Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1989, Blaðsíða 14
14
FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989.
Frjálst.óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
"Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1 >27022 - FAX: (1 )27079
Setning, umbrot, mynda- og plótugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Askriftarverð á mánuði 900 kr.
Verð í lausasölu virka daga 85 kr. - Helgarblað 100 kr.
Góð byrjun hjá þeim gamla
Dagblaðið Tíminn er á gamals aldri farið að taka þátt
í að ræða um, hversu mikið sé tjón okkar af land-
búnaði. Kemst blaðið að þeirri niðurstöðu, að tölur DV
um 10,5 milljarða árlegt tjón neytenda á ári séu 1,8 mill-
jörðum of háar. Eftir ættu þá að standa 8,7 milljarðar.
Ofangreindar tölur eru um tjón neytenda af núver-
andi banni við innflutningi á ýmissi búvöru og takmörk-
unum á innflutningi sumrar annarrar búvöru. Blöðin
eru að fjalla um, hvort neytendur mundu græða 8,7 eða
10,5 milljarða á frjálsum innflutningi búvöru.
Tíminn telur rangt að miða álagningu í heildsölu og
smásölu á erlenda búvöru við prósenturnar, sem nú eru
notaðar. Hann segir, að verzlunin þurfi hærra hlutfall,
þegar grunnverðið lækkar. Vitnar blaðið í kaupmann,
sem segist mundu þurfa hærra álagningarhlutfall.
Hafa verður í huga, að núverandi álagning milliliða
í landbúnaði er hærri hér á landi en tíðkast í öðrum
löndum. Hún er hér 15% í heildsölu og 20% í smásölu.
DV taldi, að aukin samkeppni í kjölfar verzlunarfrelsis
mundi halda innlendri álagningu í skeQum.
Ekki skiptir öllu máli, hvort neytendur mundu græða
8,7 milljarða eða 10,5 milljarða á frjálsri verzlun með
innlenda og erlenda búvöru. Meira máh skiptir, að Qöl-
miðlar eru farnir að úalla efnislega um einstök atriði
útreikningsins í stað þess að neita staðreyndum.
Mestu máh skiptir þó, að sérhver fjölskylda í landinu
hefði stórgróða af sínum hlut upphæðarinnar, hvort sem
hún nemur 8,7 eða 10,5 mihjörðum króna. Athyghsvert
er einnig, að þetta atriði hefur að verulegu leyti farið
framhjá samtökum neytenda og launafólks.
Ýmsir fleiri hafa tekið þátt í þessari umræðu, þar á
meðal hagfræðingarnir Þorvaldur Gyhason og Markús
Möher. í stórum dráttum eru niðurstöðutölurnar svip-
aðar, 8,7-12,6 mihjarðar, hjá öhum aðilum, þótt reikn-
ingsaðferðirnar séu að ýmsu leyti misjafnar.
Tölurnar fara að nokkru eftir álagningarprósent-
unni, sem miðað er við. Þær fara hka eftir, hvort út-
reikningamir ná aðeins yfir afurðir kúa og kinda eða
hvort einnig er tekið tilht til afurða fiðurfénaðar, svína
og garðyrkju. Efnislega eru reikningsmenn sammála.
Gaman væri, að Tíminn tæki þátt í fleiri hðum um-
ræðunnar um herkostnað þjóðarinnar af landbúnaði.
Hann gæti til dæmis reiknað, hver yrði hagnaður skatt-
greiðenda af frjálsri innflutningsverzlun búvöru og hver
yrði gjaldeyrissparnaður þjóðarinnar af henni.
DV hefur reiknað út, að skattgreiðendur mundu spara
sér 4,3 mihjarða á ári, ef ríkið hætti fjárhagslegum af-
skiptum af landbúnaði og gæfi verzlunina frjálsa.
Tíminn gæti th dæmis reynt að lækka þessa tölu eitt-
hvað og þá væntanlega með góðum rökstuðningi.
DV hefur einnig lagt saman tvo og tvo og komizt að
raun um, að samanlagður spamaður neytenda og skatt-
greiðenda mundi jafnghda 30.000 krónum á mánuði í
launaumslagi fjögurra manna fjölskyldu. Dagblaðið
Tíminn gæti kannski fengið 25.000 krónur úr dæminu.
DV hefur ennfremur reiknað út gjaldeyriskostnað við
aðfong landbúnaðarins og gjaldeyriskostnað við að
halda fólki við landbúnað í stað arðbærra starfa, sem
afla gjaldeyris eða spara hann. Tíminn gæti kannski
með góðum rökum khpið eitthvað af þeim tölum.
En menn em alténd farnir að ræða af viti um stærsta
vanda þjóðarinnar, þegar þeir em farnir að rökræða,
hvor talan sé réttari, 10,5 eða 8,7. Það er góð byijun.
Jónas Kristjánsson
Innheimta
söluskatts
Undanfarið hefur innheimta
söluskatts mjög verið í sviðsljós-
inu. Mér virðist margir ánægðir
með forgöngu fiármálaráðherra
þótt margt orki þar tvímælis.
Allir eru sammála um að sölu-
skatti á að skila. Ríkið á auðvitað
að innheimta söluskatt af festu og
í því efni á ein og sama regla að
gilda fyrir alla. Á hinn bóginn
kunna mál að vera með ýmsu sniði.
Mér finnst í þessu sambandi
margir rugla saman söluskatts-
svikum og greiöslu söluskatts sam-
kvæmt skýrslum sem sendar hafa
veriö réttum yfirvöldum.
Innheimtumálin margræddu
snerta lítið söluskattssvik. Þeir
sem svíkja undan söluskatti geta
þess ekki á skýrslum. Verk þeirra
koma einfaldlega hvergi fram.
Hér er í flestum tilvikum verið
að fjalla um þá sem gera grein fyr-
ir þeim söluskatti sem greiða á en
hafa ekki greitt á tilskildum tíma,
trassað það eða ekki getað greitt,
eða þá ágreiningur er um máhð og
beðið úrskurðar.
Á þessu tvennu þurfa menn að
gera skýran greinarmun.
Eitt er að uppræta söluskattssvik,
annað að innheimta hjá þeim sem
hafa gert grein fyrir því hverju
þeir eigi að skila sem söluskatti.
Þriöja málið er síðan ágreiningsat-
riðin.
Lögfræðingar fjármálaráðuneyt-
is hafa gert grein fyrir því að lögin
heimili þeim að innheimta þótt
ágreiningur sé fyrir ríkisskatta-
nefnd eða jafnvel dómstólmn. Sjálf-
sagt hefur Alþingi veitt fram-
kvæmdavaldinu víðtækt vald með
lagasetningu. Það er út af fyrir sig
umhugsunarefni hvort ríkið á að
hafa víðtækara vald í deilumálum
en einstaklingar þjóðfélagsins,
umhugsunarefni hvort Alþingi hafi
gengið of langt í lagasetningu.
Hitt er svo enn annað hvernig
lögum er beitt þegar um áhtamál
er aö ræða. Einhver lögvísasti mað-
ur íslendinga, Ólafur heitinn Jó-
hannesson, fyrrverandi lagapró-
fessor og dómsmálaráðherra, var
einhvem tíma spurður í ákveðnu
máh hvort lögin væru ekki ótvi-
ræð. „Jú,“ svaraði Ólafur, „en það
þarf stundum dáhtiö brjóstvit
með.“
Ósjálfrátt koma þessi orð í hug-
ann þvi sumir meðhöndla lögin
eins og óviti tvíeggja sverð.
Ógreiddur söluskattur
Það er auðvitaö óþolandi að fyrir-
tæki innheimti söluskatt og skih
honum ekki. í slíkum thvikum ber
að innheimta söluskattinn sam-
kvæmt strangasta laganna bókstaf.
En menn mega ekki gleyma því
að sum fyrirtæki em í erflðri stöðu.
Þau skrifa reikning á viðskipta-
vin. Á honum er söluskattur. Innan
ákveðins tíma frá dagsetningu
reiknings verðaþau að skila ríkinu
söluskattinum. En viðskiptavinur-
inn greiðir ekki. Lítið fyrirtæki
getur hæglega átt þannig útistand-
andi 10 mihj. kr. í reikningum sem
ekki fást borgaðir, ef th vih aldrei
eins og málum er háttað í þjóð-
félaginu nú.
En fyrirtækið verður e.t.v. að
skha 2,5 milij. kr. í söluskatt sem
það hefur ekki fengið greiddan.
Þannig er fyrirtækið ekki aðeins
innheimtuaðih fyrir ríkið í sölu-
skatti. Það ber ábyrgð á greiðslu
hans þótt það fái ekki greitt.
Ég heyrði um fyrirtæki úti á landi
sem vann mikið fyrir ríkið. Rikið
greiddi ekki reikningana en fyrir-
tækið varð að greiða söluskattinn
af reikningunum sem ríkið greiddi
ekki. Þar kom að fyrirtækiö gat
ekki greitt og innheimtumenn rík-
isins lokuðu fyrirtækinu vegna
KjaUaiinn
Guðmundur G.
Þórarinsson
alþingismaður
þess að það skhaði ekki söluskatti
sem ríkið átti að greiða.
Almenningur telur úr fjarlægð
að hér sé um söluskattssvik að
ræða. Svo er ekki. Söluskatturinn
er tahnn fram á skýrslu en
greiðsluþrot verður vegna þess að
viðskiptavinir greiða ekki.
Þannig em máhn í sumum thvik-
um. Hinir sem raunverulega stela
söluskattinum gera engar skýrsl-
ur, þeir em ekki th umræðu í þessu
sambandi.
Deilumálin
Síðan koma þeir sem em með
óútkljáð dehumál varðandi álagn-
ingu.
Það er auðvitað rétt að kerfið má
ekki vera þannig að alhr geti sjálf-
krafa aflað sér greiðslufrests með
því að vísa máh sínu th úrskurðar.
Á hinn bóginn er það alvarlegt
umhugsunarefni að ríkið hafi í öh-
um thvikum rétt th lokunar fyrir-
tækja þó að málin séu th úrskurðar
og hvers eöhs sem þau eru. Borgar-
amir eru ekki alhr glæpamenn og
það nálgast lögregluríki að þannig
sé unnt að ganga að einstaklingum
hvemig sem málin kunna að vera.
Mér finnst af orðum {jármálaráð-
herra og viðskiptaráðherra eins og
þeir sjái veröldina einvöröungu
eins og hún lítur út frá tröppunum
á stjómarráðinu.
Vandinn í þessu máli er augljós.
Tökum fyrirtæki sem lokað er við
shkar aöstæður. Ríkiö telur sig
hafa rétt til innheimtu og lokar án
tillits th þess aö máhð er óútkljáð
fyrir dómstólum. Ef fyrirtækið get-
ur ekki greitt þýðir lokun að starf-
rækslu er hætt, starfsfólkið missir
vinnu og í versta falli verður fyrir-
tækið gjaldþrota. Úrskurður gæti
síðan komið frá hæstarétti eftir tvö
ár, e.t.v. á þann veg að ríkið sé í
órétti og verði að opna. En skaðinn
er skeður. Margir e.t.v. búnir að
missa aht sitt.
Fyrirtækið yrði að fara í skaða-
bótamál sem gæti tekið 3-4 ár.
Auðvitað gengur þetta ekki upp.
Tjónið yrði ekki bætt. Að ganga
fram af offorsi í shkum málum er
óviturlegt í hæsta máta.
En Davíð sagði í Hræreki kon-
ungi á Kálfsskinni: „Orstir hlaut
af hlum sigri Ólafur konungur
digri.“
Ríkiö sjálft
Alþingi hlýtur að endurskoða lög
um innheimtu söluskafts. Það að
máhð er flókið réttlætir ekkl að
menn takist ekki á við það. í réttar-
ríki er það grundvaharatriði að
ekki sé unnt að krossfesta menn
meðan þeir leita réttar síns.
Ríkið er fyrir okkur en við ekki
fyrir það. Ríkið á ekki rétt umfram
aöra.
En í sumum thvikum á ríkið að
greiða söluskatt, endurgreiöa sölu-
skatt. Það getur verið í ýmsum th-
vikum. Fiskeldið fékk th dæmis
endurgreiddan söluskatt fyrir árið
1986 árið 1988 án verðbóta og vaxta.
Þannig er sjálfsagt um fleiri. Regl-
umar snúast við þegar ríkið á í
hlut. Þá tekur nú stundum tíma að
fá fram ákvarðanir.
Alþingi ákvað um áramótin síð-
ustu að lántökuskattur af erlend-
um lántökum skyldi ekki vera á
lánum th fiskeldis á þessu ári. Fyr-
irtækin hafa verið að greiða þenn-
an skatt, hundruð þúsunda og
mihjónir, þrátt fyrir lagasetningu
vegna þess að fjármálaráðuneytið
hefur enn ekki 6 mánuðum seinna
útbúið einhveijar reglur!!
Síðan fá menn sjálfsagt einhvern
tima endurgreiðslu, líklega án
verðbóta og vaxta.
Hvað segja menn um það?
Nú má enginn misskilja orð mín.
Fjármálaráðherra gerði rétt að
herða innheimtu á söluskatti. Hins
vegar er það aht annað en að upp-
ræta söluskattssvik.
Það er umhugsunarefni og
spuming til fyrrverandi fjármála-
ráðherranna beggja hvernig þessar
fjárhæðir gátu hlaðist svona upp.
En máhð er ekki einfalt. Deilu-
málin verða að skoðast hvert fyrir
sig. Ella fer samlíkingin um óða
tarfinn í postulínsbúðinni að eiga
viö.
Guðmundur G. Þórarinsson.
„Alþingi hlýtur að endurskoða lög um
innheimtu söluskatts.“
Fjármálaráðherra gerði rétt í að herða innheimtu á söluskatti.