Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Qupperneq 15

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Qupperneq 15
FÖSTUDAGUR 28. JÚLl 1989. 15 Enn er vegið að réttindum fatlaðra Hjá foreldrum og aöstandendum fatlaðra aukast áhyggjur og kvíði að nýju en höfuðmáli skiptir hvaða áhrif þetta hefur á hinn fatlaða. í bréfi, sem forráðamenn Skála- túnsheimilisins sendu frá sér ný- lega, segir skýrum stöfum að ríkis- stjórnin hafi ákveðið 4% spamað á m.a. sólarhringsstofnunum fyrir fatlaða. Við það dregst saman þjón- usta við þá. Mun það hafa veruleg áhrif á starfsemina sökum mann- eklu og líklega einnig á vetrarstarf- ið á vetri komanda. í lögum um málefni fatlaðra stendur að markmið þeirra laga sé: „Að tryggja fótluðum jafnrétti og sambærileg lífskjör við aðra þjóð- félagsþegna og skapa þeim skúyrði til að lifa eðlilegu lífi og hasla sér völl þar þar sem þeim vegni best.“ Átroðningur á mannréttindum Allir þeir sem þekkja til málefna fatlaðra, þ.á m. félagsmálaráð- herra, eru sammála um að mark- mið þessara laga sé mörgum fötluð- um, og ekki síst mörgum fötluðum á sólarhringsheimilum eins og Skálatúnsheimilinu, ennþá f]ar- lægt og þjónusta og þjálfun þar sé mun minni fyrir fjölda vistmanna KjaUariim Jóhann Guðmundson bæklunarskurðlæknir en hún ætti að vera til aö nálgast það markmið. Sparnaöaraðgerðir þær sem rík- isstjórnin hefur nú fyrirskipað á þessum heimilum gerir síðan þetta markmið mun fjarlægara fyrir þetta fatlaða fólk þegar rýra skal þjónustu og þjálfun þess enn frek- ar. Alþingi og ríkisstjóm settu þessi lög með fögrum markmiðum en löngu áður en í sjónmáli er aö þeim sé náð er farið að draga úr aðgerð- um til að ná markmiðum laganna. Þama er verið að ráðast á hóp fatl- aðs fólks sem getur ekki borið hönd fyrir höfuð sér til varnar. Það er nú ekki stórmannlegt hjá ríkis- stjórninni að draga úr þjálfun og þjónustu fyrir fatlað fólk þó að illa ári í þjóðfélaginu. Og það er erfitt aö skilja hvi nú- verandi félagsmálaráðherra hefur ekki getað sannfært meðráðherra sína í ríkisstjórn um að þama sé alls ekki forsvaranlegt að spara. Ríkisstjórn, sem skipar fyrir sparn- aðaraðgerðir fyrir þetta fatlaða fólk, er með því að draga úr mögu- leikum þeirra að tryggja sér jafn- rétti og sambærileg lifskjör og skapa sér þannig skilyröi til eðh- legs lífs. Fyrir þá er þetta átroðn- ingur á mannréttindum þeirra. I nágrannalöndum okkar, t.d. Svíþjóð, væri sennilega litið á þetta sem lögbrot og líklega mundu dóm- stólar þar dæma þeim fötluðu aftur réttindi sín. Ekki fréttaefni? Ríkisstjóm, sem tekur slíkar ákvarðanir um spamað á þannig heimilum, hlýtur að hafa litla rétt- lætistillfmningu og þekkingarleysi á málunum. Margir ráðherranna í núverandi ríkisstjórn voru með í að setja hin nýju lög um málefni fatlaðra með framanrituðum fógr- um markmiðum til að taka á mál- unum. Þeir em því langt frá því að vera samkvæmir sjálfum sér með því að fyrirskipa sparnað í þjálfun og þjónustu þessa fatlaða fólks og níöast þannig á þessum minni bræðrum okkar sem ekki geta barist fyrir réttindum sínum sjálfir. Ég sakna þess aö heildarsamtök „Ég sakna þess að heildarsamtök fatl- aðra í landinu skuli ekki rísa upp til að mótmæla þannig sparnaðaraðgerð- um.“ Forráðamenn Skálatúnsheimilis- ins sendu forráðamönnum og for- eldrum fatlaðra bréf vegna sparn- aðaráforma ríkisstjórnarinnar. fatlaðra í landinu skuh ekki rísa upp til að mótmæla þannig sparn- aðaraðgerðum. Er svona mannrétt- indamál ekki fréttaefni fyrir fjöl- miðla? Megi þessar hnur verða til þess að ýta við hagsmunasamtök- um fatlaðra og fjölmiðlum til þess að þeir véki réttlætiskennd þjóðar- innar svo að ríkisstjórnin sjái að sér og endurskoði ákvörðun sína um sparnað á þessum stöðum og falh frá honum. Vísdómur ráðamanna hggur í því ^að vita hvar hægt er og hvar má spara og hvar ekki. Jóhann Guðmundsson Sofandi bióð Skyldu landsmenn almennt hafa gert sér grein fyrir því hve furðuleg stefna íslands er í afyopnunar- og friðarmálum. - Ef ekki.. .væri þá ekki ástæða til að hugleiða málið af alvöru en láta ekki teyma sig sofandi aö feigðarósi? Á sama tíma og friðar- og af- vopnunarviðræður skila stöðugt vaxandi árangri mhli stórveldanna er hemaðarhyggja og vígvæðing á íslandi geigvænlegri en nokkru sinni fyrr. Undirskriftasöfnun Norðlend- inga um að fá herílugvöh í sitt byggðarlag er svo ótrúleg að engu er líkara en fégræðgi og hermangs- hugsun hafl svipt þetta fólk ráði og rænu. Vantar landsbyggðina kannski Natoflugvöll í hvern landshluta til að halda jafnvægi í byggð landsins? Gömul og ný launráð Það er að vísu ekki undarlegt þótt búið sé að afsiða þetta þjóð- félag - þar sem hemaðarhyggja Bandarikjanna hefir ráðið ferðinni síðan íslenskir kvishngar fengu hingaö bandarískan her inn í landið bakdyramegin. Allt í einu var herinn kominn fyrirvaralaust. Þótt spurst heföi að mennimir, sem sóru að hér skyldi aldrei vera her á friðartímum, væm að brugga launráð með bandarískum vinum sínum hafði enginn átt von á að hlutirnir gerð- ustu svo fljótt. Enginn hefur mátt vera utanrík- isráðherra á íslandi sem ekki hefir fylgt bandarískri hernaðarstefnu og viljað hafa herinn. Þó skal þess getið að þann tíma, seni Steingrím- ur Hermannsson fór með utanrík- ismálin, kvað nokkuð viö annan tón þar sem hann greiddi atkvæði með öllum afvopnunar- og friðartil- lögum sem bornar vom fram á Kjallarinn Aðalheiður Jónsdóttir verslunarmaður þingi Sameinuðu þjóðanna meðan hann var þar í forsvari fyrir íslands hönd og lét sig engu varða þótt það gengi þvert gegn stefnu Bandaríkj- anna. Þetta var líka nóg til þess að Þor- steinn Pálsson og flokkur hans töldu Steingrím Hermannsson þjóðhættulegan kommúnista. Hins vegar var leiðinlegt að Steingrímur skyldi ekki geta verið sjálfum sér samkvæmur og stöðvað allar hernaðarframkvæmdir hér á landi... Hvers vegna gerði hann það ekki? Hvar lá hundurinn graf- inn? - Kannski vitum við það... kannski ekki. Hitt vitum við. Ef hann hefði gert það heíði orðið erfiðara fyrir Jón Baldvin að ganga erinda Bandaríkjanna og NATO eins og hann hefir gert. Undirlægjuháttur og hermang Þegar ástralski læknirinn og friö- arsinninn Helen Caldicott kom hingað til lands í sumar sagði hún okkur að sem gestgjafar Natohers skytum við skjólshúsi yfir okkar eigin morðingja. Hún sagði líka: „Setuliðið bandaríska er hér ekki til að verja einn eða neinn, jafnvel ekki Bandaríkin. Það er hér ein- faldlega til aö þenja út veldi Banda- ríkjanna. Liður í heimsvaldastefnu þeirra.“ „Og þið,“ sagði hún, „hafið verk að vinna. Þið eruð þjóð með hlutverk: Þið eigiö að losa ykkur við þessar herstöðvar strax." Hún vissi bara ekki aö þaö hlut- verk, sem íslendingar hafa talið sitt hlutverk í næstum fjörutíu ár, er undirlægjuháttur og hermang. En þá hlið á íslendingum þekkti aftur á móti Eric Mc Vadon, fyrrv. yfirmaður bandaríska setuhðsins á Miðnesheiði. - Aðmírállinn sagði í frægri kveðjuræðu er hann lét af störfum sem yfirmaður herhðsins að hann vildi tala opinskátt við fólk og stjórnvöld á íslandi Kannski hefir hann einmitt verið svo opinskár vegna þess að nokkru áður hafði hann haldið ræðu á Varðbergsfundi við mikil fagnað- arlæti. En íslendingar ættu að hugleiða vel ræðu stríðsmannsins sem virt- ist sambland af hroka, kvörtun yfir fégræðgi og hermangi íslendinga og htilsvirðingu á þjóð sem ekki var að hans mati annað en þjóðar- brot, „íbúar sömu eyjar“ og banda- ríski herinn. Bandaríkjamenn taldi hann að hefðu unnið sér þegnrétt í landinu á þessari nær hálfu öld. Óskastjórn aðmírálsins Herforinginn var óhræddur að láta vita að hann vildi hafa hér hægri stjóm sem ætti að endur- skoða herstöðvasamninginn og at- huga hvort íslendingar gerðu skyldu sína í samskiptum við her- höið. Þá veitti hann íslenskum þjónum Bandarikjanna tiltal fyrir dugleysi gegn herstöðvaandstæð- ingum og vinstri stefnu og hvatti þá til harðari aðgerða. Heldur virtust íslenskir vinir hans sneypulegir í sjónvarpsþætti á eftir þegar rætt var um ræðu aðmírálsins. Varla hefur sektar- kennd þá farið að hrella þá. Var það kannski vegna þess að þeir fengu svona óverðskuldaðar ákúr- ur frá yfirmanni sínum?... Varla hafa þeir fariö að óttast að íslenska þjóðin kynni að átta sig á hvar hún stendur. Það er ekki undarlegt þótt her- stöðva- og natósinnar furði sig á vanþekkingu aðmírálsins aö bera brigður á trúmennsku þeirra. Hvað sýna ekki heræfingarnar sem fram áttu að fara 17. júní þó að utanríkis- ráðherra neyddist til, vegna and- stöðu samstarfsflokka í ríkisstjórn, að mótmæla að svo fjölmennt hð kæmi sem upphaflega var ákveðið og frestaö væri æfingunum um nokkra daga- þessum langsamlega viðamestu heræfingum sem nokk- urn tíma hafa farið fram hér á landi. Haustfundirnir í Norfolk Ég man ekki betur en formaður svokallaðrar Varnarmálanefndar kæmi uppveðraður í sjónvarpi og tilkynnti að þessar heræfingar yæru nauðsynlegur liður í vörnum íslands og slíkar æfingar yrðu aö fara fram út um allt land og með þátttöku íslendinga. Kannski hefur honum verið til- kynnt þetta á einhverjum haust- fundinum í aðalstöðvum banda- ríska flotans í Norfolk þar sem nefndarmenn Varnarmálanefndar eru sagðir mæta einu sinni á ári ásamt konum sínum og forsvars- mönnum hinna ýmsu hermangs- fyrirtækja til aö stuðla að persónu- legum og góðum kynnum! - Svo er að sjálfsögðu margt hægt að skipu- leggja við dýrustu laxárnar þar sem boðið er til leiks herforingjum og dátum. Lítils megnugur forsætisráð- herra taldi að vísu þessa stríðsleiki tímaskekkju... En ríkisstjórn og forsætisráðherra, sem ekki er sjálfrátt, verða að sjálfsögðu að aka seglum eftir vindi. Og vissulega blæs hernáms- og hermangsvind- urinn af miklum fítonsanda hér á landi elds og ísa. Og þarf engan að undra fyrst hann sækir á hveiju ári aukinn kraft frá aðalstöðvum bandaríska flotans í Norfolk. Hvar er metnaður þinn? íslenska þjóð, þú sem svo lengi hefúr verið blekkt og svikin, þú hefur sofnað á verðinum. Ætlarðu að halda áfram aö sofa eða ætlarðu að krefjast þess að líf þitt og sjálf- stæði verði ekki selt fyrir hermang og spihingu? Hvar er metnaður þinn og sjálfsvirðing? - Er slíkt aðeins að finna í gömlum bókum? Minnumst þeirra orða Helenar Caldicott að sem gestgjafar Nato- hers skytum við skjólshúsi yfir okkar eigin morðingja. Aðalheiður Jónsdóttir ,,En ríkisstjórn og forsætisráðherra, sem ekki er sjálfrátt, verða að sjálf- sögðu að aka seglum eftir vindi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.