Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989. Viðskipti Á enn í baráttu við kerfið: Flytur út lamba- kjöt í ferðatöskum - því hann fær enga fyrirgreiðslu hér Eitt tonn af lambakjöti á ári er það sem veitingamaðurinn Magnús Stein þórsson biður um en fær ekki. 4* tjfc' i J'Tif iM fWM % ím¥ 'tim K „Ég hef orðið að fara þá leið að flytja út lambakjöt í feröatöskum því ég fæ enga fyrirgreiöslu hér þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Það er mik- il eftirspurn eftir því á veitingastaðn- um hjá mér en ég get ekki annað henni vegna aðgerðaleysis íslenskra stjórnvalda sem hafa lofað öllu fogru en ekkert gert í rnálinu." Þetta sagði Magnús Steinþórsson, eigandi hótelsins Manor House í Englandi. Píslarganga hans í kerfmu er orðin æðilöng og er enn ekki séð fyrir endann á henni. Þegar Magnúsi datt í hug að setja íslenskt lambakjöt á matseðilinn hjá sér fyrir margt löngu haföi hann samband við af- urðadeild Sambandsins. Þar fékk hann þau svör að hann þyrfti aö kaupa minnst 10 tonn i senn ætti þetta að ganga. Það hefði þýtt 10 ára birgðir fyrir hann. Eftir talsvert umstang féll afurðadeildin þó frá þessum skilmálum um magn og opn- aði dymar fyrir Magnúsi. Þá var komið að landbúnaðarráð- herra. „Hann hringdi í mig að kvöldi til og kvaöst tilbúinn að koma því til leiöar að ég fengi að flytja kjöt út. Þetta var fyrir 4-5 mánuðum og síðan hef ég ekkert heyrt. Ég var með sér- stakan íslandsdag á hótelinu hjá mér 18. júlí sl. og þá var auðvitaö íslenskt lambakjöt á borðum. Til stóð að hafa annan slíkan í haust og fá þá íslenska gesti út til að kynna land og þjóð en ég treysti mér bara ekki í það ef ég þarf að flytja veislukostinum út í ferðatöskum. Gestir mínir eru sólgn- ir í kjötið og ég þyrfti um það bil tonn á ári til að fullnægja eftirspuminni. En það er eins og þetta geti ekki geng- ið. Það er engu líkara en íslensk stjórnvöld viJji fremur greiða hundr- uð milljóna í geymslukostnaö og henda kjötinu síðan á haugana held- ur en að reyna að grynnka á birgðun- um með því að selja þær.“ Ekki náðist í landbúnaðarráðherra vegnaþessamáls. -JSS Rotterdammarkaöur: Enn sveiflur í bensínverði Bensínverð á Rotterdammarkaði fór heldur niður á við samkvæmt síðustu skráningu sem olíufélögun- um barst í gærmorgun. Þá hafði súp- erbensínið lækkað um 3 dollara og var í 188 dollurum tonnið. Blýlaust bensín haföi lækkaö um 1 dollar tonnið og var í 178 dollurum og gasol- ía haföi einnig lækkað um 1 dollara tonnið og var komin í 151 dollar. Þessi lækkun var sögð stafa af því að tregða hafði komið í kaupendur eftir að verðið snögghækkaði fyrr í vikunni og héldu þeir að sér höndum í viðskiptunum. Kom þetta einkum fram í verðlagningu á súperbensíni sem lækkaði mest. Samkvæmt upplýsingum, sem DV fékk hjá olíufélögunum, er búist við einhveijum sveiflum í bensínverð- inu á komandi dögum en þó ekki eins miklum lækkunum og þeim sem urðu í síðustu viku né svipuðum hækkunum og urðu í vor. - JSS Salan á Eldurís-vodka í Bandaríkjunum: Gengur samkvæmt áætlun - segir Þór Oddgeirsson sölustjóri „Salan á Eldurís-vodka erlendis hefur gengið eftir þeirri áætlun sem gerð var og við erum vongóðir með framhaldið,“ sagði Þór Odd- geirsson, sölustjóri Áfengis- og tó- baksverslunar ríkisins, er DV spurði hann hvemig gengi að selja umrædda vodkategund erlendis. Eins og greint hefur verið frá í blaðinu virðist önnur íslensk vod- kategund, Icy-vodki, vera aö slá í gegn í Bandaríkjunum. Hefur hann fengið mjög góðar viðtökur og selst harla vel þátt fyrir aö hann sé miklu dýrari heldur en aðrar vod- kategundir þar vestra. Það er fyrirtækið Glenmore Dist- illers, sem sér um sölu á Eldurís- vodka fyrir ÁTVR í Bandaríkjun- um. „Hún hefur verið í samræmi við þau plön sem voru upp sett en við höfum haft það fyrir siö að gefa ekki upp neinar tölur í þessu sam- bandi. Viö höfum framleitt fyrir ýmis fylki í Bandaríkjunum en fylgjumst að öðru leyti ekki svo náið meö þessu þar sem umboðsað- ilar sjá um allar auglýsingar, sölu og dreifmgu. Við tökum bara við þeim pöntuniun sem berast og er- um ánægðir með magn þeirra.“ Þór sagði að Eldurís-vodki væri einnig seldur í Finnlandi og Nor- egi. „Annars eru alltaf einhveijar kynningar í gangi og aukning á pöntunum í samræmi við þær.“ -JSS Eldurís er seldur í Bandaríkjunum og hefur salan gengið eftir áætlun, samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR. Litið eftir af kjötinu „Við lítum svo á að salan á lambakjöti á lágmarksveröi hafi gengið mjög vel,“ sagði Þórhallur Arason hjá landbúnaöarráöu- neytinu er hann var inntur eftír gangi sölunnar í júlimánuði. Sagði hann bráðabirgðatölur um sölu í júlí benda til að um 470-80 tonn hefðu selst í þeim mánuði eða í kringum 65 þúsund pokar. Nemur þessi sala um 60% af heildarsölu á lambakjöti á landinu í júlí. Þórhallur sagði þetta þýða að ekki væru nema um 60 tonn eftir af þessu tilboðskjöti sem mundu sjálfsagt klárast á næstu vikum. -gh Peningamarkaður INNLÁNSVEyTIR (%) hæst Innlán óverðtryggö Sparisjóösbaekurób. 10-13 Vb Sparireikningar f 3jamán. uppsögn 10,5-15 Vb 6mán. uppsögn 12-17 Vb 12 mán. uppsögn 11-14 Úb.Ab 18mán. uppsögn 26 Ib Tékkareikningar,alm. 2-7 Ab Sértékkareikningar 4-13- lb,Ab,- Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1,5-2 Vb 6mán. uppsögn 2,5-3,5 Allir Innlán með sérkjörum 21-25 nema Sp AB Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7,5-8,5 Ab Sterlingspund 12,5-13 Sb.Ab Vestur-þýskmörk 5,25-6 Sb,Ab Danskarkrónur 7.75-8,5 Bb.lb,- ÚTLÁNSVEXTIR (%) b.Sp.A- b lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 27,5-30 Bb Viðskiptavlxlar(forv.) (1) kaupgengi Almennskuldabréf 29-36 Ib Viöskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 35,5-39 Lb Utlán verötryggð . Skuldabréf 7-8.25 Utlántilframleiöslu Isl. krónur 25-33,5 Úb SDR 9,75-10,25 Lb Bandarikjadalir 10,5-11 Allirne- Sterlingspund 15-,5-15,75 maÚb Allir Vestur-þýsk mörk 8.25-8.5 nema Úb Úb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 45,6 MEÐALVEXTIR Överötr. júlí 89 35.3 Verötr. júlí 89 7.4 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala ágúst 2557 stig Byggingavísitalaágúst 465stig Byggingavísitalaágúst 145,3stig Húsaleiguvisitala 5%hækkun 1. júli VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa veröbréfasjóða Einingabréf 1 4.073 Einingabréf 2 2.255 Einingabréf 3 2,666 Skammtímabréf 1.399 Lífeyrisbréf 2.048 Gengisbréf 1.818 Kjarabréf 4.048 Markbréf 2,151 Tekjubréf 1,751 Skyndibréf 1,226 Fjölþjóðabréf 1.268 Sjóösbréf 1 1.954 Sjóðsbréf 2 1,564 Sjóösbréf 3 1.378 Sjóösbréf 4 1.150 Vaxtasjóðsbréf 1.3785 HLUTABRÉF Söluvérö aö lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv • Sjóvá-Almennar hf. 300 kr. Eimskip 372 kr. FlugleiÖir 172 kr. Hampiöjan 165 kr. Hlutabréfasjóöur 130 kr. lönaöarbankinn 160 kr. Skagstrendingur hf. 212 kr. Otvegsbankinn hf. 135 kr. Verslunarbankinn 146 kr. Tollvörugeymslan hf. 109 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og viðskiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaup- gengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb = lðnaðar- bankinn, Lb= Landsbankinn, Sb = Samvinnubankinn, Úb = Otvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóð- irnir. Nánarl upplýsingar um penlngamarkað- Inn blrtast I DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.