Dagblaðið Vísir - DV - 27.02.1989, Page 43
MÁNUDAGUR 27. FEBRÚAR 1989.
43
Fólk í fréttum
Bjöm Th. Bjömsson
Björn Th. Bjömsson listfræðing-
ur hlaut Menningarverðlaun DV
fyrir bók sína Minningarmörk í
Hólavallagarði. Björn Theódór er
fæddur 3. september 1922 í Rvík og
var í hstsögunámi í Edinborgar- og
Lundúnaháskóla 1943-1946 og í
Kaupmannahafnarháskóla 1946-
1949. Hann var kennari í hstasögu í
Myndlista- og handíðaskóla íslands
1950-1981, Kennaraháskóla íslands
frá 1951 og kennari í listasögu í HÍ
frá 197,4. Björn var í Útvarpsráði
1953-1963 og 1966-1971 og undirbún-
ingsnefnd ísl. sjónvarpsins 1963-
1966. Hann var formaður og vara-
formaður Rithöfundasambands ís-
lands 1960-1968 og í Menntamála-
ráði'1971-1977. Rit Björns eru ís-
lenska teiknibókin í Árnasafni, 1954;
íslensk gullsmíði, 1954; Brotasilfur,
safn hst- og menningarsögulegra
þátta, 1955; Myndhöggvarinn Ás-
mundur Sveinsson, 1956; Virkisvet-
ur, skáldsaga, 1959; Guömundur
Thorsteinsson, ævi hans og list,
1960; Á íslendingaslóðum í Kaup-
mannahöfn, 1961; íslensk myndhst
á 19. og 20. öld, I-H, 1964 og 1973;
Reykjavík, 1969; Aldateikn, 1973;
Haustskip, heimildaskáldsaga, 1975;
Seld norðurljós, 1982; Þorvaldur
Skúlason, 1983; Muggur, 1984; Þing-
velhr, 1984 ogÁldaslóð, 1987. Þýð-
ingar: Vefarinn mikh I—II, 1957 og
1960; Heimshst-Heimalist, 1977;
Thorvaldsen við Kóngsins Nýjatorg,
1978 og Harmaminning Leónóru
Kristínar í Bláturni, 1986. Björn var
í ritstjóm Birtings 1958-1964. Bjöm
kvæntist 27. júní 1947 Ásgerði Ester
Búadóttur, f. 4. desember 1920,
myndvefara. Foreldrar Ásgerðar
voru Búi Ásgeirsson, verslunar-
maður í Borgarnesi, og kona hans,
Ingibjörg Teitsdóttir. Börn Björns
og Ásgerðar eru Baldvin, f. 20. des-
ember 1947, auglýsingateiknari í
Hafnarflrði, kvæntur Sigrúnu
Gunnarsdóttur, Björn Þrándur, f.
1. ágúst 1952, dr. í líffræði, kennari
í Gautaborgarháskóla, og Þórunn,
f. 20. ágúst 1968, nemi í heimspeki-
deild HÍ. Bræöur Björns voru, Sieg-
fried Haukur, f. 27. júh 1906, d. 20.
október 1983, stórkaupmaður í Rvík,
kvaéntur Marsibil Guðjónsdóttur,
d. 22. janúar 1985, hárgreiðslumeist-
ara og Harald Steinn, f. 5. júní 1910,
d. 23. maí 1983, stórkaupmaður í
Rvík, kvæntur Fjólu Þorsteinsdótt-
ur, foreldrar Gísla B. Björnssonar
auglýsingateiknara.
Foreldrar Björns voru Baldvin
Björnsson, gullsmiður í Rvík, og
kona hans, Martha Clara, dóttir
Theodórs Bemme, trésmíðameist-
ara í Leipzig, og konu hans, Pauline
Ernstine Hanau. Baldvin var sonur
Björns, guhsmiðs á ísaflrði, Árna-
sonar, b. á Heiðarbæ í Þingvalla-
sveit, Björnssonar, prests á Þing-
völlum, bróður Einars, langafa
Hahdóru, móður Örlygs Sigurðs-
sonar hstmálara. Björn var sonur
Páls prests á Þingvöllum, Þorláks-
sonar, bróður Jóns prests og skálds
á Bægisá. Móðir Björns var Sigríður
Stefánsdóttir, prests á Breiðabólstað
í Fljótshlíð, Högnasonar „prestafoð-
ur“, prests á Breiðabólstað, Sigurðs-
sonar. Móðir Árna var Þórunn
Björnsdóttir, systir Snæbjarnar,
langafa Haraldar Böðvarssonar á
Akranesi. Annar bróðir Þórunnar
var Benedikt, faðir Bjarna, langafa
Sturlu Friðrikssonar erfðafræðings
og Gunnars Bjarnasonar ráðunaut-
ar.
Móðir Björns Árnasonar var Sal-
vör Kristjánsdóttir, b. í Skógarkoti
í Þingvallasveit, Magnússonar og
konu hans, Guörúnar Þorkelsdótt-
ur. Móðir Guðrúnar var Salvör Ög-
mundsdóttir, b. á Hrafnkelsstöðum,
Jónssonar og konu hans, Guðrúnar
Þórarinsdóttur. Móðir Guðrúnar
var Elín Einarsdóttir, b. í Varma-
dal, Sveinssonar og konu hans, Guð-
rúnar Bergsteinsdóttur, b. á Árgils-
stöðum, Guttormssonar, ættföður
Árgilsstaðaættarinnar, föður Þuríð-
ar, langömmu Jóhönnu, ömmu
Gunnars Arnar Gunnarssonar list-
málara.
Móðir Baldvins var Sigríður Þor-
láksdóttir, b. í Fagranesi, bróður
Hallgríms, langafa Guðjóns B. Ól-
afssonar, forstjóra SÍS. Þorlákur var
sonur Hallgríms, b. á Stóru-
Hámundarstööum, Þorlákssonar,
dbrm. á Skriðu, Hallgrímssonar,
málara á Kjarna í Eyjafirði, Jóns-
sonar, fóður Gunnars, afa Tryggva
Gunnarssonar, bankastjóra og
Kristjönu, móður Hannesar Haf-
steins. Annar sonur Hallgríms var
Jón, málari á Lóni, langafi Pálínu,
móður Hermanns Jónassonar for-
sætisráðherra, fóður Steingríms
forsætisráðherra. Móðir Þorláks á
Skriðu var Halldóra Þorláksdóttir,
b. á Ásgeirsbrekku, Jónssonar, ætt-
fóður Ásgeirsbrekkuættarinnar,
Björn Th. Björnsson.
fóður Ásgríms, langafa Aslaugar,
langömmu Friðriks Sophussonar.
Móðir Þorláks í Fagranesi var
Gunnhildur, systir Þorláks, afa Þor-
láks Ó. Johnson, kaupmanns í Rvík.
Gunnhildur var dóttir Lopts lög-
réttumanns í Móum, Þorkelssonar.
Móðir Lopts var Margrét Bjarna-
dóttir, systir Halldórs, langafa Ólaf-
ar, langömmu Jóhannesar Nordals.
Móðir Sigríðar var Hólmfríður,
systir Snjálaugar, ömmu Jóhanns
Sigurjónssonar skálds. Hólmfríður
var dóttir Baldvins, prests á Upsum
Þorsteinssonar, bróður Hallgríms,
föður Jónasar skálds.
Afmæli
Sveinn Kr. Magnússon
Sveinn Kr. Magnússon, fyrrv.
framkvæmdastjóri, Lækjarkinn 2,
Hafnarflrði, er sjötugur í dag.
Sveinn Kristinn er fæddur í Hauga-
sundi í Noregi og ólst upp í Hafnar-
flrði. Hann varð gagnfræðingur frá
Flensborg, lauk námi í húsamálun
1939 og fékk meistararéttindi 1942.
Sveinn lauk námi í loftskeytafræði
1947 og var loftskeytamaður í af-
leysingum. Hannstofnaðiásamt
fóður sínum bílaverkstæði með
réttingu og sprautun sem sérgrein
1942 og var einn af hvatamönnum
að stofnun og var í stjórn Félags
bílamálara. Félag bílamálara varð
til þess að iðnin varð lögght iðn-
grein og fékk Sveinn meistararétt-
indi sem bílamálari. Sveinn hætti
rekstri bílaverkstæðisins 1965 og
sneri sér eingöngu að starfi um-
boðsmanns OLÍS í Hafnarfirði sem
hann hafði verið frá 1959 og var það
til 1977. Hann rak jafnframt bíla-
leigu með börnum sínum og stofn-
aði ásamt Jóni syni sínum Bygg-
ingavöruverslunina Lækjakot
1977. Sveinn varð fyrir slysi 1980
og hefur verið óvinnufær síðan.
Hann keppti á yngri árum í frjáls-
um íþróttum og handbolta. Sveinn
var formaður Handknattleiksráðs
Hafnarfjarðar og hefur starfað
mikið í FH og Rotaryhreyfmgunni.
Sveinn kvæntist 2. nóvember 1940
Súsönnu Maríu Bachmann, f. 4.
desember 1920. Foreldrar Súsönnu
voru Stefán Bachmann Hallgríms-
son og kona hans, Margrét Sveins-
dóttir. Börn Sveins og Súsönnu eru
Jón Þór, f. 17. júlí 1942, kvæntur
Sigrúnu Pétursdóttur og eiga þau
Sveinn Kr. Magnússon.
tvö böm, Elfu Sif, f. 31. maí 1968,
og Jón Arnar, f. 7. ágúst 1977; Karl
Harrý, f. 14. apríl 1945, sambýhs-
kona hans er María Brynjólfsdóttir
og á hann tvö börn af fyrra hjóna-
bandi, Stefán Bachmann, f. 13. júní
1966, og Fanneyju, f. 27. júní 1976,
og Sveindís, f. 28. maí 1950, gift
Helga Eyjólfssyni og eiga þau tvö
börn, Súsönnu, f. 16. október 1969
og Svein Garðar, f. 24. febrúar 1972.
Systkini Sveins eru Lillý, d. 1981,
var gift Oddgeiri Karlssyni, loft-
skeytamanni í Rvík; Harrý Magn-
ús, lést ungur; Helga Kristín,
starfsmaður í Álverinu í Straum-
svík, var gift Héðni Vilhjálmssyni
lofskeytamanni og Erna Fríða
Berg, gjaldkeri hjá Norðurstjörn-
unni í Hafnarfirði, gift Ingólfi P.
Steinssyni, auglýsingastjóra DV.
Foreldrar Sveins eru Magnús
Kjartanssyni, d. 1955, málarameist-
ari í Hafnarfirði, og kona hans, Sig-
urrós Guðný Sveinsdóttir, formað-
ur Verkakvennafélagsins Framtíð-
arinnar 1927-1967. Magnús er son-
ur Kjartans, b. á Hænuvík í Rauða-
sandshreppi, Jónssonar, b. í Hænu-
vík, Bjarnasonar. Móöir Kjartans
var Halldóra Jónsdóttir, b. á
Geitagili, Einarssonar, b. og hrepp-
stjóra í Kollsvík í Rauðasands-
hreppi, Jónssonar, ættfóður Koll-
svíkurættarinnar. Móðir Halldóru
var Bergljót Halldórsdóttir, b. í
Botni í Patreksfirði, Þorlákssonar
og konu hans, Ingibjargar Bjarna-
dóttur, b. í Kvígindisdal, Erlings-
sonar, b. í Breiðavík, bróður Ein-
aVs, afa Þórðar Þóroddssonar á
Reykhólum, ættfóður Thorodds-
ensættarinnar, fóður Jóns Thor-
oddsens skálds. Einar var einnig
langafi Kristínar, langömmu Ólafs
Magnússonar, stofnanda Fálkans.
Erlingur var sonur Bjarna, b. og
skipasmiðs í Kollsvík, Jónssonar,
einn Sellátrabræðra, bróður Tóm-
asar, afa Jóns Þorlákssonar, prests
og skálds á Bægisá. Móðir Magnús-
ar var Guðný Olafsdóttir, b. á
Nausta-Brekku, Magnússonar. Sig-
urrós var dóttir Sveins, b. í Götu í
Garðahreppi, Gíslasonar, frá Fá-
skrúðarbakka í Miklaholtshreppi,
og konu hans, Helgu Kristínar Dav-
íðsdóttur, frá Saurum í Miðfirði.
Sveinn væntir þess að sem flestir
vinir og kunningjar gleðjist með
honum á þessum tímamótum.
Hann mun taka á móti gestum kl.
17-19 á afmælisdaginn á heimih
sonar og tengdadóttur á Máva-
hrauni 4 Hafnarfírði.
Tll hamingju með afmælið, 27. febrúar
80 ára 60 ára
Bjarni Sigurðsson, Garöbraut 31, Geröahreppi, Gull- bringusýslu. Hilmar Steinþórsson, Sólheimum 27, Reykjavík. Sigríður Sveinl. Guðmundsdóttir, Bröttukinn 30, Hafnarfirði. Kristin J. Swan, Lyngholti 19, Akureyri.
75 ára
Ólafur Ámundason, Neðridai, Suöuriandsbraut, Reykjavík.
40 ára
Guðrúií Kristjánsdóttir, Ásholti 3, Mosfellsbæ. Margrét Hjaltadóttir,
70 ára
Guðrún J. Sigurpálsdóttir, Bjarkarbraut 21, Dalvík. Finnbogi Pétursson, Pólgötu 4, ísafirði. Elín Elísabet Guðmundsdóttir, Hamraborg 14, Kópavogi. Björg Þórormsdóttir, Búðavegi 52, Búðalireppi, Suður- Múlasýslu. Ægisgötu 22, Ólafsfirði Ragna Fossberg, Trönuhólum 20, Reykjavík. Ragnheiður Hauksdóttir, Stórholti 24, Reykjavík. Katrin Gísladóttir, Hvassaleiti 50, Reykjavík. Þorvaldur Kristjánsson, Birkihlíð 44, Reykjavík.
Tilmæli til afmælisbarna
Blaðið hvetur afmælisbörn og aðstandendur
þeirra til að senda því myndir og upplýsingar
um frændgarð og starfssögu þeirra.
Þessar upplýsingar þurfa að berast í síðasta lagi
þremur dögum fyrir afmælið.
Munið að senda okkur myndir.
Þorgeir Þorkelsson
Þorgeir Þorkelsson, Ofanleiti 3,
Reykjavík, er sextugur í dag. Þqr-
geir fæddist í Rvík og ólst þar upp.
Hann var vörubílstjóri á vörubíla-
stöðinni Þrótti 1953-1980 og hefur
unnið hjá Hitaveitu Reykjavíkur frá
1980. Þorgeir kvæntist 3. október
1953 Jóhönnu Ólafsdóttur, f. 21.
mars 1931. Foreldrar Jóhönnu eru
Ólafur Jónsson, múrarameistari og
b. á Reynisvatni, og kona hans, Þóra
Petrena Jónsdöttir. Börn Þorgeirs
og Jóhönnu eru Þóra Ólöf, f. 11.
mars 1954, gift Magnúsi Smára Þor-
valdssyni bakara, Ástríður Ingi-
björg, f. 1. nóvember 1956, hár-
greiðslukona, gift Guðna Hauki Sig-
urðssyni vélstjóra, Jón Þorgeir, f.
1. júní 1959, garðyrkjumaður, sam-
býliskona hans er Hjördís Sigur-
jónsdóttir skrifstofukona, og Hall-
dóra, f. 28. ágúst 1965, nemi. Systkini
Þorgeirs eru Guðrún Helga, f. 24.
desember 1923, gift Sigurði Björgvin
Guðbrandssyni, starfsmanniKaup-
félags Borgfirðinga, Björn, f. 16.
ágúst 1925, starfsmaður Hitaveitu
Reykjavíkur, kvæntur Guðmundu
Guðmundsdóttur, Þorkell Máni, f.
27. júní 1927, blikksmiður, kvæntur
Kristínu Jóhannesdóttur, Sigríður,
f, 3. nóvember 1930, gift Einari
Karlssyni bifvélavirkja, Gunnvör,
f. 30. nóvember 1933, gift Jóni Bjarna
Guðmundssyni trésmið, Hannes, f.
24. júh 1935, verkamaður, kvæntur
Jónu Kristínu Bjarnadóttur, og
Auður Sesselja, f. 8. september 1937,
gift Sigurði Guðmundi Lárussyni
húsgagnabólstara.
Foreldrar Þorgeirs voru Þorkell
Helgason, vörubílstjóri í Rvík, og
kona hans, Ástríður Ingibjörg
Björnsdóttir. Þorkell var sonur
Helga, b. í Litlabæ á Akranesi, Ól-
afssonar, og konu hans, Guðrúnar
Þorkelsdóttur. Ástríður var dóttir
Björns, verkamanns í Rvík, Hannes-
sonar, b. á Jörva á Kjalarnesi, Jóns-
sonar, og konu hans, Sesselju Þórð-
ardóttur, verkamanns í Rvík, Stef-
ánssonar. Móðir Sesselju var Ing-
veldur Jónsdóttir, b. á Hamri, Árna-
sonar, prests í Steinsholti, Högna-
sonar, „Prestaföður", prests á
Breiðabólstað í Fljótshlíð, Sigurðs-
sopar. Móðir Ingveldar var Helga
Ólafsdóttir, b. og hreppstjóra á
Eystri-Loftsstöðum, Vemharðsson-
ar, og konu hans, Sesselju Aradótt-
Þorgeir Þorkelsson.
ur, b. og hreppstjóra á Eystri-Lofts-
stöðum í Flóa, Bergssonar, b. og
hreppstjóra í Brattsholti, Sturlaugs
sonar, ættfööur Bergsættarinnar.