Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Page 5
5
rc-n t'í : • 't •'» v'HrSf/
FÖSTUÐAGUR 21. JÚLÍ 1989.
dv_____________________________________________________________________________________________Fréttir
Ríkisstjómin:
Lífeyrissjóðirnir
fjármagna hallann
Ólafur Ragnar Grímsson fjármála-
ráöherra kynnti í gær aðgerðir ríkis-
stjómarinnar vegna fyrirséðs 4,2
milljarða halia á ríkissjóði í ár. Eins
og DV skýrði frá í gær felast þær í
800 milljón króna niðurskurði á rík-
isútgjöldum, 3.000 milljóna innlendri
lánsfjármögnun og breytingum á
innheimtu bensíngjalds og launa-
skatts sem fela í sér að tekjur af þess-
um sköttum berast fyrr til ríkissjóðs.
Samanlagt munu þessar aðgerðir ná
að fjármagna hallann.
Ólafur kynnti einnig aö hlutdeild-
arskírteini í verðbréfasjóðum, sem
samanstanda einvörðungu af ríkis-
skuldabréfum og -víxlum, skyldu
verða eignarskattsfrjáls í framtíð-
inni. Hann sagði það von sína að
þetta mætti verða til þess að verð-
bréfafyrirtæki stofnuðu slíka sjóði
og örvuðu með því sölu á spariskír-
teinum.
Ólafur vildi ekki upplýsa hvar 800
milljón króna niðurskuröur ríkisút-
gjalda kæmi niður. Hann benti þó á
að nú væri gert ráð fyrir að mun
hærri fjárhæðir kæmu inn í hús-
næðiskerfið í gegnum kaupskyldu
lífeyrissjóðanna þar sem ráðstöfun-
arfé þeirra yrði meira í ár en sam-
kvæmt áætlunum fjárlaga. Þetta
gæfi möguleika á að minnka framlag
ríkissjóðs til húsnæðiskerfisins að
sama skapi.
Ríkisstjórnin horfir einnig til líf-
eyrissjóðanna um kaup á þeim 3.000
milljón króna ríkisskuldabréfum
sem ríkissjóður mun bjóða út um-
fram áætlun lánsfjárlaga. Ólafur
benti á að bankabréf væru nú að
mestu horfin af markaðinum og því
væri vandséð hvar lífeyrissjóðirnir
gætu tryggt sér áhættulausa ávöxtun
ráðstöfunarfjár síns annars staðar
en hjá ríkinu.
Lífeyrissjóðirnir munu því hafa
stórt hlutverk í fjármögnun ríkis-
sjóðshallans. Þeir munu láta meira
fé inn í húsnæðiskerfið og draga með
því úr útgjöldum beint úr ríkissjóði
og standa síðan að mestu undir kaup-
um á um 3 milljörðum af ríkisskulda-
bréfum.
-gse
Aðgerðir rikisstjómarinnar á fyrstu sex mánuðum ársins:
Kostuðu ríkissjóð
5 milljarða króna
Það sem af er þessu ári hefur ríkis-
stjórnin tekið ákvarðanir um aukin
útgjöld fyrir um 3,4 milljarða og jafn-
framt minnkað tekjur ríkissjóðs um
1,6 milljarða. Hún hefur því gert af-
komu ríkissjóðs neikvæðari um 5
milljarða.
Þetta kemur fram í greinargerð
íjármálaráðuneytisins um endur-
skoðaða áætlun um afkomu ríkis-
sjóðs á þessu ári.
í fjárlögum var gert ráð fyrir að
tekjur ríkissjóðs yrðu 77,1 milljarður
á þessu ári. Vegna meiri gengis-
breytinga, verð- og launahækkana
en gert var ráð fyrir í fjárlögum
hefðu tekjur ríkissjóðs hins vegar
orðið um 79,8 milljarðar að öðru
óbreyttu. Það er um 2,7 milljarða
hækkun. í tengslum við kjarasamn-
inga lækkaði ríkisstjórnin hins vegar
tekjur ríkissjóðs um sem nemur 1,6
milljörðum. Samkvæmt áætluninni
stefnir því í tekjur upp á um 78,2
milljarða.
Útgjöld ríkissjóðs áttu samkvæmt
fjárlögum að verða um 76,5 milljarð-
ar. Vegna hækkunar á gengi, vöru-
verði og launum hefði þessi tala hins
vegar hækkað upp í um 79 milljarða.
Aðgerðir ríkisstjómarinnar í tengsl-
um við kjarasamninga og ýmsan
stuðning við atvinnuvegina ásamt
auknum útgjöldum til landbúnaðar-
mála juku útgjöld ríkissjóðs hins
vegar um 3,4 milljarða til viðbótar.
Samkvæmt áætluninni er því gert
ráð fyrir að útgjöldin verði um 82,4
milljarðar.
Samkvæmt fjárlögum átti að verða
um 600 milljón króna tekjuafgangur
af fjárlögum. Eftir verðlagsbreyting-
ar hefði að öðru óbreyttu stefnt í um
800 milljóna afgang. Eftir aðgerðir
ríkisstjómarinnar í skattamálum og
auknum útgjöldum stefnir hins veg-
ar í um 4.200 milljón króna halla.
Viðsnúningurinn er um 5.000 millj-
ónir.
-gse
„Safnar ekki auði í Svíþjóð“
- segir íslenskur læknir
„Það fer í taugamar á mér að og má ungt fólk í Stokkhólmi t.d. þá ættirðu ekki pening. Þar væri
allir séu að flytja til Svíþjóðar. Það bíöa í þrjú ár eftir að fá þak yfir ekki hægt að framfleyta sér á Visa-
er regin vitleysa sem kemur fram höfuöiö. Læknirinn sagöi að þaö korti. Einu sinni á ári, í desember,
í viðtali við Þórð Sigurösson í gær væri einnig misskilningur sem fengju Svíarnir svo endurgreitt því
á bls. 2. Það er ekkert rétt sem kæmi fram í greininni þar sem því ílestir borguðu of mikið í skatta.
stendur í þessari grein,“ sagði ís- var haldið fram að matvara væri Þeir peningar færu vanalega til
lenskur læknir sem búsettur hefur ódýrari i Svíþjóð en hér á landi. jólagjafakaupa.
verið í Svíþjóö í flmm ár þar sem Auðvitað mætti fmna eitt og annaö Atvinna er fyrir hendi i Svíþjóð,
hann hefur verið við nám. sem væri ódýrara en munurinn en læknirinn sagði að sú vinna sem -
Læknirinn er nú á leiöinni heim væri nánast enginn. hægt væri að fá hefði aldrei talist
til íslands raeð konu og tvö böm „Af þeira sem hafa flúiö land er nógu góð fyrir íslendinga. Vinnan
því að ef einhvers staðar er erfitt leitandi að þeim sem hafa orðið hefst venjulega um sjöleytið og þar
að ná endura saman þá er það í eftir í Svíþjóð. Það eina jákvæöa sem hann starfaði fékk hann
Svíþjóð. Læknirinn sagði að tekjur viö landið er að vel er séö fyrir fólki hvorki matar- né kaffitíma borgað-
lians í Svíþjóö hefðu verið um sem þarf á tryggingabótum að an. Vinnan hefði veriö níu tíma
180.000 á raánuði, en ráðstöfunar- halda og það er eina fólkið sem törn. Þeir einu sem væra auðugir
tekjur hefðu aðeins verið um 81.000 hefur þaö „gott“. Það getur fengiö í Svíþjóð væru annaöhvort meö
krónur, þar sem rúmlega 50% færu allt að 54.000 krónum á raánuði," einkafyrirtækieðafæddirinnírík-
í skatta. Tæplega hefði verið eftir sagði læknirinn. _ ar fjölskyldur.
króna þegar upp var staðið. Hann sagði einnig að hér heima „Þú safnar ekki auöi í Svíþjóð,
í Svíþjóð á vart neinn eigið hús- væri alltaf hægt að bjarga sér fyrir svo raikið er víst,“ sagði læknirinn
nasði, heldur leigja um 86% sænsku hom með skuldir en í Svíþjóð gilti aölokum.
þjóðarinnar. Skortur er á húsnæði sú regla að ef þú ættir ekki pening -GHK
Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra kynnti niðurskurð ríkisútgjalda,
innlenda lánsfjármögnun en engar skattahækkanir sem aðgerðir rikisstjórn-
arinnar vegna halla á ríkissjóði i gær. Með honum á myndinni eru Bolli
Þór Bollason, skrifstofustjóri hagdeiidar fjármálaráðuneytisins, og Svanfrið-
ur Jónasdóttir, aðstoðarmaður Ólafs. DV-mynd HS
Ámeshreppur:
Unnið við nýju kirkjuna
Regína Thorarensen, DV, Gjögri:
Ég kom við í kirkjubyggingunni
nýju í Árneshreppi en þar var unnið
af kappi á sunnudaginn, 16. júlí. Þó
stoppað á meðan á messu stóð. Ég
talaði við tvo unga námsmenn sem
þar voru að vinna. Ég spurði þá hvað
þeir hefðu mikið kaup svona á
sunnudegi og þeir svöruðu því til að
þeir fengju ekkert kaup. Þetta væri
sjálíboðavinna, undirbúningur fyrir
verk mánudagsins. Framvegis ætl-
uðu þeir þó að taka kaup ef þeir yrðu
beðnir að vinna við kirkjuna. Guð-
laugur Maríasson, Felh, annar skóla-
piltanna, sagði að þeir yrðu að fá
kaup fyrir sína vinnu því þeir væru
í skóla á veturna.
Yfirsmiður við kirkjubygginguna
er Arinbjörn Bernharðsson og hon-
um til aðstoðar er Óskar Torfason,
báðir lærðir húsasmiðir. Fæddir og
uppaldir í Ámeshreppi en burtfluttír
vegna þess að þar er ekki atvinna
allt árið.
Héraðsnefnd ísafjarðarsýslu hélt sinn fyrsta fund fyrir skömmu og sam-
þykkti þá harðorða ályktun um byggða- og atvinnumál á Vestfjörðum.
DV-mynd BB, ísafirði.
Strákarnir í knattspyrnuskóla Leifturs á Olafsfirði höfðu ekkert á móti þvi
að stilla sér upp fyrir myndatöku og fannst það tilvalið að raða sér i glugga
stýrishúss af skipi sem er staðsett við malarvöllinn á Ólafsfirði.
DV-mynd gk
Vestfiröir:
Hætta á byggðaröskun
Siguijón J. Siguiðsson, DV, Isafirði:
Héraðsnefnd ísafjarðarsýslu hélt
sinn fyrsta fund fyrir skömmu. Af-
greidd var fjárhagsáætlun sýslu-
vegasjóðs og samþykkt fjögurra ára
áætlun um framkvæmdir á sýsluveg-
um. Þá var gengið frá fjárhagsáætlun
héraðssjóðs fyrir þetta ár og ákveðið
að styrkja sérstaklega Ferðamála-
samtök Vestfjarða og Héraðsskjala-
safnið.
Þá var samþykkt harðorð ályktun
um atvinnu- og byggðamál á Vest-
fjörðum. Þar segir m.a. að afleiðingar
rangrar gengiskráningar síðustu
missera hafi verið þær að flestar út-
flutningsgreinar á Vestfjörðum hafi
safnað skuldum sem séu nánast að
sliga starfsemi þeirra. Orðrétt segir
m.a.: „Því fé, sem gert var upptækt
á tímum fastgengis, verður að skila
aftur til útflutningsfyrh-tækjanna.
Það er staðreynd að sú eyðslustefna,
sem ríkt hefur og ríkir enn á kostnað
útflutningsatvinnuveganna, sem afla
þjóðinni gjaldeyris, er að ganga af
fyrirtækjunum dauðum".