Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989.
11
Utlönd
Norðurlönd'
in huga að
framtíðinni
Aðildarríki EFTA munu á fundi
sínum í Osló í þessum mánuði lýsa
yfir áhuga sínum á tillögu um að
EFTA og Evrópubandalagið komi á
fót sameiginlegum stofnunum sem
eiga að stuðla að aukinni samvinnu
sambandanna, segir í frétt norska
Dagblaðsins fyrr í þessari viku.
Blaðið segist hafa komist yfir upp-
kast að yfirlýsingu sem forsætisráð-
herrar EFTA-ríkjanna sex, Austur-
ríkis, Finnlands, íslands, Noregs,
Svíðþjóðar og Sviss, munu sam-
þykkja og senda frá sér þegar þeir
hittast í Osló 14. og 15. mars næst-
komandi.
Norðmenn eru sem stendur í for-
svari fyrir EFTA. Thorvald Stolten-
berg, utanríkisráðherra Noregs,
neitaði að tjá sig um frétt Dagblaðs-
ins.
Delors vill nánara samstarf
Jacques Delors, forseti fram-
kvæmdanefndar Evrópubandalags-
ins, lagði í síðasta mánuði til að EB
og EFTA ættu að reyna að mynda
„nýtt formfastara samband með
sameiginlegum stofnunum sem sjái
um ákvarðanatöku og stjórnun".
Delors sagði að EFTA þyrfti að
„styrkja innviði sína“ til að þetta
samband yrði mögulegt. Hann vildi
ekki skýra ummæli sín frekar.
Dagblaðið hefur það upp úr skjal-
inu að EFTA-ríkin séu jákvæð gagn-
vart boði Delors.
„Við teljum að viðræður milli
EFTA og EB muni leiða til þess að
ílæði framleiðsluvara, þjónustu, fjár-
magns og fólks verði frjálst," segir í
yfirlýsingu ráðherranna, að sögn
Dagblaðsins.
EFTA-löndin hafa áhyggjur af því
að þau verði útilokuð frá hinum
stóra innri markaði Evrópubanda-
lagsins sem á að komast í gagnið í
árslok 1992.
Austurríki, sem er eitt af EFTA-
löndunum, mun líklega sækja um
aðild að Evrópubandalaginu á næstu
mánuðum. Ef af því verður mun það
að líkindum þýða að Austurríki verði
fullgild aðildarþjóð EB fljótlega á
næsta áratug.
Ummæli Schliiters valda úlfa-
Þyt
Á þingi Norðurlandaráðs, sem nú
fer fram í Stokkhólmi, hafa ummæli
Pouls Schlúter, forsætisráðherra
Danmerkur, sem er eitt Norðurlanda
í Evrópubandalaginu, um að bæði
Noregur og ísland séu á leið inn í
EB vakið mikinn úlfaþyt. Víst er að
íslendingar eru ekki hrifnir af þess
háttar málflutningi forsætisráðherra
Danmerkur og bæði í Noregi og Dan-
mörku hafa þingmenn gagnrýnt til-
raunir danskra útsendara til að fá
Noreg inn í EB.
EFTA er vettvangurinn
Norðurlöndin, sem standa utan EB,
Finnland, ísland, Noregur og Sví-
þjóð, hyggjast nota EFTA sem sinn
vettvang í samskiptum við Evrópu-
bandalagið. Þar eru Norðurlöndin í
samfloti með öflugum ríkjum sem
eru Austurríki og Sviss.
Norrænar upplýsingaskrif-
stofur
Norðurlöndin ætla hins vegar ekki
að reiða sig algerlega á EFTA hvað
varðar framtíðarviðskipti. Á Norð-
urlandaráðsþinginu, sem nú situr,
hafa komið fram tiilögur um að nor-
ræna ráðherranefndin beiti sér fyrir
Nú er dollarinn aftur farinn að hækka eftir nokkur mögur ár. Norðurlöndin
og þar með talið ísland hafa elt skammtímahagsmuni og hætt er við að
erfitt geti orðið að komast aftur inn á Bandaríkjamarkað ef hann glatast
alveg.
því að opnaðar verði upplýsinga-
skrifstofur bæði í Brússel og
Moskvu. í þessum tillögum felst viö-
urkenning á því að einhver mikil-
vægasti markaður Norðurlandanna
í framtíðinni verður að sjálfsögðu
Evrópa og einnig virðast hggja mikl-
ir möguleikar í auknum viöskiptum
við austantjaldsríki og þá ekki síst
Sovétríkin.
Upplýsingaskrifstofur á borð við
þær sem lagt er til að verði opnaðar
í Moskvu og Brússel myndu gegna
því hlutverki að kynna Norðurlönd-
in á viðkomandi markaði. Einnig
myndu norræn fyrirtæki geta gengið
þar að upplýsingum um markaðsað-
stæður á viðkomandi markaði.
Bandaríkin og Asía sitja á
hakanum
Á fundinum í Stokkhólmi hefur
hins vegar ekki mikið verið rætt um
viðskiptin við Bandaríkin eða Asíu,
en þar liggja mikilvægir markaðir
fyrir öll Norðurlöndin. Viðskipti
Norðurlandanna við Bandaríkin
hafa farið minnkandi á liðnum árum,
ef til vill helst vegna þess hve dollar-
inn hefur lækkað. Dollarinn hefur
enn ekki náð að hækka nægilega til
þess að ríki eða einstök fyrirtæki sjái
sér hag í því að hefja sókn á banda-
rískum markaði. Það væri hins vegar
glapræði fyrir Norðurlönd og nor-
ræn fyrirtæki að leggja ofurkapp á
Evrópu og austantjaldsríkin en van-
rækja Asíu- og Bandaríkjamarkað.
Skammtímahagsmunir hættu-
legir
Skammtímahagsmunir eru ávallt
mjög ofarlega í huga stjómenda fyr-
irtækja og sérstaklega stjórnmála-
Mynd Lurie
manna. Það er því hætt við að þeir
elti í blindni gengisþróun gjaldmiðla
og brenni að baki sér allar brýr. Það
virðist hafa gerst í einhverjum mæli
hvað varðar viðskipti íslands við
Bandaríkin. Það er hætt við því að
það kosti mikla peninga að komast
aftur inn á Bandaríkjamarkað þegar
dollarinn verður aftur orðinn sterk-
ur, ef markaðurinn verður látinn
sigla sinn sjó á meðan dollarinn er í
lægð. ÓA/Reuter/TT/Ritzau
EITT TÆKNILEGASTA
ÚR í HEIMI, DBC-610
Staðartími og dagsetning. 50 símanúmera
minni, 9 bókstafir, 12 tölustafir.
Dagsetningarvekjari. Daglegur/,/T5
vekjari. Reiknivél.
Verð kr. 3.800,- ÆM
í fíberkassa.
Verð kr. 4.800,-
í króm/stáli.
Allar gerðir
af úrum.
Verð frá
kr. 400,-
/> Niðurteljari.
:Skeiðklukka.
Microljós.
12 eða 24
JHgBJKSÉailheimstímar. Rafhlöðuverk.
Kaupin eru best þar sem þjónustan er mest!
^Jcsi c| Cskac
LAUGAVEGI 70 SÍMI 24930
PASKARI
PARÍS
22. mars - 7 dagar - 6 nætur
Ferðaskrifstofan Farandi gefur enn
og aftur kost á að upplifa rómantík
Parísar nú á vornóttum.
Heimsótt verða meóal annars: söfn,
Versalir, Rauóa myllan, Lídó, Eiffelturn-
inn, aó ógleymdum fjölda veitinga-
staóa sem bjóóa upp ó gómsœtar
móltíóir meó tilheyrandi vínum.
Gist verður ó Hótel Residence
sem er þœgilegt og heimilislegt hótel
í níunda hverfi.
ATH. TAKMARKAÐUR
SÆTAFJÖLDI.
íslenskur fararstjóri.
Veró aóeins 33.900 kr.
FARAMDAFERÐ ER ÖÐRU-
VÍSI FERÐ!
llaiandi
Vesturgötu 4, sími 622 420
iidaO^ ^auga- \ I n
'JfS&gZsi-.
sSKEgsri
stíeí; Sð 635 kröúöJ' Jrttfgúsat
aö eittkvað
i nóve^r ^ýrara
áfraro- „r rúscúega 5» ^ dV
■þelta er ^ { a
en
«vutvao
úvús*
góðU*
iðna|
loftptj
rún
hft:
framköllun
- lægra verð
Við hjá Ijósmyndabúðinni höfum ákveðið
að framlengja
afsláttartilboð
okkar. Fram-
kallaðu mynd-
irnar þínar þar
sem þú færð
24 MYNDA FILMA
FRAMKOLLUN OG STÆKKUN
9 X 13 556 KR.
10X15 635 KR.
gæða framköllun á lægra verði.
aar
aiftft-
UÓSMYNDAStjlVIN
IAUGAVEGI 118
VtOHLEMM
S. 27744