Dagblaðið Vísir - DV - 28.07.1989, Page 25
FÖSTUDAGUR 28. JÚLÍ 1989.
33
LífsstOI
Verö á erlendum tímaritum hefur
um árabil veriö hiö sama í bókaversl-
unum landsins. Hefur Innkaupasam-
band bóksala séö um innflutning á
þessum tímaritum og hefur verð
einnig verið ákveðið af þeim aöila.
Þetta þýöir aö engin samkeppni hef-
ur verið á þessum markaði í langan
tíma. Slíkt verðsamráð er mjög illa
séð af neytendasamtökum, auk þess
sem í verðlagslögum segir að samráð
um vöruverð sé óheimilt þegar verð-
lagning er frjáls.
Langþreyttir
á einokuninni
Þetta er hins vegar aö breytast um
þessar mundir og að sögn eins bók-
sala hafa sumir í greininni, sem
orðnir eru langþreyttir á einokun-
inni, tekið sig til og séð sjálfir um að
panta beint að utan nokkur hinna
erlendu tímarita og ákveða verð
sjálfir. DV kannaði hvort þessi ný-
breytni heföi haft einhver áhrif á
verðlagningu tímarita hérlendis.
Sama svo til
alls staðar
Kannað var verð á fjórum innfluttum
tímaritum í 10 bókaverslunum á höf-
uðborgarsvæðinu. Niðurstaðan var
Neytendur
sú að tvö tímaritanna, Andrés önd
(á íslensku) og Familie Journal, sem
Innkaupasamband bóksala sér alfar-
ið um að flytja inn, eru á sama verði
svo til alls staöar.
Breska tímaritið Vogue mun lækka um 119 krónur á næstunni og flest önnur bresk blöð munu einnig lækka um 20%. En Innkaupasambandið mun halda
áfram verðsamráði og tímarit frá öðrum löndum lækka ekki. QV mynd JAK
DV karuiar erlend tímarit:
Ólöglegt verðsam-
ráð enn í gangi
Tískutímaritið Vogue frá Bretlandi
var ódýrara á einum stað og Cosmo-
pohtan frá Ameríku var á mismun-
andi verði á þeim stöðum sem það
fékkst. Var verðmismunurinn 31
króna á milli þess dýrasta og ódýr-
asta.
Einn bóksah, sem inntur var eftir
ástæöum fyrir þessum verðmismun,
sagði að þama mætti greinilega sjá
hvemig frjálsari innflutingur leiddi
til verðlækkunar og samkeppni. En
fjórir aðilar flytja inn amerísku blöð-
in. Hjá Innkaupasambandi bóksala
var okkur tjáð að á undanfomum
árum hefðu bresk blöð verið orðin
ahtof dýr þegar þau voru komin
hingað th lands. En stundum hafa
þau kostað þrefalt verð þess sem þau
eru seld á í Bretlandi.
Óhagstæð viðskipti
Mun aðalástæðan vera óhagstæð
viðskipti. Innkaupasambandið hefur
á undanfómum ámm verslað við
heildsala úti sem lagt hefur aukalega
á blöðin fyrir pökkunarkostnaði og
shku. Nú hefur Innkaupasambandið
hins vegar hætt þeim viðskiptum og
hafið kaup á tímaritum beint frá út-
gefendum. Munu flest bresk blöð því
lækka um 20% á næstunni. Ágúst-
hefti Vogue mun til að mynda kosta
473 krónur en júhheftiö kostaði 592
krónur. Er það 119 króna lækkun.
Blöð frá öðrum löndum verða áfram
á svipuðu verði.
-gh
Andrós önd Familie Journal Breska Vogue Ameríska Cosmo- politan
Bókabúð Braga 198 183 470 275
Bókabúð Breiðholts 201 183 592 269
Bókabúð Lárusar Blöndal 201 183 592
Bókabúð Málsog menningar 201 183 300
Bókabúð Olivers Steins 201 183 592
Bókverslun Isafoldar 201 183 592
Bókav. Sigfúsar Eymundss. 201 179 593 OOQ
Griffill 201 183 592
Penninn 201 183 592
Úlfarsfell 201 183 592
Eins og sjá má á töflunni er ekki mikil fjölbreytni í verði á erlendum tíma-
ritum. Ameríska timaritið Cosmopolitan er það eina, af þeim sem könnuð
voru, sem hvergi er á sama verði. Enda munu fjórir aðilar hér sjá um inn-
flutning á amerískum tímaritum.
Sundurliðun misgóð
Sundurliðaður símareikningur frá Belgíu þar sem notast er við skrefataln-
ingu.
Samkvæmt upplýsingum frá Jó-
hanni Hjálmarssyni hjá Pósti og síma
geta símanotendur hérlendis átt þess
kost síðar á árinu að fá sundurliðaða
símareikninga. Eins og greint hefur
verið frá áður hér munu eingöngu
þeir sem hafa sex tölustafa símanúm-
er geta fengið þessa þjónustu. Þetta
verður aukaþjónusta og þarf að
greiða ákveðiö áskriftargjald og að
auki þarf að greiða sérstaklega fyrir
hverja færslu. Ekkert hefur verið
ákveðið enn um verð á þessari þjón-
ustu.
Það verða einungis langlínusímtöl
sem fram koma á þessum reikning-
um og er það svipaö fyrirkomulag
og víða erlendis. En sundurliðun er
mismunandi eftir löndum. Á með-
fylgjandi símareikingi, sem er frá
Belgíu, kemur fram hvaða dag var
hringt, klukkan hvað, í hvaða síma-
númer var hringt, hvaöa verðflokk
símtahð fehur undir, hversu mörg
skref voru notuð og að lokum hvað
hvert símtal kostar.
Mjög svipað fyrirkomulag er á
sundurhðuðum símareikningum í
Norður-Ameríku. En þar er munur-
inn þó sá að ekki eru notuð skref
heldur er ákveðið verð á hverja mín-
útu. Þannig kemur ahtaf fram
hversu langt hvert símtal var í mín-
útum. Er þetta fyrirkomulag að
mörgu leyti mun þægilegra fyrir not-
endur því þá geta þeir vitað nákvæm-
lega hvað ákveðin lengd af símtali til
ákveðins staðar kostar. Skrefataln-
ingin þykir oft rughngsleg og iUskUj-
anleg fyrir hinn almenna borgara.
Að öllum líkindum verður íslenska
sundurhðunin ekki ósvipuð þeirri
belgísku því hér er notast við skrefa-
talningu eins og þar.
Jens Ólafsson, eigandi verslan-
anna Grundarkjörs við Furugrund
í Kópavogi og i Stakkahlíð, haföi
samband við DV vegna fréttar af
kjúklingaútsölu Alifuglasölunnar
sf. Hann kaupir kjúkhnga hjá fyrir-
tæki sem ekki er aöili að Alifugla-
solunni. Sagðist hann hafa selt kí-
lógrammið af kjúkhngum á 598
krónur og nú hygðist hann lækka
það niöur í 488 krónur „.. .og þarf
þó bara að kaupa einn kjúkling,"
sagði Jens.
Tveir kjúklingar
í pakka
TU samanburðar eru útsölu-
kjúklingar Alifuglasölunnar sf. á
559 krónur kg og verður þá að
kaupa tvo kjúklinga í pakka. Ás-
geir Eiríksson hjá fyrirtækinu
Klettakjúklingur, sem ekki er aðUi
að Alifuglasölunni, sagði að hann
og aðrir kjúklingaframleiðendur í
sömu aðstöðu og hann væru ekki
búnir að taka beina afstöðu varð-
andi útsölu Alifuglasölunnar. „Við
höfum ekki annað eftirspum frá
því að þessi samtök voru stofnuð
svo það er engin ástæða til að vera
með útsölu þess vegna. Auk þess
tejjum við þennan tíma árs ekki
vera þann besta til aö vera með
slíkar útsölur þegar fólk er í sum-
arfríum og hefur um nóg annað að
hugsa,“sagöiÁsgeir. -gh