Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 02.03.1989, Síða 26
34 FIMMTUDAGUR 2. MARS 1989. Sviðsljós Ólyginn sagði... Janni Spies á von á barni. Hún er komin fimm mánuöi á leið og er í sjöunda himni. „Storkurinn er loksins að koma - þetta er fuglinn sem ég hef beðið eftir,“ segir hún. Eigin- maður hennar, Christian Kjær, horfir nú aðdáunaraugum á hana og segir bara: „Þú ert sætur og lítill þykkur pakki.“ Hann er ekki alveg viss um hvort hann ætlar að vera viðstaddur fæðinguna. Þau voru búin að halda fréttun- um leyndum í fjóra mánuði þegar þau boðuðu loks til blaðamanna- fundar á veitingahúsinu Nokken sem Christian er meðeigandi að. „Nú plötuðum við ykkur,“ sögðu þau við það tækifæri og brostu breitt. Patrick Swayze segist hafa átt erfitt líf. „Það var ekki fyrr en ég hitti konuna mína, hana Lisu, sem ég gat farið að stjórna því. Hún bjargaði lífi mínu. Ég hugleiddi að fremja sjálfsmorð og ég hafði ekkert sjálfstraust," segir hann. Patrick hitti Lisu þegar hann var tvítug- ur. Hann er 35 ára í dag og þau hafa verið gift í 13 ár. Hann hafði mikinn áhuga á ballet þegar hann var táningur og margir töldu hann vera kynvilltan. Hann varð fyrir aðkasti frá jafnöldrum sín- um sem höfðu hugann meira við kúrekafot. Hann er frá Houston í Texas. Brigitte Nielsen og unnusti hennar, Mark Gastin- eau, kæfðu allar sögusagnir um að það hefði slest upp á vinskap þeirra á hótelinu sem þau bjuggu á nýlega. Sagt var að Brigitte hefði kastaö diski í höfuð Marks og þau verið rekin af hótelinu. Þau sögöu að það væri tóm vit- leysa og þau hefðu yfirgefiö hótel- ið vegna slæmrar þjónustu. Að sögðum þessum orðum sýndu þau faUega trúlofunarhringa á baugfingrum sínum. Parið ætlar að gifta sig í Danmörku í sumar. John Mayall á Hótel íslandi: Sýndi gamla og Blúsunnendur fjölmenntu á Hótel ísland á sunnudagskvöldið þar sem „faðir breska blúsins", John Mayall, ásamt blúsbijótum sínum kom fram. John Mayall kom fram á sjónarsviðið um það bil sem sjöundi áratugurinn var að hefja göngu sína. Snemma þótti hann ná tökum á ameríska blúsnum og á þessum árum var hann fyrirmynd margra stráka sem síðar urðu heimsfrægir. Nokkrir þessara stráka gengu til liös við hann og náðu þar fótfestu í hst sinni, svo sem gítarleikararnir Eric Clapton, Mick Taylor og Peter Green. Þá má einnig nefna John McVie og Mick Fleetwood sem nú eru í Fleetwood Mac. Það var því kominn tími til að íslendingar fengju augum litið þenna fræga blúskappa sem er orðinn þjóðsaga í lifanda lífi. í hljóm- J sveit hans nú eru gítarleikararnir Coco . Montoya og Walter Troust. Bassaleikari er Bobby Haynes og Joe Yuele leikur á tromm- ur. Hljómsveit Mayals hefur verið óbreytt nú í fjögur ár. Það kom fljótlega í ljós að Mayall, sem kominn er á sextugsaldurinn, hefur engu gleymt. Hann var fljótur að ná tökum á áhorfendum og var mikil stemmning allan tímann sem hann lék. Kappinn mætti svo á Hótel Borg á mánudagskvöldið og vakti ekki síður hrifningu þar en á sunnudagskvöldið. Myndirnar á síðunni eru teknar á Hótel ís- landi á sunnudagskvöld. A þessum tveimur myndum má sjá að áhorfendur og blúsáhugamenn hafa tekið vel við sér yfir tónlist John Mayall og félaga. linda á alþjóðlegri matvælasýningu Linda Pétursdóttir gerir víðreist um þessar mundir. Meðal þess sem hún hefur haft fyrir stafni er að koma tvisvar sinnum fram á erlendum sýningum fyrir Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna og dótturfyrirtæki þess, Icelandic Freezing Plants Ltd. í Grimsby. Fyrst kom Linda fram á sjöttu al- þjóðlegu matvælasýningunni í Lon- don í byijun febrúar og nú fyrir skömmu á matvælaráðstefnu í Tókíó. í bæði skiptin vakti hún mikla athygh og þótti fréttamönnum at- hyglisvert hve mikið hún veit um sjávarútveg íslendinga. Alþjóðlega matvælasýningin í Lon- don er veigamesta sýning sinnar teg- undar á Bretlandseyjum, en hana sóttu að þessu sinni 37 þúsund sýn- ingargestir hvaðanæva úr heimin- um. Heimsókn Lindu í íslenska sýning- Linda á sjötfu alþjóðlegu matvælasýningunni í London, þar sem hún tók þátt arbásinn vakti ánægju sýningar- í kynningu á sjávarafuröum SH. Með Lindu á myndinni eru Brian Short frá gesta og forvitni blaðamanna og var Eurospan Foods og Evelýn Fréér. oft þröng á þingí í báshúm. Það er ekki ofsögum sagt að einka- líf þessarar fallegu stúlku hefur mik- il áhrif. Hún hefur óbeint fengið íhaldssamt efnahagskerfi Spánar til að skjálfa, segir í fréttaskeyti frá Reuter. Ástæðan er að hún hefur nú uppi áform um að giftast Alberto Cortina bankastjóra þar í landi. Samt sem áður er hún enn gift mark- greifanum af Cuvas, Fernandi Falco kaupsýslumanni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.