Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989.
Spumingin
Hvernig ætlar þú að halda
upp á daginn? (spurt fyrir
utanÁTVR l.mars)
Elías R. Reynisson sölumaður: Ég
ætla að drekka bjór og svo á að kíkja
í Ölver 1 kvöld og hlusta á Dubliners.
Vignir Garðarsson sölumaður: Ég
drekk 2-3 bjóra í kvöld með konunni
og kunningjunum en það veröur
ekkert skemmtistaðarölt.
Jón Þór Rósmundsson nemi:Ég fæ
mér kannski einn eða tvo bjóra
heima en fer ekkert út.
Ketilbjörn Ólafsson simamaður: Það
á að smakka á bjómum í kvöld en
það verða engin sérstök hátíðahöld.
Oddný M. Jónsdóttir: Það á að
drekka bjór í kvöld en svo era það
skemmtistaðimir annað kvöld.
Jón Gauti Guðlaugsson nemi: Það
verður bjórsmökkun heima í kvöld
og kannski verður kíkt á lifið í bæn-
um.
Lesendur
Hvar er smurða brauðið?
Þegar bjorrnn kemur:
Kannski verður smurt brauð á boðstólum víðar en nú er með tilkomu
bjórsins?
D.P. hringdi:
Þegar bjórinn er kominn á mark-
að hér verður ýmsum hugsað til
þess hvemig skuh umgangast
hann. Hvort hann verði bara ein
neysluvara til viðbótar þeim sem
fyrir em eða hvort hann muni yfir-
taka aðrar, t.d. á veitingahúsum.
Áfengur bjór á veitingahúsum hér
á landi hefur ekki verið til staðar
í tíð núlifandi kynslóöar og því er
von að fólk velti upp ýmsum flöt-
um.
Þar sem við þekkjum helst til,
a.m.k. mörg okkar sem emm kom-
in til fullorðinsára, á Norðurlönd-
unum, er algengt að fólk panti bjór
á veitingahúsum á hvaða tíma dags
sem er. Á matmálstímum drekkur
fólk bjór með mat eöa smurðu
brauði. Á kvöldin kneifar það bjór
sér til afþreyingar og afslöppunar.
Þetta em staðreyndir í daglegu lífi
í þessum löndum og þótt víðar sé
farið.
Hér er engin hefð fyrir þessum
veitingamáta. Þess vegna hlýtur
margt að breytast með tilkomu
bjórsins. Eitt er það sem fólk á
miðjum aldri og eldra mun spyrja
eftir: Verður hægt að kaupa smurt
brauð einhvers staðar á veitinga-
húsum og drekka bjór með?
Þar sem ég þekki til á veitinga-
húsum, a.m.k. þeim dýrari, er
hvergi hægt að kaupa smurt brauð.
Þykir sennilega ekki nógu „fínt“ til
að bjóða upp á! Eða hvað veldur? -
Á ámm áður var hægt að fara inn
á Hótel Borg og maður gat beðið
um smurbrauðsseðil og pantað eft-
ir honum. AUt útbúið á staðnum,
en brauðið ekki fyrirfram og látið
standa á fötum eða í ísskáp þar til
einhver pantaði.
Þetta er löngu liðin tíð. Kannski
verður áfengi bjórinn til þess að
sæmileg menning kemst aftur á í
úrvali veitinga sem stuðlar svo aft-
ur að því að ekkf er talið sjálfsagt
að verð sé uppsprengt þótt veit-
ingahús hafi fengið leyfi til að selja
áfengi. Áfengur bjór er aðeins við-
bótarvörutegund við þær sem fyrir
em. Hvers vegna ekki að bæta
góðu, en umfram allt ódým,
smurðu brauði á veitingalistann?
Heimilin orðin
klámmyndabúllur?
„Trúum við því að vopnin verndi friðinn?" spyr bréfritari.
Ef enginn væri
vígbúnaðurinn ■■■
Þórann hringdi:
Eftir að hafa horft á hluta sjón-
varpskvikmyndar þeirrar sem Sjón-
varpið sýndi sl. laugardagskvöld -
og síðan var lokað fyrir á minu heim-
ili, þá dettur manni í hug hvort það
sé stefna íslenska sjónvarpsins að
heimilin eigi að vera vettvangur fyr-
ir klámmyndabúllur.
Ég hefi oft heyrt fólk kvarta yfir
því gegndarlausa klámmyndaflóði
sem Sjónvarpið leyfir sér að sýna í
tíma og ótíma. Skyldi þetta vera gert
að ósk meirihluta áhorfenda eða á
þetta að þjóna þeim fámenna hluta
(að maður vonar) þjóðfélagsins sem
er með brenglaöar hugsanir? Ég held
að almenningur sé mjög mótfallinn
þessum klámmyndasýningum sjón-
varpsins og hér verði að grípa í taum-
ana áður en þetta verður talið gott
og gilt sem sýningarefni.
7970-9034 skrifar:
Mér finnst ástæða til að hripa
nokkrar línur um umferöarmenn-
ingu íslendinga og alla þá árekstra
og umferðaróhöpp sem verða á degi
hveijum. Það sem er mér efst í huga
er hvað sumir lenda oft í einhverju
slíku en aðrir ekki. - Sumir jafnvel
oft á ári.
Væri ekki hægt að setja þannig lög
að þessir sem alltaf em aö beygla
blikkbeljur sínar, kannski bara
vegna þess aö þeir em svona miklir
klaufar við akstur eða þá að þeir eru
ökuglannar, greiði sitt tjón sjálfir?
Sú spuming kemur einnig upp í
hugann hvort ekki sé einfaldlega
Eða halda þeir sem ráða dagskrá
Sjónvarps að þeir séu hér með „fyrir-
byggjandi" aðgerðir með því að sýna
klám, ofbeldi og eiturlyfjasjúklinga?
Þetta er mikill minnihluti hvers
þjóðfélags sem aðrir vilja ekkert um
vita og það með réttu. Þetta era úr-
hrök hvers samfélags og þau eiga aö
vera í sínum heimi án þess að nokk-
ur kostnaður sé lagður fram af sam-
eiginlegum sjóði þeim til aðstoðar.
Þetta er nú mitt viðhorf til málanna
og þaö verður að hafa þaö þótt sum-
um finnist það ekki vera í tísku.
Eða er þetta afrakstur utanferða
ráðamanna hjá sjónvarpinu er þeir
fara utan að „skoða" myndefni fyrir
„pöpuhnn heima“. Þeir hljóta að
hafa oröið fyrir áhrifum heimsmenn-
ingarinnar 1 leiðinni og tekið hana
alvarlega!
hægt að svipta þá ökuleyfinu sem
valdiö hafa vissum íjölda óhappa á
vissu tímabili. - Sem sé kvóta á
árekstra eins og fiskveiðar!
Mér finnst þó sjálfsagt að alhr hafi
rétt til að taka bílpróf, þeir sem á
annað borð hafa til þess heilsu. En
svo er það einnig staðreynd að sumir
em bara ekki menn th að aka bif-
reið, geta það raunverulega ekki.
Þaö mætti einnig setja kvóta vegna
umferöarlagabrota og þá sérstaklega
vegna hraðaksturs og ölvunarakst-
urs. Þeir sem svo ekki uppfylltu skil-
yrðin til að halda réttindum; bless
bless - kortið í tvennt og þar með
orðnir strætóþegar.
Regimus skrifar:
Landið okkar. - Á það að vera vig-
hreiður fyrir enn ein átök milli þjóða
heims? Viljum við að það sé átaka-
svæði í bijáluðum hhdarleik þriðju
heimsstyijaldarinnar? Ef enginn
væri vígbúnaðurinn væri heldur
ekkert stríð.
Hvort vhjum við heldur rétta hönd
að kveikjuþræðinum sem kveikir í
tundrinu eða eiga hlut í því að eyða
tortryggni meðal þjóða heims? Hví
horfum við á heljarkrumlu vígbún-
aðarins læsa sig um landið meðan
aðrar þjóðir sýna aukna viðleitni til
afvopnunar? Trúum við því að vopn-
in vemdi friðinn?
Við eigum hlutverki að gegna.
Landið okkar á að vera vettvangur
friðarins, héðan á ljósið að skína inn
í hinn myrka heim. Af því að við
höfum óbeit á hemaði ber okkur að
vinna að friði. Við unum því ekki að
málin séu leyst með mannvígum
heldur með þvi eina afli sem til þess
er kjörið, réttlætinu sem leiðir th
friðar. Við skjótum máli voru th
mannúðar og menningar sem rís
undir nafni.
Við væntum friðar og viljum byrja
strax að innleiða hann og þannig
ganga skrefið til móts við það sem
koma skal þegar heimskan og mann-
vonskan munu fá sitt skapadægur.
Baráttan gegn menguninni er æriö
viðfangsefni þótt vígæðinu linni.
Hvers konar land er það sem við
búum í? Landið þar sem ahir hafa
óbeit á vopnabúnaði. Þar sem sjó-
mennirnir hætta lífi sínu til að bjarga
þeim sem eru í nauðum staddir og
björgunarsveitir á landi þeim sem
villst hafa á fjöllum uppi.
Viö skulum styðja vel við bakið á
þeim stjómmálamönnum okkar sem
vilja hamla gegn frekari vígbúnaði
hér. Vindum frekar ofan af spólunni
en að vefja meira upp á hana. - Þá
getum viö sagt meö nokkru stolti:
Þetta er landið okkar.
Kvóta í umferðarlögin
Ráðstefnufarganið
Þórólfur hringdi:
Ég var að lesa Víkverja Mbl. fyrir
skömmu þar sem hann kemur inn
á allar spámar sem gerðar em hér
á landi fýrir þjóðfélagjð og stofiian-
imar sem hafa lifibrauð af þessum
spám, t.d. Þjóöhagsstofnun, Seöla-
bankinn, Hagstofan, Verslunarráð-
ið, VSÍ, ASÍ, Kaupmannasamtökin
oiL o.fl.
Víkveiji minntist einnig á fyrir-
bærið sem fer stækkandi hér hjá
okkur en þaö em ráðstefnumar og
spástefnumar sem haldnar em í
hveijum mánuði þar sem sama
fólkið er oftast þátttakendumir.
Þessi hugleiðing Víkverja minnti
mig á lesendabréf sem ég las í DV
fyrir nokkm, einmitt um sama efni
en þar var nánar fjallaö um þetta
og vitnað sérstaklega í þær spár
sem þá voru í gangi samtímis en
sögðu sitt hvaö.
Væri nokkur möguleiki á að fá
þetta bréf endurbirt th að sýna og
sanna fyrir lesendum hvað þessar
spár em gagnshtlar eða gefa upp í
þessum dálkum í hvaða eintaki af
DV þetta bréf var?
Lesendasíöa endurbirtir ekki að
öðra jöfnu lesendabréf th blaðsins.
Hins vegar skal upplýst að bréf það
sem Þórólfur minnist á birtist i DV
hinn 31. jan. sl. - Og th að upplýsa
að hluta th a.m.k. um efiú spánna,
sem þar var fjallað um, veröur birt
hér örstuttur kafli úr bréfinu:
„Nýjustu spámar tvær sem em í
gangi nú segja t.d. sitt hvað. Þjóð-
hagsstofnun spáir nú 1 'A% sam-
drætti landsframleiðslu en spá-
stefha Stjómunarfélagsins spáir
'A% samdrætti. - Þjóðhagsstofnun
spáir um 4% veröhækkun á út-
flutningsvömm okkar en spástefn-
an spáir 2% veröhækkun. - Spá-
stefhan htur aðeins á verðbólguna
og er meðaltal úr hennar spám 20%
hækkun framfærsluvísitölu th árs-
loka en Þjóðhagsstofnun spáir um
11% hækkun.“ - Svo mörg voru
þau orð um spástefnur og ráðstefn-
ur í bréfinu því.