Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989. Fréttir SlökkvUiðsmenn og umhverfismenn deila um halón: Stóraukin notkun hættulegs ósoneyðis Bíll slökkviliðsins á Reykjavíkurflugvelli sést hér að störfum við eldsvoðann að Réttarhálsi. Hann hafði halónslökkviefni innanborðs en slökkviliðsstjórar segja að það hafi ekki verið notað. DV-mynd: KAE Hér er verið að höggva tré í trjá- lundi á horni Hringbrautar og Suður- götu. DV-mynd S Skógarhögg í Reykjavík Starfsmenn Skrúðgarða Reykja- víkur hafa unnið við skógarhögg undanfama daga. Theódór Halldórsson hjá Skrúð- görðunum segir aö nauðsynlegt hafi reynst að grisja lundinn. Þau tré sem voru felld voru illa farin og áttu sér htla framtíð. Umrædd tré voru gróð- ursett snemma eftir 1950. Skúli áfrýjar til Hæstaréttar Skúli Alexandersson alþingismað- ur tapaði í Borgardómi Reykjavíkur máhnu sem hann höfðaði gegn sjáv- arútvegsráðuneytinu vegna upptöku sjávarafla hjá fyrirtæki hans, Jökh hf. á Helhssandi. Skúii kahar dóminn réttarfarslegt slys og hefur þegar ákveðið að áfrýja máhnu tíl Hæstaréttar. Margir hafa velt því fyrir sér hvort þaö að Skúh tapaði máíinu hafi eitt- hvað að segja fyrir stöðu hans sem alþingismanns. Sigurður Líndal lagaprófessor segir að svo sé ekki. Þetta mál sé ekki þess eðhs að það snerti á nokkum hátt stöðu Skúla sem alþingismanns. -S.dór „Þaö er mjög mikil og ótímabær notkun á halónslökkviefnum hér á landi. Hér eru þau seld án þess að það sé tíundað hve hættuleg þau eru og kostimir við þetta efni eru ýkt- ir,“ sagði Hreinn Hjartarson veður- fræðingur, en umhverfisvemdar- menn hafa áhyggjur af aukinni notk- un halónslökkviefna hér á landi. Þessi efni eru notuð í slökkvitækj- um og jafnvel í úðakerfum. Sérstak- lega þeim sem er verið að setja upp á vinnustöðum þar sem mikiö af raf- magnstækjum og tölvukerfum em th staðar. Fimmtíu lítra tankur í slökkvi- bíl Það eru aðallega flugvallaslökkvi- lið sem nota þetta efni en það þykir sérlega hepphegt viö að slökkva eld í flugvélum. Eru bílar slökkvihðanna á flugvöhunum ávallt með tanka fulla af þessu efni. Hefur t.d. verið rætt um að slökkvibhl sá sem slökkvihðið á Reykjavíkurflugvelh sendi á vettvang þegar brann við Réttarháls hafi verið með þetta efni. Fylgdi sögunni að magn það sem hann hafði innanborðs hefði eytt ósonlaginu jafnmikið og önnur óson- eyðandi efni afreka á heilu ári hér á landi. Einn heimhdarmanna DV hélt því reyndar fram að efninu hafi ver- ið dælt úr bhnum. Bæði Rúnar Bjarnason, slökkvi- hðsstjóri Reykjavikur, og Guðmund- ur Guðmundsson, slökkvihðsstjóri á Reykjavíkurflugvehi, neita því hins vegar að efnið hafi verið notað. Guð- mundur sagði að það hefði verið 50 htra tankur á bhnum sem fór á vett- vang en ekkert af efninu hefði verið notað. Margfalt skaðlegra en freon- efnin „Þaö er ljóst að halónefni em margfalt skaðlegri á þyngdareiningu en freonefnin,“ sagði Eyjólfur Sæ- mundsson, forstöðumaður Vinnueft- irlitsins og nefndarmaður í nefnd þeirri sem mótar nú stefnuna gagn- vart ósoneyöingu. Hann sagði að þessi efni hefðu ósoneyðingarstuðul 8 á meðan freon hefur stuðulinn 1. Það þýðir að 10 tonn af halónefni eyddu á við 80 tonn af freoni. Nú er unnið að reglugerðasmíði th að koma í veg fyrir eyðingu ósonlags- ins. Þegar er búið að gefa út reglu- gerð um úðabrúsa en að sögn Eyjólfs þá er næst á döfinni aö taka fyrir kæli- og frystikerfi. Hingað th hafi verið einblínt á að koma í veg fyrir þá neyslu sem teljast mætti hreinn óþarfi en magnsjónarmið síður feng- ið að ráða. „Það má vel vera að þessi bmni á Réttarhálsi sé tilefni th þess að fara sérstaklega ofan í notkun slökkvi- efna upp á nýtt,“ sagði Eyjólfur. Hann sagði að þegar þessi mál hefðu verið rædd í ósonnefndinni hefði magn þeirra efna sem notuð væm við slökkvihðsstarf talin tiltölulega mjög hth. Þessi bruni við Réttarháls gæfi hins vegar vissulega thefni th að skoða þessi mál upp á nýtt. -SMJ Slökkviliðsstjórinn á Reykjavikurflugvelli: Ef hægt er að bjarga manns- lífum má ósonlagið bíða“ „Ef hægt er að bjarga raannslíf- um má ósonlagið bíöa. Að mínum dónh er stórt skref á milli þess hvort við erum að bjarga lífi og verðmætum eða bara að fegra okk- ur,“ sagði Guömundur Guðmunds- son, slökkvhiðsstjóri á Reykjavík- urflugvelh. Guðmundur sagði einnig aö haló- nefni væra að ryðja sér th rúms um allan heim sem slökkviefni því að þetta væra einu slökkviefnin sem nota mætti á tölvur. Notkun þess færi þvi vaxandi. Guðmundur sagöist ekki sjá annað en að þetta væri þarft efni sem hefði verið ranglega gert tortrygghegt. I eina tíö hefðu menn tahö það baneitrað en enginn héldi því fram lengur. Slökkvibhar við flugvelb eru yfir- leitt búnir þessu efih af því að það þykir heppilegt við að slökkva elda í flugvélum. Reynt væri þó að fara sparlega með það því að efnið væri dýrt. Guöraundur sagöist þó vita dæmi þess aö þaö hefði verlö notað við að slökkva sinuelda hér á landi en það væri auðvitað notkun sem væri út í hött. -SMJ í dag mælir Dagfari Tekist á um skuldirnar Tímabundiö vopnahlé ríkir nú í stríðinu milh Landsbankans og Óla í Ohs. Bankinn notar tímann th að leggja á ráðin um nýjar aðgerðir gegn Óla, enda er um að ræða einn af stærstu viðskiptavinum bank- ans og það hefur sýnt sig að vel þarf að vanda th verka þegar þarf að klekkja á slíkum kúnnum. Óh stendur hins vegar í samninga- makki við erlent ohufélag sem vhl endhega kaupa stóran hlut í Ohs, enda era olíufurstar stöðugt á hött- unum eftir arðvænlegum fjárfest- ingum. Mál bankans og Óla er um margt óvenjulegt, en virðist helst snúast um það, að bankinn er vantrúaður á að Óh geti greitt vanskhaskuldir sínar. Óh heldur því hins vegar fram að hann hafi fyrir löngu boð- ist th þess að ganga frá þessu skit- eríi sem er víst ekki nema 140 milij- ónir eða svo. Svo er aö sjá sem bankinn hafi ekki vhjað leyfa Óla að gera upp og er þá fokið í flest skjól ef bankar era famir að neita að taka við greiöslum frá þeim sem era í vanskhum. Þetta hlýtur aö leiða th þess að menn hætta að þora að taka lán af ótta við að fá ekki að greiða þau th baka. Ef svo fer fram sem horfir gæti farið svo að Óh neyddist th að kaupa banka og þar með komist í lánsviðskipti við sjálfan sig í trausti þess að hann geti greitt sér lánin aftur þegar vel stendur á. En það er margt sem veldur tortryggni Landsbankans í garð Öla í Öhs. Th dæmis heldur Óh því fram að hann hafi sett trygg- ingar fyrir skuldum sínum við bankann. Þegar Valur Amþórsson settist í stól bankastjóra og lét af stjómarformennsku í SÍS hefur hann eflaust fyhst grunsemdum út í Óla sem var með tryggingar fyrir skuldum sínum við bankann. Það út af fyrir sig var næg ástæða th að reyna að losna við þennan mann úr viðskiptum. Því þykir bankan- um nú nauðsynlegt að sýna fram á að þessar tryggingar séu ahs ófull- nægjandi því það væri hlt th af- spumar ef stórfyrirtæki hefðu full- gildar tryggingar fyrir skuldum við Landsbankann og veit enginn hvemig slíkt endaði. Óh er þegar farinn aö gera hosur sínar grænar fyrir Alþýðubankan- um, enda finnst forráðamönnum hans vænlegra að lána stórfyrir- tækjum gegn öraggum vanskilum en að vera að lána verkafólki sem alltaf stendur í skhum og greiðir því enga dráttarvexti. Þar fyrir ut- an hefur Alþýðubankinn reynslu í öraggum vanskilalánum th fyrir- tækja frá fyrri áram. Fyrir utan þetta halda sumir því fram að hin ohufélögin vhji ekki að Óh sé að vasast í þessum ohubisness sem sé vandasöm atvinnugrein og ekki á allra færi. Það sé hreinlega ekki þolandi að hver sem er geti takið sig th og keypt heht ohufélag og farið að reka það eins og um hvem annan sjoppurekstur sé að ræða. Það sé ekki á færi annarra en af- burðamanna að annast innkaup á ohu og sölu hennar hér á landi og út í hött að hleypa hverium sem er inn í ohuklúbbinn. Ekki síst þeg- ar menn gerast svo ósvífnir að snúa tapi upp í hagnað því úthokað sé að reka ohufélag með hagnaði hér- lendis. Nú er bara að bíða og fylgjast með framhaldinu þegar Lands- bankanum og Óla lýstur saman á nýjan leik, en fréttir herma að þess veröi ekki langt að bíða. Endar þetta með því að Óh fer með allar skuldir sínar í Alþýðubankann og Landsbankinn situr eftir með sárt ennið? Eða fer svo að Óh kaupir Útvegsbankann með aöstoð er- lendu ohufurstanna sem ólmir vhja eignast hlut í Ohs th að tryggja fjár- muni sína? Fylgist með framhaldi hins íslenska Dahasævintýris þar sem tekist er á um ohuskuldir af fuhri hörku og öllum brögðum breytt. Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.