Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Side 7
LAUGARDAGUR 19. ÁGÚST 1989.
7
Merming
Hugmyndarík
jarðarför
- um sýningu Amgunnar Ýrar 1 Nýhöfn
Dauöinn hefur gjarnan verið þag-
aður í hel þar sem vestræn siðmenn-
ing hefur þrifist. Kannski er það ein-
mitt helsta orsök firringar og istöðu-
leysis nútímaborgarans hversu
dauðinn er honum íjarlægur - eða
þegar verst lætur andsnúinn. Þegar
engin virðing er borin fyrir dauðan-
um er ekki hægt að ætlast til þess
að borin sé virðing fyrir lífmu. Af-
leiðingin er oftar en ekki sjálfsein-
angrun, síðar þunglyndi eða
krampakennd móðursýki. Hin fornu
Myndlist
Ólafur Engilbertsson
samfélög Maya og Egypta vissu þetta
fullvel og tignuðu dauðann og hina
dauðu því til áréttingar. Mayar héldu
þeim hátíðir og Egyptar sömdu leið-
arvísi um dauðans dyr, Bók hinna
dauðu. Sjálfsagt hafa fornmenn okk-
ar íslendinga líka haft skarpari hug-
myndir um dauðann en við höfum
nú og hafl þar verið eftir einhverju
að slægjast þá virðumst við í það
minnsta ekki hafa ýkja mikinn
áhuga á að varðveita það. Hvar eru
t.d. Hel, Miðgarðsormur og Fenris-
úlfur stödd í dag?
Úr innviðum móður Jarðar
Þetta er e.t.v. tyrfmn og langsóttur
inngangur að málverkasýningu í
Gallerí Nýhöfn, en raunin er sú að
umrædd sýning er bæði sótt um lang-
an veg (alla leið frá San Francisco,
nánar tiltekið) og svo gætu málverk-
in sem hægast verið undir grænni
torfu - úr innviðum móður Jarðar.
Arngunnur Ýr Gylfadóttir, sem
stendur fyrir sýningunni atarna, hef-
ur stundað nám og búið í San Fran-
cisco sl. fimm ár. Á þeim tíma hefur
hún af og til sýnt verk sín bæði hér
heima og ytra - að ég best veit síðast
í Gallery Media í San Francisco vo-
rið 1987. Þá voru jarðlitar strauml-
ínuverur með plánetur undir hand-
arkrikanum áberandi í málverki
Arngunnar og eru enn. En nú bregð-
ur svo við að jarðliturinn, pláneturn-
ar og verurnar hafa öðlast nýtt gildi,
þær eru heimtar úr helju, ef svo má
að orði komast. Sýninguna tileinkar
Arngunnur minningu systur sinnar,
Gunnhildar, sem lést af slysfórum
fyrir tæpum tveimur árum. Og vissu-
lega er , jaröarför" réttnefni á þessa
sýningu, blóm og vein og opin gröf
blasa við sjónum gesta í Nýhöfn um
þessar mundir.
Kjarkur og hugmyndaauðgi
Samt sem áður er undirritaður
ekki þeirrar skoðunar að hér sé um
þunglynda sj álfsvorkunnarsýningu
að ræða, heldur þvert á móti kjark-
aða og hugmyndaríka. Amgunnur
notar ólíklegustu hluti til að ná fram
réttu stemmningunni eða andrúms-
loftinu, blóm bæði gervi- og alvöru-,
minkaskinn, mannshár, trjágreinar,
sviðakjamma, baðherbergisflísar.
Þess utan beitir hún sérkennilegum
aðferðum í málverki sínu; hún bræð-
ir vax á tré samkvæmt fornegypskri
fomúlu og málar síðan með olíu þar
ofaná. Myndirnar eru ólíkar en sýn-
ingin hefur stekan hefldarsvip/helgi-
svip. „Helgipúpa" vakti sérstaka at-
hygli mína, þar er mynd sem gæti
verið eftir einhvern flæmsku mið-
aldameistaranna - að baðflísunum
og strigateipinu slepptu. „Aðskilnað-
ur“ hefur sömuleiðis á sér sterkan
sextándu aldar svip. Myndir á borð
við „Hlaupara" og flestar smámynd-
anna eru hins vegar i nútímalegri
jarðaranda, enda í meira samræmi
við síöustu sýningu listakonunnar. vegna þess hve stutt þessi eftirminni-
Hvað sem öðru líður þá ríkir engin lega sýning stendur. Henni lýkur á
sorg í Nýhöfn, nema ef vera skyldi morgun, sunnudag, 20. ágúst. -ÓE.
Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri afhendir Steinari Berg útgáfufrumband-
ið með söng Péturs Á. Jónssonar. Aðrir á myndinni eru frá vinstri: Gunnar
Hrafnsson, Elin Kristinsdóttir, Þorsteinn Hannesson, Trausti Jónsson og
Bergþóra Jónsdóttir en þau munu öll vinna að útgáfunni.
Áttatíu ára hljóðrit
anir með Pétri Á.
Jónssyni á plötu
Arngunnur Ýr. Hugmyndarik sýning í Nýhöfn.
Undirritaður hefur verið samning-
ur milli Ríkisútvarpsins og Steina
hf. um framhald á útgáfu sögulegra
hljóðritana sem hófst 1987 með út-
gáfu á hljóðritunum á söng Stefáns
Islandi og síðar Maríu Markan.
Við sama tækifæri afhenti Markús
Örn Antonsson útvarpsstjóri Stein-
ari Berg, forstjóra Steina hf„ útgáfu-
frumband til útgáfu á tveim plötum
með söng Péturs Á. Jónssonar en
hann varð fyrstur íslendinga til að
syngja inn á hljómplötu árið 1907. Sú
plata er með í hinni fyrirhuguðu út-
gáfu sem koma mun á markað í nóv-
ember á þessu ári. Aðilar skipta
þannig með sér verkum að þegar
útgáfa hefur verið ákveðin sér Ríkis-
útvarpið um val efnis og alla tækni-
vinnu en útgáfan sjálf verður á veg-
um Steina hf.
-HK
' SLAUM A D
■ V ' •
a-
og förum a.m.k. 2 ár aftu
Næstkomandi fimmtudag, 24. ágúst,
við sölu á BERBER lykkjuteppum í 2 litum
gráum og beige, á meðan birgðir endast á
Ef ykkur vantar teppi -
þá hefur enginn efni á
fð sleppa þessu tækifæri.
lorrfl í teppadeild. - Opið í dag til
miðað við
.990,-
.980,-
S
GGINGAMARKAÐUR
STURBÆJAR
ingbraut 120,
;ími 28600.
Teppadeild, s. 28605.