Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989.
33
LlfsstQl
„ Það munu örugglega fleiri á þess-
um aldri frekar prófa sig áfram í
bjórnum heldur en brennivíni. Það
sem við unglingarnir eigum eftir að
flaska á, mörg hver, er að álíta bjór
svaladrykk en ekki áfengi."
Um þetta voru fjórir 8. bekkingar
í Álftamýrarskólanum sammála.
Þau taka þátt í handritasamkeppni
grunnskóla fyrir myndband um
fíknivarnir. í hópnum eru Steinar
Björnssson, Viktor Davíð Sigurðs-
son, Berglind Erlingsdóttir og Þórir
Jónsson.
Bekkurinn þeirra er í tilrauna-
kennslu í námsefni sem kallað er
Lions- Quest. Námsefnið er byggt á
bandarísku efni en þýðing og stað-
færing stendur yfir. Efnið er ætlað
unglingum til að þau öðlist hæfni
sem nauðsynleg er til heilbrigðs
þroska og jákvæðrar hugsunar.
Markmiðið er að gera þau hæf til að
velja og hafna og efla sjálfstæði
þeirra. Kennari þeirra er Fanný
Gunnarsdóttir en hún kennir stærð-
fræði og líffræði.
„Þessi aldurshópur er ábyggilega í
mestri hættu við að ánetjast bjór-
neyslu. Á þessum aldri eru áfengis-
venjur að mótast og því er hætt við
að þau grípi bjórinn fegins hendi. Því
er allt forvarnarstarf í skólum nauð-
synlegt til að gera þau hæfari að velja
og hafna,“ sagði Fanný. „Nú taka þau
einn tíma á viku af stærðfræðinni
en það getur ekki gengið til lengdar.
Það er því nauðsynlegt að veita
meira fjármagni til Lions-Quest
kennslunnar og bæta við tímum á
stundaskrá.
Bjórinn verður
plága í byrjun
„Sennilega verður miklu auð-
veldara að nálgast bjórinn heldur en
áfengið. Sérstaklega ef hann verður
alltaf til í ísskápnum, eins og aðrir
drykkir,“ sagði Steinar og Viktor
bætti við að ástandið í byrjun yrði
allsvakalegt - nánast plága.
Þau bættu við að margir jafnaldrar
þeirra ræddu um að fá sér bjór strax
fyrstu helgina. Engum vandkvæðum
væri bundið að verða sér úti um bjór
frekar en annað áfengi. En ekki vildu
þau fallast á að þrýstingur væri mik-
ill í hópnum að vera með.
„Það er ekkert slíkt á ferðinni,“ sagði
Berglind, „aUavega ekki í þessu
hverfi. Þó nokkrir smakka vín en
láta hin alveg afskiptalaus og eins
er um þá sem ekki drekka, þeir
skipta sér lítið af hinum. Þetta nám-
skeið er líka gott til að hjálpa krökk-
unum að velja fyrir sig sjálf og ekki
láta stjórnast af öðrum.
Forvarnir og foreldrar
„Mér finnst að forvarnarstarfið
eigi að byrja fyrr, helst í 5. og 6. bekk.
Þá er hægt að ná til fleiri sem ekki
hafa smakkað áfengi eða tekið smók
af sígarettu," sagði Viktor og hin
tóku undir. Þórir vildi bæta við að
foreldrar yrðu að vera samtaka og
taka þátt í forvarnarstarfinu. Lions-
Quest námsefnið gerir einmitt ráð
fyrir þátttöku foreldra og gefin er út
sérstök bók fyrir þá. Samtökin Vímu-
Ekki bara bjór
heldur áfengi
laus æska hafa stutt útgáfu foreldr-
abókarinnar.
„ Það er alveg vonlaust fyrir for-
eldra að banna unglingum eitthvað
sem þau gera sjálf,“ sagði Þórir. „Al-
gjört bann við tóbaki og áfengi hjá
foreldri, sem notar hvort tveggja, er
út í hött.“
Taka sjálf þátt
Félagarnir voru sammála um að
það forvarnarstarf sem krakkar
vinna sjálfir væri mun áhrifaríkara
en annað.
„Að senda í skólann manneskju sem
heldur fyrirlestur og sýnir „hryll-
ingsmyndir" er vonlaust. Þegar
áróðrinum er lokið erum við búin
að gleyma þessu og hugsum ekki uni
það lengur. Reynslusögur ofdrykkju-
manna ná litlum tökum á okkur, því
við vitum varla um hvað verið er að
tala. Þegar við vinnum verkið út frá
okkar hugmyndum og forsendum
verðum við virkilega að hugsa og
einbeita okkur og þá situr eitthvað
eftir. “
Áfengi algengasti
vímugjafinn
í Lions-Quest námsefninu er tek-
1 ljlUIlb—VsiUtíbl llctlilbuilllliu UI LUIÁ- -------------------
ð á mörgum þáttum sem snerta Hópurinn, sem vinnur að handriti fyrir myndband um fíknivarnir, með kennara sinum Fannýju Gunnarsdóttur
Viktor: Bjórinn verður algjör plága
í byrjun.
unglinga. Nú er bekkurinn kominn
að fíknivörnum og hafa krakkarnir
útbúið spumingar til þeirra sem sjá
um fræðslu á þessu sviði. Þau voru
sammála um að reykingar væru á
miklu undanhaldi og sniffið þekktist
Steinar: Auðveldara að nálgast bjór
en annað áfengi.
ekki lengur. Áfengi er eini vímugjaf-
inn sem unglingar hér á landi nota.
Ekki væri munur milli kynja hvað
neyslu varðaði en þau fullyrtu að
aldur þeirra sem byrja drykkju færð-
ist neðar.
Berglind: Þrýstingur frá þeim krökk-
um sem smakka vín er lítill sem
enginn.
„Það er stundum erfitt að vera
unglingur, því tvískinnungsháttur
gagnvart unghngum á sumum heim-
ilum er hrikalegur. í ýmsum málum
erum við álitin börn en stundum eig-
um við að haga okkur eins og fullorð-
Þórir: Foreldrar verða lika að taka
þátt í forvarnarstarfi sem unnið er í
skólum.
in. Það eina sem við getum gert er
að fræðast sjálf en ströng boð og
bönn virka illa á okkur, sérstaklega
ef foreldrarnir segja eitt og gera ann-
að.“
-JJ
Forvarnarstarf skilar árangri
„Forvarnarstarf tekur lengri
tíma en það skilar mun meiri ár-
angri en tímabundnar aðgerðir í
fræðslumálum," segir Árni Einars-
son, starfsmaður nefndar um átak
í áfengisvörnum. Sú nefnd var sett
á laggirnar þegar lögin um brugg-
un og sölu áfengs öls voru sam-
þykkt á Alþingi. Hann hefur starf-
að mikið með unghngum í forvarn-
arstarfi gegn vímuefnum.
„Reynslan hefur kennt okkur að
herferðir og átök í þessum efnum
fjara út mjög íljótt. Virkasta starfið
er þegar unglingarnir fá sjáffir að
vinna að málum sem snerta þá
beint.“
Árni hefur ásamt öðrum ferðast
um landið með fræðslu í grunn-
skólum. Sérstakt átak var gert þeg-
ar bjórfrumvarpið var samþykkt.
„Við höfum vahð þá leið að styrkja
sjálfstæði krakkana og er námsefni
Lions-Quest sérstaklega heppilegt í
því sambandi. Það er allt í lagi að
vera svolítið feiminn og óöruggur
meðan það ekki beinlínis háir við-
komandi. Með því er verið að koma
þeim skhaboðum á framfæri að
ónauðsynlegt sé að drekka í sig
kjark.“
Meðal þess sem krakkarnir eru
látnir gera er að taka þátt í spuna.
Verkefnið er að búa til þær aðstæð-
ur þegar krökkunum er boðið
áfengi í fyrsta sinn.
„í spunanum kemur margt merki-
legt fram og þá upphfa þau raun-
verulegar aðstæður. Hópurinn
skiptir með sér hlutverkum, einn
er töffarinn, annar sá feimni og
nokkrir eru hlutlausir. Töífarinn
kemur með vínið í parthð, yfirleitt
með miklum bægslagangi og sphar
sig mannalega. Hann sest að hinum
og með ahs slags frýjunarorðum
reynir hann að brjóta niður viðn-
ámsþrótt þess sem neitar að taka
þátt. Hinir hlutlausu hafa sig yfir-
leitt ekkert í frammi og styðja hvor-
ugan.
Þau skipta síðan með sér hlut-
verkum en atburðarásin veröur
oftast sú sama. Því er augljóst að
þrýstingi er beitt í hópnum þótt
þeim sé óljúft að viðurkenna það.“
Forvamarstarf hefur það að
markmiði að byggja unglingana
upp sem sjálfstæðar verar og gera
þá hæfari að velja og hafna, án af-
skipta annarra. í þessu felst ein-
mitt mikilvægi forvarnarstarfs og
námsefnis eins og Lions-Quest,
sagði Árni ennfremur.
-JJ
Árni Einarsson er starfsmaöur
nefndar um átak í áfengisvörnum.