Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Page 24
24
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989.
fþróttir_____________
Stúfar frá
París
Stefan Kristjánflson, DV, Paris:
<3eir og Þorgils
Ottar konuiausir
Tveir leikmenn íslenska liösins
söknuöu betri helmingsins í gœr-
kvöldi þegar félagar þeir ra í land-
liöinu höföu endurheimt konur
sínar. Þaö voru þeir Geir Sveins-
son og Þorgiis Ottar Mathiesen.
Konur þeirra voru veðurtepptar
á íslandi og komust ekki tii
Reykjavikur.
Ljósmyndarinn
brenndi gat á netið
Þaö er miög algengt í stóriun
íþróttahöllum eriendis að stórt
og mikið net sé dregiö þvert fyir
enda keppnisgólfsins. Þar fyrir
aftan mega þósmyndarar athafna
sig. Þaö er vitanlega ekki heppi-
legt að taka myndir í gegnum net
og einn ljósmyndari Reuters-
fréttastofunnar fann ráö við
þessu. Hann dró upp kveikjarann
sinn og brenndi gat á netið. Síöan
stakk hann linsunni í gegnum
gatiö og hélt áfram aö smella af.
Allt planlagt á
hótelherberginu
Maöur gleymir seint línusend-
ingunni sem Sigurður Gunnars-
son átti á Þorgils Óttar í leiknum
gegn Rúmenum. Siggi gaf knött-
inn aftur fyrir bak á félaga sinn
á línunni og fyrirliöinn skoraði
af öryggi. Það skondna viö þetta
er aö þeir voru saman á herbergi
hér í París, Siggi og Óttar, og dag-
inn fyrir leikinn var Sigurður að
segja við Þorgils Óttar aö hann
skyldi vera viðbúinn svona send-
ingu.
Tvöfðld ánægja Bogdans
Bogdan landsliösþjálfari sagöi
inni í búningsklefa eftir leikinn
gegn Pólverjum aö þaö að vinna
úrslitaleikinn heföi veriö tvöföld
ánægja fyrir sig. Fyrir það fyrsta
aö vinna keppnina og síðan að
það skyldi verða Pólland sem ís-
land sigraöi. Bogdan sagöi einnig
að Pólveijar heföu vart trúað því
eftir leikinn að þeir hefðu tapað
honum.
Fjárhagur HSÍ ekki góður
Forráðamenn Handknattleiks-
sambandsins sem hér eru í
Frakklandi hafa þungar áhyggjur
af fjárhag HSÍ þessa dagana.
Þessi glæsilegi árangur hefur
kostað mikla peninga en alls hef-
ur undirbúningurinn kostaö HSÍ
um 10 milljónir króna. HSÍ skuld-
ar í dag um helming þeirrar upp-
hæðar og ekki er langt þangað til
þarf að fara aö huga að undirbún-
ingi fyrir heimsmeistarakeppn-
ina í Tékkóslóvakíu.
Sá bandarískí hafði
mestan áhuga á boxinu
í lokahófinu i gærkvöldi var einn
maður sem haföi mestan áhuga á
aö vita hver úrsht hefðu orðið í
einvigj hnefaleikaranna Mikes
Tyson og Franks Bruno. Það var
annar bandarísku dómaranna
sem hér dæmdu. Gekk hann um
spyrjandi en enginn kannaðist
við neitt. Loks fékk hann úrslitin
og sgðist hlakka mikið til að
koma heim og horfa á mynd-
bandiö sem kona hans hafði tekið
upp fyrir hann.
Alfreð aftur í lyfjapróf
Eftir leikinn gegn Póllandi voru
þeir Alfreö' Gíslason og Kristján
Arason kallaðir í lyfjapróf. Venj-
an hefur verið að einn leikmaður
hafi veriö kallaður i lyfjapróf en
þar sem um úrslitaleik var að
ræða voru þeir tveir. Þetta er í
annað skiptið sem Alfreð er tek-
inn i lyfjapóf í B-keppninni en
dregið er um það hvaöa leikmenn
fari í lyfjapróf í hverju liöi.
„Toppurinn á
mínum ferli“
- sagði Guðmundur Hrafnkelsson
Stefin Kristjánsson, DV, París:
„Þetta var mjög erfiður leikur fyrir
mig. Ég var mjög taugaóstyrkur þeg-
ar ég kom inn á og þetta bar skjótt
að,“ sagði Guðmundur Hrafnkels-
son, markvörður íslenska landsliðs-
ins, eftir leikinn gegn Pólverjum en
hann fékk það erfiða hlutverk að fara
í íslenska markið þegar Einar Þor-
varðarson meiddist. Guðmundur var
nokkuð lengi í gang, sem skiljanlegt
er, en hann stóð sig mjög vel á loka-
kaflanum þegar mikið lá við.
„Ég reiknaði alltaf með því að Ein-
ar myndi verða í markinu allan leik-
inn þannig að ég átti ekki von á því
að leika með. En ég náði mér í gang
í lokin og það var meiri háttar gaman
að þessu. Þetta er toppurinn á mín-
um ferli. Það gekk allt upp hjá okkur
og þetta var mjög góður leikur,“
sagði Guömundur.
Geir Sveinsson
„Það er mjög erfitt að segja eitthvað
gáfulegt eftir svona leik og svona
úrslit,“ sagði varnarmaðurinn
sterki, Geir Sveinsson.
„Ég er í raun og veru orðlaus. Við
skoðuðum Pólverjana á myndbandi
fyrir leikinn og eftir að hafa séð það
þá áttaði ég mig á því að viö áttum
mjög góða möguleika. Guðmundur
Hrafnkelsson varði mjög vel á loka-
kaflanum á þýðingarmiklum augna-
blikum og það var þessi góða mar-
kvarsla hans sem tryggði að mörgu
leyti þennan sigur. Það er engin
spurning um það að þetta er toppur-
inn á mínum ferli sem íþróttamaður
og það kemst ekkert nálægt þessu
nema þá úrslitaleikurinn á ólympíu-
leikum.“
Sigurður Gunnarsson
„Þaö er ekkert eitt svar til við því
af hverju leikur okkar hefur breyst
svo mikið til batnaðar frá ólympíu-
leikunum. Við ákváðum að gera eitt-
hvað róttækt í málunum og láta ekk-
ert utanaökomandi hafa áhrif á okk-
ur. Við ákváðum að standa saman
allir sem einn að þessu. Við fengum
á stundum gagnrýni sem átti ekki
við nein rök að styðjast. Við náðum
okkur vel á strik á þessu móti og liðs-
heildin var mjög sterk. Við lékum
mjög vel gegn Rúmenum en þá hittu
þeir á algjöran toppleik. Við lékum
líka vel gegn Vestur-Þjóðverjum.
Gegn Pólverjum lékum við líka mjög
vel og héldum haus.“
Einar Þorvarðarson
„Þessi árangur okkar hér sýnir og
sannar að við erum enn á meðal
bestu handknattleiksþjóða í heimin-
um í dag. Það var gaman að þessu
og gaman að vinna loksins úrslita-
leik. Þetta er toppurinn á mínum
ferli.“
Sóknamýting var
tæp 60 prósent
- Kristján meö 6
Stefin Kristjánsson, DV, Paris:
íslenska liðið fékk 49 sóknir í úr-
slitaleiknum gegn Póllandi í gær og
skoraði 29 mörk, nýtingin er 59,1%.
Pólverjar fengu 48 sóknir og skoruðu
26 mörk sem gerir 54,1% nýtingu.
Frammistaða einstakra leikmanna
í úrslitaleiknum var annars þessi:
Alfreð Gíslason skaut 11 skotum og
skoraði 7 mörk. 2 skot voru varin og
2 fóru framhjá. Alfreð tapaði einum
bolta og átti 2 línusendingar.
Kristján Arason skaut 8 skotum og
skoraði 6 mörk, 2 skot voru varin.
Þorgils Óttar Mathiesen skaut 7
skotum og skoraði 5 mörk, eitt skot
var varið og eitt fór í stöng. Hann
tapaöi einum bolta og fiskaði 2 víti.
Bjarki Sigurðsson skaut 6 skotum
og skoraði 4 mörk, 2 voru varin.
Bjarki vann einn bolta og fiskaði eitt
víti.
Sigurður Sveinsson skaut 5 víta-
mörk úr 8 skotum
skotum og skoraði 4 mörk, eitt vítið
var varið.
Sigurður Gunnarsson skaut 5 skot-
um og skoraði 2 mörk. 2 skot voru
varin og eitt fór í stöng. Siggi tapaði
bolta þrívegis og átti 3 línusendingar.
Jakob Sigurðsson skaut einu skoti
og skoraði.
Héðinn Gilsson skaut 2 skotum og
þau voru bæði varin. Hann tapaði
bolta einu sinni og fiskaði eitt víti.
Guðmundur Guðmundsson skaut
einu skoti sem var varið. Að auki
tapaði hann einum bolta og fiskaði
eitt víti.
Geir Sveinsson tapaði einum bolta.
Einar Þorvarðarson stóö í markinu
fyrstu mínúturnar og varði 3 skot.
Guðmundur Hrafnkelsson varði 10
skot.
íslendingar voru einum leikmanni
færri í 20 mínútur í leiknum en þeir
pólsku í 6 mínútur.
Stefán Kristjánsson
blaðamaður DV
skrifar frá b-keppninni
í Frakklandi iw.
Bogdan boðið til íslands
Stefan Kristjánsson, DV, París:
Bogdan Kowalczyk stjórnaði í gær
sínum síðasta landsleik með íslenska
landsliðinu í handknattleik, í bili að
minnsta kosti.
Bogdan hugðist fara beint til Pól-
lands héöan frá París en nú getur
verið að hann komi til íslands með
lærisveinum sínum þegar íslenska
liðið kemur heim, síðari hluta dags
á morgun. Ferðaskrifstofan Sam-
vinnuferðir/Landsýn hefur boðið
Bogdan að koma til íslands með
landsliðinu og dveljast í nokkra daga.
Einnig hefur ferðaskrifstofan boðið
Bogdan í sumarfrí á einhverjum
þeim stað sem SL er með á sínum
snærum.
• Kristján Arason gnæfir yfir vörn Pólverja og býr sig undir að skora eitt af sex
leikmennirnir komist ekki of nálægt Krlstjáni.
Sóknarleik
hann geri
- þegar ísland sigraði Pólland, 2
Stefán Kristjánsson, DV, París:
Sóknarleikur eins og hann gerist best-
ur í heiminum í dag lagði grunninn að
sigri ísland gegn Póllandi í úrslitaleik
B-heimsmeistarakeppninnar hér í París
í gær. ísland vann gullverðlaunin með
glæsibrag, 29-26, eftir að hafa haft yfir
í leikhléi, 15-13.
Þessi sigur landsliðsins hér í
Frkklandi er stærri en orð fá lýst.
Stemningin í Bercy-höllinni var hreint
frábær og ekki ólík því sem best gerist
í Laugardalshöllinni. Á milli þrjú og
fjögur hundruð íslendingar lögðu leið
sína á leikinn og studdu vel við bakið á
íslenska hðinu. Þeir fengu mikið fyrir
aurinn sinn og munu seint gleyma
þeirri stund er íslensku landshðsmenn-
irnir stigu upp á efsta þrep verðlauna-
pallsins í leikslok.
Pólverjar komust
aldrei í forystu
íslenska hðið byrjaði með miklum djöf-
ulgangi og strax varð ljóst í hvað stefndi.
Sannleikurinn er sá að þegar slík bar-
átta og kraftur er í íslenska hðinu sem
í gær, þá er það ekki auðsigrað. Pólverj-
ar eru með mjög sterkt hð en þeir áttu
aldrei möguleika í þessum leik.
Ótrúlegur sóknarleikur
íslenskt landslið hefur aldrei sýnt betri
sóknarleik en í leiknum gegn Pólverjum
í gær. Leikmenn skoruðu hvert glæsi-
markið á fætur öðru og fengu hina 14
þúsund áhorfendur fljótlega alla á band
með sér.