Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989.
3
Fréttir
Utgerðarfélag Norður-Þingeyinga:
Skilar ekki 25 milljónum
af sköttum starfsmanna
Samkvæmt heimildum DV hefur
Útgerðarfélag Norður-Þingeyinga
ekki skilað til ríkissjóðs neinu af
staö^reiðslu skatta sem það hefur
innheimt hjá starfsmönnum sínum.
Allt frá því að staðgreiðslukerfið var
tekið upp í byrjun síðasta árs hefur
fyrirtækiö haldið eftir staðgreiöslu
starfsmanna sinna eða í 14 mánuði.
Áætlað er að fyrirtækið hafi með
þessu haldið eftir um 25 milljónum
króna.
Daníel Árnason, sveitarstjóri Þórs-
hafnarhrepps, staðfesti það í samtali
við DV að annað stóra fyrirtækið á
staðnum hefði ekki greitt neina stað-
greiðslu frá upphafi. Tap sveitarfé-
lagsins væri þó minna en ella þar
sem stór hluti starfsmanna þess væri
aðkomumenn og greiddu útsvör sín
til annarra sveitarfélaga.
Samkvæmt heimildum DV hefur
það legið Ijóst fyrir síðan í nóvember
að Útgerðarfélagið skilar ekki stað-
greiðslu sinni. Innheimtuaögerðir
hafa hins vegar ekki borið árangur.
Snorri Olsen, deildarstjóri í fjár-
málaráðuneytinu, sagði í samtali við
DV að í ráðuneytinu væri hsti yfir
19 fyrirtæki sem til meðferðar væru
hjá Atvinnutryggingarsjóði og skuld-
uðu staðgreiðslu. Ekki væri ætlunin
að ganga að þessum fyrirtækjum
með innheimtuaðgerðir. Ekki yrði
heldur gengið hart fram í því að inn-
heimta eldri skuldir sjávarútvegs-
fyrirtækja svo framarlega sem þau
stæðu í skilum í dag.
Atvinnutryggingarsjóður hefur
hafnað lánsumsókn Útgerðarfélags
Norður-Þingeyinga. Það gerir út tvö
Dalvlk:
Nánast ekkert
atvinnuleysi
Geir Guðsteinsson, DV, Dalvík:
Mjög gott atvinnuástand hefur ver-
ið á Dalvík það sem af er vetri. Þó
eru 13 konur á atvinnuleysisskrá.
Það eru allt konur sem hafa verið í
rækjupillun hjá Söltunarfélaginu en
engin rækja hefur borist til vinnslu
á þessu ári. Ekki er útht fyrir neina
breytingu alveg á næstunni. Þegar
vetrarvertíð hefst af fullum krafti
verða engin vandræði að útvega
þessum konum vinnu og það mikla
vinnu.
Þeir bátar sem hafa verið á hnu eða
rækju eru nú komnir á net ásamt
þeim sem fyrir voru. AUsæmilega
hefur aílast þegar ótíðin hamlar ekki
sjósókn en segja má að hér hafi ótíð
staðið með stuttum hléum síðan um
miðjan janúar. Sjómenn, sem og aðr-
ir, eru orðnir ansi þreyttir á því
ástandi.
Höfn:
1138 sendu ráð-
herra áskorun
Júlía Imsland, DV, Höfci:
Nýlega var bæjarráði Hafnar af-
hent skjal þar sem 1138 manns höfðu
skrifað undir áskorun þess efnis að
Austur-SkaftfeUingar krefðust þess
að bifreiðaeftirlitsmaður og próf-
dómari til ökuprófs verði áfram stað-
settur í Austur-Skaftafellsýslu svo
sem verið hefur í áratugi.
Mótmælt er þeirri breytingu að
draga úr þjónustu sem sýslubúar
hafa notið í þessum efnum. Hallgrími
Guðmundssyni bæjarstjóra var fahð
að koma þessari áskorun til dóm-
málaráöherra og fylgjast með gangi
þessa máls.
skip; Stakkfell og Súlnafell. Við þau tækið gerir ekki upp skuldir sínar skatta á starfsmennina. Þeir þurfa lagt fram sannanir um að fyrirtækið
starfa um 50 til 60 manns. Ef fyrir- innan tíðar mun skattstjóri áætla aö greiða þá upphæð geti þeir ekki hafi dregið af þeim skatta. -gse
Uppskriftasamkeppni Osta- og smjörsölunnar
UppmeÖ
MMMBMM
Mmmmh
Við hjá Osta- og smjörsölunni 'bjóðum nú öllu áhugafólki um matargerð að vera
með í verðlaunasamkeppni um bestu uppskriftirnar ’89 undir kjörorðinu:
„Upp með svuntuna..."
Hugmyndaflug, ostur og smjör ráða ferðinni.
Keppnisreglur eru í stuttu máli þessar:
• Allar uppskriftir þarf að senda inn á þar til gerðum eyðublöðum sem liggja
frammi f helstu matvöruverslunum.
• Ostar og/eða smjör þurfa að skipa veglegan sess í uppskriftunum.
• Uppskriftirnar þurfa að tilheyra einhverjum eftirtalinna flokka:
Kjötréttir, sjávarréttir, smáréttir eða réttir fyrir örbylgjuofna.
• Uppskriftirnar mega ekki hafa birst áður á prenti eða annars staðar
• Tilgreina þarf öll mál nákvæmlega t.d. í desilítrum, grömmum, matskeiðum
og/eða teskeiðum.
• Taka þarf fram fyrir hve marga rétturinn er og hvaö best sé að bera fram með
honum.
• Þátttakendum er heimilt að senda inn fleiri en eina uppskrift en þá þarf að
senda inn á jafnmörgum eyðublöðum undir mismunandi dulnefnum.
• Heiti réttar og dulnefni þurfa að fylgja hverri uppskrift.
• Rétt nafn höfundar ásamt dulnefni, heimilisfangi og síma þarf að fylgja.
(Sjá eyðublað).
Við áskiljum okkur rétt til að birta þær uppskriftir sem berast eða hagnýta þær
á annan hátt, án endurgjalds.
(dómnefnd sitja Dómhildur A. Sigfúsdóttir, Skúli Hansen, Jón Sveinsson, Úlfar
Eysteinsson og Dröfn H. Farestveit.
Síðasti skiladagur er 15. mars I989.
Uppskriftirnar skal senda fyrir 15. mars n.k. í umslagi merktu:
„UPP MEÐ SVUNTUNA",
OSTA- 0G SMJORSALAN, PÓSTHÓLF 10100, 130 REYKJAVÍK.
Nánari upplýsingar má fá hjá Dómhildi A. Sigfúsdóttur í síma 82511.
Glæsilegar Flugleiðaferðir í verðlaun./«r
1. verölaun: Feröavinningur að eigin vali fyrir 100 þúsund krónur.
Dæmi: Vikuferö (6 nætur) fyrir tvo til Florida með Flugleiðum. Dvöl á glæsilegu
íbúðahóteli ásamt bifreið til eigin afnota.
2. verðlaun: Ferðavinningur að eigin vali fyrir 50 þúsund krónur.
Dæmi: Vikuferð til Luxemborgar fyrir tvo með Flugleiöum og bílaleigubíll allan
tímann.
3. verðlaun: Ferðavinningur að eigin vali fyrir 30 þúsund krónur.
Dæmi: Tvö súper apex fargjöld til hvaða borgar í Evrópu sem Flugleiðir fljúga til.
Hér eru aðeins nefnd dæmi um ferðamöguleika. Vinningshafar geta að
sjálfsögðu ákveðið sjálfir hvernig þeir nýta sína ferðavinninga.
Auk þessara glæsilegu vinninga verða veittar 20 viðurkenningar í hverjum
uppskriftaflokki eða samtals 80 viðurkenningar.
Verðlaunaafhending fer fram í lok maí.
Já, það er hægt að komast langt á góðri uppskrift.
Osta- og smjörsalan
v