Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Síða 10
10
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989.
Útlönd
Þingkosnlngar í Japan á sunnudag:
Stjórnar-
flokknum
spáð ósigri
Sosuke Uno, forsætisráöherra Japans, og eiginkona Chyio. Flestir búast
við afsögn forsætisráðherrans fijótlega eftir kosningarnar til hluta sæta efri
deildar japanska þingsins sem fram fara á sunnudag. Símamynd Reuter
Samkvæmt niðurstöðum skoðana-
kannana tapar stjórnarílokkurinn í
Japan, Frjálslyndi lýðræðisílokkur-
inn, meirihluta sínum í efri deild
þingsins í kosningunum sem fram
fara á sunnudag. Til að halda meiri-
hiutanum í hinni 252 sæta efri deild
þarf flokkurinn að ná 54 af þeim 126
sætum sem kosið er um. Kannanir
benda aftúr á móti til að flokkurinn
nái einungis 35 sætum.
Frjálslyndi iýðræðisflokkurinn,
sem verið hefur við stjórnvölinn í
Japan síöan árið 1955, er í molum.
Segja fréttaskýrendur að flokksfor-
ystan hafi þegar gert ráö fyrir tapi í
kosningunum á sunnudag og að
ákvörðun hafi verið tekin um að
beina kröftunum í að sigra í næstu
kosningum. Líklega verður gengið til
kosninga til hinnar valdamiklu neðri
deildar í september. Þar hefur flokk-
urinn meirihluta og myndi það
nægja honum til að halda ríkisstjórn-
inni saman.
Flokkur í molum
Frjálslynda flokknum hefur á einu
ári tekist að gera flesta japanska
kjósendur fráhverfa sér. Það fór sér-
staklega fyrir brjóstiö á Japönum
þegar nýr söluskattur var lagður á í
aprfi síöastliðnum. Og síðast en ekki
síst hefur hvert hneykslið rekið ann-
að.
Recruit-fjármálahneykslið kom illa
við flokksforystu Frjálslynda lýð-
ræðisflokksins og leiddi af sér hálf-
gert stjórnleysi. í kjölfar þess var
Sosuke Uno fenginn tfi að taka aö sér
forsætisráðherraembættiö. En fljót-
lega syrti í álinn hjá forsætisráð-
herranum. Fréttir af framhjáhaldi
hans og ástarævintýrum með geisj-
um hafa ekki farið framhjá mörgum,
hvorki innaniands né utan.
Sumir sérfræðingar telja að sá
kjarni sem flokkurinn hefur byggt
stuðning sinn á sé að hruni kominn.
Ráðamenn geta ekki reitt sig á stuðn-
ing bænda og verslanaeigenda að
sama mati og áöur. Jafnvel stóru fyr-
irtækin virðast telja ástæðu til að
endurskoöa hvort fjárframlög tfi
flokksins borgi sig.
Einn kaupsýslumaður lét hafa eftir
sér á miðvikudag að tapi stjómar-
flokkurinn á sunnudag geti það haft
alvarlegar efnahagslegar afleiðingar.
Á verðbréfamörkuðum virðast
margir þegar gera ráð fyrir tapi
flokksins á sunnudag þó að markað-
urinn bíði niðurstöðunnar. „Spurn-
ingin er hversu stórt flokkurinn tap-
ar,“ sagði Makoto Omori, varafram-
kvæmdastjóri Ábyrgðarbankans í
Tokýo.
Kaupsýslumenn óttast að ef stjóm-
arflokkurinn tapar á sunnudag fylgi
tap í kosningum til neðri deildar. En
þrátt fyrir tap Fijálslynda lýðræðis-
flokksins eru litlar líkur á að miklar
efnahagslegar breytingar séu í nánd
i Japan.
Formaður Sósialistaflokks Japans, Takako Doi. Sósíalistar virðast sigur-
stranglegastir stjórnarandstæðinga í Japan í kosningunum sem fram fara
á sunnudag. Símamynd Reuter
Klofin stjórnarandstaða
Stjórnarandstöðuflokkar í Japan,
sérstaklega sósíalistaflokkurinn,
vonast til að geta nýtt sér ástandið
og komist tíl valda. Sósíalistar, sem
án efa græða mest á ringulreiðinni
meðal Frjálslyndra, geta ekki komiö
saman stjóm nema með samstarfi
við aðra stjómarandstöðuflokka. En
margir fréttaskýrendur telja að
stjórnarandstaðan sé of klofin til að
ná saman í samstæða heOd gegn
stjórnarflokknum.
Alvarlegasta málið, sem frétta-
skýrendur telja aö blasi við flokkn-
um nú, er sú tilfinning í Japan að
tími breytinga sé runninn upp. „Fólk
vill breytingu," sagði Hajime Shino-
hara, prófessor í stjórnmálafræði við
Seikei háskóla.
Enginn arftaki Unos í augsýn
Uno er af mörgum talinn dragbítur
á vinsældir flokksins. Flestir búast
við að hann segi af sér strax í kjölfar
kosninganna á sunnudag til að veita
flokknum tækifæri til að ná sér á
strik fyrir kosningamar til neðri
deildar. En hver á þá að taka við af
forsætisráðherranum?
„Ringulreiðin sem nú ríkir innan
Frjálslynda lýðræðisflokksins á sér
ekki hliðstæðu," sagði Shinohara.
„Enginn arftaki Unos virðist í aug-
sýn og þungamiðja flokksins virðist
vera hrunin.“
Frjálslyndir leita nú fyrir sér með
einhvers konar samstarf við flokk
sósíaldemókrata sem er íhaldsam-
astur stjómarandstööuflokka. Sós-
íaldemókrataflokkurinn er þriðji
stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn
og hefur gagnrýnt mjög stefnu sós-
íalistaflokksins. En hann hefur aftur
á móti hafnað samstarfi.
Flestir fréttaskýrendur telja ólík-
legt að stjórnarflokkurinn tapi í
kosningum til neðri deOdar. En í
fyrsta sinn í áraraðir telja fréttaskýr-
endur sig sjá vísi mikilla breytinga í
stjórnmálum í Japan. „Við stöndum
nú á krossgötum," sagði Takeshi
Sasaki, prófessor í stjórnmálafræði
VÍðTokýoháskÓla. Reuter
Er Khasoggi
of ríkur?
Adnan Khasoggi, saudi-arabíski
vopnasalinn sem framseldur var frá
Sviss tíl Bandaríkjanna, situr nú bak
við lás og slá rétt eins og hver annar
fangi. Auðæfi Khasoggis vom einu
sinni talin nema fjómm mOljörðum
dollara en nú segir sagan að hann
eigi bara fjömtíu núlljónir doOara
eftir.
Maðurinn sem eitt sinn var meö
þjón á hverjum fingri þarf nú að búa
um rúmið sitt sjálfur og þrífa gólfið
í fangaklefa í New York. Khasoggi,
sem talinn er eiga tólf hús víðs vegar
um heiminn, þarf nú að búa í fanga-
klefa með öðrum manni. Já, það er
af sem áður var.
Khasoggi situr inni á meðan banda-
rískur dómari tekur ákvörðun um
tryggingarfé. Verið getur að Kha-
soggi sé of ríkur tíl að hægt sé að
láta hann lausan þar tíl réttarhöldin
yfir honum hefjast. Khasoggi hjálp-
aði Ferdinand og Imeldu Marcos við
að svíkja rúmar eitt hundrað mOljón-
ir dollara út úr fjárhirslum Filipps-
eyja þegar þau hjónin flýðu þaðan
með því að ljúga því að hann ætti
fjóra skýjakljúfa í New York sem í
raun vora eign Marcosar. Þá telja
bandarískir bankamenn sig eiga sitt-
hvað hjá Khasoggi. Þeir segja hann
hafa svikið rúma 160 milljónir dollar
út úr bandarískum bönkum.
Saksóknari er andvígur því að
Khasoggi verði sleppt úr fangelsi
gegn tryggingu þar til réttarhöldin
yfir honum hefjast. Segir hann að
ekki sé hægt að treysta því að hann
yfirgefi ekki Bandaríkin veröi hann
látinn laus úr prísundinni. Jafnvel
dómarinn sem dæmir í málinu, John
Keenan, velti fyrir sér í gær hvort
Khasoggi væri svo ríkur að hann
myndi stinga af og láta tryggingarféð
lönd og leið.
Dómarinn úrskurðaði aö Khasoggi
skyldi haldiö í fangelsi þar til lög-
fræðingamir í máhnu hafa lokið
málaflutningi varðandi tryggingar-
féö. Lögfræðingur Khasoggis, Robert
MorviOo, sagði í gær að allt að fimm
mOljóna dollara trygging skipti í
raun litlu fyrir skjólstæöing sinn.
? - ?
Khasoggi ásamt eiginkonu og dóttur þegar betur áraði. Khasoggi er nú i fangelsi í Bandaríkjunum.
Símamynd Reuter
Samstarfsmenn Khasoggis segjast laus af ákæmnum. Þeir hafa þó viö- að segja fyrir viðskipti Khasoggis,
þess fullvissir aö hann reynist sak- urkennt að fangavistin hafi haft sitt vopnasölu fll þróunarlanda. Reuter