Dagblaðið Vísir - DV - 04.08.1989, Side 23
.9801 T3Ú0Á .!• HUÐAaUTBÖT
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1989.
„Ég hef unnið ágætlega,“ segir Þorvaldur Guðmundsson í Síld og fiski, hæsti skattgreiðandi landsins í áratugi. „Velgengnin er fyrst og fremst vinnu
að þakka. Það er nú kannski fulldjúpt í árinni tekið að kalla mig athafnamann."
Hvað um þá landbúnaðarstefnu
sem rekin er hér á landi?
„Mér finnast oft alltof harðir dóm-
ar lagðir á þessa stefnu. Það leikur
sér enginn að því að breyta svona
hefðbundnum búskap á svipstundu.
Það er útilokað. En byggðastefnan
er okkur mjög dýr. Niðurgreiðslur
á landbúnaðarvörur tíðkast í flest-
um löndum í kringum okkur. En
við megum ekki halda að við getum
selt okkar lambakjöt fyrir margfalt
það verð sem aðrar þjóðir framleiða
það fyrir. Þeir sem eru aldir upp
við ákveðið bragð af kjöti vilja halda
því.“
Hræðistekki
erlenda
samkeppni
En hvernig htist svínabóndanum
á fijálsan innflutning á landbúnað-
arvörum?
„Ég hef alltaf verið með frjáls-
ræði. Ef innflutningur á þessum
afurðum yrði gefinn frjáls þá yrði
það að gerast hægt og rólega. Eh
þetta er bara póhtískt mál. Hingað
th hefur verið hræðsla við erlenda
sjúkdóma eins og gin- og klaufa-
veiki. Ef einhverjar aðrar raddir
verða ofan á og öruggari en nú
þekkist þá getur orðið breyting
þarna á. En það gæti orðið ansi er-
fitt fyrir okkur að standast sam-
keppni við erlenda skinku og pylsur
í sambandi við verð en ekki varð-
andi gæðin. Því erum við síður en
svo hræddir við samkeppnina,“ seg-
ir Þorvaldur.
Eignir Þorvaldar eru miklar -
ekki síst í málverkum. Hann á
mesta Kjarvalssafn á landinu ásamt
miklum fjölda annarra hstaverka
eftir þekktustu listamenn. Verð-
mæti hstaverka hans skipta mörg
hundruð milljónum. Þorvaldur hef-
ur komið hluta listaverkasafns síns
fyrir í sérstökum sýningarsal sem
hann á og hefur haldið sýningar á
sumum verkanna.
Hann leiðir blaðamann um sýn-
ingarsal sinn og er auðheyrt að
verkin eru hans hf og yndi.
„Ég hef unun af því fahega sem
gleður augað, hvort sem um er að
ræða lifandi hluti eða ekki. Það er
göfgandi og gott fyrir hvern sem er.
Strax á fjórðaáratugnum fór ég að
safna Kjarvalsverkum en ég var
ágætur vinur hstamannsins. Síðan
hef ég verið ötull hstaverkasafnari
og á orðið gott safn,“ segir Þorvald-
ur um leið og hann gengur um og
lýsir myndunum sínum.
Yrði bara
svínahirðir
Eins og áður segir og flestir vita
hefur Þorvaldur verið skatthæsti
eintaklingurinn á landinu í nokkra
áratugi.
„Þetta hefur komist upp í vana
eins og hvað annað. Það þróaðist
þannig í upphafi að ég hafði fyrir-
tækið á mínu nafni og ég hef haldið
því þannig. Þessir peningar eru því
velta í fyrirtækinu. Annars hafa
verið taldir upp menn á öðrum vett-
vangi, eins og í Frjálsri verslun, sem
sagðir eru ríkustu menn landsins.
Þar eru nefndir aht aðrir menn en
ég. Því er þetta tal um að ég sé rík-
asti maður landsins kannski bara
það sem fólk segir og heldur," segir
Þorvaldur og hlær.
Þorvaldur er giftur Ingibjörgu
Guðmundsdóttur og eiga þau þrjú
börn. Fjölskyldan hefur öll teldð
þátt og starfaö í fyrirtækjunum. í
frístundum hafa ferðalög, fjalla- og
skíðaferðir átt hug fj ölsky ldunnar.
Ef Þorvaldur væri ungur maður
í dag og ætti að taka ákvörðun um
lífsstarf, hvað myndi hann velja sér
að ævistarfi?
Hann grípur andann á lofti en svo
kemur, líklega alveg beint frá hjart-
anu: „Ætli ég myndi ekki bara
halda áfram að vera svínahirð-
ir...“
Texti: Rósa Guðbjartsdóttir
“ segir Þorvaldur sem hér sést innan
en hann á stærsta einkasafn Kjarvals-
am
„Ég hef heldur aldrei eytt um efni
fram. Það hefur verið unniö fyrir
peningunum áður en þeim hefur
verið ráðstafað. Móðir mín kenndi
mér það strax í uppeldinu. í dag
eyða alhr peningunum sem þeir eru
ekki búnir að vinna fyrir. Það er
orðið slagorð „að kaupa í dag en
borga á morgun“. En það gengur
ekki ef menn ætla einhvem tíma
að eignast peninga."
Aðspuröur hvort starfsdagurinn
hafi ekki verið langur svarar hann
eftir smáumhugsun: „Ég hef unnið
ágætlega. Tími til svefns og heimil-
isstarfa hefur jú stundum verið tak-
markaður."
Kaupmaðurinn
á hominu má
ekki missa sig
Talið berst að nútímaverslunar-
háttum og þeim breytingum sem átt
hafa sér stað á síðustu árum í kjöl-
far sífeht stærri stórmarkaða.
„Kaupmaðurinn á horninu má
ekki missa sig, bara alls ekki. En
hann á erfitt uppdráttar og hefur
meira fyrir sinni vinnu en margir
aðrir. Neytandinn á að geta fengið
vöruna á betra verði í stórmörkuð-
unum en þjónustuna fær hann hjá
kaupmanninum á horninu. Og það
verður alltaf að borga fyrir þjón-
ustuna. Kaupmaðurinn á horninu
sendir heim og veitir þjónustu sem
sumum er ómissandi. En þetta er
þróunin í öhu ahs staðar í heimin-
um. Þeir stóru verða alltaf stærri
og þeir litlu sífellt minni. En sam-
keppnin er nauðsynleg fyrir báða
aðila, neytandann og verslunar-
manninn eða framleiðandann."
Að undanförnu hafa svínabændur
í landinu kvartað mikið undan of-
framleiðslu og hafa lagt til að fram-
leiðslustýringu á svínakjöti verði.
komið á.
„Ég hef alla tíð verið á móti stýr-
ingu á búi. Það á að láta okkur
bændurna um þetta eins lengi og
hægt er. Við höfum ekki orðið varir
við þessa offramleiðslu því við höf-
um hagað framleiðslunni eftir eftir-
spum. Neytendurnir eiga að skapa
kvótann og engir aörir. í öllum
greinum framleiðslu á það sama
við. Framléiðendur verða einfald-
lega að laga sig að markaðnum
hverju sinni.“
—
É