Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Qupperneq 6
6
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989.
Viðskipti
Þau Hilmar og Elín keyptu húsnæði matreiðsluskólans fokhelt og fullklár-
uðu það. Sú fjárfesting reyndist þeim um megn.
Matreiðsluskólinn OKKAR til sölu:
Eini kosturinn
sem við eigum
- segja eigendumir sem auglýsa einnig húsið sitt
„Ástæðan fyrir því að við settum
matreiðsluskólann, svo og húsiö
okkar í sölu er einfaldlega fjárhags-
örðugleikar. Þetta er eini kosturinn
sem við eigum til aö lækka skuldir
okkar við bankann. Við fórum af stað
á erfiðum tíma og þjóðfélagsaðstæð-
ur í dag eru allar þannig að erfitt er
að standa í slíkum rekstri. En við
erum ekkert á því að gefast upp og
munum halda áfram á sömu braut.“
Þetta sögðu hjónin Hilmar B. Jóns-
son matreiðslumeistari og Elín Kára-
dóttir, framkvæmdastjóri Mat-
reiðsluskólans OKKAR, er DV ræddi
við þau. Þau hafa nú auglýst mat-
reiðsluskólann og einbýlishús sitt til
sölu. Skólann hafa þau starfrækt í
tæp tvö ár en húsnæðið, sem hann
er í, keyptu þau á sínum tíma fok-
helt og innréttuöu það. „Það hefur
reynst okkur þungur baggi, því við
verðum að greiða öll lán sem við tók-
um vegna þess upp á 3-5 árum,“
sagði Elín. „Það dæmi gengur ekki
upp eins og ástandið er í þjóðfélaginu
ídai:‘
Þau Hilmar og Elín hafa unnið að
ýmsum nýjungum til að efla starf-
semi skólans að undanfómu. Til
dæmis hafa þau athugað með að fá
erlenda hópa hingað til lands á mat-
reiðslunámskeið. Það er ekki komið
í gegn ennþá, enda þarf slíkt góðan
undirbúning. Þá hafa þau í athugun
að efna til námskeiða fyrir maka er-
lendra ráðstefnugesta og kenna þeim
þá íslenska matargerð. Slíkt tíðkast
viða erlendis og hefur verið vinsælt.
Hin hefðbundnu matreiðglunám-
skeið hafa veriö í gangi og hefur að-
sókn að þeim verið nokkuð góð þar
til nú eftir áramótin, að dregið hefur
úr henni. „Þaö tekur tima að koma
rekstri sem þessum á skrið," sagði
Elín, „en hugmyndir eru óþijótandi
og við erum með mörg járn í eldin-
um. Til dæmis hefur Islenska sjón-
varpsfélagið tekiö upp þijár video-
myndir um matreiöslu héma í skól-
anum í samvinnu við okkur og er
áhugi á aö halda áfram á þeirri braut.
Þá höfum við verið með ýmiss konar
sýnikennslu, m.a. hefur útflutn-
ingsráð komið með erlenda blaða-
menn sem hafa fylgst með íslenskri
matreiðslu og síðan fengið að bragða
á réttunum."
„Það getur vel farið svo að húsið
seljist á undan skólanum. Þá eigum
við hann skuldlausan og munum
reka hann áfram. Við erum staðráðin
í að halda áfram á þessum nótum,
enda reynslunni ríkari," sagði Hilm-
ar.
^JSS
Hagnaður Olís nam 14,3 milljónum á síðasta ári.
DV
Rís nýtt hótel
í Aðalstræti?
- Ólafur Laufdal fékk þrjár lóðir í útborgun fyrir Broadway
„Það er engin spuming að það er
viss léttir fyrir mig að hafa selt. Bro-
adway þar sem kostnaður við Hótel
ísland er áætlaður á annan milljarð
króna. Það mun auðvelda mér að
halda áfram byggingunni,1' segir Ól-
afur Laufdal veitingakóngur m.a. í
ítarlegu viðtali við helgarblað DV á
morgun. Ólafur segir einrúg að
Reykjavíkurborg hafi gert mjög góð
kaup er hún keypti Broadway og í
staðinn hafi hann fengið öruggan og
tryggan kaupanda. „Það er m.a.
ástæða þess að ég seldi staðinn. Bro-
adway er 176 milljóna króna virði en
ég sel staðinn á 118 milljónir. Borgin
greiðir enga útborgun utan að ég fæ
þijár lóðir. Staðurinn er greiddur
upp á mjög löngum tíma þannig að
allir eru sammála um að hér hafi
verið gerð góð kaup,“ segir Ólafur.
Lóðimar númer 14 og 16 við Aðal-
stræti hafa verið í eigu Ólafs en nú
er hann einnig eigandi Aðalstrætis
18 og Túngötu 2 og 4. Ólafur segist
ekki hafa ákveðin framtíðarplön með
þessar lóðir en viðurkennir að þær
séu mjög ákjósanlegar til nýbygg-
inga. „Það em margar hugmyndir
Salan á Broadway auðveldar áframhaldandi framkvæmdir við Hótel ísland.
sem koma til greina. Ef Hótel Borg
leggst niður kæmi til greina að reisa
nýtt miðbæjarhótel á þessum stað.
Ég er þó ekki að segja að ég ætli aö
fara að ráðast í það nú enda hef ég
nóg með Hótel ísland um þessar
mundir. Þetta eru gríðarlega verð-
mætar lóðir sem eiga eftir að nýtast
vel,“ segir Ólafur Laufdal.
-ELA
Kaupfélag Árnesinga hefur verið að skera niður deildirnar sem reknar
hafa verið með tapi.
Kaupfélag Ámeslnga:
Leigir útibúið
á Eyrarbakka
Kaupfélag Árnesinga hefur nú
hætt rekstri útibúsins á Eyrarbakka,
sem það hefur rekið um árabil. Hefur
húsnæðiö verið leigt Hjálmari Gunn-
arssyni á Eyrarbakka, sem rak áður
Hólabúö, og mun hann halda versl-
unarrekstri þar áfram.
„Þessar breytingar áttu sér stað um
síðustu mánaðarmót," sagöi Sigurð-
ur Kristjánsson, kaupfélagsstjóri
KÁ, „og þær eru gerðar vegna þess
að reksturinn hefur einfaldlega ekki
gengið nógu vel. Þessi deild var rek-
inn með tapi og því erum við að losa
okkur við hana. Við höfum ekki
íhugað að leggja fleiri deildir innan
kaupfélagsins niður, enda gerist þess
ekki þörf.“
Sigurður sagði að KÁ stæði í ýms-
um framkvæmdum um þessar
mundir. Meðal annars er verið að
innrétta nýtt skrifstofuhúsnæði á
efri hæð vöruhúss kaupfélagsins.
Skrifstofurnar eru nú til húsa í
gamla kaupfélagshúsinu, en það hef-
ur verið selt Selfosskaupstað og Sam-
tökum sunnlenskra sveitarfélaga. Er
fyrirhugaö að flytja skrifstofumar
með haustinu, en þá á framkvæmd-
um við nýja húsnæðið að vera lokið.
-JSS
Hagnaöur OIí's 14,3 milljónir:
Aðgerðir samt nauðsynlegar
- segir Landsbankinn
Peningamarkaöur
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækurób. 14-20 Úb
Sparireikningar
3jamán. uppsögn 15-20 Vb,Úb
6mán.uppsögn 16-22 Vb
12mán. uppsögn 18-20 Úb
18mán. uppsögn 30 Ib
Tékkareikningar, alm. 3-9 Ab,Sp
Sértékkareikningar 4-17 Vb.Ab
Innlán verðtryggö Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Vb
6 mán. uppsögn 2,5-3 Allir
Innlán með sérkjörum 27-31 nema Sp Sb
Innlángengistryggð
Bandarikjadalir 8-£,75 Ab
Sterlingspund 11,75-13 Lb.Bb,-
Vestur-þýsk mörk 5,25-6 lb,Vb,- Sb Sb,Ab
Danskar krónur 7,75-8,25 Lb.lb,-
ÚTLÁNSVEXTIR (%) Vb.Sp lægst
Útlán óverðtryggð
Almennirvíxlar(forv.) 32,5-34,5 Bb
Viöskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi
Almenn skuldabréf 34,25- Bb
Viðskiptaskuldabréf(l) 37,25 kaupgengi Allir
. Hlaupareikningar(yfirdr.) 35,5-39 Lb
Utlán verðtryggð
. Skuldabréf 7-8,25 Lb
Utlán til framleiðslu
Isl. krónur 27,5-37 Úb
SDR 10-10,5 Lb
Bandaríkjadalir 11-11,25 Allir
Sterlingspund 15,75-16 nema Úb Allir
nema
Vestur-þýsk mörk 8,25-8,5 Úb Úb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-9
Dráttarvextir 45,6
MEÐALVEXTIR
överötr. júli 89 34,2
Verðtr. júlí 89 7,9
VÍSITÖLUR
Lánskjaravisitalajúli 2557 stig
Byggingavísitala júli 465stig
Byggingavísitalajúli 145,3stig
Húsaleiguvisitala 5%hækkun l.júll
VERÐBRÉFASJÓÐIR
Gengi bréfa verðbréfasjóða
Einingabréf 1 4,052
Einingabréf 2 2,245
Einingabréf 3 2,645
Skammtímabréf 1,394
Lífeyrisbréf 2,037
Gengisbréf 1,807
Kjarabréf 4,028
Markbréf 2,145
Tekjubréf 1,743
Skyndibréf 1,222
Fjölþjóöabréf 1,268
Sjóðsbréf 1 1,945
Sjóðsbréf 2 1,557
Sjóðsbréf 3 1,373
Sjóðsbréf 4 1,144
Vaxtasjóðsbréf 1,3733
HLUTABRÉF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.:
Sjóvá-Almennar hf. 300 kr.
Eimskip 368 kr.
Flugleiðir 172 kr.
Hampiöjan 165 kr.
Hlutabréfasjóður 130 kr.
lönaðarbankinn 159 kr.
Skagstrendingur hf. 212 kr.
Otvegsbankinn hf. 135 kr.
Verslunarbankinn 146 kr.
Tollvörugeymslan hf. 109 kr.
„Þaö sem þarna er um að ræða er
það að Landsbankinn er aö krefjast
þess að vanskilaskuldir verði gerðar
upp og aö skuldastaðan veröi bætt.
En ég hlýt að benda á aö bankinn fer
yfirleitt ekki með slíkri hörku að við-
skiptavinum sínum að tilefnis-
lausu,“ sagði Stefán Pétursson, að-
stoðarbankastjóri í Landsbankan-
um, er DV innti hann eftir því hvort
bankinn hefði ef til vill gengið of
hart að Olís með tilliti til þess að fyr-
irtækið hefði skilaö rekstrarhagnaöi
á síðasta ári.
Samkvæmt rekstrarreikningi Olís
nam hagnaðurinn 14,3 milljónum
.króna. Eigið fé félagsins í lok ársins
nam samtals 807,9 milljónum af
2.528,8 milljón króna heildareignum.
-JSS
(1) Við kaup á viðskiptavíxlum
og viöskiptaskuldabréfum, útgefnum af
þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup-
gengi, kge.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar-
bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb =
Samvinnubankinn, Úb = Útvegsbankinn,
Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð-
irnir.
Nánari upplýsingar um peningamarkaö-
inn birtast 1 DV á fimmtudögum.