Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Side 13

Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Side 13
FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1989. 13 í Stykkishólmi eru skilyröi góð til móttöku en móttökuskermur myndi bæta um betur. Móttökuskerm fyrir Stykkishólm Áskrifandi Stöðvar 2 skrifar: í haust eru 3 ár síðan hin ágæta sjónvarpsstöð Stöð 2 hóf útsendingu hér á landi. í byrjun voru áskrifend- ur einungis á höfuðborgarsvæðinu. Vegna góðra móttökuskilyrða náðist stöðin hins vegar á fleiri stöðum, t.d. hér í Stykkishólmi án þess þó að skil- yrðin væru upp á það allra besta. Fólk keypti sér þó rándýr loftnet og magnara ásamt alls kyns tækjum og tólum til að geta horft á þetta undur. Síðan tóku menn að kaupa sér afruglara til að geta horft á meira. Gallinn var hins vegar sá að stund- um nær afruglarinn ekki að afrugla efnið (þeir skilja þetta á Stöð 2) og því er alltaf þessi leiðinlega snjó- koma á myndinni ásamt öðrum trufl- unum. Við eigum í raun ekkert að ná stöð- inni en samt fór nú sem fór. Og alltaf fjölgar áskrifendum hér. Fólk er þó orðið þreytt á þessum „skilyrðum". Þeir hjá Stöð 2 vita af þessu því við höfum verið iðin við að láta óánægju okkar í ljósi. Við þurfum að greiða jafnmikið fyrir áskrift og þeir sem eiga að ná sendingum og oft hafa undirskriftalistar gengið hús úr húsi með beiðni um móttökudisk. - En ekki heldur þar er komið til móts við okkur. Það nýjasta hjá þeim stöðvarmönn- um er „Stöðin á staðnum". Þá ferð- ast þeir um landið og hitta fólkið í' landinu. En þeir fara hjá garði þar sem vandinn er. Hvað hafa þeir á móti okkur? spyr fólk, Þeir óku hér um bæinn en voru hér bara yfir blá- nóttina. Svona lagað er sýndarmennska blásið út á frjálsu útvarpsstöðvunum en allt kemur fyrir ekki. íhúar hér í Stykkishólmi eru um 1600. Þaö þarf ekki mikið til að fá góö skilyrði hér því lega staðarins er góð. Um 200 heimili eru með Stöð 2 og þeim myndi fjölga til muna ef eitthvað yrði gert fyrir ánægða viðskiptavini sem eru skilvísir að sjálfsögðu. - Nú er bara spurningin hvort við fáum mótttöku- skerm. Lesendur Ólafur Þorsteinsson hringdi: Það er ekki rétt sem haldið hef- ur verið fram að þoka og súld hafi tafið umferðina á Hellisheiöi á sunnudaginn. Þvert á móti var ágætisveður en umferðin var hins vegar tafin af lögreglunni. Það gerðist með þeim hætti að bifreið fór út af á Sandskeiði og lenti úti í vatni þar. Það tók lög- regluna langan tíma að bogra yfir bflnum þó að greinilegt væri að engin slys hefðu orðið á mönnum. A meðan lögreglan var að at- hafiia sig þar með krana við að ná bílnum upp þá var umferðin, sem var gífurlega mikfl, tafin í langan tima. Var komin umferö- arhnútur alla leið upp að Þrengslavegamótum. Mér telst svo til að umferðin hafi veriö taf- in um 45 mínútur vegna seina- • gangs og vandræðagangs lögregl- unnar. Stefán Konráðsson hringdi: Ég vil „þakka“ lögreglunni í Hafnarfiröi fyrir hvað hún tekur „vel“ á móti köttunum og kettl- ingunum sem hafa lent á flakki og eiga hvergi samastað. Lögreglan lógar þeim 'umsvifa- laust án þess að fara meö þá sérs- taklega á dýraspítala ogláta hann sjá um aðgerðina. - Þetta vildi ég láta koraa fram að gefnu tilefni. Smáauglýsing í Helgarblað þarf að berast fyrir kl. 17 föstudag!!! 27022 Úrval Timarit íyrir alla Gerðu gott frí enn betra taktu Úrvál með í ferðina Smáfólkið og sálarheill foreldranna Þrautþjálfuð átta bama móðir utdeilir nokkrum sann- reyndum hollráðum til að fólk haldi sönsum en örvi þó forvitni og athafhagleði smáfólksins. Sérstæður æviferiil sóknarprests Hér segir frá merkum klerki austfirskum, upphalsmanni heymleysingjakennslu á Islandi. Bondóla Kasa Hugljúft ævintýri, magnþrungið og spénnandi, jafnt fyrir unga sem aldna. Höfundurinn er eitt af öndvegisskáldum íslendinga, Þorsteinn Erlingsson. Ritvinnsia - hvaða gagn er að henni? Heldur þú að tölva sé bara fyrirferðarmeiri ritvél? Ef svo er skaltu lesa þessa grein og fræðast um það hvað rit- vinnsla í tölvu hefur upp á að bjóða. , * er aðeins s^nishom al því sem er að lesa í Urvali núna. Askriftarsíminner Öl! stærrí tjöld, sem víð seljum, eru sér- saumuð og hönnuð fyrír íslenskar aðstæður Lapland, 5 manna, 26.426, stgr. 25.099 Dallas, 39.420, stgr. 37.450 SPfli AGERÐIN ÆGIR Eyjarslóð 7 - sími 621780 3 manna tjald meo nimni, 8.800, stgr. 8.360

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.