Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 1989. 41 Akureyri VERÐLAUNAPENINGAR stærð 42 mm. Nonnahús: Von á mik- illi aukn- ingu í sumar Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii: Nonnahús á Akureyri var opnaö gestum 1. júní sl. og verður opið hvem dag fram til 1. september kl. 14-16.30. Einnig geta hópar, sem vilja komast í húsið á öðrum tímum, pant- að tíma í síma 23555. „Við eigu von á mikilli aukningu ferðamanna í Nonnahús í sumar, ekki síst vegna sýningar á sjónvarps- myndinni um Nonna og Manna bæði hér heima og erlendis,“ sagði Ragn- heiður Árnadóttir í samtali við DV, en hún á sæti í Nonnanefnd Zonta- klúbbs Akureyrar sem sér um rekst- ur Nonnahúss. Ragnheiður sagði að undanfarin ár hefðu komið á milli 4 og 5 þúsund gestir í Nonnahús hvert sumar. Mest em það erlendir ferðamenn sem sýna Nonnahúsi áhuga. Þjóðveijar eru þar íjölmennastir en einnig koma feröamenn frá öðrum Evrópulönd- um og jafnvel alla leiö frá Asíu til að líta Nonnahús augum. Mikil aðsókn skólafólks var í Nonnahús í vor í kjölfar sýningar sjónvarpsmyndarinnar um Nonna og Manna og eflaust á sú mynd stór- an þátt í því að aðsókn að húsinu í sumar mun verða meiri en undanfar- in ár. Zontakonur á Akureyri hafa því búið sig undir annasamt sumar. Nonnahús á Akureyri. DV-mynd gk AUGLÝSING Gísli Jónsson, forstöðumaður skrifstofu Fjárfestingarfélags íslands á Akureyri: Eru Akureyringar sparsamir? Já, Gísli Jónsson, forstöðumað- ur útibús Fjárfestingarfélags ís- lands á Akureyri, er ekki frá því. ,,En þeir eru ekki nískir," segir hann, „langt því frá. Og greinilegt er að fólk er farið að hugsa meira um ávöxtun pening- anna sinna en áður var." Skrifstofa Fjárfestingarfélags- ins var sett á laggirnar snemma árs 1988. Hún er til húsa við Ráðhústorgið þar sem einnig er Ferðaskrifstofa Akureyrar. Gisli er einmitt forstjóri hennar. Hann segir uppsveifluna i starfsemi Fjárfestingarfélagsins nyrðra greinilega. „Þær áætlanir, sem við settum okkur í upphafi, voru kannski hófsamar. En þær stóðust og rúmlega það," segir hann. „Augu fólks eru óðum að opnast fyrir þvi að fleiri leiðir eru til sparnaðar en þær sem bankarnir bjóða upp á. Við höfum líka var- ið töluverðum tíma til að kynna starfsemina, bæði með auglýs- ingum, einkaviðtölum og fund- um sem hafa oft orðið fjölmenn- ir." Starfsmaður skrifstofu Fjár- okkarflyst ekki suðurtil Reykja- víkur. Reynslan sýnir að þeir peningar sem hér koma inn fara og út í atvinnulífið hér nyrðra." Um það bil fjórir og hálfur millj- arður króna er nú í sjóðum Fjár- festingarfélags islands og við- skiptavinirnir eru um þrettán þúsund. Fjölmörg fyrirtæki standa að félaginu. Má þar nefna Eimskip, Verzlunarbanka Íslands og Lifeyrissjóð verslunarmanna. Námskeiðin norður Gisli Jónsson segir skrifstofu Fjárfestingarfélagsins á Akur- eyri geta boðið upp á alla þá þjónustu sem fæst í Reykjavík. „Og við höfum fullan hug á að bæta við okkur eftir því sem málin þróast syðra," segir hann. „Fjármálaskólinn er nú að fara af stað. Mér líst mjög vel á það framtak. Við stefnum á að geta boðið upp á öll þau sömu nám- skeið og nú er verið að skipu- leggja fyrir sunnan þegar um hægist. Eftir því sem ég hef frétt hefur skólinn slegið i gegn og ég á ekki von á öðru en að það sama gerist jafnframt hér fyrir norðan." fólk og eldra, konur jafnt sem karla. Það má raunar segja að við byggjum viðskiptin upp á mörgum smáum í stað fárra stórra." Að sögn Gísla eru kjarabréfin vinsælust hjá einstaklingum. Eigendur fyrirtækja veðja fremur á skyndibréfin. Þau henta líka vel þeim sem þurfa að ávaxta peninga sína i skamman tíma, eins og nafnið bendir til. „Og mig langar að benda á það," heldur Gísli áfram, „að það fjármagn sem fer um hendur festingarfélags íslands á Akur- eyri er Guðmundur B. Guð- mundsson. Hann annast allan daglegan rekstur útibúsins. Viðskiptavinir á öllum aldri Viðskiptavinir Fjárfestingarfé- lags íslands á Akureyri koma víða að af Norðurlandi, allt frá Blönduósi til Mývatns. En hverj- ir eru þeir? „Hverjir eru þeir ekki?" svarar Gisli Jónsson án þess að hika. „Við fáum bæði til okkar ungt Verð 195 kr. stk. með áletrun Einnig mikiö úrval af bikurum og öörum verðlaunagripum. Pantið tímanlega. GULLSMIÐIR Sigtryggur & Pétur. Brekkugötu 5 - Akureyri. Sími: 96-23524. „Reynslan sýnir að þeir peningar sem hér koma inn fara og út í atvinnulífið hér nyrðra." „Fólk er farið að hugsa meira um ávöxtun peninganna sinna en áður var." FJARFESTINGARFELAGIÐ Ráðhústorgi 3, Akureyri Simi (96) 25000 Fleiri leiðir til sparnaðar en þær sem bankarnir bjóða upp á

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.