Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Síða 4
22
Akureyri
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989.
STEFANIA
AKUREYRI
Stórgíæsilegt hlaðborð í
hádegínti á ótrúlega lágti
verðí, m.a.:
7-8 teg. af heítum mat,
græmetí, hrísgrjón,
kartöflur, súpa og
glæsílegt brauðborð.
Á kvöldín er okkar stór-
kostlegí A la carte seðíll
sem víð vorum að taka í
gagníð.
ALLAR VEITINGAR
SJÁUMST í SUMAR
____hóteí__________
STEFAHIA
Hafnarstrætí 83-85, símí 96-26366
á veginn!
Hraðakstur
er orsök margra
slysa. Miðum hraða
alltaf við aðstœður,
m.a. við ástand vega,
færð og veður.
Tökum aldrei
áhættul ||u^b«ar
Hansína
í Dala-
kofanum
- er hrifnust af íþrotta- og hljómsveitarmönnum"
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Þeir skipta orðið mörgum þúsund-
um, feröalangarnir sem hafa gist hjá
Hansínu Jónsdóttur eða „Hansínu í
Dalakofanum" á Akureyri þegar þeir
hafa átt leið þar um. I 12 ár hefur
þessi geðþekka kona rekið gistiheim-
ili sitt og það þarf ekki annað en að
líta í gestabækur hennar til að sjá
að gestir hennar hafa haldið þakklát-
ir áfram ferðinni að lokinni gistingu.
„Ég opnaði í maí árið 1977 og fyrstu
gestimir, sem komu, voru hljóm-
sveitin Haukar, alls 8 manns,“ segir
Hansína. „Þá átti ég tvær sængur,
keypti tvær til viðbótar, fékk fleiri
lánaðar og þetta gekk allt saman
upp. í dag á ég hins vegar nóg af
sængum, a.m.k. tuttugu,“ segir hún
og hlær þegar hún rifjar upp þessa
byrjun sína í gistihúsarekstri en þá
var hún 57 ára að aldri.
Öll árin, sem Hansína hefur rekið
gistiheimili sitt, hafa komið til henn-
ar hópar fólks og Hansína segir: „Ég
er hrifnust af íþróttamönnum og
hljómlistarmönnum, þeir eru mínir
uppáhaldsgestir. Það hafa aldrei ver-
ið nein vandræði með íþróttamenn-
ina, þeir reykja ekki einu sinni og fá
ekki að fara út á kvöldin. Hljómlist-
armennimir era einnig reglumenn í
dag því annars fá þeir enga vinnu.“
Hún nefnir nokkra hljómhstarmenn
sem hafa oft gist hjá henni, s.s. Magn-
ús Kjartansson, Stuðmenn og Bubba
Morthens en segir að hann sé nú
reyndar hættur að gista hjá sér.
- Hefur aldrei dregið til tíðinda hjá
þér, t.d. vegna ölvunar gesta?
„Það get ég ekki sagt. Ef eitthvað
er í uppsiglingu segi ég bara við
strákana að þeir skuli gjöra svo vel
að vera góðir. Ég er svo gömul að ég
gæti verið amma þerra og þeir gegna
mér ævinlega.“
Hansína segir einnig mikið um að
fólk, sem sé á leið á ættarmót, gisti
hjá sér og hún talar jákvætt um það
að fá fjölskyldufólk í gistingu. „Það
er reyndar allt fólk gott ef maður
bara kemur vel fram viö það,“ segir
Hansína. Á henni er engan bilbug að
finna þótt hún sé að verða sjötug. „Ég
ætla ekki að hætta þessu fyrr en ég
nauðsynlega þarf, ég held ég verði
svo gömul ef ég hætti að vinna," seg-
ir hún og meinar greinilega hvert
orð.