Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Qupperneq 8
8 FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989. Utlönd Umhverfis hnöttinn Gaby Kennard rœðir vió fréttamenn áður en hun leggur upp í heimsreisu. Simamynd Reuter Áströlsk móöir, Gaby Kennard að nafhi, er ein þeirra sem ekki hefur misst sjónar á æskudraumum sínum. Hana dreymdi um að fljúga ein umhverfís hnöttinn á innan við áttatíu dögum. í gær lagði hún svo af stað í heimsreisuna. Gaby veösetti húsið sitt í Sidney til að kaupa Piper Saratoga vélina sem hún ætlar aö fljúga umhverfis hnöttinn, alls tuttugu og níu þúsund sjó- milna leið. Pólitískt hæli fyrir Austur-Þjóverja? Judit Toth, háttsettur embættismaður í ungverska innanríkisráðuneyt- inu, sagði í gær að Ungverjaland kynni að veita austur-þýskum flótta- mönnum pólitískt hæli. Toth sagði að lög varðandi meðferð á flóttamönn- um í Ungveijalandi væru í undirbúningi. Um fimm hundruð austur-þýskir flóttamenn hafa verið sendir til síns heima fyrir að reyna að fara yfír landamærin til Austurríkis siðan Ung- verjaland hóf að rífa rúður jámtjaldið á landamærum ríkjanna. Sprengdi sjálfan síg í loft upp Sprengjusérfræðingur frá Miðausturlöndum sprengdi sjálfan sig í loft upp á hóteli í vesturhluta London í gær að mati lögreglu. í kjölíar spreng- ingarinnar, sem gerði gat á þak hússins, kviknaöi eldur í hótelinu. Engan annan sakaði. Lögregla vildi ekki tjá síg um hverjum eða hveiju sprengj- an gæti hugsanlega verið ætluð. í fyrstu taldi lögregia að um tilræði ERA, írska lýðveldiéhersins, væri að ræða en þegar í Ijós kom að maðurinn var frá Miðausturlöndum var sá möguíeiki útilokaöur. Breskar öryggissveitir em í viðbragðsstöðu vegna þess að tuttugu ár eru hðin frá því að breskar hersveitir voru sendar til Noröur-írlands. Slæmt tiðarfar i Manitoba Ágóst Hjörtur, DV, Wnmipeg: Þegar Vigdís Finnbogadóttir, forseti íslands, kom til Winnipeg í Man- itoba síðla dags i gær var veður hið fegursta. En aöeins tveimur klukku- stundum áður hafði gengið yfir mjög slæmt þrumuveður. Suður af Winnipeg fylgdi þrumuveðrinu haglél mikið og vora höglin á stærð við golfbolta. Eyðilagðist komuppskera bænda og talsvert var um brotnar rúður og almennt eignatjón. í norðurhluta Manitobafylkis geisa hins vegar skógareldar enn þótt ástandið hafi skánað síðustu viku. Stærð þess skóglendis, sem hefur orðið eldinum að bráð, er nú farið að slaga upp í flatarmál Danmerkur. En næstu daga er spáð kólnandi veðri og jafiivel nokkurri rigmngu þannig að hugsanlega fer ástandið eitthvað að skána. Tjónið af völdum skógareldanna hefur engan veginn verið metið ennþá en fram til þessa hefur kostnaöur fylkisins við slökkvistarf og fólksflutn- inga verið 1,8 milljarðar króna eða 35 milljónir Kanadadollara. Mannræningjar fresta lífláti gísls Bandarísku herskipin, sem send hafa verið að ströndum Líbanons og írans vegna hótunar um að bandaríski gíshnn Joseph Cicippio verði myrt- ur, munu halda kyrru fyrir að sinni að sögn bandarískra embættismanna í gær. Mikið dró úr spennunni vegna gislamálsins í gærkvöldi þegar mannræningjar Cicippios tilkynntu að þeir hefðu frestað lifláti hans í virðingarskyni við þau ríki sem Bandaríkin hefðu „grátbeöið" um aðstoð. Líflátshótunin á hendur Cicippio kemur í kjölfar yfirlýsingar mann- ræningja annars bandarísks gísls, William Higgins, um að hann hefði verið hengdur í hefndarskyni við rán ísraelsmanna á Abdel Karim Obeid, leiðtoga Hizbollah-samtakanna, Flokks guðs. Bush Bandaríkjaforseti reynir nú ítrekað að flnna friðsamlega lausn á gisladeilunni að sögn bandarískra embættismanna. Margir þjóðarleið- togar, þar á meðal leiðtogar Saudi- Arabíu, Alsírs, Bretlands og Tyrk- lands, hafa reynt að miðla málum til að fá mannræningjana til að þyrma lífi Cicippios og fá aðra erlenda gísla í haldi mannræningja í Líbanon lausa. Margir bandarískir fjölmiðlar hafa skýrt frá því að Bush hafi ákveðið síðustu sólarhringa að hernaðarí- hlutun í Líbanon hefði líklega verið beitt ef diplómatískar tilraunir til að fá lííi Cicippios þyrmt hefðu brugð- ist. í frétt dagblaðsins New York Ti- mes í morgun er haft eftir ónafn- greindum embættismanni að ekki sé útilokað að áætlun Bush um hem- aðaraögerðir verði enn hrint í fram- kvæmd verði Cicippio eða einhver annar bandarísku gíslanna myrtur. í frétt blaðsins segir að áætlunin hafi gert ráð fyrir að 6. floti Banda- ríkjanna ráðist gegn Líbanon. í frétt- inni segir að „nær víst hafi verið tal- ið að Bush hefði fyrirskipað árás hefði Cicippio verið myrtur“. „Það era enn átta gíslar í Líbanon og ástandið er enn mjög alvarlegt," sagði talsmaður forsetans. Hann bætti við að viðleitni Bandaríkjanna beindist að því að fá þá alla lausa. Þó að Bandaríkjamenn vilji ekkert segja opinberlega um líkurnar a hernaðaríhlutun telja fréttaskýrend- ur ljóst að sá möguleiki sé fyrir hendi. Öfgamenn í Líbanon hafa hótað Mannræningjar Joseph Cicippio tilkynntu í gær að þeir hefðu frestað lífláti hans. Simamynd Reuier Marrack Goulding, sendifulltrúi Sameinuöu þjóðanna, átti viðræður við andlegan leiðtoga shíta-múhameðstrúarmanna í Líbanon. Simamynd Reuter grimmilegum hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn til skarar skríða gegn mannræningjunum. Samtökin, sem hafa Cicippio og Bandarikja- manninn Edward Austin Tracy í haldi, halda fast við kröfu sína um að Obeid verði sleppt úr haldi innan örfárra daga. ísraelsmenn hafa boð- ist til að skipta á Obeid og um 150 múhameðstrúarmönnum, sem þeir hafa í haldi, og vestrænum gíslum í haldi mannræningja í Líbanon. Hiz- bollah hefur hafnað því tilboði. Sendifulltrúi Sameinuðuþjóðanna, Marrack Goulding, hitti að máli and- legan leiðtoga Hizbollah-samtakanna í gær og íranska embættismenn í Beirút til að freista þess að finna lausn á gísladeilunni. Reuter Adstoöarulanrlklsráöherra Bandaríkjanna, John Kelly, og torsœtlsráð- herra ísraels, Shamir, við upphaf viðræðna þeirra i gær. Símamynd Reuter Palestínumenn á herteknu svæðunum sögöust í gær hafna áætlunum ísraelsmanna um kosningar á vesturbakkanum og Gazasvæðinu sem for- sætisráðherra ísaels hefur lagt fram. Þeir sögðust hafna áætlununum í þeirri mynd sem þær væra í nú og fóra fram á að Bandaríkjamenn þrýstu á yfirvöld í ísrael um breytingar. Leiðtogar Palestínumanna hittu Johrí Kelly, aðstoðaratanríkisráðherra Israels, aö máli í gær. Sögðu þeir að lítið hefði áunnist í viöræðunum. Fyrr um daginn ræddi Kelly við Shamir forsætisráðherra. Vildi hann ekkert láta hafa eftir sér um fundinn. Átta fórnar- lömb Bandaríkjamaðurinn William Higgins ofursti, sem mannræningjar segjast hafa hengt á mánudag, var áttunda fómarlamb öfgasamtaka shíta múhameðstrúarmanna í Lí- banon. Mannræningjamir höfðu áö- ur líflátið tvo aðra Bandaríkjamenn, þrjá Breta, einn Rússa og einn Frakka. Bandaríkjamennimir hétu Peter Kilburn og William Buckley, Bret- amir Alec Collet, John Leigh Dou- glas og Phihp Padfield. Rússinn hét Arkady Katkov og Frakkinn Michel Seurat. Mennirnir átta, sem mannræningjar hafa tekið af lífi eru, taldir frá vinstri til hægri: William Higgins, Peter Kilburn, William Buckley, Alec Collet, John Leigh Douglas, Philip Padfield, Arkady Katkov og Michel Seurat. Reuter Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.