Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Page 13

Dagblaðið Vísir - DV - 15.08.1989, Page 13
13 ÞRIÐJUDAGUR 15. ÁGÚST 1989. Lesendur Tætingslegt við Tjarnarbakka Reykvíkingur skrifar: Ég átti leið eftir Tjamargötunni nýlega. Ég hefl ekki gengið þama síðan snemma í vor og þá var gróður ekki kominn það mikið til að neitt væri eftirtektarvert. Núna, á miðju sumri, er þarna þannig umhorfs, er maður gengur eftir gangstéttinni Tjamafmegin, að ekki verður hjá því komist að ill umhirða stingi í augu. Þama er jú gróður meðfram bakk- anum, en hann er ekki fagur ásýnd- ar. Þama má sjá tijáhríslur af mis- munandi tegundum, ásamt njóla og flflum, jafnvel sinu, og allt er þetta í hinni mestu órækt og umhirðulaust að því er virðist. Nú er Tjarnargatan með elstu og fegurstu götum borgarinnar. Þama stendur t.d. Ráðherrabústaðurinn svokallaði og þama er nú einu sinni einn Tjamarbakkanna og þar er margt um vegafarendur sem enn vflja nota tvo jafnfljóta til að komast leiðar sinnar á góðviðriskvöldum. - Erlenda ferðamenn má einnig sjá þama og alla aðra sem vilja njóta gönguferða um þennan hluta borgar- innar. Nú myndi einhver segja sem svo að þama væru nú byggingarfram- kvæmdir í grenndinni og því þyrfú ekki að undra þótt svona væri um- horfs. En þetta umhirðuleysi við Tjamarbakkann á ekkert skylt við byggingarframkvæmdir. - Þetta er að mínu mati einfaldlega dæmigerð íslensk óhirða sem verður að lagfæra hið bráðasta. Það gengur ekki að fjöl- farin svæði í kringum Tjamarbakk- ann séu vanhirt. Já, þarna er óhirða, ekki skrökvar myndavélin. „Dúx“ í þjónustu Stefanía hringdi: Ég keypti rúm í versluninni Dux í Aðalstræti fyrir svo sem tveimur árum. Nú kom fram galh í dýnunni. Ég hringdi í eiganda verslunarinnar og bar upp vandkvæði mín. Hann hafði engin orð um það frekar en sendi mér strax nýja dýnu. Þetta tel ég vera hámark öndvegis- þjónustu. Því vildi ég láta þetta koma fram að oftar en ekki er verið að kvarta undan slælegri þjónustu og ef til vill með réttu. Reynsla mín af viðskiptunum við áðurnefnda versl- un segir mér þó að ekki em alls stað- ar sömu viðhorfin til viðskiptavina. FRÁ MENNTAMÁLARÁÐUNEYTINU: Lausar stöður við framhaldsskóla. Við MENNTASKÓLANN VIÐ HAMRAHLÍÐ vantar stundakennara til að kenna norsku og sænsku. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist rektor skólans fyrir 21. ágúst nk. Menntamálaráðuneytið Byggðastofnun Fasteign til sölu í Vík Byggðastofnun auglýsir til sölu fasteignina Sunnubraut 21 í Vík í Mýrdal (áður eign Nýlands hf.). Húsið er á tveimur hæðum (2. hæð inndregin) með steyptum grunni að grunnfleti 256,8m2. Burðarbitar hússins eru úr límtré og með klæðningu frá Berki hf., Hafnarfirði. Hugsanlega er hægt aðflytja húsið úrstað. Tilboð- um skal skilað á skrifstofu Byggðastofnunar, Rauðarárstíg 25,105 Reykjavík, fyrir 5. september nk. HVERVANN? Vinningsröðin 12. ágúst: 2X2-111-2X1-1X2 Heildarvinningsupphæð: 1.763.334 kr. 12 réttir = 1.311.148 kr. Einn var með 12 rétta - og fær kr. 1.311.148 í sinn hlut. 11 réttir = 452.199 kr. 14 voru með 11 rétta - og fær hver 32.299 kr. í sinn hlut. Klippingin kostar sitt - á íslandi Ferðalangur hringdi: Ég er nýkominn heim frá útlönd- um, nánar tiltekið frá Danmörku. Þar þurfti ég á ýmiss konar þjónustu að halda, m.a. að fara til rakara til klippingar. Þar komst ég að því að það er allt að því fimm sinnum ódýr- ara en á íslandi að láta khppa sig. í Danmörku greiddi ég rakaranum 55 krónur danskar. Hér greiði ég lið- lega 900 krónur! - Kaup dansks verkamanns er 70 kr. d. á klukku- stund sem er nálægt 560 krónum ísl. íslenskur verkamaður hefur um 230 krónur á klukkustund. Hinn íslenski verkamaður er því 240 mínútur að vinna fyrir eínni khppingu. Hinn danski starfsbróðir hans þarf hins vegar ekki að vinna nema 47 mínútur fyrir klippingu sinni. í hverju skyldi þessi gífurlegi verðmismunur felast? - Nú væri ahra best að einhver úr stétt rakara (eða meistarafélag þeirra) svaraði með greinargóðum skýringum. Ökumenn þroytastíyrr notiþeirléleg sóigleraugu. Vöndum val Urval 'nmarit fyrir alla Qerðu gott frí enn betra taktu Urval með 1 ferðina Þorpið sem stökk inn í nútímann - Þrælar á flótta frá Bahia fundu stað sem var umlukinn hæðum. Þetta var hinn besti felustaður og þeir bjuggu þar einir og afskiptir í 165 ár. Upphaf flórtyóladrifsins Fjórhjóladrifið er ekki nýtt - eins og kemur fram í þessari grein. Þjófaklettar í Frakkagili - Hér segir frá hroðalegum atburði sem gerst mun hafa á 17. öld austur í Þistilfirði er franskir lögðust í sauðaþjófhað þar um slóðir en innfæddir komust að þvi og hefndu grimmilega. Þetta er aðeins sýnishom af því sem er að lesa í Úrvali núna. Áskriftarsíminn er Náðu þér í hefd strax á næsta blaðsölustað. 27022 Grikkland: griðland alþjóðlegra hryðjuverkamanna - Hvemig stendur á þvi að einn samstarfsaðili okkar í Atlantshafsbanda- laginu veitir nokkrum voðalegustu hryðjuverkamönnum heimsins stuðn- ing og griðastað?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.