Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Page 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Page 25
ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1989. 25 Lífstffl Lambakjöt á lágmarksverði: „Enun ennþá að saga" „Það er ennþá verið að saga niður stjóri Sláturfélags Suðurlands, í sam- kjöt og pakka eftir þeim stöðlum sem tali við DV. settir voru upp. Miöað við þær áætl- Ekki náðist í landþúnaðarráöherra anir sem ráðuneytið setti upp ætti til þess að fá upplýsingar um selt þessari sölu á lambakj öti á lágmarks- magn en upphaflegar áætlanir gerðu verði að vera að ljúka og ég býst við ráð fyrir að seld yrðu 600 tonn hið að hér verði hætt fyrir helgi,“ sagði minnsta. Jón Gunnar Jónsson, framleiðslu- -Pá íslenskir dagar: jDýrir dagar en virði hverrar krónu - segja forsvarsmenn Þessa dagana stendur yfir sérstakt söluátak í verslunum Miklagarðs, Kaupstaðar í Mjódd og Miðvangs. Það eru svokallaðir íslenskir dagar og er markmið þeirra að auka sölu á íslenskum iðnaðarvörum. Átakið er í samvinnu téðra verslana og Félags íslenskra iðnrekenda. „Þetta hefur gengið mjög vel það sem af er og í flestum tilfellum hafa þátttakendur selt meira en gert var ráð fyrir í upphafi,“ sagði Gísli Blön- dal hjá auglýsingastofunni Argus sem er í forsvari fyrir íslenska daga. „Það er rétt að benda á að einungis þær vörur sem kynntar eru hveriu sinni eru seldar með sérstökum kynningarafslætti,“ sagði Gísh. „Það stóð aldrei til að lækka verð á öllum íslenskum vörum." Beinn útlagður kostnaður við her- ferð þessa er, að sögn Gísla, 3,3 millj- ónir króna. Þann kostnað greiða þátttakendur í kynningunum, sem eru alls 50, ásamt verslununum. Ekki er tekinn með í þennan reikning kostnaður við aukavinnu starfsfólks og þeirra sem starfa í kynningarbás- um fyrir framleiðendur. Því má bú- ast við að reikningurinn verði um það bil helmingi hærri áð lokum. -Pá 50 framleiðendur taka þátt í íslenskum dögum sem nú standa yfir í fjórum kaupfélagsverslunum í Reykjavik. Forsvarsmenn telja árangurinn mjög góðan og betri en búist var við. Fyrstu sumarlömbunum verður lógað í dag á Hvolsvelli á vegum Sláturfélags Suðurlands. leið í verslanir Sláturfélag Suðurlands slátrar í dag 100-150 lömbum í sláturhúsi fé- lagsins á Hvolsvelli. Kjötið verður sent ófryst í verslanir fyrir helgina og selt á 10% hærra verði en nú er í gildi. „Þetta er tilraun af okkar hálfu og framhaldið verður að ráðast af því hvemig neytendur taka þessu,“ ( Neytendur sagði Jón Gunnar Jónsson, fram- leiðslustjóri hjá Sláturfélagi Suður- lands, í samtali við DV. Enn er mánuður þangað til slátrun hefst og því má reikna með að fall- þungi sumarlambanna verði 10-12 kíló. „Kaupmenn hafa tekið þessu fi-emur vel svo að við erum bjartsýn- ir,“ sagði Jón Gunnar. Kjötið verður selt í öllum helstu mátvöruverslunum í Reykjavík. -Pá Notendakönnim á örbylgjuofnum: Siemens-eigendur ánægðastir 94% eigenda Siemens-örbylgjuofna sögðust vera mjög ánægðir í könn- un sem Neytendasamtökin gerðu á reynslu notenda af örbylgjuofnum en niðurstöður hennar birtast í nýútkomnu Neytendablaði. Hringt var í 2.307 heimili og reyndist örbylgjuofn vera til á 36,2% eöa 835. Flestir ofnanna voru nýir og bilanir því fátíðar. 96,4% ofnanna höfðu aldrei bilað og alls sögöust 87,5% eigendanna vera ntjög ánægðir, 11,4% sæmilega á- nægðir en aðeins 1,1% óánægðir. Algengustu tegúndir reyndust vera Toshiba og Sharp. 169 áttu Toshiba og 89% voru ánægðir með gripinn. 107 áttu Sharp og voru 90% ánægðir. 16 eigendur Electrolux örbylgju- ofna komu fram í könnuninni og reyndist meðal þeirra lægsta hlut- faÚ ánægðra eða aðeins 69%. 18% þeirra kváðust ekki geta mælt með þessari tegund og var það einnig hæsta hlutfall sem mældist. Sérkennilegt samhengi kom fram milli þess hve ánægðir eigendur sögðust vera og hve oft þeir nota ofninn. Þannig nota aðeins 38% eig- enda Sanyo örbylgjuofna þá oft og kváðust 8% vera beinlínis óánægð- ir og var það hæsta hlutfall sem mældist. 69% eigenda Sanyo sögð- ust oft nota ofninn en voru jafn- framt fæstir ánægðir. Á heildina htið voru þó þeir sem sögðust nota ofninn oft almennt ánægðari en hinir sem notuðu hann sjaldan. Þátttakendur í könnuninni, sem búsettir voru á landsbyggðinni, voru spurðir hvar þeir hefðu keypt ofninn. Flestir höfðu keypt hann í heimabyggð eða 63,2%. 30,9% höfðu keypt ofninn í Reykjavík. Hinir höfðu keypt hann erlendis eða vissu ekki hvar hann var keyptur. Konur eru að vanda fjölmennari í hópi viðmælenda en karlar og einnig kom í ljós í könnuninni að tækjaeign af þessu tagi er algengari á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu. Þannig áttu 49,8% að- spurðra landsbyggðarbúa ör- bylgjuofn en aðeins 34,1% að- spurðra á höfuðborgarsvæðinu. -Pá 87,5% þelrra sem elga örbylguofn eru mjög ónægðir með gripinn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.