Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Síða 7
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989.
7
Fréttir
Greinargerð Félags íslenskra loðdýraræktenda:
Skinnið minna virði en
fóðrið sem refurinn étur
- bændur vilja eftir sem áður viðtækan stuðning úr opinberum sjóðum
Samkvæmt útreikningum Félags
íslenskra loödýraræktenda étur
refahvolpur fóöur fyrir 1.750 krónur
á þeim tíma sem hann er aö vaxa í
sláturstærð. Fyrir skinnið af sama
hvolpi fást hins vegar ekki nema
1.510 krónur á mörkuðum erlendis.
Meö öðrum orðum þá er skinnið af
refnum minna virði en fóðrið sem
hann étur.
Þetta kemur meðal annars fram í
skýrslu loðdýrabænda um vanda
greinarinnar. Þegar litið er á tekjur
og gjöld refabænda kemur skýrt
fram hversu lítill rekstrargrundvöll-
ur er undir greininni.
Skinnið stendur ekki
undir fóðurkostnaði
Eins og áður sagði étur refahvolpur
fóður fyrir um 1.750 krónur. Verkun
á skinninu og sölukostnaður er síðan
um 590 krónur á skinn. Ýmis kostn-
aður annar að flárhæð 179 krónur
bætist síðan við. Heildarkostnaöur-
inn er þá orðinn 2.519 krónur.
Hér hefur ekki verið reiknaö með
launum eða fjármagnskostnaði.
Laun bóndans eru um 600 krónur á
hvert skinn samkvæmt verðlags-
grundvelli búvara, en þau laun eru
ákaflega lág. Með íaunakostnaði ber
því hvert skinn kostnað upp á 3.119
krónur. Það er helmingi hærri upp-
hæð en fæst fyrir skinnið erlendis.
Ef reiknað er með að refabændur
eigi jafnstóran hluta af heildarskuld-
um loðdýraræktarinnar og sem nem-
ur hlutfalli refabænda af tekjum
hennar þarf hvert refaskinn að
standa undir 1.125 krónum í fjár-
magnskostnað ef miðað er við 7,5
prósent vexti. Heildarkostnaður við
hvert skinn er því um 4.244 krónur.
2.556 tapast á
hverjum refahvolpi
Eins og áður sagði fást um 1.510
krónur fyrir skinnið á mörkuðum
erlendis. Loðdýrabændur reikna
með að þeir eigi rétt á um 178 krónum
á hvert skinn vegna endurgreiðslu á
söluskatti sem útflutningsgreinar
njóta. Skilaverð af einu skinni upp í
kostnað er því 1.688 krónur.
Mismunurinn á tekjum og útgjöld-
um vegna þessa eina refaskinns er
því um 2.556 krónur.
Þeir 40.000 refahvolpar sem nú eru
í ræktun munu gefa um 68 milljónir
í tekjur. Kostnaðurinn við að fram-
leiða skinnin er hins vegar um 170
milljónir. Mismunurinn er 102 millj-
ónir.
Fréttaljós
Gunnar Smári Egilsson
Vantar 95 prósent
ofan á allar tekjur
Dæmið lítur eilitið betur út í
minkaræktinni. Þar fást um 970
krónur fyrir hvert skinn. En þar sem
ódýrara er að ala upp mink en ref
dugir það fyrir fóðrinu sem hann
étur, verkun á skinninu og sölu-
kostnaðinum. Það vantar hins vegar
um 862 krónur til þess að sala á
skinni standi undir öllum útgjöldum
að launum og íjármagnskostnaði
meðtöldum. Þá hefur verið tekið til-
ht tii endurgreiðslu á söluskatti.
Það eru um 300 þúsund minka-
hvolpar í eldi í dag. Fyrir skinnin af
þessum hvolpum munu bændur fá
um 322 milljónir. Kostnaðurinn við
að framieiða þessi skinn er hins veg-
ar um 581 milljón. Mismunurinn er
259 milljónir.
Samkvæmt þessum útreikningum
vantar loðdýraræktina um 361 millj-
ón til þess að reksturinn standi und-
ir sér. Það eru um 95 prósent af heild-
artekjum greinarinnar.
Loðdýrabændur vilja
víðtæka aðstoð
Þrátt fyrir þessa stöðu leggur Félag
Samkvæmt útreikningum loðdýrabænda kostar um 1.750 að fóðra ref í slát-
urstærð en hins vegar fást ekki nema 1.510 krónur fyrir skinnið.
íslenskra loðdýraræktenda til víð-
tækar aðgeröir til hjálpar greininni.
Lagt er til að niðurgreiðslur á fóðri
verði hækkaðar úr 55 milljónum í 111
milljónir. Hluta af skuldum bænda
og fóðurstöðva verði breytt í vikjandi
lán eða með öðrum orðum að ekki
þurfi að greiða þessi lán fyrr en
bændur og fóðurstöðvar skili hagn-
aði. Atvinnutryggingasjóður og
Stofnlánadeild landbúnaðarins
breyti um 300 milljónum af lausa-
skuldum greinarinnar í langtímalán
sem ríkissjóður taki ábyrgð á. Jarða-
kaupasjóður kaupi jarðir þeirra
bænda sem vilja hætta búskap. End-
urgreiðsla allra langtímalána verði
breytileg og taki miö af afurðaverði;
þaö er að ef markaðsverð stendur
ekki undir framleiðslukostnaði þuríi
greinin ekki að standa skil á afborg-
unum. Söluskattur fyrir árin 1988 og
1989 verði greiddur úr ríkissjóði á
þessu ári. Þá er lagt til þess að stofn-
aður verði „fastgengissjóður“ sem
greiði bændum þann mismun sem
verður á hækkun lánskjaravísi-
tölunnar og gengi danskrar krónu.
Tífalt gengi
loðdýrakrónunnar
Um þessa síðasttöldu hugmynd
hefur áður verið fjallaö í DV. Eins
og þá kom fram hækkar gengi er-
lendra gjaldmiðla um þann mismun
sem er á verðbólgu hér innanlands
og eriendis. Þaö er óþekkt í hagsög-
unni að gengi miðist einvörðungu viö
verðbólgu innanlands. Ef aðferð loð-
dýrabænda hefði verið notuð undan-
farin 50 ár væru þeir nú að fá afurða-
verð á skinnum bætt um 74,10 krón-
ur. Það er sá mismunur sem hefur
orðið á innlendri verðbólgu og geng-
isskráningu dönsku krónimar síðan
1939. Loðdýrakrónan í dag væri því
81,95 krónur á meðan venjulegt gengi
væri 7,85 krónur.
„Hér eru meira
að segja snagar“
- lögregla og fógeti á Siglufirði komast brátt í nýtt húsnæði
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri;
Lögreglan á Siglufirði hefur mátt
búa við það lengi að vera í húsnæði
sem bæöi er allt of lítið, stórskemmt
og ekki mönnum bjóðandi að starfa
þar.
En nú eru betri tímar framundan.
Bygging nýs húss, sem hýsa á bæði
lögreglu og embætti bæjarfógeta, er
á lokastigi og þangað verður flutt
áður en langt um líður.
DV skoðaði nýja húsið með Gunn-
ari Guðmundssyni yfirlögregluþjóni
á dögunum. Geysileg viöbrigði verða
fyrir lögregluna að komast þangað
inn. Gunnar sýndi blaðamanni DV
m.a. fangaklefana ög á sama gangi
er einnig aðstaða fyrir lögreglu-
mennina, fataskápar og fleira. „Hér
eru meira að segja snagar," sagði
Gunnar og má því ætla að slíkur
„lúxus“ sé ekki í gömlu lögreglustöð-
inni.
Erlingur Óskarsson bæjarfógeti
sagði að ekki væri mjög þröngt á
fógetaskrifstofunum. Hins vegar
myndi sjúkrasamlagið bætast viö á
Gunnar Guðmundsson yfirlögregluþjónn og Erlingur Óskarsson bæjarfóg-
eti fyrir framan nýja húsið sem mun hýsa lögreglu og skrifstofur bæjarfógeta.
DV-mynd gk
skrifstofum hans um næstu áramót og þá veitti ekkert af því húsrými
þegar ríkið tekur yfir þann rekstur sem verður í nýja húsinu.
TiUögur nefiidar um fj ölmiðlafræðslu:
Ars fjölmiðlanám
í Háskólanum
Nefnd, sem skipuð var 11. janúar
sl. til að flalla um fjölmiðlakennslu
á öllum skólastigum, hefur skilað
tillögum sínum til menntamálaráð-
herra.
Varðandi fjölmiðlanám á há-
skólastigi leggur nefhdin til aö
námi í hagnýtri fjöimiðlun við fé-
lagsvísindadeild Háskóla íslands
veröi komið á laggirnar í haust.
Gert er ráö fyrir að um eins árs
nám verði að ræða og skulu um-
sækjendur þegar haía iokiö BA eða
BS prófi eða eiga að baki fimm ára
starf við fjölmiðla og hafa náð 26
ára aldri.
Lagt er til að námið teljist 45 ein-
ingar, 33 einingar verði teknir á
námskeiöum á haust- og vormiss-
eri en 12 einingar felist í verklegri
þjálfun á vinnustaö yfir sumar-
mánuðina
Telur nefndin að með þvi að bjóða
upp á fjölmiðlanám á framhalds-
stigi háskólanáms fremur en á
grunnstigi muni kennslan veröa
tiltölulega ódýr og fram náist tölu-
verð íjölbreúni í nemendahópn-
um. Ætlar nefndin aö þeir sem
velja námsbrautina að loknu há-
skólaprófi geri það að vel yfirve-
guðu ráði og muni reynast mark-
vissari í náminu en yngri nemend-
ur. -GHK
Utanborðs-
mótor stolið
Utanborðsmótor að verömæti um
300 þúsund krónur var stohð úr
Lenu, 18 feta Flugfiski, þar sem hún
lá við bryggju neðan við Kaffivagn-
inn í Reykjavíkurhöfn aðfararnótt
miðvikudags. Mótorinn er 85 hest-
afla, af gerðinni Chrysler. Hann veg-
ur um 170 kíló þannig að tahð er að
þjófamir hafi verið á báti eða burð-
ast með mótorinn fimm eða sex sam-
an upp á land. -hlh