Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1989, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.06.1989, Síða 8
8 FIMMTUDAGUR 8. JÚNÍ 1989. Utlönd Spennan í Pek- ing minnkar Spennan í Peking minnkaði skyndilega í morgun þegar nýtt her- fylki kom í stað 27. herfylkisins sem bar ábyrgð á blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar um helgina. Stjómarerindrekar segja að svo virðist sem leiðtogar kommúnista- flokksins og stjómarinnar hafi náð bráðabirgðasamkomulagi til þess að lægja öldurnar en í gær virtist allt stefna í borgarastyrjöld. Fregnir frá landsbyggðinni herma hins vegar að þar ríki enn öngþveiti á mörgum stöðum og aðgönguleiöum til borga hafi víða verið lokað. í höfuðborginni heilsuðu hermenn, sem kváðust vera úr 63. herfylkinu, vingjarnlega þúsundum borgarbúa á breiðgötunni í vestur frá Torgi hins himneska friöar. Enn er ekki vitað hvort hermennirnir úr 27. herfylk- inu hafa yfirgefið borgina eða aðeins horfið úr augsýn borgaranna. Sjónarvottar, sem hjóluðu fram hjá torginu í morgun, segja að það hafi verið autt að undanskildum fimmtán skriðdrekum á suðurhluta torgsins. Umferð var eðlileg í morgun við diplómatahverfið en þar hafa verið skriðdrekar undanfarna daga. Flest- allar íbúðir í hverfinu, sem hermenn skutu á í gær um leið og þeir leituðu að leyniskyttum, hafa nú verið tæmdar. Enn er óljóst hver ræður raun- verulega ríkjum í Peking. Hjólreiða- menn, sem fóru fram hjá aðalstööv- um stjórnarinnar í morgun, sögðust hafaséð lítið lífsmark og fáa öryggis- verði. Þykir það staðfesting á frétt- unum um að leiðtogarnir hafi leitað skjóls utan við höfuðborgina. Skortur er á vissum nauðsynjavör- um í Peking og hefur bensínstöðvum verið lokað. Ekkert vatn er í sumum hverfum borgarinnar og nokkur eru símasambandslaus. í útvarpinu í Peking í morgun var sagt að nóg væri til af komvöru, kjöti og eggjum þó að skortur væri í sumum verslun- um. Símamynd Reuter Pekingbúar leita ættingja meðal látinna. Ekki er vitað hverjir brenndu þessa herbila í átökunum í Peking um helg- ina. Bílarnir voru á leið að Torgi hins himneska friðar. Simamynd Reuter Kínversk yfirvöld sökuðu í gær Bandaríkin um íhlutun í kínversk málefni með því að skjóta skjólshúsi yfir andófsmanninn Fang Lizhi. Rík- issjónvarpið í Kína sagði Fang hafi beðið um vernd í bandaríska sendi- ráðinu i Peking og að sögn banda- rískra embættismanna var orðið við þeirri beiðni á mánudaginn. í febrúar síðastliðnum kom kín- verska lögreglan í veg fyrir að Fang tæki þátt i kvöldverðarveislu sem Bush Bandaríkjaforseti hélt í Peking er hann var þar í heimsókn. Fang var rekinn úr kommúnistaflokknum 1987 og hefur síðan ekki fengið leyfi til að fara úr landi. Kínverska sjónvarpið sýndi í gær- kvöldi myndir frá Torgi hins him- neska friðar í fyrsta skipti eftir fjöldamorðin um helgina. Búið var að hreinsa stóran hluta torgsins en enn mátti sjá sundurtætt tjöld, brenndar dýnur og bækur sem námsmennirnir flúðu frá. Talsmað- ur herráðsins sagði í viðtali við kín- verska sjónvarpsmenn að engin átök hefðu átt sér stað milli hermanna og námsmanna. Um leið og hann bauð fréttamönnunum upp á kökur sagði hann einnig að enginn hefði beðið bana. Yfirvöld hafa áður greint frá því að þrjú hundruð hafi beðið bana en bandarískir heimildarmenn segja nú aö árásin á torgið hafi líklega krafist þrjú þúsund fórnarlamba. Sam- kvæmt upplýsingum sjónarvotta keyrðu skriðdrekar yfir námsmenn sem voru í tjöldum sínum á torginu. Margir eru þeirrar skoðunar að aldr- ei fáist upplýsingar um hversu marg- ir létust. Sagt er að herinn hafi brennt líkin áður en hægt var að telja þau. Reuter og TT LUKKUPOTTUR VERALDAR, DV OG BYLGJUNNAR LUKKUSEÐILL NR. < VINNINGUR: TVEGGJA VIKNA DVÖL Á BENAL BEACH Á COSTA DEL SOL MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNIVERÖLD Hlustaðu á Bylgjuna í dag, FERÐALÖGIN koma í þessari röð: 1. ROCK AN’ ROLL MUSIC - CHUCK BERRY 2. WEAKIN THE PRESENCE OF BEAUTY - ALISON MOYET 3. WAISTED ON THE WAY - CROSBY, STILLS, NASH & YOUNG Ég heyrði ferðalögin leikin í ofangreindri röð á Bylgjunni, FM 98,9 í dag kl. Nafn:____________________________________________— Heimilisfang:________________________;_______ Sími: Vinsamlega látið seðilinn minn í Lukkupott- inn 1989 svo ég fái tækifæri til að vinna tveggja vikna dvöl á Benal Beach á Costa del Sol, að verðmæti kr. 55.540, í Veraldarferð þann 25. júlí næstkomandi. Póstleggðu seðilinn strax í dag. Merktu umslagið: LUKKUPOTTURINN 1989 SNORRABRAUT54 105 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.