Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1989. 35 Afmæli Dórothea J. Eyland Dórothea J. Eyland, Víðimýri 8, Akureyri, er sextug í dag. Dórothea er fædd á Siglufiröi og lauk gagn- fræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Siglufjarðar. Hún vann í Siglufjarð- arapóteki og síðan Akureyrarapó- teki en hún fluttist til Akureyrar ásamt foreldrum sínum og bræðr- um 1948. Dórothea giftist 24. júní 1950 Gísla J. Eyland, f. 21. desember 1926, stöðvarstjóra Pósts og síma á Akureyri. Foreldrar Gísla voru Gísli J. Eyland skipstjóri og kona ihans, Jenný Rudolphsdóttir Niel- sen, bryta í Kaupmannahöfn. Gísh var sonur Jóns, sjómanns í Svefn- eyjum, síðar b. á Fit á Barðaströnd, og konu hans, Þórdísar Teitsdóttur frá Ásmundamesi í Kaldrananes- hreppi. Systkini Gísla eru: Ólafur, bifreiðarstjóri á Akureyri, Henry Juul, látinn, loftskeytamaður, Ru- dolf, látinn, verslunarmaður, Anna Fanney, lést í bamæsku, Gunnar Juul, látinn, kaupmaður í Rvík, og systir, samfeðra, Guðrún. Böm Dó- rotheu og Gísla eru: Ólöf Jenny Eyland, f. 5. maí 1951, gift Sigurði B. Jóhannssyni hjá Plasteinangrun á Akureyri, og eiga þau tvö böm, Jóhann Gísla og Karen Júlíu; Einar Eyland, verksmiðjustjóri fatadeild- ar Álafoss á Akureyri, var kvæntur Svanhvíti Sigfúsdóttur frá Akur- eyri, böm þeirra em tvö, Gísh og Erla. Bræður Dórotheu em Ólafur Garðar, f. 7. júh 1932, formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins, kvæntur Rögnu Bjamadóttur og eiga þau eina dóttur, og Kristján Bogi, f. 1. ágúst 1943, bankastarfs- maður í Hafnarfirði, kvæntur Sól- veigu Haraldsdóttur og eiga þau flögurböm. Foreldrar Dórotheu vom Einar Kristjánsson, lyíjasveinn á Siglu- firði, síðar forstjóri Sana hf. á Akur- eyri, og kona hans, Ólöf ísaksdóttir. Meðal systkina Einars vom Guð- rún, móðir Elísabetar Þorgeirsdótt- ur, konu Jóns Ásgeirssonar tón- skálds, og Þorgeirs Þorgeirssonar rithöfundar, og Steinn Kristjánsson, faðir Kristjáns læknis. Faðir Einars var Kristján, verkamaður á Siglu- firði, Krisljánsson, b. á Dalabæ í Úlfsdölum, Bjömssonar, b. á Mið- hálsstöðum, Jónassonar, bróður Jóns í Gvendarkoti, föður Jónasar, fóður Hermanns forsætisráðherra, fóður Steingríms forsætisráðherra. Móðir Einars var Rósa ljósmóðir Einarsdóttir, verkamanns á Siglu- firði, Hahdórssonar, b. í Tungu, Jónssonar, prests á Barði, Jónsson- ar, langafa Guðlaugar, móöur Krist- ínar Jónsdóttur hstmálara. Móðursystkini Dórotheu vom Ingibjörg, kona Jóhanns Kr. Briem, prests á Melstað í Miðfirði, en þau em foreldrar Sigurðar Briem, deild- arstjóra í menntamálaráðimeytinu; Níls, faðir Ólafs, endurskoðanda og fyrrv. skattrannsóknarstj óra, Gú- stafs, starfsmanns í Kísihðjunni við Mývatn, Boga rannsóknarlögreglu- stjóra og Önnu, konu Friðriks Hjart- ar, prests í Búðardal; Júha, dó ung; Óh Magnús, starfsmaður hjá Heklu hf., og Bogi, lést 1951. Móðursystkini Dórotheu, samfeðra, vomMagnea, móðir Magnúsar og Hjálmars Magnússona í Garðinum; Sylvía, móðir Ingibjargar, konu Hahsteins Hinrikssonar í Hafnarfirði, foreldra Geirs, Ingvars, Amar og Sylvíu; Guðmundar Ámasonar, banka- gjaldkera í Rvík; Friðsemd, kona Eiríks Jónssonar, b. í Ási í Holtum, foreldrar ísaks á Rauðalæk og Guð- rúnar, konu Benedikts Ögmunds- sonar skipstjóra, foreldra Guðbjarg- ar, konu Eyjólfs Konráðs alþingis- manns. Faðir Ólafar var ísak, versl- unarmaður á Eyrarbakka, bróðir Þorsteins, föður Jónatans, kaup- manns í Rvík, foður Sigrúnar, konu Axels Blöndals læknis, Brynhildar, konu Garðars Hah, og Ásdísar sem fyrr átti Höskuld Þórhahsson hljóð- færaleikara og síðar Hauk Runólfs- son skipstjóra. Annar bróðir ísaks var Vilhelm Frímann, faðir Karen- ar, móður Sigga flug og Frímanns Frímaxmssonar í Hafnarhúsinu. Þriðji bróðir ísaks var Kristófer, b. í Vindási, faðir Finnbjargar, konu Áma Pálssonar prófessors, föður Skúla. ísak var sonur Jóns, b. á Vindási í Landsveit, Þorsteinssonar. Móðir ísaks var Karen ísaksdóttir Bonnesen, sýslumanns á Velh í Hvolhreppi, og konu hans, Önnu Kristínar Ohlmann, sem fyrr var gift Christian Gynther Schram, en þau vom langamma og langafi Eh- erts Kristófers, afa Eherts B. Schramritsjóra. Móðir Ólafar var Ólöf, systir Guð- ríðar, ömmu Ólafs Jóhannssonar, læknis í Rvík. Önnur systir Ólafar var Sesselja, móðir Önnu Siguijóns- dóttur, konu Óskars Lámssonar, og Ólafar Siguijónsdóttur, konu Helga Hallgrímssonar, foreldra Hahgríms tónskálds, Ástríðar, konu Hans G. Andersen, Sigurðar, stjómarfor- manns Flugleiða hf., og Gunnars lögfræðings. Bróðir Ólafar var Þor- steinn, afi Gríms Magnússonar, læknis í Rvík. Annar bróðir Ólafar var Ambjöm, kaupmaður í Kefla- vík, afi Einars Ólafssonar, bæjarfó- getafuhtrúa í Keflavík, og Þórunn- ar, konu Helga S. í Keflavík. Þriðji bróðir Ólafar var Bergsteinn, faðir Gizurar, fyrrv. hæstaréttardómara, fóður Sigurðar bæjarfógeta, Berg- steins brunamálastjóra og Lúðvíks hrl. Ólöf var dóttir Ölafs, b. á Árgils- stöðum, Ambjarnarsonar, b. á Flókastöðum í Fljótshhð, bróður Páls, afa Þorsteins Erhngssonar. Arnbjörn var sonur Ólafs, b. á Kvos- læk, Ambjamarsonar, b. á Kvos- læk, Eyjólfssonar, ættfoður Kvos- lækj arættarinnar. Hólmfríður Helgadóttir Hólmfríður Helgadóttir, Holts- götu 39, Reykjavík, er áttatíu og fimm ára i dag. Hólmfríður er fædd á Hvítanesi í Kíós en ólst upp við Njálsgötuna í Reykjavík. Hólmfríð- ur giftist 18. desember 1925 Valdi- mar Stefánssyni f. 5. apríl 1896, d. 22. desember 1967, stýrimanni. For- eldrar Valdimars vora Stefán Valdason, vinnumaður í Álftanes- hreppi í Mýrasýslu og kona hans, Guðrún María Guðmundsdóttir. Böm Hólmfríðar og Valdimars em Pétur, f. 3. ágúst 1926, hafnarvörður í Reykjavík, kvæntur Þórunni Matt- híasdóttur og eignuðust þau tvö böm, Valdimar Viðar sem lést í september 1966, og Ragnheiði Krist- ínu en hún er gift og á tvo syni; Stef- án f. 5. september 1929, vélaviðgerð- armaður í Reykjavík, var kvæntur Hafþóm Bergsteinsdóttur en þau shtu samvistum og era böm þeirra Kolbrún sem er gift og á þij ár dæt- ur, Valdís kennari sem á eina dóttur og Valdimar sem er ókvæntur; Fríða f. 20. október 1936, bókari, gift Jóhanni Eyjólfssyni verkamanni og eiga þau tvær dætur, Hönnu Fríðu sem er gift og á tvö böm, og Helgu sem er gift og á eitt bam; Guðfinna Ebba V. Pestana, f. 21. september 1945, húsmóðir í San Diego í Banda- ríkjunum, gift Damien Pestana og eiga þau tvo syni, Walter og Edward sem búsettir era í Bandaríkjunum. Systkini Hólmfríðar era öh látin. Þau vora Kristján, f. 10. júh 1887, d. 7. apríl 1906, sjómaður á Hvíta- nesi,; Guðmundur, f. 27. október 1888 trésmiður í Reykjavík; Brynj- ólfur, f. 31. desember 1889, málari í Kanada; Steini, f. 30. ágúst 1892, verslunarmaður í Reykjavík; Ed- varð, f. 15. apríl 1894, farmaður og hstmálari í Kalifomíu; Pétur, f. 19. september 1895, d. 29. ágúst 1926, verslunarmaður í Reykjavík; Haf- hði, f. 3. júh 1898, prentsmiðjustjóri í Reykjavík, og Kristján, f. 26. júní 1906, d. 5. nóvember 1908. Foreldrar Hólmfríðar vora Helgi Guðmundsson, f. 1. apríl 1852, d. 9. febrúar 1928, b. í Hvítanesi í Kjós, og kona hans, Guðfinna Steinadótt- ir, f. 14. ágúst 1859, d. 26. september 1945. Helgi og Guðfinna bjuggu á Hvítanesi til ársins 1907 en fluttu þá til Reykjavíkur þar sem þau sett- ust að á Njálsgötu 59. Helgi var son- ur Guðmundar, b. í Hvítanesi, Guð- mundssonar, b. í Hvítanesi, Guð- mundssonar, bróður Guðmundar, b. í Hvammsvík í Kjós, fóður Lofts ljósmyndara, Gísla gerlafræðings og Guðbjargar Kolka, móðir Perlu, konu Stefáns Sörenssonar háskóla- ritara og Hahdóru, konu Ara ís- bergs lögfræðings. Guðmundur í Hvammsvík var einnig afi Guð- mundar Vignis Jósefssonar, gjald- heimtustjóra í Rvík. Guðmundur var sonur Guðmundar, b. á Sandi, Eyjólfssonar, bróður Agöthu, langömmu Helgu, móður Vésteins Lúðvíkssonar rithöfundar. Systir Guðmundar var Kristrún, lang- amma Jóns Tómassonar borgarlög- manns. Guðfinna var dóttir Steina, b. á Hólmfríður Helgadóttir. Valdastöðum, Hahdórssonar. Móðir Steina var Guðfinna Pálsdóttir, prests á Þingvöhum, Þorlákssonar, bróður Jóns prests og skálds á Bæg- isá. móðir Guðfinnu var Sigríður Stefánsdóttir, prests á Breiðabólstað í Fljótshhð, Högnasonar „prestafoð- ur“, prests á Breiöabólstað, Sigurðs- sonar. Móðir Guðfinnu var Kristín Kortsdóttir, b. í Eyrar-Uppkoti, Kortssonar, b. í Flekkudal, ætfóður Kortsættarinnar. Kort var sonur Þorvarðar lögréttumanns í Brautar- holti, Einarssonar. Móðir Kristínar var Guðrún Ólafsdóttir, b. í Eyrar- Uppkoti, Jónssonar, og konu hans, Sesselju Þorvarðardóttur, systur Korts í Flekkudal. Hólmfríður verð- ur þjá dóttur sinni og tengdasyni, Dalsbyggð 21, í Garðabæ og tekur á móti gestum eftir klukkan 17.00. Guðrún I>or8teœsdóttir, Króksstöðum, Ytri-Torfustaðahreppi. Pétur Guðmundsson, Reykjavíkurvegi 5, Hafnarfirði. Guunar J. Jónsson, Staíhesvegi 10, Miðneshreppi. ívar Björnsson, Hamrahlíð 9, Reykjavik. Njáll Þóroddsson, Friöhelmum, Blskupstungnahreppi. Guftrún Arnalds, BarmahUð 13, Reykjavik. Steinunn Heígadóttir, LAndargötu 13, Reykíavik. Þangbakka 10, Reykjavík. Þóranna Axelsdóttir, Blesugróf 29, Reykjavík. Jenný Karlsdóttir, Vanabyggð 2A, Akureyri. Magnús Sveinsson, Lambhaga 7, BessastaðahreppL Kristíu G. ísfeld, Syðri-Jaöri, Staðarhreppi. tóistín dvelur nú i íbúðum aldraðra að Nestúni 6, Hvammstanga. Hún tekur þar á raófi gestum eftir klukkan J6 laugardaiurm 29.7. Svava Sigurftardóttir. Þaravöllum. Imiri Akranesltreppi. Erlingur Kristjónsson, <8 2, Reykjavík. Halldór Geir Halldórsson, Fossvogsbietti 2A, Reyltjavflt. Svanberg Finnbogason, Höfðabraut 7, Akranesi. Bjarnl Magnússon, Vatnsmýrarvegi 39, Reykjavík. Árni Herraannsson, Háaleitisbraut 22, Reykjavík. Ámi tekur á móti gestum í Kiwanis- húsinu, Brautarholti 26, Reykjavik, milli kluickan 19 og 21 á aftnælisdaginn. Fióra Bnidvinsdóttir. Hávegi 37, Sigluflrði. Ásdís Steingrimsdóttir, Guðmunda Winm, Brautarholti 5, Olafsvík. Guftlaug Magnúsdóttir, JETesthúsabraut 33, Akranesi. Bryndis Guftbjartsdóttír, Áskllfi 4, Srykkisiiolnu. Gunnar Þórólfeson, Rauðagerði 63, Reykjavik. Vaidimar Þórhallsson, gögusíðu 4, Akureyri. Hátúni 12, Reykiavík. U*’ Sæmunaur Sigurðsson Sæmundur Sigurðsson málara- meistari, Feijuvogi 15, Reykjavík, eráttræðurídag. Sæmundur fæddist í Reykjavík. Hann stundaði sjómeimsku á togur- um frá fimmtán ára aldri tíl tvftugs en hóf þá nám í málaraiðn hjá Guð- bergi G. Jóhannssyni í Reykjavík. Sæmundur lauk prófi frá Iðnskólan- um í Reykjavík og sveinsprófi vorið 1933 en meistarabréf fékk hann 1936. Sæmundur var einn af stofnend- um Málaranemafélagsins í Reykja- vík 1929 og formaður þess meðan það starfaði til 1933. Hann varð fé- lagi í MSFR1933, varaformaður 1935 og formaður þess 1936-39. Þá sat hann í stjóm SSB, var ritari í fyrstu stjóm þess 1937 og formaður 1938. Hann var fulltrúi í Iðnsambandi byggingarmanna og átti sæti í prófa- nefnd málara 1936-61, þar af for- maður í sautján ár. Sæmundur stundaði nám við Det Tekniske Selskabs Skole í Kaup- mannahöfn 1934 og sótti námskeið í lökkun í Teknologisk Institut. Hann hóf eiginn atvinnurekstur í iðninni 1939 í félagi við Steingrím Oddsson til 1945 og um tíma með Helga M.S. Bergmann en lengst af hefur hann stundað iðnina í eigin nafni. s Sæmundur varð félagi í MMFR 1941, ritari það ár, varaformaður 1943-51,1956-62 og 1970-71. Hann sat í ritnefnd Málarans frá 1951 og var ritstjóri frá 1973. Þá var hann fuh- trúi á þingum NMO frá 1950-80 og forseti sambandsins 1970-72. Hann hefur átt sæti á iðnþingum og í iðn- ráði um áraraðir og hefur setið í samninganefndum og fræðslunefnd MMFRumárabh. Sæmundur var stundakennari við Málaraskólann í Reykjavík 1959-73 og fastráðinn kennari þar frá 1973-79. Þá sótti hann námskeið í __ postulínsmálun í Kaupmannahöfii 1959 og hefur sótt flest námskeið sem haldin hafa verið á vegum MMFR. Sæmundur stundaði nám í Mynd- hstaskólanum í Reykjavík 1949-53, sat í sljóm skólans og var formaður skólanefndar í nokkur ár. Haim hefur tekið þátt í myndhstarsýning- um áhugamanna hérlendis, í Dan- mörku og í Noregi 1953 og tók þátt í sýningu iðnaðarmanna 1977. Sæmundur rak málningarvöra- Sæmundur Sigurðsson. verslunina Regnbogann í félagi við aðra 1944-49. • Hann var sæmdur þjónustumerki MMFR1968, var kjörinn heiðurs- félagi 1979 og sæmdur heiðursmerki þess úr gulh. Þá var hann sæmdur heiðursmerki MFR úr gulli 1978. Sæmundur er félagi í Iðnaðar- mannafélaginu í Reykjavík og átti sæti í hátíðamefnd þess 1967 er fé- lagið varð hundrað ára. Hann hefur verið sæmdur heiðursmerki þess og var kjörinn heiðursfélagi 1979. Sæmundur kvæntist 7.6.1941 Sig- ríði Þórðardóttur húsmóður, f. 13.11. 1918, dóttur Þórðar Bjömssonar, skipstjóra í Neskaupstað, og Stef- aníu Hahdóra Ármannsdóttur. Böm Sæmundar og Sigríðar era Kolbrún, f. 8.4.1942; Auður Stefanía, f. 5.6.1949, og Sigurður Rúnar, f. 10.12.1959. Dóttir Sæmundar frá því fyrir hjónaband er Inga Rúna, f. 19.9.1931, en móðir hennar er Elín Guðjóns- dóttir.f. 19.1.1915. Foreldrar Sæmundar vora Sig- urður Guðmundsson, pípulagninga- meistari í Reykjavík, f. í Miðhúsum á Vatnsleysuströnd, 21.7.1881, d. 26.12.1967, og kona hans, Guðrún Sigurðardóttir húsmóðir, f. 3.10. 1876, d. 23.3.1958. Sæmundur tekur á móti gestum í Félagsheimih Málarafélags Reykja- víkur, Lágmúla 5, milh klukkan 17 Ogl9.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.