Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Blaðsíða 6
24 Akureyri MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989. DV „Það þurfti að hrista upp í þessu" - s,egir Einai' Viðarsson bakari sem býður stóru brauðgerðunum á Akureyri birginn Með tveimur afgreiðslustúlkum í versluninni. DV-mynd gk góðra veiga og veitinga þarscm umhverfið vekuránægju I veitingasafnum okkar, Hðfdabcrgi. er boðið upp á f)ölbreytuin og Jjúífengan mat og drykk í nýjum oggfæsalegum húsakynnum. Undabcrg er notaleghr, nýttskutegur bar, par er goit að s«tja og rabba saman yfir glasi af góðu víni. Við viljum cinníg vekja alhygií á matstofunni, Súitm- bergiÞar fasftirvai góðra vcitinga á hóflcgu verði. HOTEL KEA Hatnarstræii 87-8Ú ■ 600 Akurevri - Fósthölí 283 AKIREYRI Einar að störtum í bakaríinu. DV-mynd gk Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Auðvitað tók ég vissa áhættu með því að fara út í þennan rekstur hér í bænum þar sem fyrir voru tvær stórar brauðgerðir en það þurfti að hrista upp í þessu, menn gátu gert nánast hvað sem þeir vildu eins og aö selja frosin brauð og ýmislegt þess háttar," segir Einar Viðarsson, bak- arameistari í Einarsbakaríi á Akur- eyri. Mörgum fannst hann tefla djarft þegar hann réðst í það í byrjun árs- ins 1978 að opna brauðgerð og versl- un í bænum og hella sér út í sam- keppni við stóru brauðgerðirnar tvær í bænum, Brauðgerð Kr. Jóns- sonar og Brauðgerð KEA, en það er engan bilbug að finna á Einari. „Þetta gekk strax miklu betur en ég hafði nokkru sinni reiknað með. Ég fékk bræður mína til að vinna með mér í byijun, ætlaði að hafa þá hjá mér nokkra daga, en þeir urðu fastir í þrjár vikur vegna þess hversu mikið var að gera þangað til ég var búinn að ráða fólk til starfa,“ segir Einar. í dag starfa hjá honum um 15 manns í 10 stöðugildum. Einar lærði í Álfheimabakaríi i Reykjavík, vann síðan sem verkstjóri hjá brauðgerð Myllunnar þar til hann flutti norður til Akureyrar. „Ég kom með talsvert af nýjungum í byrjun þegar ég opnaði og það er alltaf reynt að koma með einhverjar slíkar af og til,“ segir Einar. Hann segir að íjárfestingar sínar í tækjum og öðru viðkomandi bakaríinu nemi nú um 25 milljónum króna og auk afborgana hafi vaxtagreiðslur numið um 3 milljónum króna á síðasta ári. „Það er vissuiega erfitt að standa í þessu og verður það í einhvem tíma, en þessi verslun er ömgglega komin til að verasegir Einar. Hann segir að um 60% framleiðslunnar seljist í brauðbúö hans, sem er í sama húsi og bakaríið, en um 40% fari til versl- ar.a og fyrirtækja í bænum. Einar fyrir utan höfuðstöðvarnar við Tryggvabraut

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.