Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Qupperneq 17
16
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989.
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ 1989.
25
Iþróttir
Iþróttir
IL
Frétta-
stufar
Hollensku meistar-
arnir PS V Eindhoven
gengu í gær frá kaup-
unum á afríska leik-
manninum Kalusha Bwaiya frá
belgíska félaginu Cercle
Brugge. Kaupverðiö nemur um
60 milljónum íslenskra króna.
Kalusha, sem er 26 ára að aldri,
vakti athygli forvígismanna
PSV Eindhoven er hann lék
með Zambíumönnum í knatt-
spymukeppni ólympíuleik-
anna í Seoul í fyrrahaust. Ka-
lusha skoraði meðal annars
þrjú mörk er Zambíumenn
sigruðu ítáli öllum á óvart, 4-0.
PSV lætur ekki hér staöar
numið því að félagið hefur í
hyggju að kaupa fleiri leik-
menn fyrir komandi keppnis-
tímabil.
Opið kvennamót í
gotfi á Akranesí
Opið kvennamót í
golfl veröur haldiö á
Akranesi á laugar-
daginn. Ræst veröur
út frá kl. 10. Leiknar verða 18
holur með og án forgjafar. Fyr-
irtækin Akraprjón og Eðal-
steinninn gefa vegleg verðlaun
til mótsins. Hægt verður að
panta rástíma í dag frá kl. 10-22
í síma 93-12347.
Golfmóthjá Keili
á iaugardaginn
Opið golfinót hjá
Golfklúbbnum Keili í
Hafnarfiröi verður á
laugardaginn. Leik-
inn verður 18 holu högglpikur
með og án forgjafar. Sá sem
verður svo heppinn að' fara
holu í höggi á þremur brautum
fær aö launum Peugeot bifreið.
Skráning keppenda stendur
yílr til kl. 22 á fostudagskvöldið
í síma 53360 en ræst verður út
frá kl. li á laugardagsmorgun-
inn.
ÍR ogStJarnan leíka
á IR-vellinum
Leikur ÍR og Stjörn-
unnar í 2. deild ís-
landsmótsins í knatt-
spymu verður á ÍR-
vellinum í Breiðholti, sem er
malarvöUur, á laugardaginn kl.
14. Leikurinn átti upphaflega
að fara fram á Valbjamarvelli
en af því gat ekki orðið vegna
þess að á sama tíma fer fram
ftjálsíþróttamót á vellinum í
Laugardal.
Zavarov áfram í
herbúðum Juventus
Sovétmaðurinn
Alexander Zavarov
verður áfram í her-
búðum Juventus. Um
var talið aö Zavarov
snúa á nýjan leik til
og leika með
£
tíma
myndi
Sovétríkjanna
sínu gamla félagi, Dynamo Ki
ev. Forráðamenn ítalska liðs-
ins hafa hins vegar ákveðið að
halda í Zavarov en hann var
keyptur tíl liðsins á síðasta
keppnistímabih og náði ekki aö
vinna sér fast sæti í liðinu.
Edberg leikur ekki
einliðaleik á Davis Cup
j'" Stefan Edberg frá
Svíþjóö leikur ekki
' i eirúiðaleik í Davis
Cup þegar Svíar leika
gegn Júgóslövum. Edberg hef-
ur hins vegar ákveðiö að leika
í tvenndarleik. Edberg meidd-
ist á æfingu í upphafí vikunnar
á ökkla og treystir sér ekki af
þeim sökum í einliðaleik
keppninnar. Sterkir leikmenn
júgóslavneska liösins eiga
elnnig viö meiösU að stríða.
Knattspyma - V-Þýskaland:
Hljóp á snærið
hjá Saint Pauli
- fékk þrjá Austur-Þjóðverja til llðsins
Það hljóp heldur betur á snærið
hjá v-þýska úrvalsdeUdarUöinu FC
St. Pauli nýverið.
Þá gengu til liðsins þrír snjalhr
knattspymumenn sem flýðu á dög-
unum heimcdand sitt, Austur-Þýska-
land.
Leikmennirnir voru í herbúðum
Wismut Aue sem íslendingar þekkja
síðan það lið glímdi við Val í Evrópu-
keppni.
Liðin gerðu -þá jafntefli í tvígang
en Aue komst áfram þar sem Aust-
ur-Þjóðverjamir gerðu mark á úti-
velli.
Leikmennimir, sem ganga tíl liðs
við St. Pauli, em Jens Konig, Andre
Köhler og Thomas Weis.
Notuðu þeir tækifærið meðan lið
þeirra var í æfingabúðum í Vestur-
Evrópu en til stóð að Wismut Aue
léki meðal annars við sænska félagið
Örgryte í æfingaferð sinni.
-JÖG
Knattspymuskóli Víkings:
Bjöm og Andri
leiðbeinendur
Knattspymuskóli Víkings fer
af stað í næstu viku. Skóhnn er
fyrir stelpur og stráka á aldrinum
6-12 ára. Hvert námskeið stendur
yfir í tvær vikur og þeim skipt
eftir aldri krakkanna. Námskeið-
in verða haldin á grassvæði Vík-
ings við Hæðargarð og nýja veU-
inum í Stjömugróf.
Leiðbeinendur verða þeir Andri
Marteinsson og Bjöm Bjartmarz
en báðir leika þeir með meistara-
flokki Víkings. Ýmislegt verður
gert tíl gamans á námskeiðunum
og má þar nefna knattþrautir og
grUlveislu í Víkingsskálanum.
Góðir gestir munu Uta í heimsókn
til krakkana og margt fleira verð-
ur tíl skemmtunar.
Námskeiðin verða þrjú, það
fyrsta 24. júh tíl 4. ágúst, annað
8.-18. ágúst og það síðasta 21.
ágúst til 1. september. Hvert nám-
skeið kostar 2500 krónur. AUar
nánari upplýsmgar í síma 83245.
Innritað verður í byrjun hvers
námskeiðs og það skal athugað
að þátttakendafjöldi er takmark-
aður.
-RR
Skotinn Alan Mclnally og Júgóslavinn Radomir Mihailovic leika saman í
framlínu Bæverja og eru þegar farnir að skora af grimmd.
Knattspyma - V-Þýskaland:
Bæverjar góðir
- Mclnally farinn að skora grimmt
Undirbúningur vestur-þýskra knattspymumanna fyrir komandi keppnis-
tímabU stendur nú sem hæst, enda hefst keppnin í úrvalsdeUdinni 29. júU.
Liðin hafa að undanfomu verið að leiká æfingaleiki víðs vegar um Evrópu.
Meistaramir, Bayem Múnchen, hafa staðið sig vel í æfingaleikjunum og
mæta greinUega sterkir tU leiks eins og oft áður.
Bayem Múnchen lék fyrir helgina gegn franska Uðinu Múlhausen og sigr-
aði Bayem í leiknum, 2-A. Nýju leikmennimir sem Bayem keypti fyrir keppn-
istímabUið, Aian McInaUy og Radomir MihaUovic, skomðu sitt markið hvor
í leiknum. Þeir félagar hafa verið iðnir við kolann í æfingaleikjunum og
skorað nokkur mörk. McInaUy kemur eins og kunnugt er frá Aston VUla.
Þeir félagar hafa falUð vel inn í leik Uðsins og binda forráðamenn Bayem
miklar vonir við þá félaga í deUdinni í vetur. -JKS
6 leikir í kvöld
- á íslandsmótinu 1 knattspymu
Tveir leUdr verða á Islandsmótinu
í knattspymu í kvöld. í 1. deild leika
Fylkir og Fram á ÁrbæjarveUi og
KA og FH leika á Akureyri. í 2. deUd
verða fjórir leikir. ÍBV - Breiðablik
í Eyjum, Víðir - Selfoss í Garðinum,
Tindastóll - Völsungar á Sauðár-
króki og Leiftur og Einherji á Ólafs-
firöi. AUir leikimir hefjast kl. 20.
-JKS
Þessir austur-þýsku knattspyrnumenn flýðu heimaland sitt á dögunum en þeir léku meö Wismut Aue, sem mætti iiði Vals, fyrir í Evrópukeppni á sínum tíma. Þeir eru nú
í herbúðum St. Pauli í Vestur-Þýskalandi. Símamynd Reuter
Vestmannaeyingar styrkjast í handboltanum:
Sigurðw verður
áfram í Eyjum
- spilar með ÍBV í fyrstu deildhmi 1 vetur
X-
Sigurður Gunnarsson, lands-
liðsmaður í handknattleik,
hefur ákveðið að vera um
kyrrt í Vestmannaeyjum. Sig-
urður tilkynnti forráðamönnum hand-
knattleiksdeildar ÍBV þessa ákvörðun í
gærmorgun.
Þegar fréttist að samningar Sigurðar
við spænska hðið Bidasoa heföu farið
um þúfur höfðu {jöldamörg 1. deildar Uð
hér á landi samband við Sigurð en að
vel athuguðu máli ákvað Sigurður að
leika áfram með Eyjamönnum.
Nokkur erlend félagslið höfðu einnig
áhuga á að fá Sigurð í sínar raðir, meðal
annars á Spáni, í Frakklandi og Vestur-
Þýskalandi.
Eyjamenn I sjöunda himni
með ákvörðun Sigurðar
„Eins og gefur að skilja erum við mjög
ánægðir með að Sigurður Gunnarsson
skuh verða áfram með okkur í 1. deildar
keppninni í vetur. Sigurður sýndi það og
sannaði á síðasta vetri að hann styrkir lið-
ið óhemju mikiö. Viö Eyjamenn erum
ákveðnir í að standa okkur í 1. deild í vet-
ur. Á síðasta keppnistímabili lentum við í
þriðja neðsta sæti en í vetur stefnum við
að því að gera enn betur,“ sagöi Stefán
Jónsson í handknattleiksráði ÍBV í samtali
við DV í gær.
Hilmar og Sigurður sjá
um þjálfunina í sameiningu
Hilmar Sigurgíslason og Sigurður Gunn-
arsson sjá um í þjálfunina í sameiningu en
þeir félagar léku saman í mörg ár með Vík-
ing og þekkja því vel hvom annan. Enn-
fremur hafa þeir leikið saman í íslenska
landsliðinu. Hilmar lék með HK á sl. vetri
við góðan orðstír og liðið vann sér sæti í
1. deild. Guðmundur Albertsson hefur
einnig ákveðið að leika með Eyjamönnum
í vetur eins og fram hefur komið í DV en
áður lék hann með KR-ingum. Guðmundur
mun einnig þjálfa kvennalið Eyjamanna.
Eyjamenn mæta sterkir
til leiks í vetur
Á þessu sést glögglega að Eyjamenn mæta
sterkir til leiks í þeirri hörðu keppni sem
fram undan er í 1. deild í vetur.
-JKS
• Sigurður Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, verður áfram i
Vestmannaeyjum á næsta tímabili. Til stóð að hann héldi utan en samning-
ar fóru út um þúfur.
Tapið gegn Guernsey
tók drauminn um gullið
- íslenska karlaliöið í blaki fékk brons á Eyjaleikunum
Karlalandslið Islands í blaki keppti
á Eyjaleikunum í Færeyjum 6.-12.
júlí síðastliðinn. Frammistaða liðs-
ins var góð framan af en tækifæri tll
að leika um gullið var rækilega
kiúðrað í undanúrshtaleik, leik sem
hefði svo sannarlega átt að vinnast.
Keppnisfyrirkomulag var þannig
að leikið var í tveimur riðlum, síðan
léku tvö efstu höin úr hvoram riðli
í kross og loks léku sigurlið til úr-
slita um fyrsta sætið en tapliðin um
þriðja sætið. í riðh með íslendingum
voru lið Álandseyja, Manar og Fro-
yja. í hinum riðlinum vora lið Fær-
eyja, Græniands, Wight og Guemsey.
Fyrsti leikurinn var gegn liði Fro-
ya, sem er lítil eyja undan strönd
Noregs. íslenska liðið tók þennan
leik alvarlega, enda leikmenn há-
vaxnir og miklir á velli en þegar til
kastanna kom reyndist tækni þeirra
afskaplega bág og sigurinn varð okk-
ar mönnum auðveldur. Leikurinn
endaði 3-0: 15-4, 15-4, 15-6.
Lið Manar reyndist vera skrautleg-
ur söfnuður leikmanna á öllum aldri
sem áttu fátt annað sameiginlegt en
að kunna lítið fyrir sér í blaki. Hrin-
urnar urðu aldrei nema þrjár, stig
andstæðinganna aldrei nema átta
(15-3, 15-0, 15-5) og leiktíminn ein-
ungis 26 mínútur.
Næstu andstæðingar vora Álands-
eyingar. Lið þeirra hafði unnið Eyja-
leikana tvö síðustu skipti og því vora
íslensku strákarnir ákveðnir í að
spila leikinn á fullu. Álandseyingar
voru hávaxnir og til alls liklegir.
Þeir unnu fyrstu hrinuna nokkuð
auðveldlega, 15-7. í annarri hrinu
komust okkar menn vel í gang og
tókst að vinna, 15-11, með mjög góðri
baráttu. Sama var uppi á teningnum
í þriðju hrinu, hún vannst 15-12.
Álandseyingar tóku nú kipp og unnu
fjórðu hrinu öragglega, 15-6. Staðan
var nú 2-2, í hrinum talið, og þurfti
því úrshtahrinu til. í henni gerðu
Álandseyingar slæm mistök í upp-
stillingu sem urðu til þess að ísland
náði strax góðri forystu (8-1), eftir-
leikurinn reyndist okkar mönnum
síðan auðveldur og vora lokatölur
hrinimnar 15-10 og sigurinn okkar.
Allir íslensku leikmannanna áttu
góðan dag og börðust vel en fremstur
meðal jafningja var þó Bjami Þór-
hallsson sem fór hamförum.
Nú var staðan þannig að ísland
haföi unnið alla leiki sína í riðiinum
og skyldi því leika gegn liðinu í öðra
sæti hins riðilsins. Það var Uð
Guernsey en Færeyingar áttu að
mæta Álandseyingum. íslendingam-
ir vora þreyttir og slæptir eftir erf-
iðan leik gegn Álandseyingum dag-
inn áður og geröu í ofanálag þá regin-
skyssu að vanmeta Guemseyinga
gjörsamlega en ofmeta sjálfa sig.
Guemseyingar reyndust vera létt-
leikandi og baráttuglaðir. Þeir unnu
fyrstu hrinuna, 15-8 (30 mínútur), og
vora okkar menn langt frá sínu
besta. Aðeins náðu þeir þó að klóra
í bakkann í næstu hrinu og sigraðu
auðveldiega í henni, 15-5. Þriðja
hrinan var ærið sveiflukennd (ís-
Gue: 5-1,5-12,14-12,14-14,15-15) en
andstæðingamir reyndust sterkari á
endasprettinum og sigraðu, 17-15.
Eftir þetta áfali var allt loft úr okkar
mönnum og þeir veittu litla mót-
spymu í fiórðu hrinunni sem tapað-
ist, 8-15. Meö þessum ósigri glataðist
möguleikinn á að leika úrslitaleikinn
sjálfan en leikið skyldi um þriðja
sætið.
„Það var fyrst og fremst vanmat á
andstæðingunum, sem olli þessum
ósigri en strákamir vora líka allir
farnir að kvarta undan eymslum
þegar líða tók á leikinn qg Uðið lék
langt xmdir getu,“ sagði Ólafur Árni
Traustason, þjáifari íslenska lands-
liðsins. Ekkert gekk upp, sókn var
slök, vöm var léleg og uppspil óná-
kvæmt. Þorvarður Sigfússon lék þó
ágætlega en fékk allt of lítið af bolt-
um til að vinna úr.
Færeyingar unnu Alandseyinga í
hörkuundanúrslitaleik. ísland átti
því aftur að mæta Alandseyingum,
nú í baráttu um bronsið. En það vora
tvö vonsvikin hð sem léku tíl úrshta
um þriðja sætið, bæði höfðu í upp-
hafi sett stefhuna á toppinn en orðið
fótaskortur á leiðinni þangað."
Álandseyingar, þreyttir og daufir
með sinn lykilmann meiddan, sýndu
lítinn sigurvilja. íslendingum reynd-
ist því frekar auðvelt að vinna 3-0
sigur á þeim, 15-9, 15-9, 15-9 og
tryggja sér þannig bronsið.
Þeir sem léku fyrir íslands hönd
era: Amgrímur Þorgrímsson, ÍS (10);
Bjami Þórhallsson, ÍS (11); Jason
ívarsson, Þrótti (15); Jón Ámason,
Þrótti (34); Karl Sigurðsson, HK (0);
Leifúr Harðarson, fyrirhöi, Þrótti
(54); Vignir Þröstur Hlöðversson, HK,
(6) og Þorvarður Sigfússon, ÍS (16).
-gje
Doman kærður
- Þorgeir Jósefsson kærður til dómaranefndar
Þorgeir Jósefsson, knattspymu-
dómari af Skaganum, hefúr verið
kæröur til knattspyrnuforystunn-
ar, dómaraneíndar KSÍ.
Ástæöan er sú að í leik ÍA og
Stjömunnar nýverið þótti eitt og
annað athugavert við framgöngu
Þorgeirs, að áliti sfjómenda
Stjömuiiðsins og staEbræðra
þeirra hjá ÍA. Áliorfendur á leikn-
um vom einnig íjölmargir forviða
á virmubrögðum dómarans, sér-
staklega þar sem um reyndan
mann var að ræða en Þorgeir er
landsdómari.
Þorgeir þótti draga hlut Akumes-
inga langt fram úr hófi og fram-
koma hans við stjómendur
Sfjömuliðsms þótti einnig gagn-
rýni verð.
Leikurinn var liður í riðlakeppni
íslansdmótsins í 3. aldursílokki og
gat hann ráðið úrslitum um hvort
Stjaman færi í úrslit íslandsmóts-
ins eður ei. Leiknum lyktaði 4-6
Nánar verður sagt fiá atviki
þessu og farið frekar í saumana á
málinu á unglingasíöu DV á morg-
un.
-Hson
íslandsmótið - 3. og 4. deild:
Toppliðin töpuðu illa
• Grindavík, efsta hðið í A-riðh 3.
deildar, tapaði óvænt fyrir Leikni í
Breiðholti, 1-2. Ingvi Guðmundsson
og Jóhann Viðarsson skomðu fyrir
Leikni en Þórarinn Ólafsson skoraði
fyrir Grindavík.
• Á ísafirði tapaði ÍK fyrir Bad-
mintonfélaginu, 1-2. Þeir Stefán
Tryggvason og Sævar Ævarsson
skomðu fyrir BÍ en áður hafði Reyn-
ir Björnsson skorað fyrir ÍK.
• Þróttur úr Reykjavík vann á
sama tíma mikilvægan sigur, 1-0, á
Gróttu á Seltjarnarnesi og gerði
Haukur Magnússon sigurmarkið.
• Aftxu-elding vann ömggan sigur,
3-0, á Reyni í Sandgerði. Rúnar Sig-
urðsson, Friðsteinn Stefánsson og
Viktor Viktorsson skoruðu mörk
Aftureldingar.
• í B-riðhnum unnu Þróttarar 4-1
sigur á Austra á Neskaupstað. Krist-
irm Guðmundsson, Þorlákur Ama-
son, Þráiim Haraldsson og Ólafur
Viggósson gerðu mörk Norðfirðinga
en Hjalti Einarsson skoraði eina
mark Austra.
Stokkseyringar unnu loks
• í A-riðli 4. deildar urðu óvænt úr-
slit. Stokkseyringar uirnu sinn fyrsta
sigur í sumar er þeir lögðu Njarðvík-
inga, 1-0. Magnús Amarsson gerði
sigurmark Stokkseyringa. í Þorláks-
höfn unnu Ægismenn efsta lið A-
riðilsins, Skotfélag Reykjavíkur. Ár-
marm Einarsson skoraði eina mark
leiksins.
• í C-riðli vann Ármann Árvakur,
3-2, og komust Ármenningar þar
með á toppinn. Amar Halldórsson,
Gústaf Alfreðsson og Jón Þór Einars-
son gerðu mörk Ármenninga en Ami
Guðmundsson skoraði fyrir Árvak-
ur. í Borgamesi gerðu Skallagrímur
og Hafnamenn 1-1 jafntefli. Valdi-
mar Sigurðsson skoraði fyrir Borg-
nesinga en Guðmundur Jónasson
gerði mark Hafnamanna. Loks unnu
Víkingar í Ólafsvík Létti, 7-3, í mikl-
um markaleik. Hermann Hermanns-
son gerði þrennu fyrir Víking, Hjört-
ur Ragnarsson tvö og Guðlaugur
Rafnsson og Jón Thorarensen eitt
hvor. Ingólfur Proppé gerði tvö af
mörkum Léttis og Bjöm Jónsson eitt.
TBA er enn efst í D-riðiinum og nú
vaim liðið Æskuna, 5-2. Pétur
Bjamason og Bragi Sigurðsson gerðu
tvö mörk hvor og Hannes Smárason
eitt. Gunnar Berg og Sigurður Skarp-
héðinsson skoraðu fyrir Æskuna. Þá
sigraði SM lið Neistans, 2-0.
-RR/KH/MJ/ÆMK/SH