Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Síða 4
4
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989.
Fréttir
Bretamir á gúmmíbátnum í góðu yfirlæti í Sandgerði um helgina:
Setjum mörg heimsmet
þó siglingin taki mánuð
- leggja aftur í ’ann eftir helgi
„Viö erum í mjög góöu yfirlæti
hér í Sandgeröi þar sem móttök-
urnar hafa veriö stórkostlegar og
mikla hjálp aö fá vegna viðgerðar-
innar á bátnum. Það er ekki hægt
annað en að vera bjartsýnn og létt-
ur í lund viö slíkar kringumstæður
þótt ekki sé það sérlega upplífgandi
að veröa fyrir óhappi eins og í
fyrrakvöld," sagði einn bátsverja á
breska gúmmíbátnum í samtali við
DV.
Bátur Bretanna þriggja. sem eru
að setja heimsmet í siglingu á opn-
um gúmmíbáti yfir Atlantshafið,
tók niðri fyrir utan Sandgerði í
fyrrakvöld. Kyrrt veður var og há-
flóð þannig að þeir áttuðu sig ekki
á grynningum á leiðinni. Við atvik-
ið skemmdust drif í örmum mótor-
anna sem ganga niður í skrúfurnar
og báðar skrúfurnar skemmdust
illa. Báturinn sjálfur er hins vegar
óskemmdur.
Menn í slysavarnadeildinni Sig-
urvon í Sandgerði komu strax til
hjálpar þegar Bretarnir komu í
land. Komu þeir bátnum í hús og
hafa hjálpað við viðgerð á mótor-
unum sem eru 140 hestöfl hvor.
- Hvenær eigið þið von á að kom-
ast aftur á háf út?
- „Það verður ekki fyrr en eftir
helgi. Við fáum varahluti í mótor’-
ana á mánudag eða þriðjudag og
leggjum 'í ’ann um leið og allt er
klárt. Það verður ágætt að hvíla sig
hér í Sandgerði yfir helgina."
- Nú er meiningin að setja heims-
met með þessari siglingu. Setur
þessi bilun ekki strik í reikninginn?
„Ekki gerir hún þaö. Við erum
nefnilega að setja, en ekki slá,
heimsmet. Það hefur enginn gert
þetta áður þannig að við munum
setja mörg heimsmet við komuna
til New York þó ferðin taki mánuð.
í fyrsta lagi hefur enginn siglt svo
norðarlega yfir Atlantshafið í opn-
um báti. í ööru lagi verður um að
ræða fljótasta ferðalag yfir Atlants-
hafið í opnum báti sem farið hefur
verið. í þriðja lagi er þetta eina
slíka siglingin með utanborðsmót-
orum og í fjórða lagi er þetta
lengsta sigling sem farin hefur ver-
ið á uppblásnum báti.“
Atvinnuævintýramenn
Sigling þremenninganna er
hvorki meira né minna en 5000 sjó-
mílna löng en sú leið, sem oftast
er farin yfir hafið í kappsiglingum,
ér helmingi styttri. Stysta vega-
lengd yfir Atlantshafið mun vera
um 2000 sjómílur. Reiknaður er all-
ur tíminn sem ferðalag þeirra fé-
laga tekur, bæði á sjó og landi.
Hraði bátsins er um 30 hnútar en
eitthvað minni þegar hann er full-
hlaðinn eldsneyti. Getur báturinn
flutt allt að 1500 lítra af eldsneyti í
einu.
- Fáið þið einhverja hvíld um borð
í bátnum meðan þið þeysist þetta á
milli áfangastaöa?
„Nei, það fer nú lítið fyrir því.
Það er engin aðstaða til að hvíla sig
og varla þörf á því þar sem við
reynum alltaf að ná landi eftir
ákveðinn tíma. Lengstu siglingarn-
ar geta teygst í sólarhring eða þar
um bil. Við höldum slíkar tamir
alveg út þó þetta sé stundum ansi
erfitt.“
Tveir Bretanna, þeir sem skipu-
lögðu ferðina, em atvinnuævin-
týramenn, að eigin sögn. Sá þriðji
kom seinna inn í ævintýrið en hann
starfar sem smiður.
Þegar Bretarnir yfirgefa ísland
liggur leið þeirra til Angmagsalik
á Grænlandi. Þeir vildu lítið segja
um hvenær þeir yrðu komnir til
New York, að fenginni þessari
reynsluhér. -hlh
Gúmmíbátur Bretanna er ekki af minni gerðinni, með tvo 140 hestafla
utanborðsmótora. Á honum ætla setja þeir mörg heimsmet i siglingum.
Þarna er báturinn í höfninni á Höfn. DV-mynd Ragnar Irmsland
Við Kambsfoss í Austurá sem þykir einkar fallegur og stórfenglegur foss.
Fossafjör í Miðf irðinum
Miðfjarðará með fossa sína og flúö-
ir hefur mörg leyndarmál aö geyma.
Landslagið viö ána er skemmtilegt
og víða hrikalegt, hvort sem það er
í Vesturá, Austurá eöa Núpsá. Við
vorum að við ána fyrir fáum dögum
og festum fegurðina á filmu. Sjón er
sögu ríkari.
Arnarflug bauð
Forráöamenn Amarflugs hf. vilja
koma þvi á framfæri að það er ekki
rétt, sem sagði í DV í gær, að fyrir-
tækiö hefði boðið Steingrími Her-
ekki Steingrími
mannssyni forsætisráöherra til lax-
veiöa. Þetta leiöréttist hér meö og eru
viökomandi beðnir afsökunar á mis-
tökunum. -Fréttastj.
Sauðárkrókur:
Stjóri útgerðarfélags-
ins sagði upp
- orðinn þreyttur á seinagangi í sameiningarmálum
þórhallur Ásmundsson, DV, Sauðárkröki:
Ágúst Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Útgeröarfélags Skag-
firðinga, sagði upp starfi sínu á
stjórnarfundi sl. fóstudág. Ástæður
fyrir uppsögninni munu vera þær að
hugmyndir hans og stjórnarmanna
fara ekki saman og þá er Ágúst orð-
inn þreyttur á seinaganginum í sam-
einingarmálunum. Uppsagnarfrest-
ur hans er sex mánuðir.
Á fundinum ítrekaöi Marteinn
Friðriksson að sökum anna sæi hann
sér ekki fært að halda áfram stjórn-
arformennsku í félaginu. Mun því
varaformaðurinn, Þorbjörn Áma-
son, væntanlega taka við stjórninni.
Ekkert nýtt kom fram varðandi sam-
einingu ÚS, Fiskiðjunnar og HFH,
en undanfarið hefur verið unnið að
mati á eignum þessara fyrirtækja.
Á fundinum var samþykkt að ýta
á eftir sölu Drangeyjarinnar til
Skjaldar og einnig sölu aðalbæki-
stöðva ÚS til KS, en nánast mun vera
ákveðið að þangað flytjist vélaverk-
stæðið af Freyjugötunni.
Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri
var tap ÚS eftir fyrstu sex mánuði
ársins 75 milljónir króna og stefnir
því í mun meiri hallarekstur á þessu
ári en því síðasta, sem þó var ærinn.
Stj ómarílokkamlr:
Agreiningur um
umhverfisráðuneytið
- segir Eiöur Guönason formaður þingflokks Alþýöuflokksins
„Það er ekki til neins í þessu
landi þar sem uppblástur og gróðu-
reyðing eru aðalumhverfisvanda-
málin að stofna umhverfisráðu-
neyti sem ekki hefur skógrækt og
landvemd til umfjöllunar. Það er
tómt mál um aö tala,“ sagði Eiður
Gnönason, formaður þingflokks
Alþýðuflokksins.
„Eg geri ráð fyrir að á þessum
punkti sé skoðanaágreiningur milli
stjórnarflokkanna þar sem Fram-
sókn má ekki til þess hugsa að
missa þessa málaflokka úr land-
búnaðarráðuneytinu. Þetta yrði þá
bara „umbúðaráðuneyti" sem er
bara nafniö tómt,“ sagði Eiður.
Á þingflokksfundi krata í gær
lýstu flestir þingmenn yfir stuðn-
ingi við tillögur nefndar um ný-
skipan stjómarráðsins.
Á þingflokksfundi Framsóknar
vom hins vegar fleiri efasemdir
uppi. Auk þess atriðis sem Eiður
nefndi voru margir landsbyggðar-
þingmenn Framsóknar efins um
réttmæti þess að setja sjávarút-
vegs- og landbúnaðarmál í eitt
ráðuneyti. Þeir töldu hættu á að
landbúnaðurinn yrði útundan í
samneytiviðsjávarútveginn. -gse