Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1989, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989.
3
Fréttir
Um hundrað manns í kvöld-
verðarboði Harri Holkeris
- bleikjufrauð og taðreyktur lax meðal kræsinga
Harri Holkeri, forsætisráðherra Finnlands, og frú Liisa Holkeri bjóða Gylfa
Þ. Gíslason velkominn til kvöldverðarboðs sem þau héldu um eitt hundrað
gestum í gærkvöld. DV-mynd JAK
Finnsku forsætisráðherrahjónin,
Harri og Liisa Holkeri, buðu um eitt
hundrað gestum til kvöldverðar í
Átthagasal Hótel Sögu í gærkvöldi.
Boðið var upp á ‘bleikjufrauð og tað-
reyktan lax í forrétt, þá kampavíns-
sorbet, lambasteikur með gráðosta-
böku í aðalrétt og loks jarðarber í
sykurkörfu í eftirrétt. Kokkar voru
Sveinbjöm Friðjónsson og Þorvarð-
ur Óskarsson.
Boðsgestabsti finnsku forsætisráð-
herrahjónanna leit þannig út, fyrir
utan fylgdarhð Harri Holkeris:
Steingrímur Hermannsson forsæt-
isráðherra og frú Edda Guðmunds-
dóttir, Guðrún Helgadóttir, forseti
Sameinaðs Alþingis, Ólafur Ragnar
Grímsson fjármálaráðherra og frú
Guðnin K. Þorbergsdóttir, Jón Sig-
urðsson, viðskipta- og iðnaðarráð-
herra, og frú Laufey Þorbjarnardótt-
ir, Jón Baldvin Hannibalsson utan-
ríkisráðherra og frú Bryndís
Schram, Anders Huldén, sendiherra
Finnlands, og frú Rita Elmgren-
Hulden, hans Andreas Djurhuus,
sendiherra Danmerkur, og frú Lise
Djurhuus, Per Olof Forshell, sendi-
herra Svíþjóðar, og frú Helena Fors-
hell; Per Aasen, sendiherra Noregs,
og frú Liv Aasen, Helena Lappalain-
en sendiráðsritari, Haraldur Björns-
son, aðalræðismaður Finnlands, og
frú Þóra Stefánsdóttir, Borgþór
Kjæmested fréttamaður og frú Sól-
veig Pétursdóttir, Benedikt Gröndal
sendiherra og frú Heidi Gröndal,
Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálf-
stæðisflokksins, og frú Ingibjög
Rafnar, Davíð Oddsson borgarstjóri
og frú Ástríður Thorarensen, Guð-
mundur Benediktsson, ráðuneytis-
stjóri í forsætisráðuneytinu, og frú
Kristín Claessen, Helgi Ágústsson,
skrifstofustjóri í utanríkisráðuneyt-
inu, og frú Hervör Jónasdóttir,
Sveinn Björnsson og frú Sigrún
Dungal, Kornelíus Sigmundsson for-
setaritari og frú Inga Hersteinsdóttir,
Jón Sveinsson, aðstoðarmaður for-
sætisráðherra, og frú Guðrún Magn-
úsdóttir, Þorsteinn Ólafsson, efna-
hagsráðgjafi forsætisráðherra, og frú
Ásthildur Rafnar, Böðvar Bragason,
lögreglustjóri í Reykjavík, og frú
Gígja Haraldsdóttir, Friðrik Ölafs-
son, skrifstofustjóri Alþingis, og frú
Auður Júlíusdóttir, dr. Jónas Kristj-
ánsson, formaður orðunefndar, og
frú Sigríður Kristjánsdóttir, Markús
Örn Antonsson útvarpsstjóri og frú
Steinunn Ármannsdóttir, Júlíus Sól-
nes, formaður Borgaraflokksins, og
frú Sgríður María Sólnes, Ólafur G.
Einarsson, formaður þingflokks
•Sjálfstæðisflokksins, og frú Ragna
Bjamadóttir, séra Heimir Steinsson,
sóknarprestur á Þingvöllum, og frú
Dóra Þórhallsdóttir, Gylfi Þ. Gísla-
son, formaður Norræna félagsins, og
frú Guðrún Vilmundardóttir, Þórður
Ægir Óskarsson, sendiráösritari og
frú Sigurborg Oddsdóttir, Jón Júlíus-
son skrifstofustjóri og frú Signý Sen,
Áslaug Skúladóttir deildarstjóri, Er-
lendur Einarsson, fyrrverandi for-
stjóri, og frú Margrét Helgadóttir,
Ármann Snævarr prófessor og frú
Valborg Sigurðardóttir, Kjartan Jó-
hannsson alþingismaður og frú Irma
Karlsdóttir, Matthías Á. Mathiesen
alþingismaður og frú Sigrún Mathi-
esen, Birgir ísleifur Gunnarsson al-
þingismaður og frú Sonja Backman,
Magnús L. Sveinsson, forseti borgar-
stjórnar, og frú Hanna Hofsdai, Gísli
Alfreðsson þjóðleikhússtjóri og frú
Guðný Ingadóttir, Guðmundur Jóns-
son, forseti Hæstaréttar, og frú Fríða
Halldórsdóttir, Njörður P. Njarðvík
rithöfundur og frú Bera Þórisdóttir,
Jón Helgason alþingismaður og frú
Guðrún Þorkelsdóttir, Sveinn Ein-
arsson, forstöðumaður hsta- og
skemmtideildar Sjónvarpsins, og frú
Þóra Kristjánsdóttir, Helgi Guð-
bergsson læknir og frú Guðný Magn-
úsdóttir, Þórður Einarsson sendi-
ráðunautur og frú Karólína Hlíðdal,
Anna Einarsdóttir, Jón Fr. Einars-
son og Barbro Þórðarson.
-hlh
Tekist á í tvíbýlishúsi í Mosfellsbæ:
Hann sneri mig niður og
sprautaði á mig vatni
- segir íbúi á efri hæö um nágranna sinn
„Það var á sunnudaginn að ég fékk
mig fullsaddan og kærði nágranna
minn til lögreglunnar. Ég hafði borið
leikfong barnanna út á lóðina. Ná-
granni minn tók leikfóngin af böm-
unum og henti þeim til hliðar. Ég fór
þá út á lóð og bar leikfongin til baka.
Það var dugði ekki til þar sem hann
tók þau bara aftur. Svo kom að því
að hann réðst að mér, sneri upp á
handlegginn á mér, tók mig haustaki
og fleira. Ég sneri mig úr þessum
tökum og gætti mín á að gera ekkert
annað en að losa mig. í þessum átök-
um brotnuðu gleraugun mín. Þegar
svo var komið settist ég í grasið. Þá
þóttist hann þurfa að vökva blettinn
og sprautaði á mig úr garðslöng-
unni,“ sagði íbúi efri hæðar í tvibýl-
ishúsi í Mosafellsbæ.
Lögreglan í Reykjavík hefur kæru
mannsins nú til meðferðar. Ná-
grannarnir hafa lengi deilt, fyrst
vegna vinnu í bílskúrnum og síöan
vegna deilna um lóðina. Reynt hefur
verið að skipta lóðinni en byggingar-
nefnd hefur ekki fallist á þær teikn-
ingar sem gerðar hafa verið að skipt-
ingunni.
„Það hefur verið deila á milh okkar
lengi. Bílskúr neðri hæðarinnar er
undir stofu og hluta herbergis í okk-
ar íbúð. Maðurinn á neðri hæðinni
var með bílaviðgerðir í bílskúrnum
og það urðu af því mikh óþægindi.
Ég fékk lögfræðing Húseigendafé-
lagsins, en ég er félagsmaður þar, til
að skrifa nágranna mínum bréf. Það
hafði engin áhrif frekar en annað,"
sagði íbúinn.
-sme
Búið er að moka miklum jarðvegi í jarðveginum.
og sprengja burt grunn þann þar Um miðja næstu viku er gert ráð
sem olíutankamir stóðu sem oha fyrir aö niðurstöður um oliu i jarð-
lak úr á Keflavíkurfiugvelli. Enn veginum liggi fyrir.
er ekki vitað hversu mikil oha var -sme
ULTRA
endist langt um-
fram hefðbundnar
bóntegundir.
Utsölustaðir:
ESSO
stöðvarnar.
HEIMSMET SEM KEMUR ÞÉR TIL GÓÐA!
Á síðasta ári seldust hvorki meira né minna en 400 Chrysler bilar á ísiandi og markaðshlutdeild Chrysler var sú hæsta í heimin-
um utan Bandarikjanna. Vegna þessa árangurs náðust sérsamningar um verð á einni sendingu á Dodge Aries bilum sem nú eru
komnir til landsins.
DODGE ARIES - fjöIskYldubiIlínn sem slegíð hefur í gegn á íslandi enda vel útbúínn rúmgóður bill á
frábœru verðí, frá kr. 977.200,-
Búnaður m.a.:
Sjálfskipting * aflstýri * aflhemlar * 2.2L 4 cyl. vél með beinni innspýtingu * framhjóladrif * Iitað gler * stereo útvarp með 4 hátölurum og stöðvaminni
o.fl. o.fl.
VERÐ FRÁ KR. 977.200,-
JOFUR HF
Nýbýlavegi 2 • Sími 42600
JÖFUR-ÞEGAR ÞÚ KAUPIR BÍL