Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 18.03.1989, Side 13
LAUGARDAGUR 18. MARS 1989. 13 Guðmundur Guðmundsson handboltalandsliðsmaður er snjall kokkur og býður hér upp á girnilegan lifrarrétt. DV-mynd KAE. Uppáhaldsréttur á sunnudegi Uppáhaldsmatur: Lifrarréttur handbolta- mannsins að hætti Guðmundar Guðmundssonar Strákunum í landsliðinu í hand- bolta er margt til lista lagt. Homa- maðurinn Guðmundur Guðmunds- son er til dæmis sagður afbragðs- kokkur. Hæfileikar hans í þeirri Ust- grein hafa borist víða, enda tók hand- boltakokkurinn vel í að gefa lesend- um DV uppskrift að þessu sinni. Guðmundur valdi sér lifrarrétt, holl- an og góðan mat, eins og hraustum íþróttamanni sæmir. Lifrina er hægt að matreiða á margan hátt svo úr verður hinn ljúffengasti matur. Hér kemur ein ný og kræsileg uppskrift sem alUr ættu að reyna. Uppskrift 200 gr lambalifur. 2 laukar, saxaðir smátt. 1 paprika (græn), skorin smátt. 'h dl tómatsósa. % dl rjómi. 2 dl vatn. Salt og pipar eftir smekk. Hveitijafningur: 1 'A dl kalt vatn og 2 msk. hveiti. Aðferð Skerið lifrina í fingurlanga bita. Fyrst er laukurinn steiktur (ekki brúnaður). Þá er lifrin steikt. Krydd- að vatn, laukur og paprika sett sam- an við á pönnuna og soðið í 8-10 mínútur. Þá er rjómanum og tómat- sósunni bætt út í. Loks er hveitijafn- ingnum bætt við og aUt s'oðið við vægan hita í fimm mínútur. Guðmundur sagði að best v.æri að bera fram með þessum rétti hrís- gijón, hrásalat og heimatilbúna rab- arbarasultu. -ELA NÁMSSTYRKUR VIÐ KIELARHÁSKÓLA Borgarstjórnin í Kiel veitir íslenskum stúdent styrk til námsdvalar við háskólann þar í borg næsta vetur, að upphæð 900 þýsk mörk á mánuði í 10 mánuði, frá 1. okt. 1989 til 31. júlí 1990, auk þess sem kennslugjöld eru gefin eftir. Um styrk þennan geta sótt stúdentar sem hafa stund- að háskólanám í a.m.k. tvö ár. Umsækjendur verða að hafa góða kunnáttu í þýsku. Umsóknir skal senda skrifstofu Háskóla íslands eigi síðar en 30. apríl nk. Umsóknum skulu fylgja náms- vottorð, ásamt vottorðum a.m.k. tveggja manna um námsástundun og námsárangur. Umsókn og vottorð skulu vera á þýsku. * / á framúrskarandi góðu verði! Tvær vinsælustu hljómtækjasam- stæður HITACHI fást nú hjá RÖNNING heimilistækjum. Samstæðurnar heita MD40 CD og MD30 CD. í samstæðunni er 2 x 60 tónlistar- watta magnari, FM-MW útvarp með 20 stöðva minni, tvöfalt segul- bandstæki, hraðfjölföldun og Dolby B, geislaspilari með 24 laga minni, 2 x 70 tónlistarwatta hátalarar með ótrúlegum HITACHI hljómgæðum. Samstæðunum fylgir fallegur viðar- skápur, með glerhurð, á liprum hiólum. HITACHIMD40 CD, hljómtækjasamstæöa meö fjarstýringu, geislaspilara og skáp. Verð kr. 69.950 Staðgreitt kr. 66.453 0HITACHI /M» RÖNNING %//*// heimilistæki KRINGLUNNIOG NJÁLSGÖTU 49 SÍMI 685868/10259 Það fer ekki á milli mála að HITACHI hljómflutningstækin frá RÖNNING heimilistækjum er einn allra besti kosturinn sem býðst í dag. Komdu og hlustaðu. HITACHIMD30 CD, samstæðan, með geislaspilara og skáp. Verð kr. 58.750 Staðgreitt kr. 55.813

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.