Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Page 7
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989.
7
Fréttir
Kópasker:
Tilraunir með
reykingu á laxi
Gyffi Kristjánsson, DV, Akuieyri:
Á Kópaskeri eru hafnar tilraunir
meö reykingu á laxi og ef vel tekst
til gæti svo farið að á Kópaskeri yrði
slík starfsemi hafm í stórum stíl.
Jón Grímsson á Kópaskeri sagði í
samtah við DV að það væru Kaup-
félag Norður-Þingeyinga og einstakl-
ingar á Kópaskeri sem stæðu að þess-
ari tiíraun og væri ætlunin að stofna
um þessa starfsemi fyrirtæki ef vel
tækist til.
„Það má.segja að hugmyndin að
þessu hafi kviknað þegar við sáum
það mikla framboð sem verður á
matfiski hér í héraðinu, en hér eru
og er verið að reisa öflugar fiskeld-
isstöðvar. Þá kviknaði sú hugmynd
að það hlyti að vera hægt að skapa
meiri verðmæti úr þessari afurð en
á þann hátt að selja hana úr landi í
heilu lagi.“
Jón sagði að sjávarafurðadeild SÍS
væri að vinna að markaðskönnunum
erlendis en þær væru svo skammt á
veg komnar að of snemmt væri að
segja hvað þær leiddu í ljós. Hins
vegar hefðu viðbrögð fólks við prufu-
sendingum, sem farið hefðu í versl-
anir hérlendis, verið mjög jákvæð.
„Við höfum ekki fjárfest neitt
vegna þessa máls og gerum það ekki
fyrr en við sjáum hver útkoman
verður. Það er nóg komið af gjald-
þrotum í bih,“ sagði Jón Grímsson
að lokum.
Pétur Valtýsson, einn þeirra sem
standa að tilrauninni varðandi
reykingu á laxi á Kópaskeri, með
vænt flak sem var að koma úr ofnin-
um og leit geysilega vel út.
DV-mynd gk
Stórhýsi á Grundartanga:
Allt undir
eitt þak
Garðar Guðjónsson, DV, Akxanesi:
„Það má segja að öh okkar starf-
semi verði komin í varanlegt hús-
næði þegar byggingu þessara tveggja
húsa verður lokið. Húsin koma í stað
bráðabirgðahúsnæðis sem komið var
upp á byggingartímanum,“ sagði Jón
Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Járnblendiverksmiðjunnar á Grund-
artanga, í samtah við DV.
Nú er verið að byggja 2000 fermetra
hús á tveimur hæðum við verksmiðj-
una en annað minna verður byggt á
næsta ári. í húsinu, sem verið er að
hyggja, verða rannsóknarstofur og
skrifstofur, auk mötuneytis fyrir
starfsfólkið.
Á næsta ári verður svo að sögn
Jóns byggt skrifstofuhúsnæði fyrir
flutningadehd og framleiðsludeild.
í þessu 2000 fermetra húsi verða skrifstofur, rannsóknarstofur og mötuneyti en öll þessi starfsemi er nú í bráða-
birgðahúsnæði eins og þvi sem sést til vinstri á myndinni. DV-mynd Garðar
SUMARTILBOÐ
ÁPÍANÓUM
greidast á allt aö 2 árum
HLJÓÐFÆRAVERSLUN
PÁLMARS ÁRNA HF
HLJÓÐFÆRASALA - STILLINGAR - VIÐGERÐIR
ÁRMÚLI38.108 REYKJAVlK, SÍMI 91-32845
SÍMNEFNI: PALMUSIC-FAX: 91-82260
Kúlulaga
plasttankar
sterkari og betri
RotþraeL
tyrir sumarhús,
einbýlishús og
stærri sambýli.
Vatnstankar
margar stærðir.
Rtu og
olíugildrur.
Fóðursfló^
Sölustaðin
GÁ Böðvarsson, Selfossi.
Húsasmiðjan, Súðarvogi 3-5.
Sambandið byggingarvörur,
Krókhálsi, Reykjavík.
Véladeild KEA, Akureyri.
Framleiðandi:
FOSSPLASTHF.
Selfossi - sími 98-21760
IOI
<?imll58l4
A 2.100.-kr.
B 2.600.-kr.
C 2.500.-kr.
D 1.300.- kr.
E 2.400.-kr.
F 2.650.-kr.
G 1.400.-kr.
H 1.250.-kr.