Dagblaðið Vísir - DV - 14.06.1989, Side 26
MÍÐVIKUDAGUR 14. jÚNlk'989:
44»
Akureyri_______________________________________ i>v
- segir Elfa Ágústsdóttir, dýralæknir á Akureyri
Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyii;
„Hún er langbest í þessu, það er
ekki spuming,“ sagði hestamaður
einn á Akureyri er Elfa Ágústsdóttir
dýralæknir hafði hugað að tveimur
hestum hans á dögunum. Ekki ama-
legt „comment" það. Skömmu áður
hafði DV fylgst með er Elfa hugaði
að hrossi sem var með gamabólgu
og hrossasótt og þar virtist hún vera
búin að gera það sem gera þurfti og
allt var á réttri leið.
„Það er búið að vera alveg geysi-
lega mikið að gera upp á síðkastið.
Það var verkfall allan aprílmánuð
hjá ríkisráðnum dýralæknum og það
kostaði mjög aukna vinnu hjá mér
enda vinn ég sjáifstætt. Síðan tók
sauðburðurinn við í maí og þá var
unnið dag og nótt. Kýmar era líka
mikið að bera á þessum árstíma
Elfa Ágústsdóttlr sprautar hest Þórarins Guómundssonar sem hafði þjáðst
af garnabólgu og hrossasótt. DV-mynd gk
Elfa ræðir við hestamann í Breiöholtshverfinu á Akureyri, en það er hverfi hestamanna þar i bænum. „Hún er best
í þessu“ sagði þessi hestamaður ákveðinn. DV-mynd gk
þannig að það hefur verið mikill
annatími að undanfömu,“ sagði Elfa
er DV ræddi stuttlega viö hana.
Elfa lauk 6 ára dýralæknisnámi í
Osló í desember 1984 og vann síðan
í tæpt ár í Norður-Noregi. „Lengst
norður í Norður-Noregi í 40 stiga
frosti þannig að það var ágætis byij-
un,“ segir Elfa.
Síðan lá leiðin heim til Akureyrar
og eftir að heim kom hefur hún unn-
ið með tveimur dýralæknum á svæð-
inu, föður sínum, Ágústi Þorleifs-
syni, og Guðmundi Knudsen, og nær
svæði þeirra yfir nær allan Eyja-
fjörð, Óxnadal, Hörgárdal og austur
að Ljósavatnsskarði. En Elfa lætur
sér þetta ekki nægja, hún rekur einn-
ig sinn eigin dýraspítala.
„ Já, ég er sú eina okkar þriggja sem
sinnir gæludýrunum, reyni aö vinna
við það á kvöldin og um helgar þegar
ég kem heim úr sveitinni."
- Hvað finnst þér mest gaman að
fást við í.þessu starfi?
„Þetta er allt mjög skemmtilegt og
starfið er ekki síst skemmtilegt fyrir
það hversu fjölbreytt það er. Mestur
tíminn fer í kýmar vegna þess
hversu mikið er um þær hér á svæð-
inu. Hestamir taka einnig mikinn
tíma og kindumar um sauðburðinn.
Varðandi gæludýrin þá er mest kom-
ið með hunda og ketti og mikið er
um ófijósemisaðgerðir á læðum.“
Þá ákvörðun Elfu að gerast dýra-
læknir bar ekki brátt að.
„Ég var alltaf ákveðin í því að verða
dýralæknir. Þeir segja það við mig,
bændurnir, að þegar ég var smá-
stelpa að koma á bæina með pabba
hafi ég þegar sagst ætla að verða
dýralæknir þegar ég yrði stór. Það
er gaman að þessu og bændumir
hafa tekið mér mjög vel og ég hef
aldrei orðið vör við neinar efasemda-
raddir vegna þess að ég er stelpa,“
sagði Elfa.
í»að borgar sig að
þekkja landið sitt!
Ef þú berð kennsl á staðinn á myndinni skaltu
senda okkur svarið ásamt nafni, heimilisfangi
og símanúmeri og þú getur átt von á glæstum
vinningi.
Þetta er fyrsta ferðagetraunin af þremur, hinar
tvær verða í innlendum ferðablöðum, sem fylgja
munu DV miðvikudagana 28. júní og 26. júlí nk.
Dregið verður úr réttum svörum fyrir hverja
getraun og 15 verðlaun veitt í hvert skipti.
Og verðlaunin eru
ekki af verri endanum.
í tilefni af 5 ára afmæli sínu ætlar FRAMKÖLL-
UN SF., LÆKJARGÖTU 2 OG ÁRMÚLA 30,
að gefa heppnum lesendum DV ferðafélagann í ár:
WIZENSÁ, alsjálfvirka 35 mm myndavél að verð-
gildi 3.500 kr.
WIZENSA myndavélin er með
★ 35 mm glerlinsu
★ föstum fókus
★ sjálfvirkri filmufærslu
★ innbyggðu flassi (leifturljósi)
Ferðagetraun
Þekkirðu staðinn?
Skilafrestur er til laugardagsins 24. júní.
Svar sendist til DV, Þverholti 11,
105 Reykjavík, merkt Ferðagetraun DV I.
Nafn..................................
Heimilisfang..........................
Símanúmer.............................
Þetta er mynd af:
a) Hólum í Hjaltadal □
b) Þingeyrakirkju í
Húnavatnssýslu □
c) Grund í Eyjafirði □