Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Side 5
MIÓVIKUDAGÚR 14. JÚNÍ ító.
Akureyri
Hlynur og Andri við afgreiðsluborð „Pizza Elefant" með pitsu á milli sín.
DV-mynd gk
Pizza Elefant á Akureyri:
Fórum út í
þetta af ævin-
týramennsku
- segja Hlynur Jónsson og Andri Gylfason
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
„Þessu hefur verið geysilega vel
tekið og við höfum ekki gert neitt til
þess að auglýsa okkur,“ segja þeir
Hlynur Jónsson og Andri Gylfason,
tveir ungir Akureyringar sem reka
veitingastaðinn Pizza Elefant á Ak-
ureyri.
Veitingastaður þeirra er á 2. hæð
hússins Hafnarstræti 100 þar sem
Bleiki fillinn er til húsa. Það er Spán-
verjinn Antonio Melado sem rekur
Bleika fílinn en þeir Hlynur og Andri
pitsastaðinn sem sjálfstæða einingu
þar inni.
„Viö fórum út í þetta af algjörri
ævintýramennsku" segja þeir félag-
ar en hvorugur þeirra hefur starfað
við slíkan rekstur fyrr. Reyndar var
Hlynur að læra matreiðslu á Hótel
KE A en hefur nú gert hlé á því námi.
Þeir segja að hugmyndin um rekst-
ur staðarins hafi kviknað yfir kafíi-
bolla á Uppanum sem er annar veit-
ingastaður í hjarta Akureyrar. Þeir
opnuðu svo á „B-daginn“, 1. mars,
með pompi og prakt. Eins og nafn
staðarins gefur til kynna er höfuðá-
herslan lögð á pitsur en einnig eru
þeir nú að hefja frcunleiðslu og sölu
á matarpönnukökum. Úrvahð af
pitsunum er mikið en vinsælust er
„Milano" sem er með tómati, osti,
nautahakki, pepperoni, sveppum,
lauk og grænum pipar. Þá er sjávar-
réttapitsa mjög vinsæl en hún er með
túnfiski, kræklingum, rækjum og
hvítlauksolíu. Verðið á pitsunum er
frá 330 krónum.
oo
23
PHILIPS
KANN TÖKIN Á TÆKNINNI
Sýnishorn af fjölþættri framleiðslu Philipstækja:
Myndbandstæki Þvottavélar Hrærivélar
Litsjónvörp Uppþvottavélar Matvinnsluvélar
Videoupptökuvélar Frystikistur Örbylgjuofnar
Hljómtæki Rakvélar Gufugleypar
Geislaspilarar Ryksugur Staujárn
Bíltæki Kaffivélar Grillofnar
Útvarps- og segulbandstæki Brauðristar Djúpsteikingarpottar
Kæliskápar Hárblásarar Ljósaperur
þekkja allir þegar minnst er á
góðar þvottavélar og t.d. kæliskápa
Sambyggðar þvottavélar og þurrkarar
Úrval kæliskápa
Stórir amerískir kæliskápar
AKVRVÍK
ÍS hf., Glerárgötu 20, 600 Akureyri, sími 96-22233/22232
I
Viö hjá B & L erum stoltir af aö kynna nýja og
endurbætta Lada Samara.
Lada Samara hefur nýja og kraftmikla 1500
cc vél og fæst nú bæöi 3 og 5 dyra.
Lada Samara er rúmgóöur, framhjóla-
drifinn fjölskyldubíll, meö góöa fjöörun
og aksturseiginleika, sem gerir hann
sérstaklega hentugan fyrir íslenska
staöhætti.
Lada Samara svo sannarlega
kærkomin kjarabót fyrir
íslenskar fjölskyldur.
3ja d. 1300 399.617.-
3ja d. 1500 444.091.-
5 d. 1300 456.873.-
d. 1500 485.446.-
Framhjóladrifinn bíll á undraverði.