Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Síða 8
26
: MIDVIXUDAGUR 14. JI^Ml 1989.
Akureyri
Vona að fólk hafi
gaman af þessum lögum
- segir Bjami
Gyffi Kristjánsaan, DV, Akuieyii
„Ætli þetta hafi ekki byijað ailt
saman á unglingsárunum, þá kom í
ljós að ég hafði einhveija tilhneig-
ingu 1 þá átt að setja saman lög. Það
hefur alltaf verið þannig með mig að
þegar ég sest við hljóðfæri þá spila
ég allt annað en lög, ýmsa hljóma og
ýmislegt sem kemur í hugann,“ segir
Bjami Hafþór Helgason á Akureyri,
en hann hefur vakið athygli undan-
farin ár fyrir margar tónsmiðar sínar
sem náð hafa vinsældum.
Vildi glamra
„Nei, ég hef aldrei spilað neitt opin-
berlega nema einu sinni í mennta-
skóla. Þá var sett upp í MA leikritið
„Hlaupvídd 6“ og ég samdi lögin í því
leikriti og lék undir á píanó. Ef þess
er einnig getið að ég hef spilað undir
fjöldasöng í stórafmælum þá er minn
ferill á þessu sviði upptalinn.
Ég var settur í tónlistarskóla 7 ára
gamall en entist þar ekki nema í
nokkra tíma. Það þýddi ekkert að
reyna að kenna mér því ég vildi bara
fá að glamra eftir eigin höfði. Það er
því ekki hægt að segja að ég hafi
nokkra tónlistarmenntun."
Slagarar í MA
„Þegar ég var í Menntaskólanum á
Akureyri gerði ég dálítið að því að
setja saman stuttaralega slagara og
voru oft ortar við þá vísur um skóla-
félagana. Amar Bjömsson útvarps-
maður var með mér í þessu. Þessir
söngvar hafa sem betur fer ekki
heyrst nema í lokuðum hópi en ágætt
dæmi um þetta er sennilega lagið
Tengja sem Skriöjöklar fluttu á plötu
en þar samdi ég lagið og Amar text-
ann.“
Fyrsta lagið bannað
Fyrsta lagið eftir Bjama Hafþór,
sem út kom á plötu, hét því furðulega
nafni: Þeir sem verða blankir hringi
í 12612. „Þetta lag var samið fyrir 1.
des. hátíð í Menntaskólanum á Akur-
eyri og þá flutt af hljómsveitinni
Hver. Síðan kom það út á plötu með
hjjómsveitinni Chaplin frá Borgar-
nesi en lagið var strax bannað í út-
varpinu. Það var einhver kona með
þetta símanúmer og einhverjir aura-
lausir menn tóku titil lagsins svo al-
varlega að þeir fóra að hringja í kon-
undanfarin ár
Samið á rauðu ljósi
- Hvemig semur þú, kemur andinn
yfir þig allt í einu eða ber þetta öðru-
vísi að?
„Það er mjög misjafnt. Stundum
koma hugmyndir þegar ég sit við
hljómtækin mín. Mér finnst best að
semja með ákveðna hljómsveit í
huga eða þegar ég er beðinn um að
semja lag. Þá bý ég til inni í mér
ákveðna pressu. Svo geta hðið allt frá
10 mínútum upp í nokkra daga þang-
að til eitthvaö gerist af viti og þá get-
ur það gerst hvenær sem er og hvar
sem er, jafnvel á rauðu ljósi niðri í
bæ.“
Textamir koma á
eftir
- En hvað um textana, koma þeir á
undan eða eftir lögunum?
„Meginreglan ersú að þeir koma á
eftir. Ég hef samið textana við öll
mín lög sjálfur nema lagið Tengja.
Það em oft vissir „frasar" sem mað-
ur er með í huga og er að hugsa um
á meðan maður er að semja lagið en
síðan er útfærslan eftir. í það fer oft
heilmikil vinna. Ég vil helst að text-
inn hggi þannig þegar hann er kom-
inn á lagið að hann syngist með því
alveg fyrirhafnarlaust þannig að
mönnum finnist þeir hafa samið
þetta sjáifir.
Ég er hrifinn af því að notast við
stuðla, höfuðstafi og endarím, mér
finnst vera svo mikið hljómfall í
þessum bragreglum. Það getur á
stundum verið erfitt að ná þessu
heim og saman jafnframt því að hafa
textann léttan og eðlilegan."
- Er eitthveð merkilegt á döfinni frá
þér?
„Nei, ég get ekki sagt það. Ég er
t.d. ekki einn af þeim lagasmiðum
sem eiga mikið af lögum á lager og
hef aldrei átt. Æth ég eigi ekki 2-3
lög sem hggja einhvers staðar og ef
ég gleymi þeim er það einfaldlega
vegna þess að þau em ekki nógu góð.
Skriðjöklar era þó með eitt lag eftir
mig sem er útsett af Jóni Ólafssyni
og kemur væntanlega út á hljóm-
plötu í haust. Þetta er rólegt lag sem
ég samdi sérstakklega fyrir þá og
heitir Ég elska þig öskrandi heitt,
sungið af Ragnari „Sót“ Gunnars-
syni.“
Hafþór Helgason sem hefur samið marga „smellina"
Bjarni Hafþór Helgason í „horninu sínu“ í stofunni heima. Þarna, innan um hljómborð, píanó, gítara og fleiri hljóð-
færi, verða lög hans til. DV-mynd gk
una í stórum stíl svo banna varð lag-
ið. Þetta byrjaði því mjög fahega aht
saman eða hitt þó heldur."
Síðan komu tvö lög eftir Bjama
Hafþór á sólóplötu Bjarka Tryggva-
sonar, Helgarhúkk og Stóðið. Þetta
var fyrir 1980 og síðan kom ekki lag
eftir Bjama á plötu fyrr en árið 1986.
HúnReykjavík
„Það ár tók ég þátt í keppni um
afmæhslag Reykjavíkur á 200 ára
afmælinu. Þaö hét Hún Reykjavík og
þau Helga Möher og Björgvin Hah-
dórsson sungu það. Fyrir þetta lag
fékk ég 100 þúsund krónur en hvað
síðan varð um lagið veit ég ekki
neitt. Það kom aldrei út á plötu og
virðist einfaldlega hafa týnst. Ef það
heyrist í útvarpi þá er það spilað af
böndum.
Nú er óhætt að segja að skriðan
hafi farið af stað með Skriðjöklum.
Þeir spiluðu lagið Tengja og í kjölfar-
ið komu Á landsmót, Mamma tekur
slátur, Aukakílóin, Hryssan mín blá
og nú síðast lagið Mikki refur. Auk
þessara laga kom á plötu lagið Inn í
eilífðina sem þau sungu Karl Örvars-
son og Ólöf Sigríður Valsdóttir. Síð-
ustu lögin mín sem heyrst hafa opin-
berlega era svo lögin tvö úr keppn-
inni um landslagið, Ég sigh í nótt sem
hafnaði í 4. sæti og Eg úthoka ekk-
ert.“
Hljópámig
- Hefur þú tekið þátt í Söngvakeppni
evrópskra sjónvarpsstöðva?
„Ég sendi lag í fyrstu keppnina en
það er lagið sem nú gengur undir
nafninu Mikki refur. Andinn í þessu
lagi hentaði engan veginn í þá keppni
og því er óhætt að segja að ég hafi
hlaupið á mig þama. Ég sendi svo
aftur lag í keppnina 1988 sem þeir
sungu Eyjólfur Kristjánsson og Karl
Örvarsson en það hlaut ekki náð fyr-
ir augum dómnefndarinnar.“
- Myndi þig langa að ná árangri í
þessari keppni?
„Já, því ekki það. Ég hef ekkert
nema gott eitt um þessa keppni að
segja og svona sönglagakeppni yfir-
leitt, menn fá þar tækifæri að koma
sínum verkum á framfæri. Hins veg-
ar held ég að menn ættu að vera
fijálslyndari í vah á lögum í keppni
eins og Eurovision og vera ekki að
horfa á neina Eurovision formúlu í
því sambandi því það skilar ekkert
betri árangri. Dómnefndimar víðs
vegar í Evrópu era svo óútreiknan-
legar. Það er án efa best fyrir okkur
að senda bara í þessa keppni íslenska
alþýðutónhst eins og við þekkjum
hana.“
Riddarar hringborðsins:
Þar eru málin rædd og brotin til mergjar
Nnkkrir „riddaranna" við hringborð sitt á „teriu" Hótel KEA. DV-mynd gk
Gylfi Kristjánssan, DV, Akureyri:
„Því er ekki að neita aö það er
notalegt að vita til þéss að fólk úti í
bæ heldur að við sitjum hér í buh-
andi kjaftasögum alla daga,“ segir
Gunnar Berg, einn af „riddurum
hringborðsins" á Akureyri. Sá
óformlegi félagsskapur samanstend-
ur af20-30 mönnum sem hittast flest-
ir daglega á kaffiteríu Hótel KEA og
þar ræða þeir máhn fram og til baka
og má segja að ekkert sé þeim óvið-
komandi.
„Það að hittast svona skapar sam-
kennd meðal manna og mér finnst
dagurinn ekki góður ef ég kemst ekki
hingað til að hitta félagana og ræða
málin,“ segir Gunnar Berg en hann
hefur í um 15 ár mætt til hringborðs-
ins tvisvar á dag alla daga ef hann er
í bænum. „Hér ræðum við þau mál
sem eru efst á baugi, leysum mörg
þeirra að sjálfsögðu en önnur ekki,“
segir Gunnar.
Þeim sem DV ræddi við bar ekki
saman um hvenær menn hófu að
hittast daglega á kaffiteríu Hótel
KEA til að drekka þar kaffi og spjaha
saman en það gætu verið um 25 ár
síðan þetta byijaöi. Hitt er ljóst að
þeir sem þangaö hafa komið að
hringborðinu og koma í dag era úr
öhum stéttum bæjarlífsins, lögfræð-
ingar, forstjórar, iðnaðarmenn,
verkamenn og áfram mætti telja.
Það er jafnan létt yfir mönnum og
stutt í „gálgahúmorinn" og grínið.
Þeir fyrstu mæta strax um kl. 8 á
morgnana eftir að hafa skroppið í
sund og síðan era menn að koma og
fara að borðinu fram undir kl. 10.
Síðdegis koma svo margir aftur og
fleiri bætast í hópinn.
Og margir burtfluttir Akureyring-
ar koma við hjá „ridduram hring-
borösins“ þegar þeir eiga leið um
bæinn. Þeir sem DV ræddi við minnt-
ust t.d. á heimsókn Steingríms St.
Th. Sigurðssonar, hstmálara og lífs-
kúnstners, sem nýlega var á ferð á
Akureyri og lét til sín taka við hring-
borðið þann tíma sem hann dvaldi í
bænum. Þá töluðu þeir með söknuði
um Gunnar „sót“ Haraldsson sem
nýlega flutti frá Akureyri en hann
var ókrýndur höfðingi riddaranna
síðustu árin sem hann bjó í bænum.