Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 21. JtJLÍ 1989. Fréttir Dró til baka umsókn um skólastjórastarf á Selfossi: Ógeðfellt að opna skól- ann með alla á móti sér „Ég gaf þetta upp á bátinn þar sem nánustu samstarfsmenn vildu ekki starfa meö mér. Það var heldur ógeö- felld tilhugsun aö opna skólann í ágúst og vera meö alla á móti sér sagöi Sigurlín Sveinbjarnardóttir námsstjóri, en skólanefnd grunn- skólans á Selfossi taldi hana hæfasta í starf skólastjóra sem auglýst var laust til umsóknar í vor. Sigurlín dró þó umsókn sína til baka því hún frétti eftir mörgum leiöum að undir- skriftalisti væri í gangi á móti sér, þar sem mælt væri með yfirkennar- anum, Óskari Þór Sigurðssyni, í starfið. Átta umsækjendur voru um stöð- una, fjórir karlmenn og þrjár konur. Aö sögn Sigríöar Matthiasdóttur, for- manns skólanefndar, fékk Sigurlín sex atkvæði, því að mati nefndarinn- ar var hún talin vera hæfust um- sækjenda. Hafði hún mesta mennt- unina og hafði starfað við hin ýmsu skólastig bæði hér á landi og erlend- is. Óskar, sem einnig sótti um stöð- una, fékk eitt atkvæði, en hann hafði verið yfirkennari við skólann í 16 ár og kennari í 32 ár. Hann hefur nú verið ráðinn skólastjóri frá 1. ágúst. Sigurlín sagði að hún vissi til þess að Oskar hefði verið búinn að skrifa kvörtunarbréf til menntamálaráðu- neytisins því honum fyndist að fram hjá sér væri gengið. „Hann taldi að það væri hefð fyrir því að yfirkenn- arar fengju skólastjórastöður. Það er svo algengt að menn telji sig eiga stöður,“ sagði hún. „Ég vil nú lítið segja um þetta. í skólanefndinni eru sex konur og einn karlmaður og það má túlka það svo að þær hafi veitt konu atkvæði sitt,“ sagði settur skólastjóri. Óskar sagði að undirskriftalistinn hefði aldrei farið af stað, menn hefðu rætt þetta sín á milli. Það ríkti enn töluverð óvissa, því ekki væri búið að ráða í yfirkennarastöðuna. Málið hefði tek- ið allt of langan tíma. -GHK Fjölbrautaskóllnn á Akranesi: Stórbætt aðstaða skólans Garðar Guðjónsson, DV, Akranesi: „Þjónustubyggingin hefur í fór með sér byltingarkenndar breyting- ar á aðstöðu skólans. Hún gerir okk- ur til dæmis mun betur kleift að sinna hlutverki okkar sem lands- hlutaskóli," sagöi Þórir Ólafsson, skólameistari Fjölbrautaskóla Vest- urlands á Akranesi, í samtali viö DV en framkvæmdir eru nú hafnar við byggingu þjónustubyggingar á lóð skólans. Þórir segist binda vonir við að hús- ið verði tilbúið árið 1991. Byggingar- kostnaöur er áætlaður um 150 millj- ónir króna. Magnús H. Ólafsson, arkitekt á Akranesi, teiknaöi bygginguna sem verður á tveimur hæðum. Á efri hæð verða skrifstofur skólans, kennara- stofa og vinnuaðstaða fyrir kennara. Á neðri hæðinni verður nýtt and- dyri, fullkomið eldhús og salur sem nýttur verður á þrennan hátt: í fyrsta lagi sem matsalur, í öðru lagi sem samkomusalur skólans og í þriöja lagi munu nemendur hafa þar félags- aðstööu. Stórt svið er í salnum. „Skólinn býr nú viö mjög þröngan kost á öllum sviðum en nýja bygging- in mun gjörbreyta þeirri mynd. Þarna verður til að mynda sennilega besta aðstaða fyrir kennara sem um getur í svo stórum skóla á íslandi. Auk þess má geta þess að þegar bygg- ingin verður tekin í notkun eykst talsvert kennslurými í gömlu bygg- ingimum,“ sagði Þórir við DV. Hann kallar þessa nýju byggingu aöra meginbreytingu á aöstöðu skól- ans sem landshlutaskóla. Sú fyrri var bygging heimavistar fyrir 64 nemendur. Þess má geta að um 40 af hundraði nemenda eru utanbæjar- nemendur. Trésmiöjan Tréverk á Akranesi annast byggingu fysta áfanga og á að skila húsinu fokheldu næsta sum- ar. i Þórir Ólafsson skólameistari: í þjónustubygingunni veröur sennilega besta aóstaða fyrir kennara sem um getur í svo stórum skóla á íslandi. DV-mynd Garðar Sauöárkrókur: Camalli byggingar- list haldið við stendur fyrir. Þeir áningarmenn hafa mikinn hug á að viðhalda þess- ari fornu byggingarlist landsmanna. Leiðbeinandi er enginn annar en sjálfur torfhleðslumeistarinn Stefán Stefánsson í Brennigili, annar tveggja sem hlóö þjóðveldisbæinn á Stöng í Þjórsárdal á sínum tíma. Þátttakendur á námskeiðinu eru tíu. ÞórhaHur Asmundsson, DV, Sauðárkróki: Síðustu daga hafa staðið yfir mikl- ar byggingarframkvæmdir í Sauðár- gili. Þar er verið að hlaða upp úr torfi og gijóti hliðstólpa að verðandi skrúðgaröi Sauðkrækinga í Sauðár- gili- Verkið er unniö í toríhleðsunám- skeiði sem ferðaþjónustan Áning Geir Geirsson ýtumaður í jaröýtu sinni í Hörgárdalnum. Dv-mynd gk Vegagerð í Hörgárdal: Malarvegirnir víkja fyrir bundnu slitlagi Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri: Hann styttist óðum sá hluti vegar- ins frá Reykjavík til Akureyrar þar sem menn þurfa að aka á malarveg- um. Nú mun láta nærri að um 70% vegarins á þessari leið hafi verið lögö bundnu slitlagi og enn er verið að. Einn af þeim vegarköflum á þess- ari leið, sem unnið er við í sumar, er í Hörgárdal, frá þeim stað er bundna slitlagið endar nærri Þelamörk og inn að Bægisá, alls um 9 km langur kafli. Það er fyrirtækið Arnarfell úr Skagafirði sem er verktaki á þessum vegarkafla en undirverktaki að hluta verksins er Halldór Baldvinsson frá Akureyri. Starfsmenn hans voru í óöaönn að störfum er DV átti þarna leið um og Geir Geirsson ýtumaöur gaf sér tíma til að stökkva út úr ýtunni og spjalla smástund. „Kaflinn, sem við erum með hér, er um 1,5 km aö lengd og þetta geng- ur ágætlega,“ sagði Geir. „Ég hef ekki unnið lengi viö þetta, aðeins í um hálfan mánuö, og ég kann ágæt- lega við þetta starf. Það er mikil vinna, bæði á kvöldin og um helgar og þegar kemur að því að tengja veg- inn við þann gamla verður unnið á nóttunni," sagði Geir. Hann sagði að verkinu ætti að vera lokið um næstu mánaðamót, þ.e. uppbyggingu vegarins, en þá á eftir að leggja hann bundnu slitlagi, og það sér Arnarfell um. Þegar þarna var komið sögu bar undirverktak- ann, Halldór Baldvinsson, að og sagði hann aðspurður að verkið gengi mjög vel. Það má því fastlega búast við að vegfarendur á þessari leiö verði farnir að aka um á bundnu slitlagi áöur en langt um líöur, en vegurinn í Hörgárdal og í Öxnadal er einhver sá versti á leiðinni milli Reykjavíkur og Akureyrar. Fínt skal það vera. Stefán Stefánsson, lengst til hægri, kennir mönnum handbrögðin. DV-mynd Þórhallur Viðtalið Sveitamaður í húð og hár v / Nafn: Kjartan Þorkelsson Aldur: 34 ára Slaða: Verðandi bæjarfógeti i Olafsflrði „Ég hef alltaf veriö hálfgerður sveitamaður i mér enda fæddur og uppalinn i sveit, nánar tiltekiö í Laugardal í Ámessýslu. Samt hvarfiaði aldrei að mér að gerast bóndi þótt það sé sjálfsagt ágætis starf. Bróðir minn rekur búiö núna en viö eigum þama skika undir sumarbústaö sem við byggjum kannski seinna,“ segir Kjartan Þorkelsson, nýráöinn bæjarfógeti í Ólafsfiröi. Kjartan hefhr veriö fhlltrúi sýslumanns Rangárvallasýslu í 7 ár. „Fyrsta veturinn eftir lokapróf- ið i lögfi-æðinni fór ég sem kenn- ari norður í Grímsey. Það kom til af því að konan mín gerðist þar skólastjóri og ég fékk að fljóta með. Reyndar hvarf ég frá kennslu um voriö, áöur en skó- lanum lauk, til að taka við starf- inu hér á Hvolsvelli. Það var ágætis reynsla að kenna bömum og unglingum.“ Körfubolti og sund Kjartan segist litið stunda íþróttir en tekur þátt í körfubolta- æfingum hjá ungmennafélaginu Baldri og hefur keppt meö þvi í Skarphéöinsmótinu. Þó er dag- legur sundsprettur góð byrjun á vinnudegL „Þegar ég var i lagadeildinni spriklaði ég aöeins með félögum mínum þar en ekki með keppni í huga. Ég hef aldrei skiðamaöur verið en hver veit nema maöur taki upp á því að stunda slíkt í Olafsfirði, bregði mér jafnvel i skíðastökk,“ sagði Kjartan og bætti við að þessa yfirlýsingu ætti ekki aö taka alvarlega. „Einnig hef ég gaman af lestri og grip gjarnan i bækur sem inni- halda þjóölegan fróðleik. Nú svo tefli ég aðeins við vini og kunn- ingja.“ Kjartan segir aö á stefnu- skránni sé trjárækt í landinu umhverfis væntanlegan sumar- bústað. „Og þegar bústaðurinn verður kominn upp verður alltaf athvarf í sveitasælunni," segir hann. Að rúnta um sveitir landsins „Fjölskyldan hefur gaman af ferðalögum um landið og við ger- um svolítið af þvi. Ætli sumarfrí- ið í ár fari ekki i að flytja milli landshluta.*' Kjartan tekur þátt í nefhdum á vegum hreppsins en er lítið í ööru félagsstarfi. „Ég var í 9. sæti á öðrum listanum í síðustu sveitar- stjómarkosningum. Á vegum sveitarstjórnarinnar hef ég síðan setið í stjóm hitaveitunnar og í æskulýðs- og íþróttanefnd." Kjartan segir kynni sín af Rangæíngum hafi í alla staði ver- ið mjög góð. „Hér er gott að vera en þaö á hka við aðra staði á landinu. Norðlendingar em líka ágætisfólk en það sannreyndi ég á Grímseyjartímanum." Kjartan er kvæntur Rósu Þóris- dóttur íþróttakennara og eiga þau tvær dætur, Matthildi, 6 ára, og InguHrund,4ára. -JJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.