Dagblaðið Vísir - DV - 19.08.1989, Blaðsíða 12
• LAUÖAKDAGUK 1.9.'Á<W$Til?89.
12
LífsspegiU
Morgunhani
eða
nátthrafn?
- „líkamsklukkan" alltaf í gangi
Eflaust þæöu margir að sólar-
hringurinn væri nokkrum klukku-
stundum lengri, aö nokkrir dagar
bættust við vikuna og aö mánuður-
inn væri aðeins lengur að líða.
Tíminn hleypur frá okkur, að
minnsta kosti frá þeim sem hafa mik-
ið að gera og oftar en ekki er kvartaö
undan tímaleysi til þessa eða hins.
Margir reyna að skipuleggja tíma
sinn upp á nýtt. Búa jafnvel til fínar
og flottar dagskrár fyrir hvern dag
og hverja viku. Misjafnlega vel geng-
ur að fylgja þeim áætlunum, en þetta
hefur allavega verið góð tilraun.
Viljinn er örugglega fyrir hendi en
stundum gengur stundaskráin ekki
samkvæmt áætlun þar sem líkaminn
hefur sjálfur tekið fyrir það. Hann
hefur sagt hingað og ekki lengra. Það
segir hann í formi þreytu og slapp-
leika og hve misjafnlega upplagður
hann er að takast á við daglegt amst-
ur. Orkan er misjöfn frá degi til dags
og mismikil eftir tímum dagsins.
Þótt vekjaraklukkan, götuljósin og
stimpilklukkan gefi til kynna að það
er kominn nýr dagur og ný verkefni
að fást við þá getur verið að „líkams-
klukkan" geti ifla sætt sig við það.
„Líkamsklukka" hvers og eins er
nokkuð mismunandi. Sumir eru
morgunhanar á meöan aðrir koma
mestu í verk um blánóttina.
Viti menn það ekki sjálfir hvort
þeir eru morgun- eða kvöldmann-
eskjur svokallaðar er auðvelt að
fmna það út. Það er gert með því að
mæla líkamshitann nokkrum sinn-
um yfir daginn. Ef hitinn tekur að
lækka fyrir klukkan átta um kvöldið
þá tilheyrirðu- morgunhönunum.
Annars ertu manneskja sem er upp
á sitt besta síðdegis og að kvöldlagi.
En þar sem langflestir vinna frá
morgni til kvölds verða þeir að skila
sínu starfi á ákveðnum tímum dags-
ins.
Ýmsir sérfræðingar hafa velt þessu
fyrirbæri fyrir sér, „líkamsklukk-
unni“, og hafa veriö iðnir við að gefa
alls kyns ráðleggingar þar að lút-
andi.
8-10 Á þessum tíma dagsins er
skammtímaminnið upp á sitt besta.
Þetta er besti tíminn til að halda
vinnufundi og að taka próf.
10-12 Nú er árveknin í besta lagi og
upplagt að skipuleggja og fara yfir
óuppgerða hluti.
12-14 Margir kvarta undan syfju og
slappleika um þetta leyti. Oft er um
að kenna matnum sem snæddur var.
Best er að borða léttan en próteinrík-
an hádegisverð. Þungur matur í há-
deginu gerir fólk yfirleitt slappt þar
sem of mikil orka líkamans fer í að
melta hann. Skynsamlegast þykir að
borða hádegisverðinn í seinna lagi
eða um eittleytið.
14-16 Nú er langtímaminnið gott. Því
er þetta góður tími til að læra, lesa
og vinna úr fengnum upplýsingum
og reynslu. Hugsunin er oftast skörp-
ust á þessum tíma.
16-18 Líkamleg áreýnsla er tilvalin
núna. Þessi tími er hentugastur til
að fara í líkamsræktina eða stunda
aðrar íþróttir. Líkaminn hefur byggt
upp mikla orku yfir daginn en er
samt ekki orðinn útkeyrður. Því
kann hann best við erfiði nú. Tilfmn-
ingarnar eru gjarnan næmastar á
þessum tíma dags. Þess vegna er
manneskjunni hættara við aö láta
hávaða eða eitthvað utanaðkomandi
fara í skapið á sér.
Kvöldið Æskilegast er að geta hvílt
sig strax eftir að komið er heim. Seta
við sjónvarp eða annað sem krefst
athygh ætti aö bíða þar til síðar um
kvöldiö.
Þessi „líkamsklukka" ætti að eiga
viö flesta heilbrigða einstakhnga sem
borða skynsamlega og stunda ein-
hverjar hkamsæfingar. Tímasetn-
ingin færist aftur eða fram um einn
til tvo tíma eftir því hvenær fariö er
á fætur, eða með tilliti til þess hvort
um morgunhana eöa náttiirafn er að
ræða.
-RóG.
Koffeín
og
streita
Vísindamenn hafa löngum vitað
og skýrt frá að kofieín hefur slæm
áhrif á taugakerfi neytendanna. Það
eykur á streitu og hjartsláttur verður
örari eftir neyslu koffeíns. Sérstak-
lega hefur verið bent á að þess skuli
neytt í hófi. En nú hefur vísindamað-
ur við háskólann í Arizona komist
að því aö koffeín hefur óæskileg áhrif
á taugarnar,- sama hversu lítils
magns er neytt.
Jafnvel ein flaska af kóladrykk eða
einn bolli af kaffi getur snaraukið
streitu hjá þeim sem hafa tilhneig-
ingu th að stressa sig fram úr hófi.
Of stórir skammtar af koffeíni geta
leitt til taugaveiklunar og/eða svefn-
leysis hjá næstum hverjum sem er.
Dæmi er tekið af manni sem myndi
drekka tíu bolla af kaffi á einu bretti.
Líklega liði ekki á löngu áður en
hann færi að nötra og skjálfa, ef hann
færi hreinlega ekki bara „yfir um“.
Vísindamaðurinn, sem frá segir,
segir einnig að það séu frekar þeir
sem eru tæpir fyrir á taugum sem
séu forfallnir koffeínistar. Um leiö
og koffeínistamir minnkuðu kaffi-
drykkjuna til muna eða hættu alveg
létu áhrifin ekki á sér standa. Streit-
an minnkaði og taugakerfið komst í
betra lag. Því ráðleggur hann stress-
uðu fólki og taugaspenntu að líta
framhjá kaffinu.
En það er svo sem koffeín í fleiri
matvælum en kaffi. Hér gefur að líta
koffeínmagn nokkurra drykkja og
súkkulaðis:
- Einn bollí venjulegt kaffi, 80 mg
- Einn bolli duft-kaffi, 60 mg
- Einn bolli te, 30 mg
- Ein kólafiaska, 48 mg
- Eitt lítið súkkulaðistykki, 20 mg
Tröppuleikfimi
það nvjasta
Þaö nýjasta í líkamsræktinni um
þessar mundir er „tröppuleikfimi".
Um er að ræða æfingar sem líkjast
heföbundnum eróbikkæfingum en
eru geröar í tröppum. Þessi tegund
hkamsræktar hefur rutt sér til rúms
í Bandaríkjunum og þykir árangur-
inn lofa mjög góðu.
Nýja „tröppuleikfimin“ fer fram í
fjórum tröppum eða á misháu gólfi
og er verið í einn og hálfan tíma aö.
Blandað er saman hlaupi upp og nið-
ur tröppurnar og hefðbundinni leik-
fimi. Eins og í annarri eróbikk-leik-
fimi er tilgangurinn að auka þrek og
þol og oft að brenna fitu.
í „tröppuleikfiminni" reynir mikiö
á fætur. Til að efri hluti líkamans
fari ekki varhluta af æfingunum eru
notuð handalóð í leikfiminni sjálfri.
Leikfimi af þessu tagi þykir því vera
mjög ákjósanleg blanda af þol- og
styrkingaræfingum.
Þeir sem vilja losna við aukakílóin
eru víst yfir sig hrifnir af þessari
nýju leikfimi því þau renna að sögn
mjög hratt af við iðkunina.