Dagblaðið Vísir - DV - 21.07.1989, Síða 25
FÖSTUDAGUR 21. JÚLÍ ;989.
33
Sviðsljós
Rainier prins af Mónakó:
„Éggetekki
gifst aftur"
Á mánudaginn var haft eftir Raini-
er fursta af Mónakó að hann væri
svo gagntekinn af minningum um
Grace prinsessu að hann gæti ekki
gifst aftur. Furstinn, sem er 66 ára
gamall, segir í nýrri hók: „Ég á yndis-
lega fjölskyldu og var í góðu hjóna-
bandi. Hvert sem ég fer fylgja mér
minningar um Grace.“
Rainier var niöurbrotinn maður
þegar hann missti eiginkonu sína í
bílslysi árið 1982. Þau giftust árið
1956 þegar hún var stjarna í Holly-
wood. Þegar Jeffrey Rohinson, sem
er höfundur bókarinnar Rainier og
Grace, spurði Rainier um möguleika
á því að hann giftist aftur, sagði
hann: „Ég sé Grace hvar sem ég fer.
Hins vegar gæti ég ekki gifst aftur
því það yrði erfitt fyrir bömin mín.
Ég ætla því ekki að gera það.
Rainier minntist einnig á sögu-
sagnir um ástarsamband hans við
prinsessuna þýskættuðu, Iru von
Furstenberg. „Við höfum þekkst
lengi og höfum góðan félagsskap
hvort af öðru. Hún er skemmtileg -
en það er allt og sumt. Það hefur aldr-
ei verið spurning hjá okkur um
hjónaband," sagði hann.
Prinsinn segir að sig langi til að
setjast í helgan stein og fela ábyrgð-
ina 31 árs gömlum ólofuðum syni
sínum, Albert prins. „Það gerist þó
ekki fyrr en Albert er orðinn viss um
að hann treysti sér til að taka við af
mér. Einnig mun hjónaband hafa þar
áhrif á,“ segir Rainier.
í bókinni er einnig ýmislegt haft
eftir Albert prins. „Embættið er
nokkuð sem ég hef alltaf verið dálítið
smeykurvið .... þetta er svo mik-
il ábyrgð og mörg ólík vandamál að
takast á við,“ Sagði Albert. „Ég hef
þurft að horfast í augu við mörg
þeirra og reynt að hjálpa fóður mín-
um við sín störf. En það er ekki auð-
velt og ég er ekki viss um að ég sé
reiðubúinn til að taka við núna,“
segir Albert í bókinni.
Reuter
Rainier prins segir í bókinni Rainier og Grace að hann hafi átt gott hjóna-
band og að minningin um konu sína lifi stöðugt - hann getur því ekki hugs-
að sér að gifta sig aftur. Auk þess telur hann að það yrði börnunum þung-
ur baggi. Myndin er tekin sex árum áður en Grace dó í bílslysi.
Töluverður hópur fólks safnaðist saman á ísafjarðarflugvelli til að fylgjast
með flugmódelasmiðum fljúga vélum sinum. DV-mynd BB, ísafirði.
Þjónusta
DV-mynd Geir
Gröfuþjónusta. Til leigu JCB traktors-
grafa í öll verk. Uppl. í síma 44153.
Líkamsrækt
Flugdagur
og sýning
Siguijón J. Sigurösson, DV, ísafirði:
Flugáhugamenn á ísafirði og Pat-
reksfirði tóku sig til fyrir skömmu
og héldu sameiginlegan flugdag. Veð-
m- var hið sæmilegasta á báðum stöð-
um en þó ekki flugfært að sunnan
þannig að vélamar, sem áttu að
koma þaðan, komust ekki í tæka tíð.
Flugkapparnir vestfirsku létu það
þó ekki á sig fá og notuðu bara sínar
eigin vélar til hstflugs og útsýnis-
flugs. Þó verður að viðurkenna að
skemmtilegra hefði verið að hafa
fleiri vélar til sýnis.
Þá fór fram sýning á flugmódelum
en smíði og flug shkra véla er nokkuð
vinsælt tómstundagaman.
Tilboð: GYM-4 sett. Öflugur pressu-
bekkur með fótatæki, lyftingasett, 70
kg, krómstangir og mittisbekkur,, verð
stgr. 41.605, afl). 43.920. Vaxtarræktin,
frískandi verslun, Skeifunni 19, 108
Rvík, s. 681717. Sendum í póstkröfu.
Margir hafa verslað á útimarkaðnum á Dalvík.
Við smiðum stigana, einnig furuúti-
handriðin. Stigamaðurinn, Sandgerði,
s. 92-37631/37779.
lÖLVUNARjAKSTUR
L_----_ ~~ vn
ER
Dalvík:
Iifandi lax
á útimarkaði
Geir A. Guðsteinsson, DV, Dalvík:
Undanferna laugardaga hefur
útimarkaður verið haldinn á planinu
fyrir framan félagsheimihð Víkur-
röst þar sem ýmsir aðilar hafa boðið
varning sinn. Mikil og vaxandi aö-
sókn hefur verið á markaðinn, hæði
af heimamönnum og aðkomufólki,
t.d. frá Akureyri og einnig hafa ferða-
menn kunnað vel aö mefe þessa ný-
breytni.
Vamingur sem þarna er á boðstól-
um er fjölbreyttur, fatnaður, bækur,
brauð og kökur, niðursuðuvarning-
m- alls konar, lifandi lax, glysvarn-
ingur af ýmsu tagi og þannig mætti
lengi telja. Einnig er boðið upp á
kaffi og vöfllur og grihsteiktar pyls-
ur. Þá hljóma þýðir tónar í eyru
markaðsgesta frá rafmagnsorgeh
sem Dagmann Ingvason leikur á.
Upphafsmaður að þessari nýbreytni
er Ólafur Árnason, rekstrarstjóri
Víkurrastar.
Hluti flugmódela sem var til sýnis.