrekkjóttir trúðar
eins og þau koma fyrir í sýning-
unni. En Kjartan Bjargmundsson
og Margrét Árnadóttir unnu engu
að síður prýðilega úr hlutverkun-
um á þessum nótum og vöktu mikla
kátínu þó að svolítill hrollur hefði
mátt fylgja með, sérstaklega hjá
Hrappi karlinum.
Og krakkamir þrír, stokknir út
úr heimi barnabókanna, voru
hreint prýðilega unnar persónur.
Edda Björgvinsdóttir, Lína, Ása
Hlín Svavarsdóttir, Sissa, og Stefán
Sturla Sigurjónsson, Lúlli, unnu
sannarlega hugi og hjörtu ungra
áhorfenda. Þau drógu fram per-
sónueinkenni hvers þeirra, án þess
að bregða fyrir sig ýktum „barna-
legum“ töktum sem venjulega sjást
þegar fullorðnir leika börn.
Soffía Vagnsdóttir samdi
skemmtilega tónlist sem fellur
einkar vel að efninu og Olga Guð-
rún á þarna fallegt lag, söng Frost-
rósu, sem Ólöf Sverrisdóttir leikur
tigulega. Þær Ólöf Söebeck og
Margrét Guðmundsdóttir skiptast
á um að leika htlu prinsessuna.
Þessi síöasta frumsýning Leik-
félags Reykjavíkur í Iðnó er von-
andi táknræn fyrir þann vaxtar-
brodd sem félagið flytur með sér í
nýtt húsnæði og merki um það að
leikrit fyrir börn muni eiga þar
fastan sess.
Og SMÁ-hópurinn vinnur von-
andi oftar saman því að árangurinn
er'stórgóður.
AE
Karlar í kreppu
Úr leikritinu „Brestir" eftir Valgeir Skagfjörð, Egill Ólafsson og Pálmi Gestsson í hlutverkum sínum.
DV-mynd Brynjar Gauti
Þjóðleikhúsiö - Litla sviðið:
BRESTIR
Höfundur: Valgeir Skagfjörð
Leikstjóri: Pétur Einarsson
Tónlist og áhrifshljóð: Pétur Hjaltested
Leikmynd og búningar: Gunnar Bjarna-
son
Lýsing: Ásmundur Karlsson
BRESTIR eftir Valgeir Skagfjörð,
sem frumsýnt var á Litla sviði
Þjóðleikhússins í gærkvöldi, fjallar
um uppgjör á milli tveggja bræðra
og hvernig afstaöa þeirra hvors til
annars breytist við óvæntar að-
stæður.
Höfundur notar gamalkunnugt
bragð og lætur fund þeirra verða á
afskekktum stað þar sem ekki er
von neinna mannaferða. Þeir eru
þannig einangraöir og þar sem
þeim hefur veriö kippt út úr venju-
legu umhverfi geta þeir ekki reitt
sig á neinn nema sjálfa sig.
Sviöið er sumarbústaöur, ný-
tískulegur, enda er eigandinn -
annar bróðirinn - arkitekt.
í fýrri hluta verksins byggir höf-
undur upp spennu með þvi að láta
ýmislegt úr fortíöinni koma smátt
og smátt í ljós. Þetta eru ólíkir
menn, eldri bróðirinn er á yfirborð-
inu rólegur og rökfastur, hinn
yngri er’tortrygginn og uppstökk-
ur.
Þeir hafa gengið ólíkan veg, Palli,
sá yngri, fór á sjóinn en Kobbi í
háskóla. Yfirráð Kobba yfir Palla
hafa þó engum breytingum tekið,
stóri bróðir getur ennþá ruglað litla
bróður sinn í ríminu þó að greini-
lega séu komnir brestir í samband-
ið.
Leiklist
Auður Eydal
Öðrum þræði snýst verkið um
enn eina persónu þó að hún sjáist
aldrei. Eiginkona sjómannsins
myndar þriðja hom þríhymingsins
og verður tilefni uppstokkunar á
þeirra málum.
í fyrri hluta verksins gengur
myndin upp, og leikararir Egill
Ólafsson og Pálmi Gestsson draga
þessa menn nokkuð skýrum drátt-
um. Textinn hjálpar líka því að til
þess að undirbyggja hvörfin er ferl-
ið framan af fremur klárt og kvitt.
Persónurnar taka ekki óvænta út-
úrdúra að ráði og myndin skýrist
smátt og smátt.
Gunnar Bjarnason hannar leik-
mynd og búninga og nær góöri
nýtingu úr litlum fleti.
Pétur Einarsson leikstjóri vinnur
mjög vel úr því sem býr í verkinu
og töluverður kraftur er í sýning-
unni þó að hún detti niður í loka-
kaflanum.
Egill er meö allt á hreinu í hlut-
verki Kobba, svo lengi sem persón-
an gengur upp. Úthtið er prýðilegt
og hann gefur greinilega til kynna
að Kobbi er ekki allur þar sem
hann er séður. En það hvernig
Kobbi brotnar niður og veit ekki
sitt rjúkandi ráð undir lokin, kem-
ur alls ekki heim og saman við það
hvernig hann er með köldu blóði
búinn að ráðgera tvöfalt morð í
fyrri hlutanum. Enda tókst Agli
ekki að gera örvæntinguna neitt
sérstaklega sannfærandi.
Pálmi gerir líka margt ágætlega
í hlutverki Palla þó að persónan sé
ekki eins skýrt mótuð og persóna
bróðurins. Palli er sjómaður dáða-
drengur, en hann er teygður og
togaður af vanmetakennd og tor-
tryggni. Hann er óraunsær og tví-
stígandi og þess vegna ólíklegt að
bróðir hans snúi skyndilega við
blaðinu og fari álgjörlega að reiöa
sig á hann.
I lokakaflanum eftir hvörfin, þeg-
ar allt fer skyndilega á hvolf, verða
atburðir sem sagt með ólíkindum,
og þá er eins og allir missi tökin á
því sem þeir eru að gera.
Fyrst og fremst stafar þetta af því
að höfundur leiðist út í að fara að
teygja lopann. Síðasti hlutinn veik-
ir aðeins heildina og verður eins
og endir á færibandaframleiddum
spennumyndaflokki. Persónurnar
verða eins og fyrr segir ósannfær-
andi og leikendunum tekst ekki að
skipta trúverðuglega um lit. Botn-
inn dettur þannig úr öllu saman.
Þaö hefði mátt setja punkt tölu-
vert fýrr með litlum breytingum.
AE