Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Blaðsíða 2
20 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989. Akureyri_______________________________py „Ég veit ekki neitt skemmtilegr a en flugið'' - segir Gestur Einar Jónasson útvarpsmaður, fyrrum leikari og nýbakaður einkaflugmaður Gyifi Kristjánsson, DV, Akureyri: „Það má segja að ég haíi verið að sniglast í kringum flug og flugmenn alveg fá því ég man eftir mér. Pabbi var flugumferðarstjóri á Akureyrar- flugvelb og ég var að þvælast þar öllum stundum. Það var því snemma ljóst að ég ætlaði mér að læra eitt- hvað sem tengdist fluginu, flugið sjáift eða flugumferðarstjórn.“ Það er Gestvu- Einar Jónasson sem hefur orðið en þótt flugiö sé aðalá- hugamál hans er Gestur þekktari fyrir annað. Hann lék um árabil hjá Leikfélagi Akureyrar, lagði síðan fyrir sig blaðamennsku en hefur að undanfomu starfað hjá Ríkisútvarp- inu á Akureyri við fréttaöflun og dagskrárgerð. En við ætluðum að ræða um flugdelluna að þessu sinni. „Ég var ekki nema 16-17 ára þegar ég fór að læra flug og fór í bóklegt einkaflugmannspróf þegar ég var 18 ára. Það er skemmst frá því að segja að ég náði ekki prófinu og er þetta í eina skiptið sem hef fallið á prófi. Hins vegar gafst ég ekki upp, fór í prófið.árið eftir og náði því þá.“ Ýmislegt varö til þess að Gestur hætti í fluginu, hann vann langan Gestur Einar hugar að vélinni á Akureyrarflugvelli áður en haldið er I loftið. Hér er Gestur kominn upp í vélina, í sæti flugmannsins og senn var haldið I loftið. DV-mynd gk vinnudag á þessum árum, m.a. við malbikun gatna á Akureyri, og síðan tók leikhúsið við með mikilli vinnu á öllum tímum dags og á kvöldin. En flugbakterían er lífseig og við hana losnaði Gestur ekki. Því var það fyrir rúmum tveimur ánun að hann dreif sig í bóklega einkaflugmanns- prófið í þriðja skiptið og það stóð ekki fyrir honum. Síðan tóku flug- tímamir við og nú fyrir skömmu lauk hann verklega prófinu með pompi og prakt. „Ég veit ekki neitt skemmtilegra en flugið. Mér líður mjög vel þegar ég er kominn upp í loftið og ég er alveg eins og nýr maður þegar ég er búinn að fara í flug. Það er e.t.v. erf- itt að lýsa því hvað veldur þessu, en flugið er ögrandi og maður sér t.d. landið sitt frá öðnr sjónarhomi og kynnist því vel. Félagsskapurinn er líka skemmtilegur, það em margir skemmtilegir strákar í fluginu sem maður er að kynnast og þetta er virkilega skemmtilegt." - Er ekki draumurinn að eignast sína eigin vél og geta flogið hvenær sem manni dettur í hug? „Jú, auðvitað er það æskilegast að eiga sína eigin vél, eða öllu heldur hluta í vél, því menn kaupa oftast vél nokkrir saman. En þaö þarf líka að byggja skýh yfir vélamar svo þetta er nokkur peningur. Það er varla nokkurt vit í öðm þegar búið er að taka þetta próf en hafa aðgang að einhverri ákveðinni vél.“ - Hvert fljúga akureyrskir flugá- hugamenn aðallega? „Það er um ýmislegt að velja. Menn eiga það til að skreppa í kaffi, t.d. austur að Mývatni, fara á Sauðár- krók, Siglufjörð, Ólafsfjörð, fram á Melgerðismela, suður tU Reykjavík- ur eða eitthvað annað, það er um margt að velja. Ég hef sjálfur haldið mig nærri Eyjafirðinum til þessa en DV-mynd gk flaug þó til Egilsstaða og Vopnafjarð- ar í tengslum við prófið." - Kemur til greina að þú getir nýtt flugið í sambandi við t.d. fréttaöflun fyrir útvarpið, fetað í fótspor Ómars? „Vissulega er sá möguleiki fyrir hendi en til þess þyrfti ég þó helst að eiga mína eigin vél. Það er ekki dýrara að nýta flugvél í ferðir út frá Akureyri en t.d. bílaleigubíl. Ég hef einu sinni sameinaö flugferö og vinnu en það var einmitt þegar Stein- grímur samgönguráðherra „tók fyrstu sprengjuna“ við göngin í Ól- afsfj arðarmúlanum," segir Gestur og hver veit nema hann eigi eftirað slá starfsbræðrum sínum við með því að fljúga eftir fréttunum eins og flnn maður? Akureyrarblað í 9. Sérstakt Akureyrarblað kemur nú fyrir augu lesenda DV níunda árið í röð, en hefð er komin á það að gefa slíkt blað út einu sinni á ári. Staða DV á Akureyri hefur sífellt eflst undanfarin ár og útbreiösla blaðsins í bænum eykst stöðugt. DV var einmitt fyrsta dagblaðið sem réð blaðamann í fast starf á Akureyri. Skrifstofur DV og ritsfjóm fluttu fyrir skömmu í nýtt húsnæði að Strandgötu 25 og með tilkomu þess sinn batnaði öll aðstaða verulega. Þar er sími biaðamanns 26613 en sími af- greiöslu, sem er opin frá kl. 13-19 virka daga, er 25513 og þar er tekið á móti auglýsingum og áskriftum. Blaðamaður DV á Akureyri er Gylfi Krisfjánsson. Akureyringar og aðrir Norðlendingar em hvattir til að hafa samband við hann þurfi þeir að koma einhveiju á framfæri eða hafa hugmyndir um fréttir eða annaö efhi. Aðsetur DV á Akureyri hefur nú verið flutt í nýtt húsnæði að Strandgötu 25. DV-mynd gk

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.