Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1989, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.06.1989, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 29. JÚNÍ 1989. íþróttir úrsllt Bestu tennísleikarar heims hafa unnið and- stæðinga slna frekar létt en þó lenti Tékkinn Ivan Lendl í vandræöutn í gær með Svíann Ronnie Bathman. Svíinn sigr- aði í tveimur fyrstu lotunum, 7-6 og 7-5, og útlitið var ekki gott hjá Lendl. Hann tók sig hins vegar saman í andlitinu og vann þrjár næstu lotur, 6-3,6-2 og 6-2. Melðslin eru talin hafa bjargað líff Emmiyan Evrópumeistara skemmtilegu. Sovétmaöurinn Robert Emmiyan, sem er Evrópumeistari í langstökki karla, getur þakkað meiðslum, sem hann varð fyrir á fæti, að hann er á lífi. Emmiyan bjó í Armeníu, nánar tiltekið í Leninakan þar sem jarðskjálftar riðu yfir fyrir ekki mjög löngu og þar fórst faðir Evrópumeistarans. Emmiyan haíði hins vegar farið á sjúkrahús 1 Moskvu þremur dögum áöur en skjálftamir byrj- uðu og slapp því fyiir hom. Hann var ekkl heima viö hlið föður síns þegar ósköpin dundu yfir. Emmiyan á næstlengsta stökk frá upphafi, 8,86 metra, en aöeins heimsmetsstökk Bobs Beamons, 8,90 metrar, er lengra. ina tóku forsetann i karphúsii Það er ekki alltaf dans á rósum aö vera forystumaö- ur fyrir ítölsk knattspymulið. Það fékk forseti 2. deildar liðsins Reggina að finna á dögunum. Forset- inn, sem heitir Pino Benedetto, haföi þaö ekki af að ná samkomulagi við þjálfara liðsins, Nevio Silva, þess efnis að hann starfaði áfram með liðið. Áhangendur liðsins réðust að forsetanum, lömdu hann og börðu og lokuðu hann síðan inni á skrifstofii sinni í nokkrar klukkustundir. Ekki létu ítal- irnir blóðheitu þetta nægja heldur tendruðu þeir eld í glæsi- kerru forsetans og ku hann nú vera bíllaus, blessaður. Sampdoria burstaði Napoli i úrslitum ítölsku bikarkeppninnar Sampdoria fór illa með Napoli í síöari úrslitaleik ít- ölsku bikarkeppninnar í gærkvöldi. Napoli hafði unnið, 1-0, á sínum heimavelli en átti aldrei mögu- leika í Genoa í gær. Eftir 57 mínútur voru úrslitin ráðin því þá hafði Sampdoria skorað fjórum sinnum, 4-0. Gianluca Vialli, Antonio Cerezo, Pietro Vierchowod og Ro- berto Mancini vom þar á ferð. Skömmu síðar var Alessandro Renica bjá Napoli vísað af leikvelU og í lokin fékk Mancini að fjúka sömu leiö. iiu- nefndinni vegna yfiriýsinga uni dópmál Eins og kom fram í DV í gær hafa tveir Austur- Þjóðverjar lýst því yfir aö aUt sé undirlagt í Austur- Þýskalandi af íþróttamönnum sem þambi ólögleg lyf daginn út og daginn inn. Annar þeirra sagði að allir bestu íþróttamenn Austur-Þýskalands væm á lyfium og þar væri enginn undanskiUnn. Nú hefur Juan Antonio Samar- anch, foraeti alþjóðlegu ólympíunefndarinnar, séð til þess að formaöur lyfianefndar ólympíunefhdarinnar fá máUð til skoð- unar og á örugglega mikiö eftir aö ganga á vegna yfirlýsinga tvímenninganna. Markaskorarinn Baltazar kallaður til vegna forfalla og meiðsla Careca Uö sitt í knattspyrau og er skemmst aö minnast hrak- fara Uðsins í Danmörku á dögunum á afmælismóti danska knattspymusambandsins. Fram undan hjá Brasilíumönnum er keppnin um Amerikubikarinn og er ljóst aö þeir geta ekki teflt fram sínu sterkasta Uöi. Careca, einn mesti markaskorari kaífilandsins, sem leikur meö NapoU á Ítalíu, hefur tilkynnt landsUösþjálfaranum að hann geti ekki leikið. I staö hans hefur verið kaUað á annað undur, Baltazar nokkum, en hann geröi garðinn frægan í spönsku knattspym- unni á síðasta keppnistímabiU. Skoraði hann oftar en nokkur annar á Spáni. Fólki fjölgar mjög í Eyjum vegna knattspymuhátíðarínnar Um hélgina fer fram Tommamótið í knattspymu í Vestmannaeyjum og verður þar um mikla hátíð aö ræða eins og venjulega. Þar munu 8-10 ára strákar reyna með sér og munu 24 félög senda 48 Uð til keppni. AUs er taUö aö til Eyja komi um 1000 manns vegna mótsins og mun því fiölga verulega í Vestmannaeyjum um helgina. Um er að ræða einhvetja mestu knattspymuhátíö landsins og veröa henni gerö rækileg skil í mánudagsblaði í DV. Siærl í Grafarholtinu í dag? í dag mun borgarstjóm Reykjavikur mæta á golf- vöJIinn í Grafarholti en þá fer fram golfmót borgar- stjómar. Davíö Oddsson borgarstjóri mun mæta til leiks og verður fróðlegt að fylgjast með honum og öörum borgarstjómarmönnum í golfinu og hvort stjórnmála- mennimir slá mitóð af vindhöggum. John McEnroe frá Bandaríkjunum hefur sett svip sinn á Wimbledonmótið í tennis sem haldi fyrir mikið keppnisskap og hefur verið óspar að láta dómarana heyra það þegar hann er ekki sáttur við störf þeirra. McEi á Wimbledon. Þessi skemmtilega mynd var tekin þegar McEnroe glímdi við Darren Cahill frá Ástralíu i 2. umferð og sigraði McE Júgóslavneskir Evrópumeistarar gera innrás í NB A-deildinc „Júggi“ til Lal - Divac til Lakers, Radja til Boston, og Petrov Bandarísku atvinnumannaliðin í körfuknattleik bít- ast um leikmenn júgóslavneska landsliðsins sem vann Evrópumeistaratitilinn um síðustu helgi eftir sögulegan úrslitaleik gegn Grikkjum í Zagreb. Tveir miðherjar júgóslavneska liðsins, Vlade Divac og Dino Radja, vöktu mikla hrifningu á mótinu en útsendarar frá NBA- liðunum fylgdust grannt með mótinu. í gær gengu Divac og Radja frá samn- ingum við lið í NBA-deildinni. Divac gekk til liðs við Los Angeles Lakers og Radja til Boston Celtics. Forráðamenn Júgóplastica, félagsins sem Radja leik- ur með, hafa hins vegar ekki samþykkt félagaskiptin. Þeir segja hann enn samningsbundinn félaginu. Það mun koma í Ijós á næstu dögum hvort Radja fær sig lausan til að leika með Boston Celtics á næsta keppnistímabili. Divac hefur leikið með Partizan Belgrad en er laus allra mála hjá félaginu. Þeir fé- lagar héldu til Bandaríkjanna strax eft- ir úrslitaleikinn og hafa dvaiið þar síð- Hefur Lakers tekist að fylla skarð Jabbars? Divac þykir aíburðasnjall miðheiji og jafnvel einn besti miðherji í heiminum í dag. Hann fór á kostum í úrslitaleik Júgóslava og Grikkja á Evrópumótinu á dögunum eins og íslenskum sjónvarpsá- hangendum gafst kostur á að sjá svo til í beinni útsendingu. Eins og komið hefur fram í fréttum hefur Kareem Abdul Jab- bar lagt skóna á hilluna, 42 ára gamail, og hann mun ekki oftar klæðast búningi Los Angeles Lakers. Það er því ailt útlit fyrir að forráðamönnum Lakers hafi tekist það ótrúlega, nefnilega að fylla skarð Jabbars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.